Innlent

Fréttamynd

Íkveikjur í borginni í rannsókn

Lögregla rannsakar enn íkveikjur í Reykjavík um síðustu helgi með tilliti til þess hvort brennuvargur eða brennuvargar hafi verið á ferð. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir íkveikjurannsóknir þess eðlis að það borgi sig að gefa sem minnst upp um gang þeirra meðan á þeim stendur.

Innlent
Fréttamynd

Varnarsamningurinn ræddur

Annar fundur fulltrúa bandarískra og íslenskra stjórnvalda um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hófst í Reykjavík í gær. Eftir því sem næst verður komist vilja Bandaríkjamenn draga úr umsvifum hersins hér á landi með tilliti til breyttra öryggishagsmuna á norðanverðu Atlantshafi.

Innlent
Fréttamynd

Ljósmyndir skemmdar með fúski

Kristinn H. Benediktsson ljósmyndari hefur farið fram á lögbann á útgáfu bókarinnar Fiskisagan flýgur sem bókaútgáfan Skrudda gefur út. Kristinn er höfundur ásamt Arnþóri Gunnarssyni sagnfræðingi. "Bókin er verri en ég hafði óttast," segir Kristinn sem er ósáttur við myndvinnsluna í bókinni.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn óháður stjórnmálum

Skipan Davíðs Oddssonar sem Seðlabankastjóra hefur vakið misjöfn viðbrögð. Sumir segja að Seðlabankastjóri þurfi að hafa sérstaka þekkingu á efnahagsmálum. Aðrir segja starfið list. Allir eru þó sammála um að Seðlabankinn þurfi að vera óháður stjórnmálunum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Drápsfangi fær 18 mánaða dóm

Sigurður Freyr Kristmundsson, 23 ára gamall maður sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum í mánuð fyrir margvísleg önnur brot. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins.

Innlent
Fréttamynd

Misbrestur á skráningu mótorhjóla

Færst hefur í vöxt að fullorðnir og unglingar aki réttindalausir á óskráðum og ótryggðum torfæruhjólum. Lögreglan hefur áhyggjur af þessu en á erfitt með að koma í veg fyrir slík brot.

Innlent
Fréttamynd

Spá vaxtahækkun hjá Seðlabanka

Greiningardeild KB-banka gerir ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti um hálft prósentustig 29. september og að vextir verði þá yfir 10% fram á mitt næsta ár. Í Efnahagsfregnum greiningardeildarinnar segir að þenslumerki sjáist hvarvetna í efnahagslífinu

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dró sér sautján milljónir

Í fyrradag var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða ákæra á hendur Ingimar Halldórssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hann er ákærður fyrir að hafa dregið sér rúmar 17 milljónir króna af reikningi sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Truflanir á símkerfum hjá Vegagerð

Vegna vinnu í dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur verður rafmagnslaust í kvöld og nótt í aðalstöðvum Vegagerðannir í Reykjavík. Rafmagnsleysið veldur truflunum á tölvu- og símkerfum Vegagerðarinnar um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Tekur ekki þátt í prófkjöri VG

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri vinstri grænna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtabætur skipta máli

Greiðslubyrði ungra hjóna sem kaupa þriggja herbergja íbúð í dag er meiri en ef þau hefðu keypt íbúðina í ársbyrjun 2004 segir á vef Alþýðusambands Íslands. Þetta skýrist af gríðarlegum hækkunum á íbúðarhúsnæði og gerir talsvert meira en að vega upp ávinninginn af lækkun vaxta á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Reiðilestur við Háskóla Íslands

Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar hélt í hádeginu reiðilestur við Háskóla Íslands. Hann telur Háskóla Íslands ekki hafa hugað að geðheilbrigði stúdenta sinna, auk þess sem svo ómanneskjulega sé víða tekið á móti nýnemum að fjölmargir brotni undan álaginu og veikist hreinlega á geði.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn sluppu ómeiddir

Tveir spænskir ferðamenn sluppu ómeiddir eftir að bíll sem þeir voru í valt á Þverárfjallsvegi á milli Sauðárkróks og Blönduóss í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á bílnum í lausamöl, að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki, en ferðamennirnir voru á leið til Blönduóss þegar óhappið varð. Bifreiðin, sem fólkið hafði leigt, er gjörónýt.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki vegatoll á Sundabraut

Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, telur að það komi ekki til greina að taka upp vegatoll á væntanlegri Sundabraut þar sem í því felist óviðunandi mismunun fyrir höfuðborgarbúa. Hann segir eðlilegra að taka upp einhvers konar umferðargjald fyrir allt svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Fella átti úrskurð í febrúar

Frestur umhverfisráðherra til að fella úrskurð vegna þriggja kæra á úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Sundabrautar átti að renna út í febrúar. Viðamikið og óvenjulega flókið mál segir aðstoðarmaður ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Gefur ekki kost á sér

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins, sem haldinn verður um miðjan október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsbanki styrkir Landsbjörgu

Íslandsbanki undirritaði í morgun samstarfssamning við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um að verða aðalstyrktaraðili félagsins næstu fjögur árin. Bankinn styrkir Landsbjörgu um þrjár milljónir króna á ári.

Innlent
Fréttamynd

Háskólinn gróðrastía geðsjúkdóma

Tvö þúsund geðsjúklingar stunda nám við Háskóla Íslands og það þarf að sinna þeim, segir formaður Geðhjálpar. Hann segir kennara við skólann hrokafulla í garð nemenda og verst sé ástandið í læknadeild og í sálfræði.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um lax- og silungsveiði

Landbúnaðarráðherra leggur fram á komandi haustþingi nýtt frumvarp til laga um lax- og silungsveiði. Markmið laganna er að kveða á um eignarhald veiðiréttar í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna í ferskvatni og verndun þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Getum hugað að nýjum tækifærum

Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins fagnar skilningi stjórnvalda á hlutverki nýsköpunar fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, en næstu fjögur árin renna 2,5 milljarðar króna til sjóðsins af sölunandvirði Símans.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar forgangsverkefnum Gæslunnar

Dómsmálaráðherra fagnar því að forgangsverkefni Landhelgisgæslunnar, nýtt skip og ný flugvél, séu í höfn. Þrír milljarðar af söluhagnaði Símans verða notaðir við kaupin. Stefnt er að því að nýtt varðskip verði tekið í notkun árið 2008 en ný flugvél ári áður.

Innlent
Fréttamynd

Enginn áfellisdómur

"Ég lít svo á að athugasemdir þær er dómendur hafa gert sé engin áfellisdómur yfir ákæruvaldinu enda vanda þeir til sinna verka," segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fagna breytingum á ráðherraliðinu

Landssamband Sjálfstæðiskvenna fagnar ákvörðun Davíðs Oddssonar fráfarandi formanns flokksins um breytingar á ráðherraliðinu. Ásta Möller, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna, segir almenna ánægju með það innan flokksins hvernig til hefur tekist með val á ráðherrum.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla leitar fransks ferðamanns

Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað í dag í leit að Christian Aballea frá Frakklandi. Christian hafði síðast samband við ættingja sína í Frakklandi þann 23. ágúst og ætlaði þá að fara í Landmannalaugar. Engar spurnir hafa verið af honum síðan og ekki er vitað hvar Christian var þegar hann hringdi.

Innlent
Fréttamynd

Pallbílar og jeppar innkallaðir

Bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að innkalla ákveðnar gerðir pallbíla og jeppa, vegna mögulegs leka á hemlavökva inn í bremsurofa, sem getur valdið tæringu og ofhitnun. Ford hafði áður innkallað árgerð 2000 af þessum bílum en hefur nú ákveðið að innköllunin skuli ná til árgerða 1994-2002.

Innlent
Fréttamynd

Góður dagur fyrir íslensku þjóðina

"Þetta er góður dagur fyrir alla íslensku þjóðina og sérstaklega þá sem starfa innan Landhelgisgæslunar," sagði Georg Lárusson, forstjóri Landshelgisgæslunnar, en í gær tilkynnti Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, formlega um þriggja milljarða króna fjárstyrk til handa Gæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður en dæmdur í öryggisgæslu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann á fertugsaldri af refsikröfu ákæruvaldsins, fyrir að ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði fyrir utan heimili hans í apríl. Manninum er hins vegar gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun, vegna andlegs ástands hans.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki skoðun á íbúakosningu

Ummæli oddvita Vinstri - grænna um að Alcan misbjóði Hafnfirðingum eru með öllu óskiljanleg segir upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Hann kannast ekki við lýsingar oddvitans á borgarafundi um álverið fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Styttir leiðina til Ísafjarðar

"Við fögnum því að stjórnvöld skuli ætla að verja einum og hálfum milljarði til vegagerðar á Vestfjörðum," segir Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ um þá ráðagerð sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag vegna ágóðans af sölu Símans.

Innlent
Fréttamynd

Gefur ekki kost á sér

Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Björk Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa: "Frá vorinu 2002, er ég var kjörin í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Reykjavíkurlistann, hef ég lagt mig fram um að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum borgarbúa.

Innlent