Innlent Óttast um framtíð líknardeildar Stjórn íbúasamtaka Vesturbæjar Kópavogs vill meiri umræður um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi íbúabyggðar á Kársnesi og á Kópavogstúni. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á morgun. Bærinn segir vel staðið að kynningu. Innlent 13.10.2005 19:44 Sáu tilræðismann á myndavél Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. Innlent 13.10.2005 19:44 Sex hundruð börn á biðlista Sex hundruð börn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum grunnskóla Reykjavíkurborgar vegna manneklu. Um níutíu starfsmenn á frístundaheimilunum, en starfrækt eru 32 frístundaheimili við jafnmarga grunnskóla í borginni. Innlent 13.10.2005 19:44 Reglur um rjúpnaveiði í sjónmáli Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver. Innlent 13.10.2005 19:44 Mýsla marði sigur Kýrin Mýsla frá Efra-Ási í Hjaltadal bar sigur úr býtum á kúasýningunni Kýr 2005 sem haldin var í tengslum við Landbúnaðarsýninguna Fluguna í Skagafirði um helgina. Innlent 13.10.2005 19:44 Umsóknir eldra fólks streyma inn Yfir 60 atvinnuumsóknir hafa borist til Húsasmiðjunnar eftir að fyrirtækið auglýsti eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa. Innlent 13.10.2005 19:44 Rjúpnaveiði í 28 daga í haust Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver. Þetta er meðal þess sem Umhverfisstofnun leggur til varðandi rjúpnaveiðar. Innlent 13.10.2005 19:44 Ósamið við Gæslukonur Ekki hafa enn verið gerðir starfslokasamningar við gæslukonur borgarinnar. Þær hafa nú farið fram á sambærileg réttindi og þau sem starfsmönnum Vélamiðstöðvarinnar voru tryggð við sölu hennar frá borginni á dögunum, en missi þeir störf sín vegna hagræðingar eiga þeir rétt á launum í þrjá mánuði umfram það sem kjarasamningar kveða á um. Innlent 13.10.2005 19:44 Nautakjöt frá Argentínu sagt ósýkt Samtök verslunar og þjónustu hafa fengið svar við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni er nautakjöt þaðan í lagi. Formaður samtakanna gagnrýnir landbúnaðarráðherra fyrir að banna innflutning. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:44 Vill helst komast til Íslands Yfirvöld í Texas-ríki í Bandaríkjunum hafa gefið Aroni Pálma Ágústssyni, sem hefur verið í stofufangelsi síðustu ár, heimild til skólagöngu. Ríkisstjóraembættið í Texas hefur enn ekki svarað beiðnum stuðningsmannahóps Arons um heimfararleyfi til Íslands, en sex vikur eru frá því að svörum var lofað. Aron Pálmi fékk fyrir helgi margumbeðna heimild til að stunda nám við háskóla í Texas. Innlent 13.10.2005 19:44 Bræðravíg í Sjálfstæðisflokknum Össur Skarphéðinsson segir að valdamiklir menn innan Sjálfstæðisflokksins, geri atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita flokksins í borgarstjórn. Þeir vilji fá Gísla Martein Baldursson í fyrsta sætið. Innlent 13.10.2005 19:44 Vill auka samvinnu þjóðanna Vakslav Klaus, forseti Tékklands, segir Ísland og Tékkland eiga margt sameiginlegt og vonast til að efnahagsleg og pólitísk samskipti ríkjanna verði aukin í framtíðinni. Opinber heimsókn hans hingað til lands hófst í dag. Innlent 13.10.2005 19:44 Aron Pálmi fékk skólavist Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í fangelsi í Texas, undanfarin ár, hefur nú fengið leyfi til þess að stunda nám við háskóla í ríkinu. Hann þráir enn að komast til Íslands. Innlent 13.10.2005 19:44 Drengur tekinn með loftbyssu Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af dreng í Þorlákshöfn sem hafði verið að skjóta úr loftbyssu á skylti og ljósastaura.<span style="mso-spacerun: yes"> </span>Ekki hafði orðið neitt tjón af.<span style="mso-spacerun: yes"> </span>Lögreglan skorar á foreldra barna að fylgjast vel með hvort börn þeirra hafi undir höndum loftbyssur og ef svo er að taka þær úr umferð og koma með því í veg fyrir slys sem annars gætu orðið ef slík leikföng eru í notkun innan um börn og unglinga. Innlent 13.10.2005 19:44 Óvissa meðal foreldra í Landakoti "Það hafa verið að fara kennarar sem foreldrar hafa ekki viljað missa," segir Sigurður Leósson framkvæmdastjóri um ástandið í Landakotsskóla. Sigurður er eiginmaður kennara við skólann sem sótti um skólastjórastöðuna og hann fullyrðir að ellefu af kennurum síðasta árs komi ekki til starfa nú. Innlent 13.10.2005 19:44 Auglýst eftir framkvæmdastjóra KEA Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur auglýst starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út 27. ágúst. Andri Teitsson lét af störfum í byrjun ágúst og var sagt að stjórn KEA hefði lagst gegn því að hann tæki sér fæðingarorlof. Síðar kom á daginn að í rauninni var um uppsögn að ræða vegna óánægju með störf Andra. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:44 Stunginn tvisvar í bakið í bænum Maður um tvítugt var stunginn tveimur stungum með hnífi í bakið í nótt og var hann fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en talið er að önnur hnífsstungan hafi lent á lunganu sem féll saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar og fannst hann með hjálp vitna og eftirlitsmyndavéla í miðbænum. Innlent 13.10.2005 19:43 Seljum landið ekki bröskurum "Félagið á fjörutíu ára afmæli og við ætlum okkur helst ekki að halda upp á það með því að selja það einhverjum bröskurum úti í bæ," segir Bjarnleifur Bjarnleifsson varaformaður Hestamannafélagsins Gustar. Innlent 13.10.2005 19:43 Spuni í kollinum á Degi "Sjálfstæðisflokkurinn mun alls ekki selja Orkuveituna og engin umræða hefur farið fram um það innan borgarstjórnarflokksins," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík um yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar í viðtali í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Dagur marga óttast að flokkurinn gæfi vinum sínum Orkuveituna. Innlent 13.10.2005 19:44 Á gjörgæslu eftir hnífsstungu Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Innlent 13.10.2005 19:43 40 starfsmenn vantar í 9 leikskóla Af fimmtán leikskólum í Grafarvogi og Grafarholti sem Fréttablaðið spurðist fyrir hjá í gær eru aðeins sex fullmannaðir, en hina vantar nú þegar starfsmenn eða sjá fram á að þá vanti upp úr næstu mánaðamótum þegar sumarafleysingafólk hættir störfum. Innlent 13.10.2005 19:44 Tóku öflugan jarðbor í gagnið Öflugur jarðbor var tekinn í notkun við Miðfellsvatn í dag, en tryllitækið getur borað 150 metra á klukkustund í gegnum urð og grjót án þess að raska yfirborðinu. Innlent 13.10.2005 19:43 Kominn af gjörgæsludeild Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar á föstudag er kominn af gjörgæsludeild en liggur áfram á Landspítalanum í Fossvogi. Hann hefur beðið fréttastofuna að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu á slysstað, lögreglumanna, sjúkraflutningamanna og vegfarenda, auk þeirra sem hafa annast hann á sjúkrahúsinu. Innlent 13.10.2005 19:43 Ástarvikan hafin í Bolungarvík Ástarvikan hófst í Bolungarvík í dag. Megintilgangurinn er að fjölga Bolvíkingum og það er að mörgu að huga. Bolvíkingar hvetja nú hvern annan til að borða egg og sjávarfang, náttúruleg frjósemislyf. Innlent 13.10.2005 19:43 Fjórum sleppt eftir yfirheyrslur Þremur piltum og stúlku sem urðu vitni að morðinu á Hverfisgötu í gærkvöldi var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Fjórði maðurinn var handtekinn í gærkvöldi þar sem talið var að hann gæti varpað frekari ljósi á atburðinn og verður hann yfirheyrður í dag. Hinn grunaði var í gær dæmdur í tíu daga gæsluvarðhald. Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglunni hvort hinn grunaði hafi játað verknaðinn. Innlent 13.10.2005 19:43 Kveikti í herbergi með rakettu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað tvisvar út í nótt vegna bruna. Í fyrra skiptið kom upp eldur í svefnherbergi í Vesturbænum þar sem maður var að fikta með skiparakettu. Svo óheppilega vildi til að hún sprakk í svefnherberginu og við það kviknaði í rúmfötum. Töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni. Innlent 13.10.2005 19:43 Fimmti sigurinn í röð Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni í landsliðsflokki á Íslandsmótinu í skák. </font /> Innlent 13.10.2005 19:43 Strætó í góðum gír Strætó ætlar að standa við stóru orðin frá því fyrir tveimur vikum og því verður akstur á tíu mínútna fresti á álagstímum á stofnleiðunum sex alla virka daga. Innlent 13.10.2005 19:43 Prammar fluttir vegna mikils brims Flytja þurfti landgönguprammana sem notaðir eru í Hollywood-kvikmyndina <em>Flags of Our Fathers</em> í var í gær vegna mikils brims við ströndina í Sandvík. Prammarnir og flotbryggja sem notuð hefur verið var komið fyrir í var við Ósa rétt við Hafnir á Reykjanesi. Prammarnir skemmdust ekki í briminu og urðu engar tafir á tökum kvikmyndarinnar þrátt fyrir þetta. Innlent 13.10.2005 19:43 Þrír slösuðust á Reykjanesbraut Þrennt var flutt á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut við Straum á fimmta tímanum í nótt en fólkið er ekki alvarlega slasað. Bílarnir komur hvor úr sinni áttinni og rákust saman og eru þeir gjörónýtir. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur. Innlent 13.10.2005 19:43 « ‹ ›
Óttast um framtíð líknardeildar Stjórn íbúasamtaka Vesturbæjar Kópavogs vill meiri umræður um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi íbúabyggðar á Kársnesi og á Kópavogstúni. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á morgun. Bærinn segir vel staðið að kynningu. Innlent 13.10.2005 19:44
Sáu tilræðismann á myndavél Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. Innlent 13.10.2005 19:44
Sex hundruð börn á biðlista Sex hundruð börn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum grunnskóla Reykjavíkurborgar vegna manneklu. Um níutíu starfsmenn á frístundaheimilunum, en starfrækt eru 32 frístundaheimili við jafnmarga grunnskóla í borginni. Innlent 13.10.2005 19:44
Reglur um rjúpnaveiði í sjónmáli Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver. Innlent 13.10.2005 19:44
Mýsla marði sigur Kýrin Mýsla frá Efra-Ási í Hjaltadal bar sigur úr býtum á kúasýningunni Kýr 2005 sem haldin var í tengslum við Landbúnaðarsýninguna Fluguna í Skagafirði um helgina. Innlent 13.10.2005 19:44
Umsóknir eldra fólks streyma inn Yfir 60 atvinnuumsóknir hafa borist til Húsasmiðjunnar eftir að fyrirtækið auglýsti eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa. Innlent 13.10.2005 19:44
Rjúpnaveiði í 28 daga í haust Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver. Þetta er meðal þess sem Umhverfisstofnun leggur til varðandi rjúpnaveiðar. Innlent 13.10.2005 19:44
Ósamið við Gæslukonur Ekki hafa enn verið gerðir starfslokasamningar við gæslukonur borgarinnar. Þær hafa nú farið fram á sambærileg réttindi og þau sem starfsmönnum Vélamiðstöðvarinnar voru tryggð við sölu hennar frá borginni á dögunum, en missi þeir störf sín vegna hagræðingar eiga þeir rétt á launum í þrjá mánuði umfram það sem kjarasamningar kveða á um. Innlent 13.10.2005 19:44
Nautakjöt frá Argentínu sagt ósýkt Samtök verslunar og þjónustu hafa fengið svar við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni er nautakjöt þaðan í lagi. Formaður samtakanna gagnrýnir landbúnaðarráðherra fyrir að banna innflutning. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:44
Vill helst komast til Íslands Yfirvöld í Texas-ríki í Bandaríkjunum hafa gefið Aroni Pálma Ágústssyni, sem hefur verið í stofufangelsi síðustu ár, heimild til skólagöngu. Ríkisstjóraembættið í Texas hefur enn ekki svarað beiðnum stuðningsmannahóps Arons um heimfararleyfi til Íslands, en sex vikur eru frá því að svörum var lofað. Aron Pálmi fékk fyrir helgi margumbeðna heimild til að stunda nám við háskóla í Texas. Innlent 13.10.2005 19:44
Bræðravíg í Sjálfstæðisflokknum Össur Skarphéðinsson segir að valdamiklir menn innan Sjálfstæðisflokksins, geri atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita flokksins í borgarstjórn. Þeir vilji fá Gísla Martein Baldursson í fyrsta sætið. Innlent 13.10.2005 19:44
Vill auka samvinnu þjóðanna Vakslav Klaus, forseti Tékklands, segir Ísland og Tékkland eiga margt sameiginlegt og vonast til að efnahagsleg og pólitísk samskipti ríkjanna verði aukin í framtíðinni. Opinber heimsókn hans hingað til lands hófst í dag. Innlent 13.10.2005 19:44
Aron Pálmi fékk skólavist Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í fangelsi í Texas, undanfarin ár, hefur nú fengið leyfi til þess að stunda nám við háskóla í ríkinu. Hann þráir enn að komast til Íslands. Innlent 13.10.2005 19:44
Drengur tekinn með loftbyssu Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af dreng í Þorlákshöfn sem hafði verið að skjóta úr loftbyssu á skylti og ljósastaura.<span style="mso-spacerun: yes"> </span>Ekki hafði orðið neitt tjón af.<span style="mso-spacerun: yes"> </span>Lögreglan skorar á foreldra barna að fylgjast vel með hvort börn þeirra hafi undir höndum loftbyssur og ef svo er að taka þær úr umferð og koma með því í veg fyrir slys sem annars gætu orðið ef slík leikföng eru í notkun innan um börn og unglinga. Innlent 13.10.2005 19:44
Óvissa meðal foreldra í Landakoti "Það hafa verið að fara kennarar sem foreldrar hafa ekki viljað missa," segir Sigurður Leósson framkvæmdastjóri um ástandið í Landakotsskóla. Sigurður er eiginmaður kennara við skólann sem sótti um skólastjórastöðuna og hann fullyrðir að ellefu af kennurum síðasta árs komi ekki til starfa nú. Innlent 13.10.2005 19:44
Auglýst eftir framkvæmdastjóra KEA Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur auglýst starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út 27. ágúst. Andri Teitsson lét af störfum í byrjun ágúst og var sagt að stjórn KEA hefði lagst gegn því að hann tæki sér fæðingarorlof. Síðar kom á daginn að í rauninni var um uppsögn að ræða vegna óánægju með störf Andra. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:44
Stunginn tvisvar í bakið í bænum Maður um tvítugt var stunginn tveimur stungum með hnífi í bakið í nótt og var hann fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en talið er að önnur hnífsstungan hafi lent á lunganu sem féll saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar og fannst hann með hjálp vitna og eftirlitsmyndavéla í miðbænum. Innlent 13.10.2005 19:43
Seljum landið ekki bröskurum "Félagið á fjörutíu ára afmæli og við ætlum okkur helst ekki að halda upp á það með því að selja það einhverjum bröskurum úti í bæ," segir Bjarnleifur Bjarnleifsson varaformaður Hestamannafélagsins Gustar. Innlent 13.10.2005 19:43
Spuni í kollinum á Degi "Sjálfstæðisflokkurinn mun alls ekki selja Orkuveituna og engin umræða hefur farið fram um það innan borgarstjórnarflokksins," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík um yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar í viðtali í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Dagur marga óttast að flokkurinn gæfi vinum sínum Orkuveituna. Innlent 13.10.2005 19:44
Á gjörgæslu eftir hnífsstungu Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Innlent 13.10.2005 19:43
40 starfsmenn vantar í 9 leikskóla Af fimmtán leikskólum í Grafarvogi og Grafarholti sem Fréttablaðið spurðist fyrir hjá í gær eru aðeins sex fullmannaðir, en hina vantar nú þegar starfsmenn eða sjá fram á að þá vanti upp úr næstu mánaðamótum þegar sumarafleysingafólk hættir störfum. Innlent 13.10.2005 19:44
Tóku öflugan jarðbor í gagnið Öflugur jarðbor var tekinn í notkun við Miðfellsvatn í dag, en tryllitækið getur borað 150 metra á klukkustund í gegnum urð og grjót án þess að raska yfirborðinu. Innlent 13.10.2005 19:43
Kominn af gjörgæsludeild Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar á föstudag er kominn af gjörgæsludeild en liggur áfram á Landspítalanum í Fossvogi. Hann hefur beðið fréttastofuna að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu á slysstað, lögreglumanna, sjúkraflutningamanna og vegfarenda, auk þeirra sem hafa annast hann á sjúkrahúsinu. Innlent 13.10.2005 19:43
Ástarvikan hafin í Bolungarvík Ástarvikan hófst í Bolungarvík í dag. Megintilgangurinn er að fjölga Bolvíkingum og það er að mörgu að huga. Bolvíkingar hvetja nú hvern annan til að borða egg og sjávarfang, náttúruleg frjósemislyf. Innlent 13.10.2005 19:43
Fjórum sleppt eftir yfirheyrslur Þremur piltum og stúlku sem urðu vitni að morðinu á Hverfisgötu í gærkvöldi var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Fjórði maðurinn var handtekinn í gærkvöldi þar sem talið var að hann gæti varpað frekari ljósi á atburðinn og verður hann yfirheyrður í dag. Hinn grunaði var í gær dæmdur í tíu daga gæsluvarðhald. Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglunni hvort hinn grunaði hafi játað verknaðinn. Innlent 13.10.2005 19:43
Kveikti í herbergi með rakettu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað tvisvar út í nótt vegna bruna. Í fyrra skiptið kom upp eldur í svefnherbergi í Vesturbænum þar sem maður var að fikta með skiparakettu. Svo óheppilega vildi til að hún sprakk í svefnherberginu og við það kviknaði í rúmfötum. Töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni. Innlent 13.10.2005 19:43
Fimmti sigurinn í röð Hannes Hlífar Stefánsson fagnaði sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð þegar hann gerði jafntefli við Jón Viktor Gunnarsson í síðustu skákinni í landsliðsflokki á Íslandsmótinu í skák. </font /> Innlent 13.10.2005 19:43
Strætó í góðum gír Strætó ætlar að standa við stóru orðin frá því fyrir tveimur vikum og því verður akstur á tíu mínútna fresti á álagstímum á stofnleiðunum sex alla virka daga. Innlent 13.10.2005 19:43
Prammar fluttir vegna mikils brims Flytja þurfti landgönguprammana sem notaðir eru í Hollywood-kvikmyndina <em>Flags of Our Fathers</em> í var í gær vegna mikils brims við ströndina í Sandvík. Prammarnir og flotbryggja sem notuð hefur verið var komið fyrir í var við Ósa rétt við Hafnir á Reykjanesi. Prammarnir skemmdust ekki í briminu og urðu engar tafir á tökum kvikmyndarinnar þrátt fyrir þetta. Innlent 13.10.2005 19:43
Þrír slösuðust á Reykjanesbraut Þrennt var flutt á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut við Straum á fimmta tímanum í nótt en fólkið er ekki alvarlega slasað. Bílarnir komur hvor úr sinni áttinni og rákust saman og eru þeir gjörónýtir. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur. Innlent 13.10.2005 19:43