Innlent Verða sameiginlegt efnahagssvæði Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í dag samning um frelsi í fjárfestingum og viðskiptum með vörur og þjónustu. Þar með verður Ísland og Færeyjar sameiginlegt efnahagssvæði. Innlent 14.10.2005 06:40 Á áttunda tug umsókna Á milli sjötíu og áttatíu umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn laugardag. Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, segir að verið sé að vinna úr umsóknum og í kjölfarið verði rætt sérstaklega við nokkra aðila. Innlent 14.10.2005 06:40 Brennisteinssýrumaður sýknaður 37 ára gamall Lithái sem ákærður var fyrir að flytja brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum til landsins í síðustu viku, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var handtekinn fyrir rúmri viku á Keflavíkurflugvelli eftir að tollverðir fundu flöskurnar í bakpoka mannsins. Innlent 14.10.2005 06:39 Vill grænt samstarf til vinstri Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs ákvað í gær að gefa kost á sér í fyrsta sæti V-listans í forvali flokksins sem fram fer 1. október næstkomandi. Innlent 14.10.2005 06:40 Nota hunda við fíkniefnaleit í miðborginni Dópistar og dópsölumenn eru ekki lengur óhultir í miðborginni. Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda hefja á næstunni reglubundna leit að fólki sem er með fíkniefni á sér. Hundarnir finna lykt af fíkniefnum í tuga metra fjarlægð, hvort sem þau eru falin á fólki eða í bílum. Innlent 14.10.2005 06:40 Vaxandi óánægja starfsfólks "Það getur verið mjög erfitt að halda í starfsfólk þegar það býr við þessa óvissu sem manneklan veldur," segir Sæunn Njálsdóttir forstöðumaður á sambýli fyrir fjölfatlaða í Hafnarfirði. Stöðugar breytingar á vaktatöflum valda óánægju starfsfólks sem vill geta gengið að vöktum sínum vísum minnst einn mánuð fram í tímann, að sögn Sæunnar. Innlent 14.10.2005 06:40 Skjóta 7.000 máva ár hvert "Við skjótum mest á urðunarstaðnum í Álfsnesi en þangað sækja mávarnir í leit að æti en við skjótum líka í eyjunum úti á sundunum," segir Guðmundur Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu- og úrgangsmála hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að alls séu skotnir um sjö þúsund mávar á hverju ári en það dugi ekki til því kvartanir berist í síauknum mæli inn á borð borgaryfirvalda. Innlent 14.10.2005 06:40 Lítil yfirsýn yfir hættuleg efni Ekkert eftirlit er með brennisteinssýru sem berst til landsins. Tugir einstaklinga og fyrirtækja flytja sýruna inn en hún er nauðsynleg við lokavinnslu amfetamíns. Deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun segir litla yfirsýn vera yfir notkun hættulegra efna í landinu. Innlent 14.10.2005 06:40 Fljúga til sex nýrra borga Flugfélagið Iceland Express mun hefja áætlunarflug til sex borga í Evrópu frá og með maí á næsta ári, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þrír áfangastaðanna eru á Norðurlöndunum og þrír í Þýskalandi. Innlent 14.10.2005 06:40 Þurftu þúsund manns í 300 störf "Við höfum tekið það saman og á síðasta ári vorum við með 1036 starsfmenn sem er nokkuð mikið miðað við það að við höfum rétt um þrjú hundruð stöðugildi," segir Sigríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Það þýðir að Svæðisskrifstofan þarf að meðaltali rúmlega þrjá menn til að fylla hvert stöðugildi. Innlent 14.10.2005 06:40 Jórunn í fjórða sætið Varaborgarfulltrúarnir Jórunn Frímannsdóttir og Þorgbjörg Helga Vigfúsdóttir gefa kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Innlent 14.10.2005 06:40 Flugvöllinn burt segir Vilhjálmur Afstaða forystumanns Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gagnvart Reykjavíkurflugvelli er skýr. Flugvöllurinn skal víkja úr Vatnsmýrinnni. Gísli Marteinn Baldursson segir þetta hafa verið skoðun sína lengi og að hann sé ánægður með að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sé sama sinnis. Innlent 14.10.2005 06:40 Allt að 157 prósenta verðmunur Mikill munur var á hæsta og lægsta verði 30 vörutegunda í verðkönnun ASÍ á tilbúnum réttum og drykkjarvörum. Bónus var með lægsta verðið á 21 af 30 vörum. 10-11 var með hæsta verðið í jafn mörgum tilfellum og 11-11 í sautján tilfellum, í sumum tilfellum var fleiri en ein verslum með hæsta verð sumra vara. Innlent 14.10.2005 06:40 Markús Örn kvaddi RÚV Markús Örn Antonsson lét af störfum sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í dag. Hann kvaddi starfsfólk Ríkisútvarpsins í gær og kom starfsfólk saman í mötuneyti stofnunarinnar af því tilefni þar sem kaffisamsæti var haldið til heiðurs Markúsi Erni. Innlent 14.10.2005 06:40 Hafi keypt flöskur í Póllandi Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. Innlent 13.10.2005 19:46 Helmingur starfsmanna Íslendingar Íslendingar eru helmingur starfsmanna Alcoa í Reyðarfirði. Innkaup fyrirtækisins á Íslandi nema nú um tíu milljörðum króna. Innlent 13.10.2005 19:46 Slæmt ferðaveður í Öræfasveit Óveður og slæmt ferðaveður er í Öræfasveit og á milli Hafnar og Djúpavogs. Ekki er ráðlegt að ferðast þar um á húsbílum eða með aftanívagna. Annars er greiðfært um alla þjóðvegi landsins. Innlent 13.10.2005 19:46 Barnavændi á Íslandi Upplýsingar um skipulagt barnavændi á Íslandi koma fram í viðtalsbók eftir Gerði Kristnýju sem væntanleg er í haust. Bókin byggist á viðtali við hafnfirska konu á fertugsaldri sem lýsir reynslu sinni af því hvernig hún var þvinguð í vændi sem barn. Innlent 13.10.2005 19:46 R-listinn héldi meirihlutanum Reykjavíkurlistinn hefði nú stuðning tæplega helmings Reykjavíkurbúa og héldi völdum í borginni, hefðu samstarfsflokkarnir þrír ákveðið að bjóða aftur fram undir hans nafni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Innlent 13.10.2005 19:46 Þakklátur fyrir traust borgarbúa Flestir Reykvíkingar vilja að Gísli Marteinn Baldursson verði næsti borgarstjóri, samkvæmt nýrri skoðanakönnun <em>Fréttablaðsins</em>. Gísli Marteinn segist þakklátur fyrir að borgarbúar skuli treysta honum fyrir embættinu. Innlent 13.10.2005 19:46 Hryggskekkja vaxandi vandamál Hryggskekkja barna og unglinga vegna langvarandi setu er vaxandi vandamál, en dæmi eru um að börn niður í 10 ára aldur sæki þjónustu sjúkraþjálfara vegna stoðkerfisvandamála. Innlent 13.10.2005 19:46 Bílar og stórir hlutir lækka lítið Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:46 Sækist eftir lóðum á Fáskrúðsfirði Fjárfestingafélag hefur sótt um 23 lóðir á Fáskrúðsfirði. Svæðið er samkvæmt deiliskipulagi hugsað sem blönduð byggð eignar- og þjónustuíbúða. Forsvarsmenn sveitarfélagsins eru ánægðir með þennan áhuga, segir á vef Austurbyggðar, en fundað verður með lóðaumsækjandanum fljótlega. Innlent 13.10.2005 19:46 Hálfunnið amfetamín frá Póllandi Hálfunnið amfetamín frá Póllandi er sent til landa víða um heim og fullunnið þar. Til þess þarf brennisteinssýru eins og fannst í farangri Litháa á mánudaginn. Lögreglan telur að fíkniefnahundar myndu finna slíkt efni og segja að hægt sé að þjálfa þá til að finna brennisteinssýru. Innlent 13.10.2005 19:46 Ekki á olíumarkaðinn bætandi Það var ekki á þaninn olíumarkaðinn bætandi að fá annan eins fellibyl yfir Mexíkóflóa, segir innkaupastjóri Esso, sem telur að Katrín muni hafa töluverð áhrif á olíuverð til lengri tíma. Ekkert hefur verið ákveðið um verðhækkanir hérlendis. Innlent 13.10.2005 19:46 Sóknarnefndin hafði sigur Sóknarnefnd Garðasóknar hafði sigur í kosningu á fjölsóttum átakafundi safnaðarins. Kosið var um þrjú sæti af sjö í sóknarnefnd, sem ráða úrslitum um hvar völdin liggja og féllu þau sóknarnefndinni í hlut. Innlent 13.10.2005 19:46 Árni Þór vill annað sæti V-lista Árni Þór Sigurðsson Vinstri grænum, sem skipaði efsta sæti R-listans í síðustu borgarstjórnarkosningum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næst vor. Innlent 13.10.2005 19:46 Styrkur krónu hafi ekki skilað sér Sterk staða íslensku krónunnar að undanförnu hefur ekki, nema að litlu leyti, skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram á vefriti Alþýðusambands Íslands, vinnunni.is. Þar segir að gengishækkunin hafi skilað sér best inn í verðlag á þeim mörkuðum þar sem bein samkeppni sé við útlönd og auðvelt fyrir neytendur að flytja vöruna milli landa. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:46 Árni gefur kost á sér í 2. sætið Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, hyggst gefa kost á sér í annað sætið á lista hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í dag. Innlent 13.10.2005 19:46 Þegar Davíð lagði Albert Margir spá því að komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, geti orðið sögulegt. Ekki síst þar sem keppt er um fyrsta sætið í fyrsta skipti frá því árið 1981. Þá sigraði Davíð Oddsson naumlega og varð síðar borgarstjóri. Innlent 13.10.2005 19:46 « ‹ ›
Verða sameiginlegt efnahagssvæði Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í dag samning um frelsi í fjárfestingum og viðskiptum með vörur og þjónustu. Þar með verður Ísland og Færeyjar sameiginlegt efnahagssvæði. Innlent 14.10.2005 06:40
Á áttunda tug umsókna Á milli sjötíu og áttatíu umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn laugardag. Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, segir að verið sé að vinna úr umsóknum og í kjölfarið verði rætt sérstaklega við nokkra aðila. Innlent 14.10.2005 06:40
Brennisteinssýrumaður sýknaður 37 ára gamall Lithái sem ákærður var fyrir að flytja brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum til landsins í síðustu viku, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var handtekinn fyrir rúmri viku á Keflavíkurflugvelli eftir að tollverðir fundu flöskurnar í bakpoka mannsins. Innlent 14.10.2005 06:39
Vill grænt samstarf til vinstri Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs ákvað í gær að gefa kost á sér í fyrsta sæti V-listans í forvali flokksins sem fram fer 1. október næstkomandi. Innlent 14.10.2005 06:40
Nota hunda við fíkniefnaleit í miðborginni Dópistar og dópsölumenn eru ekki lengur óhultir í miðborginni. Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda hefja á næstunni reglubundna leit að fólki sem er með fíkniefni á sér. Hundarnir finna lykt af fíkniefnum í tuga metra fjarlægð, hvort sem þau eru falin á fólki eða í bílum. Innlent 14.10.2005 06:40
Vaxandi óánægja starfsfólks "Það getur verið mjög erfitt að halda í starfsfólk þegar það býr við þessa óvissu sem manneklan veldur," segir Sæunn Njálsdóttir forstöðumaður á sambýli fyrir fjölfatlaða í Hafnarfirði. Stöðugar breytingar á vaktatöflum valda óánægju starfsfólks sem vill geta gengið að vöktum sínum vísum minnst einn mánuð fram í tímann, að sögn Sæunnar. Innlent 14.10.2005 06:40
Skjóta 7.000 máva ár hvert "Við skjótum mest á urðunarstaðnum í Álfsnesi en þangað sækja mávarnir í leit að æti en við skjótum líka í eyjunum úti á sundunum," segir Guðmundur Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu- og úrgangsmála hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að alls séu skotnir um sjö þúsund mávar á hverju ári en það dugi ekki til því kvartanir berist í síauknum mæli inn á borð borgaryfirvalda. Innlent 14.10.2005 06:40
Lítil yfirsýn yfir hættuleg efni Ekkert eftirlit er með brennisteinssýru sem berst til landsins. Tugir einstaklinga og fyrirtækja flytja sýruna inn en hún er nauðsynleg við lokavinnslu amfetamíns. Deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun segir litla yfirsýn vera yfir notkun hættulegra efna í landinu. Innlent 14.10.2005 06:40
Fljúga til sex nýrra borga Flugfélagið Iceland Express mun hefja áætlunarflug til sex borga í Evrópu frá og með maí á næsta ári, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þrír áfangastaðanna eru á Norðurlöndunum og þrír í Þýskalandi. Innlent 14.10.2005 06:40
Þurftu þúsund manns í 300 störf "Við höfum tekið það saman og á síðasta ári vorum við með 1036 starsfmenn sem er nokkuð mikið miðað við það að við höfum rétt um þrjú hundruð stöðugildi," segir Sigríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Það þýðir að Svæðisskrifstofan þarf að meðaltali rúmlega þrjá menn til að fylla hvert stöðugildi. Innlent 14.10.2005 06:40
Jórunn í fjórða sætið Varaborgarfulltrúarnir Jórunn Frímannsdóttir og Þorgbjörg Helga Vigfúsdóttir gefa kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Innlent 14.10.2005 06:40
Flugvöllinn burt segir Vilhjálmur Afstaða forystumanns Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gagnvart Reykjavíkurflugvelli er skýr. Flugvöllurinn skal víkja úr Vatnsmýrinnni. Gísli Marteinn Baldursson segir þetta hafa verið skoðun sína lengi og að hann sé ánægður með að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sé sama sinnis. Innlent 14.10.2005 06:40
Allt að 157 prósenta verðmunur Mikill munur var á hæsta og lægsta verði 30 vörutegunda í verðkönnun ASÍ á tilbúnum réttum og drykkjarvörum. Bónus var með lægsta verðið á 21 af 30 vörum. 10-11 var með hæsta verðið í jafn mörgum tilfellum og 11-11 í sautján tilfellum, í sumum tilfellum var fleiri en ein verslum með hæsta verð sumra vara. Innlent 14.10.2005 06:40
Markús Örn kvaddi RÚV Markús Örn Antonsson lét af störfum sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í dag. Hann kvaddi starfsfólk Ríkisútvarpsins í gær og kom starfsfólk saman í mötuneyti stofnunarinnar af því tilefni þar sem kaffisamsæti var haldið til heiðurs Markúsi Erni. Innlent 14.10.2005 06:40
Hafi keypt flöskur í Póllandi Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. Innlent 13.10.2005 19:46
Helmingur starfsmanna Íslendingar Íslendingar eru helmingur starfsmanna Alcoa í Reyðarfirði. Innkaup fyrirtækisins á Íslandi nema nú um tíu milljörðum króna. Innlent 13.10.2005 19:46
Slæmt ferðaveður í Öræfasveit Óveður og slæmt ferðaveður er í Öræfasveit og á milli Hafnar og Djúpavogs. Ekki er ráðlegt að ferðast þar um á húsbílum eða með aftanívagna. Annars er greiðfært um alla þjóðvegi landsins. Innlent 13.10.2005 19:46
Barnavændi á Íslandi Upplýsingar um skipulagt barnavændi á Íslandi koma fram í viðtalsbók eftir Gerði Kristnýju sem væntanleg er í haust. Bókin byggist á viðtali við hafnfirska konu á fertugsaldri sem lýsir reynslu sinni af því hvernig hún var þvinguð í vændi sem barn. Innlent 13.10.2005 19:46
R-listinn héldi meirihlutanum Reykjavíkurlistinn hefði nú stuðning tæplega helmings Reykjavíkurbúa og héldi völdum í borginni, hefðu samstarfsflokkarnir þrír ákveðið að bjóða aftur fram undir hans nafni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Innlent 13.10.2005 19:46
Þakklátur fyrir traust borgarbúa Flestir Reykvíkingar vilja að Gísli Marteinn Baldursson verði næsti borgarstjóri, samkvæmt nýrri skoðanakönnun <em>Fréttablaðsins</em>. Gísli Marteinn segist þakklátur fyrir að borgarbúar skuli treysta honum fyrir embættinu. Innlent 13.10.2005 19:46
Hryggskekkja vaxandi vandamál Hryggskekkja barna og unglinga vegna langvarandi setu er vaxandi vandamál, en dæmi eru um að börn niður í 10 ára aldur sæki þjónustu sjúkraþjálfara vegna stoðkerfisvandamála. Innlent 13.10.2005 19:46
Bílar og stórir hlutir lækka lítið Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:46
Sækist eftir lóðum á Fáskrúðsfirði Fjárfestingafélag hefur sótt um 23 lóðir á Fáskrúðsfirði. Svæðið er samkvæmt deiliskipulagi hugsað sem blönduð byggð eignar- og þjónustuíbúða. Forsvarsmenn sveitarfélagsins eru ánægðir með þennan áhuga, segir á vef Austurbyggðar, en fundað verður með lóðaumsækjandanum fljótlega. Innlent 13.10.2005 19:46
Hálfunnið amfetamín frá Póllandi Hálfunnið amfetamín frá Póllandi er sent til landa víða um heim og fullunnið þar. Til þess þarf brennisteinssýru eins og fannst í farangri Litháa á mánudaginn. Lögreglan telur að fíkniefnahundar myndu finna slíkt efni og segja að hægt sé að þjálfa þá til að finna brennisteinssýru. Innlent 13.10.2005 19:46
Ekki á olíumarkaðinn bætandi Það var ekki á þaninn olíumarkaðinn bætandi að fá annan eins fellibyl yfir Mexíkóflóa, segir innkaupastjóri Esso, sem telur að Katrín muni hafa töluverð áhrif á olíuverð til lengri tíma. Ekkert hefur verið ákveðið um verðhækkanir hérlendis. Innlent 13.10.2005 19:46
Sóknarnefndin hafði sigur Sóknarnefnd Garðasóknar hafði sigur í kosningu á fjölsóttum átakafundi safnaðarins. Kosið var um þrjú sæti af sjö í sóknarnefnd, sem ráða úrslitum um hvar völdin liggja og féllu þau sóknarnefndinni í hlut. Innlent 13.10.2005 19:46
Árni Þór vill annað sæti V-lista Árni Þór Sigurðsson Vinstri grænum, sem skipaði efsta sæti R-listans í síðustu borgarstjórnarkosningum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næst vor. Innlent 13.10.2005 19:46
Styrkur krónu hafi ekki skilað sér Sterk staða íslensku krónunnar að undanförnu hefur ekki, nema að litlu leyti, skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram á vefriti Alþýðusambands Íslands, vinnunni.is. Þar segir að gengishækkunin hafi skilað sér best inn í verðlag á þeim mörkuðum þar sem bein samkeppni sé við útlönd og auðvelt fyrir neytendur að flytja vöruna milli landa. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:46
Árni gefur kost á sér í 2. sætið Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, hyggst gefa kost á sér í annað sætið á lista hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í dag. Innlent 13.10.2005 19:46
Þegar Davíð lagði Albert Margir spá því að komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, geti orðið sögulegt. Ekki síst þar sem keppt er um fyrsta sætið í fyrsta skipti frá því árið 1981. Þá sigraði Davíð Oddsson naumlega og varð síðar borgarstjóri. Innlent 13.10.2005 19:46