Innlent

Fréttamynd

Bílar og stórir hlutir lækka lítið

Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sækist eftir lóðum á Fáskrúðsfirði

Fjárfestingafélag hefur sótt um 23 lóðir á Fáskrúðsfirði. Svæðið er samkvæmt deiliskipulagi hugsað sem blönduð byggð eignar- og þjónustuíbúða. Forsvarsmenn sveitarfélagsins eru ánægðir með þennan áhuga, segir á vef Austurbyggðar, en fundað verður með lóðaumsækjandanum fljótlega.

Innlent
Fréttamynd

Hálfunnið amfetamín frá Póllandi

Hálfunnið amfetamín frá Póllandi er sent til landa víða um heim og fullunnið þar. Til þess þarf brennisteinssýru eins og fannst í farangri Litháa á mánudaginn. Lögreglan telur að fíkniefnahundar myndu finna slíkt efni og segja að hægt sé að þjálfa þá til að finna brennisteinssýru.

Innlent
Fréttamynd

Ekki á olíumarkaðinn bætandi

Það var ekki á þaninn olíumarkaðinn bætandi að fá annan eins fellibyl yfir Mexíkóflóa, segir innkaupastjóri Esso, sem telur að Katrín muni hafa töluverð áhrif á olíuverð til lengri tíma. Ekkert hefur verið ákveðið um verðhækkanir hérlendis.

Innlent
Fréttamynd

Sóknarnefndin hafði sigur

Sóknarnefnd Garðasóknar hafði sigur í kosningu á fjölsóttum átakafundi safnaðarins. Kosið var um þrjú sæti af sjö í sóknarnefnd, sem ráða úrslitum um hvar völdin liggja og féllu þau sóknarnefndinni í hlut.

Innlent
Fréttamynd

Árni Þór vill annað sæti V-lista

Árni Þór Sigurðsson Vinstri grænum, sem skipaði efsta sæti R-listans í síðustu borgarstjórnarkosningum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næst vor.

Innlent
Fréttamynd

Styrkur krónu hafi ekki skilað sér

Sterk staða íslensku krónunnar að undanförnu hefur ekki, nema að litlu leyti, skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram á vefriti Alþýðusambands Íslands, vinnunni.is. Þar segir að gengishækkunin hafi skilað sér best inn í verðlag á þeim mörkuðum þar sem bein samkeppni sé við útlönd og auðvelt fyrir neytendur að flytja vöruna milli landa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Árni gefur kost á sér í 2. sætið

Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, hyggst gefa kost á sér í annað sætið á lista hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þegar Davíð lagði Albert

Margir spá því að komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, geti orðið sögulegt. Ekki síst þar sem keppt er um fyrsta sætið í fyrsta skipti frá því árið 1981. Þá sigraði Davíð Oddsson naumlega og varð síðar borgarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Hvatt til hófstilltrar rjúpnaveiði

Rjúpnaveiðitímabilið verður sjö vikur og verða veiðimenn hvattir til hófstilltra veiða. Þá er algjört sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. Umhverfisráðherra kynnti nýja reglugerð um rjúpnaveiðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þjónusta öll undir einum hatti

Fyrirtækið JÁ hefur verið stofnað til að taka við af upplýsingaþjónustu Símans, hundrað og átján, og reka undir einum hatti þá þjónustustarfsemi sem heyrt hefur undir Símann. Markmið nýja félagsins er að skerpa áherslur í rekstrinum og efla vöruþróun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

R-listi fengi átta borgarfulltrúa

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins hefði R-listinn meiri stuðning Reykvíkinga nú, en samanlagður stuðningur við samstarfsflokka um hann. Tæplega helmingur segist hefðu stutt R-listann hefði samstaða náðst um að bjóða aftur fram undir hans nafni.

Innlent
Fréttamynd

Segja ásakanir SI ekki réttar

Forsvarsmenn Didrix spa skólans segja ásakanir Samtaka iðnaðarins um að skólinn reyni að villa um fyrir nemendum sínum ekki réttar og að ekkert fé hafi verið svikið út úr nemendunum, þeir hafi tekið upplýsta ákvörðun um að innrita sig í skólann og greiða uppsett skólagjöld.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður skipuð héraðsdómari

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Ragnheiði Bragadóttur héraðsdómslögmann í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Austurlands frá og með 15. september.

Innlent
Fréttamynd

Vilja kosningar að hausti

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, vilja gera breytingar á kosningalöggjöfinni á þann veg að kosið verði til Alþingis og sveitarstjórna að hausti en ekki að vori. Ástæðan er sú að þeir telja núverandi fyrirkomulag draga stórlega úr möguleikum ungs fólks á að taka þátt í kosningastarfi þar sem stór hluti þess sé námsmenn sem standi í próflestri á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til fé til djúpborunar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fram fé í hið íslenska djúpborunarverkefni næstu fjögur árin. Markmið verkefnisins er að komast að því hver sé raunverulegur orkuforði landsins þar sem leiða megi að því líkur að nýtanlegar háhitaauðlindir landsins kunni að vera stórlega vanmetnar.

Innlent
Fréttamynd

Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum

Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Blásið til sóknar gegn garnaveiki

Dýralæknar hyggjast herða enn baráttuna gegn garnaveiki í sauðfé. Markmið þeirra er að hægt verði að leggja bólusetningar af. Það hefði í för með sér minni kostnað, betri afurðir og betri meðferð á skepnunum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Bruni hjá Kaffitári

Það kviknaði í útfrá brennsluofni í kaffibrennslu Kaffitárs í Njarðvík á níunda tímanum í gærmorgun. Slökkvilið var látið vita og mætti þegar á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem borist hafði í loftstokk en reykræsta þurfti húsið að slökkvistarfi loknu. Einhverjar skemmdir urðu á brennsluofninum.

Innlent
Fréttamynd

Væntingavísitala ekki hærri í 2 ár

Væntingavísitala Gallup var birt í morgun og hefur ekki mælst hærri frá því í maí árið 2003. Í <em>Morgunkorni</em> Íslandsbanka kemur fram að neytendur telja stöðu efnahagsmála betri nú en áður og horfur vænlegri. Mat neytenda á atvinnuástandinu hækkaði mest en atvinnuleysi mælist nú um 2% og kaupmáttur er vaxandi. Þrátt fyrir þetta telja lítillega fleiri að efnahagsástandið verði verra eftir hálft ár en að það verði betra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur í verksmiðju Kaffitárs

Eldur kom upp í verksmiðju Kaffitárs í Keflavík um klukkan níu í morgun. Samkvæmt Brunavörnum Suðurnesja kviknaði eldurinn í mölunarofni í verksmiðjunni og komst hann í loftræstistokk hjá ofninum. Stutta stund tók að slökkva eldinn. Mikill reykur var á staðnum þegar slökkviliðið kom á vettvang. Skemmdir urðu á ofninum og reykstokknum en óverulegt tjón varð á öðrum hlutum verksmiðjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Kaupir sex íbúðir á sjö milljónir

Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt tillögu húsnæðisnefndar bæjarins um að selja Arndísi Hjartardóttur sex íbúðir í eigu bæjarins í fjölbýlishúsi fyrir sjö milljónir króna. <em>Bæjarins besta</em> segir frá þessu á vef sínum. Húsið var byggt árið 1979 og eru íbúðirnar á bilinu 54 til 65 fermetrar að stærð. Fasteignamatið er 2 til 2,5 milljónir króna og brunabótamatið 7,3 til 8,6 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Auglýst eftir flaggara

Bæjarstjórn Vesturbyggðar auglýsir nú á vefsíðu sinni eftir áhugasömum manni til að sjá um að flagga í fánastöngum á Bíldudal og Patreksfirði á þeim dögum og tímum sem við hæfa til flöggunar.

Innlent
Fréttamynd

Græða hálfan þriðja milljarð

Fjórtán lykilstjórnendur í KB banka hafa hagnast um 2,5 milljarða á hlutabréfaeign sinni í bankanum frá áramótum. Þar af hafa hlutabréf í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka, og Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns hækkað samanlagt um 700 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri koma á þjónustusamningum

"Lokamarkmið þessara verktaka er að ná í ódýrt, erlent vinnuafl," segir Finnbjörn Hermannson formaður Sambands iðnfélaga og segir töluvert af starfsmönnum vanta í byggingariðnað hér á landi. Hins vegar telji vinnumarkaðurinn sem Ísland er á um 400 milljónir starfsmanna á Evrópska efnahagssvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Strákar játuðu innbrotafaraldur

Fjórir drengir á aldrinum 18 til 16 ára játuðu allir fjölda innbrota og þjófnaða á höfðuborgarsvæðinu og víðar sem framdir voru á þessu og síðasta ári. Sá fimmti, 18 ára gamall, sem ákærður er fyrir aðild að málum mætti ekki við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Íslandspósti seld skeytaþjónusta

Síminn og Íslandspóstur hafa gert með sér samning um kaup hins síðarnefnda á skeytaþjónustu Símans en hún hefur verið hluti af þjónustu Símans frá aðskilnaði fyrirtækjanna árið 1998. Í tilkynningu frá félögunum kemur fram að skeytaþjónustan hafi tekið breytingum á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Staðfesti varðhald vegna árásar

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manninum sem tvístakk annan mann í bakið á bílastæðinu við Geirsgötu á Menningarnótt. Hann mun því sitja í gæsluvarðhaldi fram á föstudag, en árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps.

Innlent