Innlent

Fréttamynd

Rök­studdur grunur um á­fengis­neyslu

Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka.

Innlent
Fréttamynd

Allir andvígir sameiningu

Allir bæjarfulltrúar í Sandgerði eru andvígir því að sveitarfélagið sameinist Reykjanesbæ og Garði. Þetta varð ljóst eftir bæjarstjórnarfund í gær. Kjósa á um sameiningu sveitarfélaganna áttunda október.

Innlent
Fréttamynd

Dóms að vænta vegna græns skyrs

Næsta mánudag er dóms að vænta í máli Örnu Aspar Magnúsardóttur, en hún er ein þremenninganna sem slettu grænlituðu skyri á gesti álráðstefnu á hótel Nordica í sumar. Hún játar aðild sína en segir að ekki hafi vísvitandi verið slett á tæki eða húsmuni.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ráðuneyti án kvenna

Af 222 forstöðumönnum ríkisins eru fimmtíu konur, jafnmargar og í febrúar 2004. Körlum hefur fækkað um þrjá. Engar konur eru forstöðumenn á vegum utanríkisráðuneytisins, landbúnaðarráðuneytisins, viðskiptaráðuneytisins, viðskiptaráðuneytisins og Hagstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Bænastund í stað hátíðar

Stjórn smábátafélagsins Snarfara hefur fallið frá afmælishátíð í tilefni af 30 ára afmæli félagsins sem halda átti næsta sunnudag. Báturinn sem fórst á Viðeyjarsundi aðfararnótt síðasta laugardags var í félaginu og er félögum því frekar boðið til bænastundar í félagsheimili Snarfara.

Innlent
Fréttamynd

Á móti sameiningu á Suðurnesjum

Meirihluti bæjarstjórna Sandgerðis og Garðs leggst gegn því að sveitarfélögin verði sameinuð Reykjanesbæ í almennri atkvæðagreiðslu 8. október næstkomandi og hefur andstaðan verið samþykkt í báðum bæjarstjórnum.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólabörn send heim

Útlit er fyrir að senda þurfi allt að fjörutíu leikskólabörn heim daglega af leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi frá og með næstu mánaðamótum. Ekkert hefur gengið að ráða starfsmenn í lausar stöður og nokkrir starfsmenn láta af störfum um mánaðamótin.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar með þeim stoltustu

Íslendingar, Austurríkismenn og Lúxemborgarar eru lang stoltastir Evrópubúa af þjóðerni sínu samkvæmt könnum sem Gallup vann í tuttugu og þremur Evrópulöndum fyrir breska ríkisútvarpið, BBC.

Innlent
Fréttamynd

25% lækkun á krónunni

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólgan fari upp undir átta prósent árið 2007 og að gengi krónunnar muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlýnun sjávar kostaði 75 milljónir

"Við sjáum ekki fram á að geta starfrækt eldisstöðina í Þorlákshöfn öllu lengur þannig að við munum leggja hana niður innan tíðar," segir Arnar Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskeyjar ehf., sem einnig er með eldisstöðvar á Dalvík og Hjalteyri. </font />

Innlent
Fréttamynd

Meðvitundarlaus eftir vinnuslys

Ökumaður stórrar vinnuvélar, svokallaðrar búkollu, var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann í Fossvogi eftir vinnuslys við Hellisheiðarvirkjun í dag. Ökumaðurinn var að bakka farartækinu upp brekku þegar eitthvað brast og búkollann rann um 300 metra niður brekkuna.

Innlent
Fréttamynd

Greining: Lúðueldi

Fiskey ehf. mun á næstu mánuðum loka lúðueldisstöð sinni í Þorlákshöfn. Þá verður ein slík stöð eftir en Silfurstjarnan er með áframeldisstöð í Axarfirði. Lúðueldi hefur farið stigvaxandi hér á landi og nú er svo komið að jafnmikið er til af villtri lúðu og eldislúðu.

Innlent
Fréttamynd

Vélhjóli ekið á 13 ára pilt

Þrettán ára piltur hlaut opið fótbrot þegar jafnaldri hans ók á hann á vélhjóli við sveitabæ í Rangárvallasýslu í gær. Þrír jafnaldrar höfðu verið þar að leik á tveimur óskráðum vélhjólum, og að sjálfsögðu réttindalausir, sem endaði með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Skuldir heimilanna vaxið um 19%

Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um 157 milljarða á einu ári, eða um heil nítján prósent. Þá eru yfirdráttarlán ívið hærri en þau voru áður en bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin í ágúst á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Of seint að hætta við framboðið

Formaður Frjálslynda flokksins segir réttast að hætta við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Formenn Samfylkingar og Vinstri - grænna telja hins vegar of seint að hætta við.

Innlent
Fréttamynd

Hafa samstarfið við SAS í huga

Forstjóri SAS ætlar að slíta öllu samstarfi við Icelandair um flug á Norðurlöndunum ef FL Group kaupir Sterling-flugfélagið. Þetta kom fram í danska blaðinu <em>Börsen</em> í morgun. Talsmaður Flugleiða segir að samstarfið við SAS hafi verið gott og menn ætli að hafa það í huga við samningaborðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spáir að ráðstöfunartekjur aukist

Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra prósenta aukningu á ráðstöfunartekjum heimilanna á þessu ári, þrátt fyrir aukna verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Í þjóðhagsreikningum eru ráðstöfunartekjur reiknaðar með því að draga frá tekjum skatta og eignaútgjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samstarfi við Icelandair slitið

Forstjóri SAS segir í viðtali við danska viðskiptablaðið <em>Börsen</em> í morgun að öllu samstarfi við Icelandair um flug innan Skandinavíu verði slitið ef FL Group, móðurfélag Icelandair, kaupi Sterling-flugfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Aukinn afli en minna verðmæti

Heildarafli íslenskra skipa nam tæplega 83.000 tonnum í ágúst. Þetta er aukning um rúm 5.700 tonn frá ágúst í fyrra þegar aflinn nam 77.200 tonnum. Aflaverðmætið dróst hins vegar saman um 6,2% frá ágúst í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Kosningabandalag vinstri flokka?

Einskonar kosningabandalag vinstri flokkanna fyrir næstu alþingiskosningar gæti verið raunhæfur möguleiki að mati forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna. Formaður Vinstri - grænna segir að vinstri flokkunum í Noregi hafi tekist það sem misheppnaðist hér fyrir kosningarnar 2003.

Innlent
Fréttamynd

Leitað á saklausum nemendum

Lögreglumenn og fíkniefnahundur biðu á Akureyrarflugvelli þegar leiguflugvél, sem flutti væntanlega útskriftarnemendur Menntaskólans á Akureyri heim úr skemmtiferð frá Tyrklandi í gær, og var leit gerð á farþegum og í farangri. En ekki komust þeir í feitt í þetta sinn. 

Innlent
Fréttamynd

Kvenfélag nefnt eftir Maggnúsi

Maggnús Víkingur Grímsson skrifar Magnúsarnafnið sitt með tveimur G-um. Hann hóf starfsævina í vélsmiðju í Þorlákshöfn en áformar nú að reisa millahverfi á Flúðum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Töluverð aukning í sölu nautakjöts

Í ágúst. varð töluverð söluaukning á nautakjöti miðað við sama tíma í fyrra og nam salan 281 tonnum miðað við 269 tonn á síðasta ári. Ef litið er til sölu síðustu tólf mánuði hefur orðið örlítil aukning í sölu miðað við sambærilegt tímabil árið á undan.

Innlent
Fréttamynd

Fær nafn sitt ekki skráð

Fimm ára gömul stúlka í Neskaupstað er ekki bara stúlka heldur er hún skráð sem Stúlka Steinþórsdóttir í þjóðskrá. Um árabil hefur faðir hennar barist fyrir því að fullt nafn hennar verði skráð í þjóðskrá en er sagt að það sé of langt.

Innlent
Fréttamynd

10 þúsund sæti á Laugardalsvelli

Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, og Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, undirrituðu í morgun samning um uppbyggingu og endurbætur á Laugardalsvelli en áætlaður kostnaður við verkið er einn milljarður og 38 milljónir króna. Eftir breytingarnar mun Laugardalsvöllur rúma 10.000 manns í sæti.

Sport
Fréttamynd

Höfuðborg án skuldbindinga

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flestir borgarfulltrúar í Reykjavík álíti að borgin sé höfuðborg án skuldbindinga. Þetta kemur fram í nýjum pistli sem hann skrifar á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Aron Pálmi hvorki bitur né reiður

Aron Pálmi Ágústsson, sem hefur mátt dúsa í fangelsi í Texas í rúm átta ár vegna brota sem hann framdi ellefu ára gamall, segist hvorki bitur né reiður yfir örlögum sínum. Hann vonast til að hefja nýjan kafla í lífi sínu á Íslandi innan skamms og ætlar að nota reynslu sína til að hjálpa öðrum.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar á ráðstefnu í BNA

Ólafur Ragnar Grímsson forseti er farinn til Bandaríkjanna þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu sem Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur skipulagt. Á ráðstefnunni verður fjallað um nýjar leiðir í baráttunni gegn fátækt, hættu á loftslagsbreytingum og áhrif trúar í stjórnmálum svo nokkur mál séu nefnd.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólakennarar áhyggjufullir

Stjórn félags leikskólakennara lýsir miklum áhyggjum af stöðu mála í leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi. Útlit er fyrir að senda þurfi á fimmta tug leikskólabarna heim  á hverjum degi frá og með næstu mánaðamótum því ekkert hefur gengið að ráða starfsmenn í lausar stöður.

Innlent
Fréttamynd

Greiningin tilbúin í Vesturbyggð

Greiningunni sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur unnið að um rekstur Bílddælings, sem lagði niður starfsemi sína í sumar, er nú lokið að sögn Shirans Þórissonar, viðskipta- og markaðsráðgjafa félagsins. Skýrslan verður í dag afhent Guðmundi Guðlaugssyni, bæjarstjóra í Vesturbyggð, og síðan tekin til umræðu næstkomandi miðvikudag.

Innlent