Innlent

Bílflökin enn á veginum

Lögreglan á Blönduósi biður ökumenn að sýna sérstaka aðgát skammt frá Vatnsnesvegamótum í Vestur-Húnavatnssýslu vegna tveggja vörubílsflaka. Bílarnir lentu saman í hörðum árekstri í gær þar sem einn maður hlaut beinbrot. Hægara er sagt en gert að fjarlægja bílana af slysstað þar sem engin svo stór flutingatæki eru til staðar fyrir norðan. Lögregan hefur ítrekað við tryggafélögin að fjarlægja þurfi vörubílana og er von á tækjum frá Reykjavík síðar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×