Innlent

Fréttamynd

Skemmdir unnar á minningargarði

Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að skemmdir hafi verið unnar á minningargarði um þá sem létust í snjóflóðinu á Flateyri. Bíl var ekið inn í hann aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að djúp hjólför mynduðust. Um spellvirki er að ræða og hefur það verið kært til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir eiga yfir milljarð

Fjórir forstjórar fyrirtækja, sem mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands, eiga yfir einn milljarð í hlutabréfum í því félagi sem þeir stýra. Þetta eru Lýður Guðmundsson, Róbert Wessmann, Bjarni Ármannsson og Hreiðar Már Sigurðsson.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip með lægsta tilboð

Í dag voru voru opnuð tilboð í rekstur Herjólfs til fimm ára frá og með næstu áramótum. Þrjú tilboð bárust og var Eimskip með lægsta tilboðið, sem er langt undir kostnaðaráætlun en þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Innlent
Fréttamynd

Vilja kosningu um álver

Kynningarfundur bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík fór fram í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Oddviti Vinstri - grænna segir framgöngu forsvarsmanna álversins á fundinum misbjóða bæjarbúum.

Innlent
Fréttamynd

Einnar íslenskrar konu enn leitað

Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch og Karly Jóna Kristjónsdóttir Legere eru fundnar. Þær voru báðar heilar á húfi heima eftir fellibylinn Katrínu. Halldór Gunnarsson bankaði upp á hjá þeim. Einnar konu, Ritu Daudin, er leitað.

Erlent
Fréttamynd

Karlý Jóna fundin heil á húfi

Íslenska konan, Karlý Jóna Kristjónsdóttir Legere, sem saknað var eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir Bandaríkin, er komin í leitirnar, heil á húfi. Samkvæmt Morgunblaðinu í dag hafði íslenskur maður, sem býr í Mississippi, upp á henni, en ekkert hafði spurt til hennar í marga daga.

Innlent
Fréttamynd

Evrópuverkefni tryggðir peningar

Búið er að ganga frá fjármögnun verkefnis um sjúkraflutninga og -þjónustu í dreifðari byggðum, en fjármögnunin var forsenda þess að Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins styrkti verkefnið um tæpar 55 milljónir króna fram til ársins 2007.

Innlent
Fréttamynd

Portúgalir fá launin leiðrétt

Portúgalskur starfsmaður fyrirtækis á Akranesi fékk í gær laun sín leiðrétt fjóra mánuð aftur í tímann. Upphæðin nam 94.100 krónum.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugleika og öryggi vantar

Leikskólastjórar í Breiðholti, Árbæ og Grafarholti eru uggandi yfir því ástandi sem skapast hefur í leikskólum vegna starfsmannaeklu. Þeir hittust á fundi í gær þar sem ræddar voru hugsanlegar leiðir til úrlausnar á vandanum.

Innlent
Fréttamynd

Púlað fyrir málstaðinn

Kjartan Jakob Hauksson lauk um síðustu helgi einni viðamestu áheitaferð sem lagt hefur verið upp í hér á landi en hún hófst síðsumars 2003. Þá lagði hann af stað frá Reykjavíkurhöfn á bát sínum Rödd hjartans með það fyrir augum að róa umhverfis landið og safna áheitum til styrktar Hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar.

Innlent
Fréttamynd

Liðkað fyrir erlendu vinnuafli

Erfiðlega gengur að fá leyfi fyrir erlendu vinnuafli í störf sem Íslendingar vilja ekki vinna. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að úrbóta sé að vænta.

Innlent
Fréttamynd

Ákaflega gleðilegt

"Þetta er ákaflega gleðilegt fyrir mig og alla sem starfa hjá Landhelgisgæslunni enda löngu tímabært," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

18 milljarðar í hátæknisjúkrahús

Fyrirtækið Skipti ehf. greiddi íslenska ríkinu tæpa 67 milljarða króna í gær fyrir Landssíma Íslands hf., en þar með lauk umfangsmestu einkavæðingu í sögu þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um íkveikju

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í höfuðborginni í gær og aðfaranótt sunnudags. Eldur kviknaði fyrst í Melabúðinni og nokkrum klukkustundum síðar í iðnaðarhúsnæði við Fiskislóð, þar sem brotist hafði verið inn.

Innlent
Fréttamynd

Harkalega ádrepa á ríkisstjórnina

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir ríkisstjórnarflokkunum ekki hafa verið greidd atkvæði með því markmiði að þeir rústuðu atvinnulíf í heilum landshlutum eins og þeir hafi gert.

Innlent
Fréttamynd

Grunað par vill lögfræðiaðstoð

Parið sem grunað er um að hafa myrt athafnamanninn Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku, Desireé Oberholzer 43 ára og Willi Theron 28 ára, hefur lagt fram beiðni um að fá lögfræðiaðstoð. Þau voru leidd fyrir dómara í gær, en að sögn Andys Pieke talsmanns lögreglu í Boksburg í Suður-Afríku gerðist ekki annað en málinu var frestað um sinn. 

Innlent
Fréttamynd

Skerpt á reglum

Landlæknir hefur skerpt á reglum sjúkrahúsa um að tilkynna óvænt dauðsföll til lögreglunnar. Það var gert í kjölfar þess að barn dó eftir legvatnsástungu á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki unglingafangelsi

Ungur piltur sem ásamt fjórum öðrum rændi starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi, hefur komið við sögu fjölda afbrotamála. Einungis fimmtán ára sat hann í gæsluvarðhaldi í fjörutíu daga. Þá var hann einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald nokkrum dögum fyrir sextán ára afmælið sitt í mars.

Innlent
Fréttamynd

Búa sig undir breytingar

Landsbankamenn búast við grundvallarbreytingum á evrópskum fjármálamarkaði og vilja vera undir þær búnar. Þeir hafa keypt alþjóðlegt verðbréfafyrirtæki og ætla að byggja fjárfestingabanka á grunni þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveir slösuðust við Kárahnjúka

Tveir starfsmenn ítalska verktakarisans Impregilo slösuðust við vinnu sína við Kárahnjúkastíflu um kvöldmatarleytið í gær og sagði lögregla meiðsl beggja manna alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Lilja fær að ættleiða barn

Lilja Sæmundsdóttir, konan sem dómsmálaráðuneytið synjaði um að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið samþykki frá ráðuneytinu eftir að hafa barist fyrir dómstólum fyrir því að jafnt gangi yfir alla. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Lögregla fann dóp á skemmtistað

Skemmtistaður á Selfossi var rýmdur eftir að lögregla fann þar fíkniefni og tól til neyslu þeirra við eftirlit aðfararnótt laugardags. Málið er til rannsóknar og efnin í greiningu, en að sögn lögreglu á Selfossi voru fáir inni á staðnum, starfsfólk og örfáir aðrir.

Innlent
Fréttamynd

Neitar seinni stungunni

Gæsluvarðhald yfir pilti, sem talinn er hafa stungið tvo aðra með hnífi í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt, hefur verið framlengt allt til föstudagsins 14. október.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtabótakerfið ekki óþarft!

Samkvæmt ASÍ er vaxtabótakerfið ekki óþarft eins og haldið hefur verið fram. Segir ASÍ að þrátt fyrir að breytingar á húsnæðislánamarkaðinum séu hagstæðar fyrir suma, séu þær það ekki fyrir alla og jafnvel íþyngjandi fyrir marga.

Innlent
Fréttamynd

Davíð gefur engar yfirlýsingar

Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kvaðst fyrir fund í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í kvöld ekki ætla að gefa neinar yfirlýsingar á fundinum um framboð til formanns á landsfundi flokksins í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Segir ferjusiglingar leggjast af

Ríkið hættir að taka þátt í ferjusiglingum yfir Breiðafjörð innan fimm ára. Framkvæmdastjóri Sæferða segir ferjusiglingar yfir fjörðinn munu leggjast af í kjölfarið. Bæjarstjóra Vesturbyggðar hugnast breytingarnar ekki og telur þær skaða sveitafélagið miðað við óbreytt ástand.

Innlent
Fréttamynd

Skar sig á púls

Óskað var aðstoðar sjúkraliðs og lögreglu í húsi í Njarðvík vegna manns með slagæðablæðingu laust eftir klukkan hálf tólf á sunnudagskvöldið. Að sögn lögreglu hafði maður verið að opna kassa með hnífi, en slysast til að stinga honum í handlegginn á sér og skarst við það á púls. 

Innlent
Fréttamynd

Lögregla leitar brennuvargs

Lögreglan í Reykjavík svipast um eftir brennuvargi eftir ítrekaða íkveikju í iðnaðarhúsnæði við Fiskislóð, að morgni sunnudags og mánudags. Þá er talið líklegt að kveikt hafi verið í pappakössum sem geymdir voru í kyndiklefa í Melabúðinni aðfaranótt sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys við Vagnhöfða

Ungur maður lést í vinnuslysi að Vagnhöfða skömmu eftir hádegi í gær eftir að hann féll ofan í sandsíló

Innlent