Innlent

Einmannalegt í strætó

Nýja leiðakerfi strætó skilur ekki íbúa í Norðlingaholti út undan en leið 25 á sitt endastopp í hverfinu. Þeir sem taka vagninn þar geta verið mættir niður á Hlemmi rétt rúmum hálftíma síðar. Þær upplýsingar bárust hins vegar frá Strætó að von væri á stofnleið frá Norðlingaholti þegar byggð þéttist á svæðinu og þá geti íbúarnir brugðið sér í einum gulum niður í miðbæ en nú þurfa þeir að skipta um vagn við Ártún. Vagnstjórinn, sem stóð vaktina þegar blaðamann bar að, sagði þó nokkuð einmanalegt í vagninum yfirleitt þar sem fáir virðist vera farnir að nýta sér þessa leið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×