Innlent

Fréttamynd

Einmannalegt í strætó

Nýja leiðakerfi strætó skilur ekki íbúa í Norðlingaholti út undan en leið 25 á sitt endastopp í hverfinu. Þeir sem taka vagninn þar geta verið mættir niður á Hlemmi rétt rúmum hálftíma síðar.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignamat sumarhúsa hækkar

Fasteignamat á sumarhúsum og sumarhúsalóðum hefur að meðaltali hækkað um tæpan fjórðung. Fasteignamat ríkisins mat 8.800 sumarhús og eftir endurmatið er virði þeirra metið samtals 47 milljarðar króna. Meðalfasteignamat sumarhúsa eftir endurmatið er rúmar 5,3 milljónir. Fasteignamat tæplega 130 eigna lækkaði en mat tæplega 8700 eigna hækkaði eða stóð í stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rannsókn hafi valdið ómældum skaða

Íslenskir hestaútflytjendur fagna því að loks sé komin niðurstaða í rannsókn þýskra tollyfirvalda á meintri skipulagðri glæpastarfsemi þeirra. Málið reyndist allt byggt á misskilningi en hefur valdið hestaút- og innflytjendum ómældum skaða, að sögn formanns Landssambands hestamanna.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn HSÍ fundar vegna Viggós

Stjórn Handknattleikssambands Íslands mun funda í dag og um helgina og fara yfir mál Viggós Sigurðssonar landsliðsþjálfara, en honum var fylgt út úr Leifsstöð af lögreglu eftir að hafa lent í útistöðum við flugþjón í vél Flugleiða síðasta sunnudag. Viggó var á leið heim frá Svíþjóð með ungmennalandsliðinu í handknattleik og segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, að sambandið líti atburðinn alvarlegum augum.

Sport
Fréttamynd

Mótmælendur látnir lausir

Þrettán mótmælendur, sem handteknir voru á byggingarsvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í fyrradag, voru látnir lausir laust eftir miðnætti í fyrrinótt að sögn lögreglu á Eskifirði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verkfall á Ljósanótt

Starfsmannafélag Suðurnesja fer ekki í verkfall í þessum mánuði og því verða áreiðanlega ljós á Ljósanótt í ár. Starfsmannafélagið vill leiðréttingar á nýju starfsmati sem gildir í kjarasamningi félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Braut hryggjarlið á torfæruhjóli

Ungur maður skaddaðist á hrygg þegar hann féll af torfæruhjóli sínu þar sem hann var á æfingabraut við Selvatn skammt frá Grindavíkurvegi um níuleytið í gærkvöld. Hann var fluttur á slysadeild þar sem í ljós kom að einn hryggjarliður var brotinn en ekki hafa frekari upplýsingar fengist um málið.

Innlent
Fréttamynd

Býst við auknum hrossaútflutningi

Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur.

Innlent
Fréttamynd

Samið um uppbyggingu safns

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði, undirrituðu í dag samning milli menntamálaráðuneytisins og Félags áhugamanna um minjasafn, fyrir hönd Síldarminjasafnsins á Siglufirði, um aðstoð við uppbyggingu Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

Innlent
Fréttamynd

Handtekin vegna sprengjuhótunar

Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 100 þúsund matarskammtar

Fiskverkendur á Dalvík bjóða gestum og gangandi upp á margvíslega fiskrétti á fiskideginum mikla sem haldinn er í dag. Fjöldi fólks var þegar mættur í bæinn í gær og því má búast við fjölmenni á fiskideginum mikla nú líkt og fyrri ár.

Innlent
Fréttamynd

Háspennulína sörguð í sundur

Háspennulína í Hallsteinsdal, skammt frá Skriðdal, þar sem mótmælendur hafa haldið til í tjöldum, var í nótt sörguð í sundur. Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir í Hallsteinsdal eru beðnir um að láta lögregluna á Egilsstöðum vita.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar teknir í kennslustund

Tuttugu nemendur hafa þegar verið innritaðir í nýja skólann í Norðlingaholti sem tekur til starfa í haust. Sif Vígþórsdóttir skólastýra gerir þó ráð fyrir að sextíu börn nemi við skólan á fyrstu önn.

Innlent
Fréttamynd

Komnir heim með slitna skó

<font face="Helv"></font> Göngugarparnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson komu til Reykjavíkur í gær og luku þar með 46 daga hringferð sinni um landið. "Þetta hefur ekki verið svo erfitt líkamlega en það reynir á þolrifin að vera svona lengi frá sínu fólki," sagði Guðbrandur, þegar þeir komu að Rauðavatni klukkan hálf fjögur í gær og lokuðu hringnum.

Innlent
Fréttamynd

Þjónustugjöld ekki felld niður

Ekki er líklegt að þjónustugjöld bankanna verði felld niður í bráð eins og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði til í gær. Bankarnir skiluðu allir methagnaði á fyrri hluta ársins, samtals um 54 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mastrið losnaði úr festingum

Mastrið á seglskútunni Svölu, sem togskipið Ársæll Sigurðsson er að draga í land, losnaði úr festingum sínum í nótt og féll. Skiperjar á Ársæli náðu því um borð í Ársæl en nokkur töf varð vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Dróst vegna fjarveru starfsmanna

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, hefur svarað fyrirspurnum Oktavíu Jóhannesdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, um umdeilda lífskjararannsókn sem unnin var fyrir bæjarstjórn Akureyrar. Í svörum bæjarstjórans segir að ástæða þess að kynning niðurstaðna dróst frá maí fram í júlí hafi verið veikindi og fjarvera starfsmanna og bæjarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Unnið að stefnumörkun

"Stefnumörkun er í gangi þessa dagana og enn á eftir að ganga frá ýmsum lausum endum," segir Gísli Tryggvason, nýskipaður talsmaður neytenda. Rúmur mánuður er síðan Neytendastofa tók formlega til starfa fyrsta sinni en talsmaður neytenda heyrir undir hana.

Innlent
Fréttamynd

Engin íslensk hrossamafía

Íslenska hrossamafían stundar ekki skipulagða glæpastarfsemi eins og þýsk tollayfirvöld héldu fram fyrir nokkrum árum. Eftir margra ára rannsókn hafa þau komist að því að mál sem vakti mikla athygli byggðist allt á misskilningi.

Innlent
Fréttamynd

Bærinn gæti boðið í reksturinn

Lúðvík Bergvinsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, útilokar ekki að bærinn bjóði í rekstur Vestmannaeyjaferju. Enn hafa þó engar ákvarðanir verið teknar í þeim efnum að hans sögn en málið verður skoðað.

Innlent
Fréttamynd

Kapphlaup um jarðir í Kelduhverfi

Þrír forystumenn Húsavíkurbæjar hafa keypt jörðina Eyvindarstaði í Kelduhverfi og ætla að koma þar á fót sumarhúsabyggð. Lífsval ehf. á tvær jarðir í Kelduhverfi og sóttist einnig eftir Eyvindarstöðum með veiðiréttindi í Litluá í huga.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan sótti slasaðan sjómann

Skipverji á togaranum Akurey fékk þungt höfuðhögg þegar hann féll við vinnu sína undir kvöld í gær þar sem togarinn var staddur djúpt norðvestur af landinu. Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti manninn og lenti með hann við Landspítalann um klukkan ellefu í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

11 mótmælendur handteknir

Vinna við byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð var stöðvuð í fjórar klukkustundir í dag eftir að hópur mótmælenda fór inn á svæðið. Þeir strengdu meðal annars borða með áletruninni „Alcoa græðir - Íslandi blæðir“ og klifruðu upp í byggingakrana. Lögreglumenn frá Eskifirði og Neskaupstað voru kallaðir á vettvang og handtóku ellefu mótmælendur.

Innlent
Fréttamynd

Segja hrefnuna skorta æti

Hrefnuveiðimenn hafa áhyggjur af holdafari hrenfunnar og óttast að hún hverfi jafnvel á önnur mið fái hún ekki næga fæðu hér við land. Vísindamenn segja að bíða verði með ályktanir uns niðurstöður fitumælinga liggi fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Tafir í nokkrar vikur enn

"Framkvæmdum miðar að öllu leyti samkvæmt áætlunum og ekkert stórvægilegt komið upp," segir Höskuldur Tryggvason hjá mannvirkjaskrifstofu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrgð helst óbreytt

"Ábyrgð Toyota helst óbreytt eins og verið hefur en viðurkennd breytingarverkstæði bera að sjálfsögðu ábyrgð á öllum breytingum sem gerðar eru," segir Bogi Sigurðsson, þjónustustjóri P. Samúelssonar, umboðsaðila Toyota á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Vinna stöðvuð vegna mótmælenda

Öll vinna við byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð hefur verið stöðvuð eftir að hópur mótmælenda fór inn á svæðið í morgun. Þeir hafa meðal annars strengt borða með áletruninni: „Alcoa græðir- Íslandi blæðir.“ Lögreglumenn frá Eskifirði og Neskaupstað eru á vettvangi og handtaka fólk, að sögn Björns S. Lárussonar, samskiptafulltrúa verktakans Bechtel.

Innlent
Fréttamynd

Djöfulleg breyting fyrir aldraða

Ellilífeyrisþegi í Árbæ segir að með nýju leiðakerfi Strætó bs. sé í raun búið að gera ófært fyrir marga að taka strætisvagn þaðan og niður í bæ. Hann segir þetta einkum bitna á gamla fólkinu og fólki með skerta hreyfigetu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Slasaður sjómaður sóttur nærri Vík

Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal var kölluð út klukkan ellefu í morgun til að sækja slasaðan sjómann um borð í bát sem staddur var rétt fyrir utan Vík. Björgunarsveitarmenn fóru á hjólabát ásamt lækni til að sækja manninn.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti tindurinn 2110 metrar

Hvannadalshnúkur á Öræfajökli, hæsti tindur landsins, er níu metrum lægri en áður var talið. Niðurstaða GPS- mælinga á honum er sú að hnúkurinn sé 2109,6 metra hár, en ekki 2119 metrar eins og lengst af var talið. Hann er þó enn hæsti tindur landsins.

Innlent