Innlent

Fréttamynd

Tuttugu og fimm milljónir á dag

Aldrei hafa jafn margir ferðamenn komið að landi í Reykjavíkurhöfn eins og í gær en þá komu rétt tæp fjögur þúsund farþegar með skemmtiferðarskipunum Sea Princess og Aurora. Ekki eru þá meðtaldar áhafnir skipanna sem flestar ganga úr sér sjóriðuna á íslenskri grundu en um níuhundruð manns eru í áhöfn hvors skips.

Innlent
Fréttamynd

Brýtur blað í DNA rannsóknum

Richard Kristinsson réttarerfðafræðingur við Denver háskóla í Bandaríkjunum hefur uppgötvað nýja aðferð við rannsókn erfðaefna sem sparar bæði tíma og peninga. Bandarísk stjórnvöld hafa styrkt Richard og leiðbeinanda hans um tæpar 30 milljónir króna. Hann hyggst opna rannsóknarstofu á Íslandi eftir tvö ár. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir stórfelld fíkniefnabrot

32 ára maður var í gær dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot og fleiri brot. Þá var í sama dómi 26 ára gömul kona dæmd í hálfsársfangelsi. Dómarnir voru upp kveðnir í Héraðsdómi Reykjaness, en þeir eru skilorðsbundnir að hluta.

Innlent
Fréttamynd

Hert landamæraeftirlit

Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir hertri landamæragæslu af ótta við að mótmælendur frá G8- fundinum í Skotlandi komi hingað til lands og mótmæli virkjanaframkvæmdum. Frést hefur af íslenskum mótmælendum þar og þá hefur verið sett upp heimasíða með ferðaleiðbeiningum fyrir mótmælendur. RÚV greindi frá þessu.

Innlent
Fréttamynd

Tvö umferðaróhöpp fyrir vestan

Bíll fór út af veginum á Dynjandisheiði á fjórða tímanum í dag. Tveir voru í bílnum og eru þeir ómeiddir. Þá valt bíll í Dýrafirði klukkan hálfníu í morgun. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði en meiðsl hans eru talin minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Fjallagarpar á leið til Grænlands

Fjórir íslenskir fjallagarpar á fimmtugsaldri halda til Grænlands á morgun til að etja kappi við náttúruöflin og fjallagarpa af öðrum þjóðernum. Þeir telja engar líkur á sigri og voru í óða önn við að birgja sig upp af óhollustu.

Innlent
Fréttamynd

Bréf í deCode hækkandi

Gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar hafa hækkað úr 5,5 dollurum á hlut í byrjun apríl upp í rúma tíu dollara, sem er hátt í tvöföldun. Þau hafa reyndar áður komist í tíu dollara og þar yfir, og enn er langt í að þau nái því hámarki sem þau komust í á gráa markaðnum hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisstofnun sýkn saka

Heilbrigðisstofnun Suðurlands var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Suðurlands af rúmlega 28 milljón króna bótakröfu læknis sem þar starfaði en var sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika og endurtekinna kvartana sjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Mikil kjaraskerðing

Verðhækkanir á dísilolíu hafa í för með sér gríðarlegan kostnaðarauka," segir Hlynur Snæland Lárusson, deildarstjóri bílaútgerðar hjá ferðaskrifstofunni Snæland Grímssyni. "Sérstaklega er um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir þröngan kjarna manna sem lifa á bílaútgerð."

Innlent
Fréttamynd

Blaðamenn gæti meðalhófs

Stjórn Persónuverndar hefur sent frá sér álit um meðferð persónuupplýsinga og myndbirtingar á fréttamiðlum. Í álitinu kemur fram að fréttamenn skuli gæta meðalhófs í meðferð persónuupplýsinga og hafa í huga hvaða hagsmunum það þjóni að fjalla um einkamálefni einstaklinga án þeirra samþykkis.

Innlent
Fréttamynd

Verð á íbúðarhúsnæði fer lækkandi

Vísbendingar eru um að íbúðarhúsnæði sé hætt að hækka í verði og hafi jafnvel lækkað lítillega síðustu daga, að mati Greiningardeildar Íslandsbanka. Deildin byggir þetta á gögnum frá Fasteignamati Ríkisins þar sem fram komi að verð á íbúðum í fjölbýli hafi hækkað mjög lítið síðustu dagana og lækkað um nokkur prósent í sérbýli á sama tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Var myrtur við komuna frá BNA

Gísli Þorkelsson, sem myrtur var í Suður-Afríku fyrir rúmum fimm vikum, var að koma úr heimsókn til systur sinnar í Bandaríkjunum. Þar hitti hann uppkominn son sinn, sem hann hafði boðið út að hitta sig. Lík Gísla verður flutt til Íslands til jarðsetningar.

Innlent
Fréttamynd

Konan játar að hafa banað Gísla

Konan sem kom fyrir rétt í dag í Boksburg í Suður Afríku hefur játað að hafa orðið Gísla Þorkelsyni að bana, en frá þessu er greint á fréttavef News 24 í Suður Afríku. Konan og maðurinn voru úrskurðuð í gæsluvarðhald til 22. ágúst eða þar til þau koma aftur fyrir rétt þar í landi.

Innlent
Fréttamynd

Met í Norðurá

Veiðifélagarnir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og Ingólfur Ásgeirsson flugmaður veiddu í sameiningu sjötíu og tvo laxa á eina stöng á þremur dögum í Norðurá í vikunni og hefur aldrei fyrr fengist annar eins afli á eina stöng úr ánni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki dregur úr flugi til Lundúna

Hryðjuverkin í Lundúnum á fimmtudag, þar sem að minnsta kosti 52 biðu bana og fjöldi særðist, hafa lítt eða ekki dregið úr áhuga fólks á að ferðast til borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ofsaakstur á nýju Hringbrautinni

Ökumaður var stöðvaður á nýju Hringbrautinni í Reykjavík í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hann á hundrað sextíu og fjögurra kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar. Hann var því á rösklega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, eða níutíu og fjórum kílómetrum yfir hámarkshraðanum.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldfrjáls leikskóli um allt land

Gjaldfrjáls leikskóli er það sem koma skal um allt land, segir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Frá og með 1. september borga Súðvíkingar ekkert fyrir að senda börn sín í leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Varðhald fellt úr gildi

Hæstiréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. júlí þess efnis að meintur kynferðisglæpamaður skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 15. júlí eins og Lögreglustjórinn í Reykjavík hafði farið fram á.

Innlent
Fréttamynd

Gísli þekkti morðingja sína

Fimmtíu og fjögurra ára Íslendingur sem var myrtur í Suður-Afríku hét Gísli Þorkelsson. Hann hafði búið í Suður-Afríku í ellefu ár og starfaði á eigin vegum við viðskipti. Hann á einn uppkominn son sem er búsettur á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

202 kærðir fyrir hraðakstur

Samkvæmt fréttavef lögreglunnar voru 202 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku. Nú stendur yfir sérstakt umferðareftirlit á vegum ríkislögreglustjóra sem hófst 28. júní síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Halldór fundar í Japan

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti í dag fund með japönskum þingmönnum í Tókýó þar sem hann hélt erindi um efnahagsmál á Íslandi. Á fundinum ítrekaði forsætisráðherra að lokið yrði við gerð loftferðarsamnings milli ríkjanna og einnig undirstrikaði hann ósk íslenskra stjórnvalda um að gerður yrði tvísköttunarsamningur milli ríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Á 164 kílómetra hraða

Ökumaður á yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda eftir að bifreið hans mældist á 164 kílómetra hraða á Reykjanesbraut við Bústaðaveg á ellefta tímanum í fyrrakvöld. Hámarkshraði þar er 70 kílómetrar á klukkustund og keyrði ökumaðurinn því meira en níutíu kílómetrum á klukkustund of hratt.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað í héraðsdómi

Ríkið var í gær sýknað af kröfum manns sem taldi sig hafa orðið fyrir ólögmætri gjaldtöku, en skattstjórinn í Reykjavík lagði á hann iðnaðarmálagjald á árunum 2001 til 2004.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti

Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti niður í þrjú komma sjötíu og fimm prósent ef vaxtaálag yrði metið út frá reynslu undanfarinna ára og sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald, eins og bankarnir hafa gert.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald staðfest

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir síbrotamanni sem farið hafði fram á að gæsluvarðhald þða er hann var dæmdur í til 15. júlí yrði fellt niður eða stytt.

Innlent
Fréttamynd

Rostungur ræðst á ræðara

Hópur kajakræðara á Svalbarða varð fyrir árás rostungs í júní. Baldvin Kristjánsson leiðsögumaður sem fór fyrir hópnum segir að kajakmönnum stafi meiri hætta af rostungum en ísbjörnum.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Jón gegn Steinunni?

Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn.

Innlent
Fréttamynd

Bylgjan vinsælust í borginni

Rás tvö og Bylgjan njóta jafnmikillar hylli meðal landsmanna samkvæmt fjölmiðlakönnun IMG Gallup sem gerð var dagana 9. til 15. júní síðastliðinn. Könnunin leiðir þó í ljós að munur er á kynjunum hvað hlustun varðar.

Innlent