Innlent

Fréttamynd

Réttarhöldum frestað

Réttarhöldum yfir karli og konu sem eru ákærð fyrir að hafa myrt Gísla Þorkelsson í bænum Boksburg í Suður-Afríku í júní síðastliðnum, var í gær frestað þar til í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Álversstækkun hitamál í Firðinum

Kynningarfundur bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í gærkvöldi um deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík fjallaði meira um pólitíska afstöðu en skipulagsmál. Fjölmenni sótti fundinn í Hafnarborg þar sem pundað var á forsvarsmenn álversins um aukna umhverfis- og sjónmengun frá stækkuðu álveri, nálægðina við nýja byggð í Hafnarfirði og efasemdir þeirra um hugsanlega íbúakosningu um stækkunaráformin.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið brátt skuldlaust við útlönd

Skipti ehf. greiddi íslenska ríkinu 66,7 milljarða króna síðdegis í gær fyrir Landssíma Íslands. Þar af greiddi félagið rúma 32 milljarða króna í erlendri mynt og verður þeim hluta greiðslunnar varið strax til þess að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegssýningin fer stækkandi

36 lönd sýna framleiðslu sína á Íslensku sjávarútvegssýningunni, sem verður opnuð í Smáranum á morgun. Allt sýningarpláss seldist upp. Íslenska sjávarútvegssýningin fer stöðugt stækkandi og er með þeim stærstu sem haldnar eru á þessu sviði, í heiminum. Sýningin er fyrst og fyrst ætluð framleiðendum og fagaðilum og þeir koma víða að úr heiminum.

Innlent
Fréttamynd

Góð afkoma hjá Baugi Group

Hagnaður Baugs Group á fyrstu sex mánuðum ársins 2005 nam 10,6 milljörðum króna eftir skatta. Heildareignir félagsins námu í lok júní síðastliðins rúmlega hundrað milljörðum króna og eigið fé nam 46 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skemmdir unnar á minningargarði

Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að skemmdir hafi verið unnar á minningargarði um þá sem létust í snjóflóðinu á Flateyri. Bíl var ekið inn í hann aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að djúp hjólför mynduðust. Um spellvirki er að ræða og hefur það verið kært til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir eiga yfir milljarð

Fjórir forstjórar fyrirtækja, sem mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands, eiga yfir einn milljarð í hlutabréfum í því félagi sem þeir stýra. Þetta eru Lýður Guðmundsson, Róbert Wessmann, Bjarni Ármannsson og Hreiðar Már Sigurðsson.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip með lægsta tilboð

Í dag voru voru opnuð tilboð í rekstur Herjólfs til fimm ára frá og með næstu áramótum. Þrjú tilboð bárust og var Eimskip með lægsta tilboðið, sem er langt undir kostnaðaráætlun en þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Innlent
Fréttamynd

Vilja kosningu um álver

Kynningarfundur bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík fór fram í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Oddviti Vinstri - grænna segir framgöngu forsvarsmanna álversins á fundinum misbjóða bæjarbúum.

Innlent
Fréttamynd

Einnar íslenskrar konu enn leitað

Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch og Karly Jóna Kristjónsdóttir Legere eru fundnar. Þær voru báðar heilar á húfi heima eftir fellibylinn Katrínu. Halldór Gunnarsson bankaði upp á hjá þeim. Einnar konu, Ritu Daudin, er leitað.

Erlent
Fréttamynd

Karlý Jóna fundin heil á húfi

Íslenska konan, Karlý Jóna Kristjónsdóttir Legere, sem saknað var eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir Bandaríkin, er komin í leitirnar, heil á húfi. Samkvæmt Morgunblaðinu í dag hafði íslenskur maður, sem býr í Mississippi, upp á henni, en ekkert hafði spurt til hennar í marga daga.

Innlent
Fréttamynd

Evrópuverkefni tryggðir peningar

Búið er að ganga frá fjármögnun verkefnis um sjúkraflutninga og -þjónustu í dreifðari byggðum, en fjármögnunin var forsenda þess að Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins styrkti verkefnið um tæpar 55 milljónir króna fram til ársins 2007.

Innlent
Fréttamynd

Portúgalir fá launin leiðrétt

Portúgalskur starfsmaður fyrirtækis á Akranesi fékk í gær laun sín leiðrétt fjóra mánuð aftur í tímann. Upphæðin nam 94.100 krónum.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugleika og öryggi vantar

Leikskólastjórar í Breiðholti, Árbæ og Grafarholti eru uggandi yfir því ástandi sem skapast hefur í leikskólum vegna starfsmannaeklu. Þeir hittust á fundi í gær þar sem ræddar voru hugsanlegar leiðir til úrlausnar á vandanum.

Innlent
Fréttamynd

Púlað fyrir málstaðinn

Kjartan Jakob Hauksson lauk um síðustu helgi einni viðamestu áheitaferð sem lagt hefur verið upp í hér á landi en hún hófst síðsumars 2003. Þá lagði hann af stað frá Reykjavíkurhöfn á bát sínum Rödd hjartans með það fyrir augum að róa umhverfis landið og safna áheitum til styrktar Hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar.

Innlent
Fréttamynd

Liðkað fyrir erlendu vinnuafli

Erfiðlega gengur að fá leyfi fyrir erlendu vinnuafli í störf sem Íslendingar vilja ekki vinna. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að úrbóta sé að vænta.

Innlent
Fréttamynd

Ákaflega gleðilegt

"Þetta er ákaflega gleðilegt fyrir mig og alla sem starfa hjá Landhelgisgæslunni enda löngu tímabært," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

18 milljarðar í hátæknisjúkrahús

Fyrirtækið Skipti ehf. greiddi íslenska ríkinu tæpa 67 milljarða króna í gær fyrir Landssíma Íslands hf., en þar með lauk umfangsmestu einkavæðingu í sögu þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdir á Nordica endurmetnar

Komið hefur í ljós að ofmetnar voru skemmdir á tækjum og innanstokksmunum í ráðstefnusal á Hótel Nordica eftir grænar slettur mótmælenda í sumar. Þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál á hendur Ólafi Páli Sigurðssyni og Örnu Ösp Magnúsardóttur fyrir aðild þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að flytja inn vinnuafl

Erfiðlega gengur að fá leyfi fyrir erlendu vinnuafli í störf sem Íslendingar vilja ekki vinna. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að breytinga sé að vænta.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á barn við Álakvísl

Tólf ára drengur var fluttur á sjúkrahús laust eftir klukkan sex í kvöld eftir að hafa hjólað inn í hlið bifreiðar við Álakvísl í Reykjavík. Lögregla taldi drenginn þó hafa sloppið vel og meiðsli óveruleg.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa um greiðslukortabrot

Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Skip farin til síldveiða

Fyrsta síldveiðiskipið er komið á síldarmiðin út af Austfjörðum og eins og oft áður eru það Hornfirðingar sem ríða á vaðið.

Innlent
Fréttamynd

Halldór ráðinn framkvæmdastjóri

Halldór Jóhannsson viðskiptafræðingur verður næsti framkvæmdastjóri KEA. Stjórn félagsins ákvað á síðasta fundi sínum að ráða hann til starfa í stað Andra Teitssonar sem lætur af störfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rauði krossinn býður aðstoð

Rauði kross Íslands hefur boðið bandaríska Rauða krossinum aðstoð vegna hjálparstarfsins í suðurhluta Bandaríkjanna í kjölfar fellibylsins Katrínar. Um er að ræða fimm til tíu manna teymi sem vinna í fjöldahjálparskýlum þar er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín.

Innlent
Fréttamynd

Róbótar svar við lágum launum

Fyrirtæki á Vesturlöndum hafa á undanförnum árum verið að flytja framleiðslu sína í stórum stíl til Asíu og annarra heimshluta þar sem laun eru margfallt lægri en í iðnríkjunum. Vesturlönd eiga fá svör við við lágum launum en Marel hyggst nú útvega svör, allavega í matvælaiðnaði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki eins alvarlega slasaðir

Komið hefur í ljós að tveir af þeim þremur mönnum sem meiddust í tveimur vinnuslysum við Kárahnjúka í gær, eru ekki jafn alvarlega slasaðir og í upphafi var talið.

Innlent
Fréttamynd

Miklir annmarkar á ákærunum

Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Skyrmálið þingfest í Héraðsdómi

Mál mótmælendanna Örnu Aspar Magnúsardóttur og Ólafs Páls Sigurðssonar verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar munu sakborningarnir taka afstöðu til þess hvort þau játa eða neita.

Innlent
Fréttamynd

Leið eins og á eyðieyju

Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch segir það versta við fellibylinn hafa verið að missa sambandið heim og ná ekki í systur sína Helgu Hrönn. Henni hafi liðið eins og á eyðieyju fyrstu dagana því hjálpin var engin. Lilja lá á útidyrahurðinni í þrjár klukkustundir til að halda henni aftur á meðan fellibylurinn geisaði.

Innlent