Innlent Vill skipa sér í forystusveit Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:41 Ákærurnar flóknar og efnismiklar Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Innlent 13.10.2005 19:41 Fær ekki bætur vegna íþróttaslyss Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Tryggingastofnun af bótakröfu stúlku sem fékk flugu í augað á unglingalandsliðsæfingu í badminton árið 1997 með þeim afleiðingum að augnbotninn rifnaði. Hún hefur í dag takmarkaða sjón á auganu. Innlent 13.10.2005 19:41 Syntu yfir Faxaflóann Fjórtán unglingar syntu frá Ægisgarði og upp á Akranes í dag. Hér voru á ferðinni unglingar úr sundfélagi ÍA og var sundið áheitasund þar sem þau eru að safna fyrir keppnisferð sem farin verður næsta vor. Þau skiptust á að synda og voru í sjónum frá 15 mínútum og upp í fjörutíu. Þau lögðu af stað yfir Faxflóann klukkan tíu í morgun og sundinu lauk klukkan þrjú og þykir það nokkuð góður tími. Innlent 13.10.2005 19:41 ADSL og farsímar komið í lag ADSL Og Vodafone á Akureyri og farsímasamband þar á Húsavík og Sauðárkróki er komið í samt lag. Gert hefur verið við bilun sem varð vegna þess að verktaki tók ljósleiðara í sundur við Höfðabakka í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:40 Trúi að dómstólar muni horfa á gögnin Óvild forsætisráðherra skapaði það andrúm sem drifið hefur áfram rannsókn og ákærur í Baugsmálinu, að mati Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Hann segist alltaf hafa borið hag fyrirtækisins fyrir brjósti og að Baugur hafi alltaf haft betur í viðskiptum við sig og Gaum, sem er félag í eigu fjölskyldunnar. Innlent 13.10.2005 19:41 Einn svakalegasti dagur lífs míns Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus situr nú á sakamannabekk og á jafnvel yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um fjárdrátt. Jóhannes sver af sér sakir og kallar málatilbúnaðinn apaspil. Hann kveðst bjartsýnn og finnur ómældan stuðning við málstað sinn og fjölskyldu sinnar. Innlent 13.10.2005 19:40 Mótmæli við Austurvöll Á fjórða tug mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka. Hópurinn stóð fyrir gjörningum og að sögn lögreglunnar kom hvorki til óláta né skemmdarverka. Einn mótmælandi sem í þessu tilfelli er Íslendingur var handtekinn fyrir að klæðast lögreglujakka og lögregluhúfu en slíkt er brot á lögreglulögum. Hann var fluttur á lögreglustöðina og færður úr einkennisbúningum. Innlent 13.10.2005 19:41 Hverjum steini velt við Lögmenn sem Fréttablaðið náði tali af eru gagnrýnir á framferði ákæruvaldsins. Einhverjar kærurnar eru alvarlegar en sumt sparðatíningur. Þó má búast við að margt nýtt eigi eftir að koma í ljós þegar málflutningur hefst. "Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson. Innlent 13.10.2005 19:41 Atvinnulausum fer fækkandi Þrjúþúsund eitthundrað þrjátíu og fimm manns voru að jafnaði atvinnulausir í júlímánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Það jafngildir tveggja prósenta atvinnuleysi. Skráðir voru 65.837 atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Innlent 13.10.2005 19:40 Allar framkvæmdir út úr friðlandi Framkvæmd Norðlingaölduveitu verður öll utan friðlandsins Þjórsárverum að því er Samvinnunefnd miðhálendis samþykkti á fundi sínum á föstudag. Innlent 13.10.2005 19:41 Kannabis í bíl í Keflavík Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af ökumanni og farþega á bíl, nú undir morgun, eftir að áhaldi til kannabisneyslu var hent út um glugga bílsins. Við leit á mönnunum fannst smáræði af kannabisefnum. Innlent 13.10.2005 19:40 Kjartan kom til Stokkseyrar Kjartan Jakob Hauksson kom til Stokkseyrar síðla í gær eftir rúmlega sólarhringslanga sjóferð frá Hjörleifshöfða. Fjölmenni var við höfnina til að taka á móti honum. Nokkrir fóru út á kajökum til að taka á móti honum og fylgja honum síðasta spölinn. Kjartan Jakob var hins vegar ekki þreyttari en svo að hann stakk þá af. Innlent 13.10.2005 19:41 Skaðleg áhrif á samkeppni Þeir sem ætla að fylgjast með enska boltanum í gegnum ADSL þurfa að hafa tengingu hjá Símanum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir vísbendingar um að það kunni að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Innlent 13.10.2005 19:41 Viðbrögð Baugsfeðga við ákærum Baugsfeðgarnir, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir telja með ólíkindum að einn reikningur, sem lögreglan vissi ekki hvort væri debit eða kredit, skyldi vera tilefni hinnar miklu rannsóknar á fyrirtækinu. Þeir bera Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, þungum sökum. Innlent 13.10.2005 19:41 Varðskipin í kvikmynd Eastwoods Varðskipið Óðinn kemur íslenskum sjómönnum ekki að miklu gagni næstu dægrin og Týr líkast til ekki heldir því Landhelgisgæslan hefur leigt erlendum kvikmyndagerðarmönnum skipin. Óskað var eftir tveimur skipum og lofaði Landhelgisgæslan að gera sitt besta, en lofaði einungis Óðni sem lítið er notaður nema þegar Ægir og Týr eru í viðgerð. Innlent 13.10.2005 19:40 Slösuðust við tökur stórmyndar Tökur eru ekki fyrr hafnar á stórmynd Clints Eastwoods í Sandvík en óhöppin dynja þar á. Tveir menn slösuðust í dag. Innlent 13.10.2005 19:40 R-listinn virðist í andarslitrunum Dagar R-listans virðast taldir. Svartsýni um áframhaldandi samstarf ríkir í herbúðum þeirra þriggja flokka sem að honum standa og vilji Vinstri-grænna og Samfylkingar til samstarfs er lítill sem enginn. Innlent 13.10.2005 19:40 Íslam og Ísland lofsungið "Eins og þú sérð þá erum við ekki að smíða kjarnorkuvopn hérna," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hlæjandi meðan hann leiðir blaðamann um aðsetur félagsins í Ármúla, þar sem staðið er fyrir bænastundum á hverjum föstudegi. </font /> Innlent 13.10.2005 19:40 Handtekinn fyrir veggjakrot Útlendingur var handtekinn í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar frá því í nótt og að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins. Innlent 13.10.2005 19:40 Einhleypar konur fái tæknifrjógvun Einhleypar konur ættu að fá að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun að mati formanns Félags einstæðra foreldra. Hann segir löngu tímabært að afnema það ákvæði í lögum að kona þurfi að vera í samsvistum við karl til að teljast hæfur uppalandi. Innlent 13.10.2005 19:40 Gefur lítið fyrir Baugsákærur Breska blaðið <em>The Guardian</em> gefur lítið fyrir ákærurnar á hendur Baugi í ítarlegri grein sem birt er á viðskiptasíðu blaðsins í dag. <em>The Guardian</em> hefur látið þýða málsskjölin fyrir sig og látið sérfræðinga sína rannsaka það. Þeir virðast komast að þeirri niðurstöðu að allt vafstrið í kringum Baug sé stormur í vatnsglasi. Ekkert tillit sé tekið til þess hversu hratt Baugur hafi vaxið né önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri erlendis. Innlent 13.10.2005 19:40 Atvinnuleysi minnkar áfram Í júlí voru að meðaltali 3.135 manns á atvinnuleysisskrá sem jafngildir 2 prósenta atvinnuleysi. Það er 0,1 prósentustigi lægra hlutfall en í fyrri mánuði en atvinnuleysi dregst jafnan saman milli júní og júlí. Á sama tíma í fyrra mældist atvinnuleysi 3 prósent og hefur atvinnuleysi því dregist saman um 1 prósentustig milli ára sem er töluverð breyting. Innlent 13.10.2005 19:40 Hugsanlega í samstarfi og baráttu Sú ótrúlega staða gæti verið að koma upp að R-listaflokkarnir þrír þurfi að starfa áfram saman fram að kosningum en standi jafnframt í harðvítugri kosningabaráttu sín á milli. Innlent 13.10.2005 19:40 Handtekinn fyrir veggjakrot Mótmælandi var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gær grunaður um veggjakrot á styttuna af Jóni Sigurðssyni, Alþingishúsið, Ráðhúsið og fleiri byggingar í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Manninum var leyft að fara að loknum yfirheyrslum síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:40 Margfalda burðargetu GSM Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Prófanir á tækninni eru hafnar og er áætlað að hún verði tekin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Innlent 13.10.2005 19:40 Sjónarhóll semur við borgina Sjónarhóll og Reykjavíkurborg undirrita í dag þjónustusamning um þjónustu við foreldra barna með sérþarfir sem eiga lögheimili í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:40 Festist undir bíl í árekstri Bifhjól og bíll lentu í árekstri á Laugavegi á móts við hús númer 166 um klukkan ellefu í morgun. Ökumaður bifhjólsins festist undir bílnum og þurfti að tjakka bílinn upp til að ná honum undan. Hann var fluttur á slysadeild, en ekki liggur fyrir hversu alvarlega hann er slasaður. Innlent 13.10.2005 19:40 Salmonella í taílenskum matvælum Niðurstöður gerlarannsókna á ferskum kryddjurtum og fleiri matvælum frá Taílandi eru ekki viðunandi að mati umhverfisstofnunar. Salmonella hefur greinst í 7 prósentum sýna sem tekin voru í sumar og er það sambærilegt við niðurstöður frá Svíþjóð. Umhverfisstofnun ráðleggur neytendum að meðhöndla ferskar kryddjurtir, grænmeti og ávexti sem hugsanlega eiga uppruna í Taílandi þannig að lágmarkslíkur séu á að krossmengun gerla verði yfir í tilbúin matvæli. Innlent 13.10.2005 19:40 Spreiuðu slagorð á Alþingishúsið Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Innlent 13.10.2005 19:40 « ‹ ›
Vill skipa sér í forystusveit Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:41
Ákærurnar flóknar og efnismiklar Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Innlent 13.10.2005 19:41
Fær ekki bætur vegna íþróttaslyss Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Tryggingastofnun af bótakröfu stúlku sem fékk flugu í augað á unglingalandsliðsæfingu í badminton árið 1997 með þeim afleiðingum að augnbotninn rifnaði. Hún hefur í dag takmarkaða sjón á auganu. Innlent 13.10.2005 19:41
Syntu yfir Faxaflóann Fjórtán unglingar syntu frá Ægisgarði og upp á Akranes í dag. Hér voru á ferðinni unglingar úr sundfélagi ÍA og var sundið áheitasund þar sem þau eru að safna fyrir keppnisferð sem farin verður næsta vor. Þau skiptust á að synda og voru í sjónum frá 15 mínútum og upp í fjörutíu. Þau lögðu af stað yfir Faxflóann klukkan tíu í morgun og sundinu lauk klukkan þrjú og þykir það nokkuð góður tími. Innlent 13.10.2005 19:41
ADSL og farsímar komið í lag ADSL Og Vodafone á Akureyri og farsímasamband þar á Húsavík og Sauðárkróki er komið í samt lag. Gert hefur verið við bilun sem varð vegna þess að verktaki tók ljósleiðara í sundur við Höfðabakka í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:40
Trúi að dómstólar muni horfa á gögnin Óvild forsætisráðherra skapaði það andrúm sem drifið hefur áfram rannsókn og ákærur í Baugsmálinu, að mati Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Hann segist alltaf hafa borið hag fyrirtækisins fyrir brjósti og að Baugur hafi alltaf haft betur í viðskiptum við sig og Gaum, sem er félag í eigu fjölskyldunnar. Innlent 13.10.2005 19:41
Einn svakalegasti dagur lífs míns Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus situr nú á sakamannabekk og á jafnvel yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um fjárdrátt. Jóhannes sver af sér sakir og kallar málatilbúnaðinn apaspil. Hann kveðst bjartsýnn og finnur ómældan stuðning við málstað sinn og fjölskyldu sinnar. Innlent 13.10.2005 19:40
Mótmæli við Austurvöll Á fjórða tug mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka. Hópurinn stóð fyrir gjörningum og að sögn lögreglunnar kom hvorki til óláta né skemmdarverka. Einn mótmælandi sem í þessu tilfelli er Íslendingur var handtekinn fyrir að klæðast lögreglujakka og lögregluhúfu en slíkt er brot á lögreglulögum. Hann var fluttur á lögreglustöðina og færður úr einkennisbúningum. Innlent 13.10.2005 19:41
Hverjum steini velt við Lögmenn sem Fréttablaðið náði tali af eru gagnrýnir á framferði ákæruvaldsins. Einhverjar kærurnar eru alvarlegar en sumt sparðatíningur. Þó má búast við að margt nýtt eigi eftir að koma í ljós þegar málflutningur hefst. "Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson. Innlent 13.10.2005 19:41
Atvinnulausum fer fækkandi Þrjúþúsund eitthundrað þrjátíu og fimm manns voru að jafnaði atvinnulausir í júlímánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Það jafngildir tveggja prósenta atvinnuleysi. Skráðir voru 65.837 atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Innlent 13.10.2005 19:40
Allar framkvæmdir út úr friðlandi Framkvæmd Norðlingaölduveitu verður öll utan friðlandsins Þjórsárverum að því er Samvinnunefnd miðhálendis samþykkti á fundi sínum á föstudag. Innlent 13.10.2005 19:41
Kannabis í bíl í Keflavík Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af ökumanni og farþega á bíl, nú undir morgun, eftir að áhaldi til kannabisneyslu var hent út um glugga bílsins. Við leit á mönnunum fannst smáræði af kannabisefnum. Innlent 13.10.2005 19:40
Kjartan kom til Stokkseyrar Kjartan Jakob Hauksson kom til Stokkseyrar síðla í gær eftir rúmlega sólarhringslanga sjóferð frá Hjörleifshöfða. Fjölmenni var við höfnina til að taka á móti honum. Nokkrir fóru út á kajökum til að taka á móti honum og fylgja honum síðasta spölinn. Kjartan Jakob var hins vegar ekki þreyttari en svo að hann stakk þá af. Innlent 13.10.2005 19:41
Skaðleg áhrif á samkeppni Þeir sem ætla að fylgjast með enska boltanum í gegnum ADSL þurfa að hafa tengingu hjá Símanum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir vísbendingar um að það kunni að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Innlent 13.10.2005 19:41
Viðbrögð Baugsfeðga við ákærum Baugsfeðgarnir, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir telja með ólíkindum að einn reikningur, sem lögreglan vissi ekki hvort væri debit eða kredit, skyldi vera tilefni hinnar miklu rannsóknar á fyrirtækinu. Þeir bera Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, þungum sökum. Innlent 13.10.2005 19:41
Varðskipin í kvikmynd Eastwoods Varðskipið Óðinn kemur íslenskum sjómönnum ekki að miklu gagni næstu dægrin og Týr líkast til ekki heldir því Landhelgisgæslan hefur leigt erlendum kvikmyndagerðarmönnum skipin. Óskað var eftir tveimur skipum og lofaði Landhelgisgæslan að gera sitt besta, en lofaði einungis Óðni sem lítið er notaður nema þegar Ægir og Týr eru í viðgerð. Innlent 13.10.2005 19:40
Slösuðust við tökur stórmyndar Tökur eru ekki fyrr hafnar á stórmynd Clints Eastwoods í Sandvík en óhöppin dynja þar á. Tveir menn slösuðust í dag. Innlent 13.10.2005 19:40
R-listinn virðist í andarslitrunum Dagar R-listans virðast taldir. Svartsýni um áframhaldandi samstarf ríkir í herbúðum þeirra þriggja flokka sem að honum standa og vilji Vinstri-grænna og Samfylkingar til samstarfs er lítill sem enginn. Innlent 13.10.2005 19:40
Íslam og Ísland lofsungið "Eins og þú sérð þá erum við ekki að smíða kjarnorkuvopn hérna," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hlæjandi meðan hann leiðir blaðamann um aðsetur félagsins í Ármúla, þar sem staðið er fyrir bænastundum á hverjum föstudegi. </font /> Innlent 13.10.2005 19:40
Handtekinn fyrir veggjakrot Útlendingur var handtekinn í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar frá því í nótt og að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins. Innlent 13.10.2005 19:40
Einhleypar konur fái tæknifrjógvun Einhleypar konur ættu að fá að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun að mati formanns Félags einstæðra foreldra. Hann segir löngu tímabært að afnema það ákvæði í lögum að kona þurfi að vera í samsvistum við karl til að teljast hæfur uppalandi. Innlent 13.10.2005 19:40
Gefur lítið fyrir Baugsákærur Breska blaðið <em>The Guardian</em> gefur lítið fyrir ákærurnar á hendur Baugi í ítarlegri grein sem birt er á viðskiptasíðu blaðsins í dag. <em>The Guardian</em> hefur látið þýða málsskjölin fyrir sig og látið sérfræðinga sína rannsaka það. Þeir virðast komast að þeirri niðurstöðu að allt vafstrið í kringum Baug sé stormur í vatnsglasi. Ekkert tillit sé tekið til þess hversu hratt Baugur hafi vaxið né önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri erlendis. Innlent 13.10.2005 19:40
Atvinnuleysi minnkar áfram Í júlí voru að meðaltali 3.135 manns á atvinnuleysisskrá sem jafngildir 2 prósenta atvinnuleysi. Það er 0,1 prósentustigi lægra hlutfall en í fyrri mánuði en atvinnuleysi dregst jafnan saman milli júní og júlí. Á sama tíma í fyrra mældist atvinnuleysi 3 prósent og hefur atvinnuleysi því dregist saman um 1 prósentustig milli ára sem er töluverð breyting. Innlent 13.10.2005 19:40
Hugsanlega í samstarfi og baráttu Sú ótrúlega staða gæti verið að koma upp að R-listaflokkarnir þrír þurfi að starfa áfram saman fram að kosningum en standi jafnframt í harðvítugri kosningabaráttu sín á milli. Innlent 13.10.2005 19:40
Handtekinn fyrir veggjakrot Mótmælandi var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gær grunaður um veggjakrot á styttuna af Jóni Sigurðssyni, Alþingishúsið, Ráðhúsið og fleiri byggingar í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Manninum var leyft að fara að loknum yfirheyrslum síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:40
Margfalda burðargetu GSM Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Prófanir á tækninni eru hafnar og er áætlað að hún verði tekin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Innlent 13.10.2005 19:40
Sjónarhóll semur við borgina Sjónarhóll og Reykjavíkurborg undirrita í dag þjónustusamning um þjónustu við foreldra barna með sérþarfir sem eiga lögheimili í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:40
Festist undir bíl í árekstri Bifhjól og bíll lentu í árekstri á Laugavegi á móts við hús númer 166 um klukkan ellefu í morgun. Ökumaður bifhjólsins festist undir bílnum og þurfti að tjakka bílinn upp til að ná honum undan. Hann var fluttur á slysadeild, en ekki liggur fyrir hversu alvarlega hann er slasaður. Innlent 13.10.2005 19:40
Salmonella í taílenskum matvælum Niðurstöður gerlarannsókna á ferskum kryddjurtum og fleiri matvælum frá Taílandi eru ekki viðunandi að mati umhverfisstofnunar. Salmonella hefur greinst í 7 prósentum sýna sem tekin voru í sumar og er það sambærilegt við niðurstöður frá Svíþjóð. Umhverfisstofnun ráðleggur neytendum að meðhöndla ferskar kryddjurtir, grænmeti og ávexti sem hugsanlega eiga uppruna í Taílandi þannig að lágmarkslíkur séu á að krossmengun gerla verði yfir í tilbúin matvæli. Innlent 13.10.2005 19:40
Spreiuðu slagorð á Alþingishúsið Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Innlent 13.10.2005 19:40