11 mótmælendur handteknir 4. ágúst 2005 00:01 Vinna við byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð var stöðvuð í fjórar klukkustundir í dag eftir að hópur mótmælenda fór inn á svæðið. Þeir strengdu meðal annars borða með áletruninni „Alcoa græðir - Íslandi blæðir“ og klifruðu upp í byggingakrana. Lögreglumenn frá Eskifirði og Neskaupstað voru kallaðir á vettvang og handtóku ellefu mótmælendur. Allt logaði í átökum á vinnusvæði Bechtel við Álverið í Reyðarfirði í morgun þegar mótmælendur stóriðjuframkvæmda komu sér fyrir með áletraða borða. Níu voru handteknir um hádegisbilið, þrír voru uppi í byggingakrana og þrír aðrir týndir á vinnusvæðinu. Vinna hófst aftur þegar klukkan var korter gengin í þrjú en þá var enn einn mótmælandi uppi í krana. Ákveðið var að hafa lögregluvörð um kranann og ræsa hann ekki meðan maðurinn væri þar enn. Hann var kominn niður um fimmleytið.- Ólafur Páll Sigurðsson, einn mótmælendanna sem eru fyrir austan, segir aðgerðirnar beinast gegn stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda og því að „glæpafyrirtæki á borð við Alcoa séu að ásælast íslenska orku og menga íslenska náttúru og íslenskt þjóðfélag.“ Og Ólafur Páll sakar lögregluna um harðræði við mótmælendur og segir að mótmælum vegna stóriðju verði haldið áfram á svæðinu. Björn S. Lárusson, talsmaður Bechtel, segir að nauðsynlegt hafi verið að loka svæðinu af öryggisástæðum þegar ljóst hafi verið að einhverjir hefði klifrað upp í byggingakrana og hefði lögregla verið kölluð til. Hann segir að reikna megi með að tap fyrirtækisins vegna stöðvunar framkvæmda hafi verið um átta milljónir eða tveggja milljóna vinnutap fyrir hvern klukkutíma sem framkvæmdir lágu niðri. Björn sagði ennfremur að ókannað væri hvort einhverjar skemmdir hefðu verið unnar á tækjum eða búnaði. Hann segir að fyrirtækið virði rétt fólks til að mótmæla á friðsamlegan hátt, en aðgerðir sem þessar séu lögreglumál en ekki fyrirtækisins. Hann segir að þeim hafi verið töluvert brugðið þegar mótmælin hafi hafist því þeir hafi þurft að glíma við aðilana áður og segir Björn aldrei að vita hverju þeir taki upp á. Fjölmiðlum var meinað að taka myndir af vinnusvæðinu meðan lögregluaðgerðirnar stóðu yfir. Spurður hvort fjölmiðlar þurfi ekki að fá að vinna sín störf segir Björn svo vera en þegar aðstæður séu þannig að hætta sé á ferð, eins og í þessu tilviki, þá geti framkvæmdaaðilinn hvorki fylgt fjölmiðlum inn á svæðið né tryggt öryggi þeirra. Fréttir Innlent Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Vinna við byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð var stöðvuð í fjórar klukkustundir í dag eftir að hópur mótmælenda fór inn á svæðið. Þeir strengdu meðal annars borða með áletruninni „Alcoa græðir - Íslandi blæðir“ og klifruðu upp í byggingakrana. Lögreglumenn frá Eskifirði og Neskaupstað voru kallaðir á vettvang og handtóku ellefu mótmælendur. Allt logaði í átökum á vinnusvæði Bechtel við Álverið í Reyðarfirði í morgun þegar mótmælendur stóriðjuframkvæmda komu sér fyrir með áletraða borða. Níu voru handteknir um hádegisbilið, þrír voru uppi í byggingakrana og þrír aðrir týndir á vinnusvæðinu. Vinna hófst aftur þegar klukkan var korter gengin í þrjú en þá var enn einn mótmælandi uppi í krana. Ákveðið var að hafa lögregluvörð um kranann og ræsa hann ekki meðan maðurinn væri þar enn. Hann var kominn niður um fimmleytið.- Ólafur Páll Sigurðsson, einn mótmælendanna sem eru fyrir austan, segir aðgerðirnar beinast gegn stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda og því að „glæpafyrirtæki á borð við Alcoa séu að ásælast íslenska orku og menga íslenska náttúru og íslenskt þjóðfélag.“ Og Ólafur Páll sakar lögregluna um harðræði við mótmælendur og segir að mótmælum vegna stóriðju verði haldið áfram á svæðinu. Björn S. Lárusson, talsmaður Bechtel, segir að nauðsynlegt hafi verið að loka svæðinu af öryggisástæðum þegar ljóst hafi verið að einhverjir hefði klifrað upp í byggingakrana og hefði lögregla verið kölluð til. Hann segir að reikna megi með að tap fyrirtækisins vegna stöðvunar framkvæmda hafi verið um átta milljónir eða tveggja milljóna vinnutap fyrir hvern klukkutíma sem framkvæmdir lágu niðri. Björn sagði ennfremur að ókannað væri hvort einhverjar skemmdir hefðu verið unnar á tækjum eða búnaði. Hann segir að fyrirtækið virði rétt fólks til að mótmæla á friðsamlegan hátt, en aðgerðir sem þessar séu lögreglumál en ekki fyrirtækisins. Hann segir að þeim hafi verið töluvert brugðið þegar mótmælin hafi hafist því þeir hafi þurft að glíma við aðilana áður og segir Björn aldrei að vita hverju þeir taki upp á. Fjölmiðlum var meinað að taka myndir af vinnusvæðinu meðan lögregluaðgerðirnar stóðu yfir. Spurður hvort fjölmiðlar þurfi ekki að fá að vinna sín störf segir Björn svo vera en þegar aðstæður séu þannig að hætta sé á ferð, eins og í þessu tilviki, þá geti framkvæmdaaðilinn hvorki fylgt fjölmiðlum inn á svæðið né tryggt öryggi þeirra.
Fréttir Innlent Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira