Innlent

Samið um uppbyggingu safns

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði, undirrituðu í dag samning milli menntamálaráðuneytisins og Félags áhugamanna um minjasafn, fyrir hönd Síldarminjasafnsins á Siglufirði, um aðstoð við uppbyggingu Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að ráðuneytið muni beita sér fyrir 15 milljóna króna framlagi til Síldarminjasafnsins í fjárlögum 2006 og 2007 og 10 milljóna króna framlagi í fjárlögum 2008, eða samtals 40 milljónir króna. Síldarminjasafnið á Siglufirði var opnað á árinu 1994, en það hlaut önnur aðalverðlaun Evrópuráðs safna (European Museum Forum) árið 2004, Micheletti-verðlaunin, sem veitt eru fyrir framúrskarandi starf á sviði vísinda, iðnaðar eða tækni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×