Innlent

Þyrlan sótti slasaðan sjómann

Skipverji á togaranum Akurey fékk þungt höfuðhögg þegar hann féll við vinnu sína undir kvöld í gær þar sem togarinn var staddur djúpt norðvestur af landinu. Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti manninn og lenti með hann við Landspítalann um klukkan ellefu í gærkvöldi. Sjómaðurinn er ekki í lífshættu en er enn á sjúkrahúsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×