Innlent Fjölmenni við opnun Fjölmenni var við opnun kosningaskrifstofu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í dag. Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og eiginkona Geirs H. Haarde sem sterklega er orðaður við formannssæti Sjálfstæðisflokksins, lýsti yfir stuðningi við Vilhjálm. Innlent 23.10.2005 15:01 Greinir á Lögmenn 365 miðla og Jónínu Benediktsdóttur greinir verulega á um það hvort lögbann, sem sýslumaður setti á gögn í fórum blaðamanna Fréttablaðsins, hafi verið lögmætt. Lögmaður Jónínu Benediktsdóttur telur að lögbannið sé fyllilega eðlilegt. Innlent 23.10.2005 15:01 Samfylkingin vill fækka ráðuneytum Fækkun ráðuneyta úr þrettán í níu og lög um óháðar rannsóknarnefndir eru meðal stefnumála Samfylkingarinnar í vetur en þau voru kynnt í dag. Málin sem Samfylkingin leggur fram á Alþingi eru undir yfirskriftinni Stöðugleiki - Jafnræði - Stjórnfesta. Innlent 23.10.2005 15:01 Tveir skornir með sveðju Fjórir átján ára piltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa ráðist á tvo menn á tvítugsaldri með sveðju eða hnífi í Garðabænum í nótt. Annar mannanna er alvarlega slasaður. Innlent 23.10.2005 15:01 Brotið á rétti foreldra Ríkið hefur oftsinnis brotið á rétti foreldra í umgengismálum að mati kandidats við lagadeild Háskóla Íslands. Dæmi eru um að vel á fjórða ár hafi liðið án þess að faðir hafi fengið að sjá barnið sitt, þrátt fyrir að fólk eigi rétt á skjótri meðferð hins opinbera í umgengnismálum. Innlent 23.10.2005 15:01 Færri ráðuneyti Það kom fram á fréttamannafundi sem haldinn var í gær að þingflokkur Samfylkingarinnar vill fækka ráðuneytunum þrettán í níu. Flokkurinn vill að skilið verði milli heilbrigðis- og tryggingamála, og að stofnað verði sérstakt innanríkisráðuneyti. Önnur áherslumál þingflokksins eru aukið framboð á menntun fyrir fólk á vinnumarkaðnum, leiðrétting kjaraskerðingar lífeyrisþega og að afkomutryggingu verði komið á fyrir þá. Innlent 23.10.2005 15:01 Gefjun KE vélarvana í Húnaflóa Vélarbilun varð í bátnum Gefjunni KE-9 í utanverðum Húnaflóa á milli klukkan tíu og ellefu í gærkvöld. Tveir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Björgunarbáturinn Húnabjörg frá Skagaströnd fór að Gefjuninni og kom með hana að landi, í togi, rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Innlent 23.10.2005 15:01 Helmingur andvígur framboði Aðeins 28 prósent þeirra sem tóku þátt í nýlegum Þjóðarpúlsi, skoðanakönnunar á vegum Gallup, eru hlynntir framboði Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Rúmur helmingur þjóðarinnar eða 53 prósent eru andvíg framboðinu. Innlent 23.10.2005 15:01 Réttindalaus og ölvaður Sautján ára piltur velti jeppabifreið á veginum norðan Breiðabakka í Vestmannaeyjum og er bifreiðin talin ónýt en pilturinn slapp lítið meiddur líkt og jafnaldri hans sem var með í för. Innlent 23.10.2005 15:01 Erill hjá lögreglu í nótt Jeppabifreið hafnaði utan vegar á sunnanverði Heimaey seint í gærkvöld. Tveir piltar sem voru í bílnum voru fluttir á heilbrigðisstofnun Vestamannaeyja þar sem þeir eru enn. Þeir eru þó ekki sagðir alvarlega slasaðir. Ökumaður bifreiðarinnar er réttindalaus sökum aldurs. Innlent 23.10.2005 15:01 Fengu ekki að segja nei Þingmenn Frjálslynda flokksins reyndu án árangurs að þrýsta á nei-hnappinn þegar Sólveig Pétursdóttir var kosin forseti Alþingis við þingsetningu í gær. Magnús Þór Hafsteinsson segir atkvæðagreiðsluna skrípaleik. Innlent 23.10.2005 15:01 Brýtur Styrmir eigin reglur? Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum. Innlent 23.10.2005 15:01 Hvolfdi inná bensínstöð Ökumaður sem var á leið suður eftir Reykjanesbraut missti stjórn á bifreið sinni rétt norðan við Smáralind um klukkan fimm í gær með þeim afleiðingum að hún valt yfir vegkant og hafnaði á toppnum inná bensínstöð sem þar er. Innlent 23.10.2005 15:01 Síldarvertíðin hafin Síldarvertíðin er hafin. Fjölveiðiskipið Beitir frá Neskaupstað landaði um 200 tonnum af síld í Neskaupstað í dag. Innlent 23.10.2005 15:01 Fólskuleg líkamsárás í Garðabæ "Ég held að honum líði bara eins og hægt er að búast við eftir þessa atburði," segir Guðrún Árný Arnardóttir, móðir Einars Ágústs Magnússonar, átján ára drengs sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í samkvæmi í húsi við Bæjargil í Garðabæ í fyrrinótt. Innlent 23.10.2005 15:01 Annasamt hjá lögreglu í nótt Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í miðbænum og var töluvert um pústra en níu manns gistu fangageymslur lögreglunnar. Þá var ekið á gangandi vegfaranda á Breiðholtsbraut um klukkan þrjú í nótt og var maðurinn fluttur fótbrotinn á slysadeild. Innlent 23.10.2005 15:01 Lögðu til átján ára drengs "Ég held að honum líði bara eins og hægt er að búast við eftir þessa atburði," segir Guðrún Árný Arnardóttir, móðir Einars Ágústs Magnússonar, átján ára drengs sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í samkvæmi í húsi við Bæjargil í Garðabæ í fyrrinótt. "Það er sprunga í höfuðkúpunni og hann hefur verið í aðgerð. Það verður að bara að koma í ljós hvernig honum líður," segir Guðrún. Innlent 23.10.2005 15:01 Ekki hægt að segja nei Frjálslyndi flokkurinn er óánægður með að ekki skuli hafa verið hægt að segja "nei" við kosningu Sólveigar Pétursdóttur í embætti forseta Alþingis. Eingöngu var hægt að ýta á "já" takkann eða "greiðir ekki atkvæði," en hún var ein í kjöri. Í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér á laugardag segist flokkurinn hafa ætlað sér að undirstrika óánægju sína með því að segja nei, en þar sem það var ekki hægt er ómögulegt að sjá hversu margir voru alfarið á móti kosningu Sólveigar, heldur eingöngu að 12 af 63 þingmönnum hefðu setið hjá. Innlent 23.10.2005 15:01 Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist um átta prósent á einum mánuði. Það mælist 44 prósent í nýrri skoðanakönnun þjóðarpúls Gallups, sem er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með á kjörtímabilinu. Í sömu könnun kemur fram að einungis 28 prósent þjóðarinnar eru hlynnt framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Innlent 23.10.2005 15:01 Lögreglan lokaði skemmtistað Skemmtistað í Kópavogi var lokað skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt en lögreglan kom þá að nokkrum unglingum undir lögaldri þar inni. Var það annað kvöldið í röð sem lögreglan finnur börn á þessum stað. Innlent 23.10.2005 15:01 Slasaðir eftir útafakstur í Eyjum Jeppabifreið hafnaði utan vegar á sunnanverðri Heimaey seint í gærkvöld. Tveir piltar sem voru í bílnum voru fluttir á heilbrigðisstofnun Vestamannaeyja þar sem þeir eru enn. Þeir eru þó ekki sagðir alvarlega slasaðir. Ökumaður bifreiðarinnar er réttindalaus sökum aldurs. Innlent 23.10.2005 15:01 Starfsfólk vantar á elliheimili Þrátt fyrir að á annað hundrað manns sé á biðlista eftir að komast inn á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, er á annan tug plássa laus á heimilinu. Ekki er hægt að opna dyrnar fyrir nýju heimilisfólki vegna manneklu. Innlent 23.10.2005 15:01 Síldarvertíðin hafin Síldarvertíðin er hafin. Fjölveiðiskipið Beitir frá Neskaupsstað er á leið í land með um 200 tonn af síld. Innlent 23.10.2005 15:01 Nýr formaður SUS Borgar Þór Einarsson var í dag kjörinn ný formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Borgar var einn í framboði til formanns og mun hann gegna embættinu til næsta sambandsþings sem verður árið 2007. Borgar hlaut 70,2% greiddra atkvæði. Innlent 23.10.2005 15:01 Samfylkingin vill fækka ráðuneytum Fækkun ráðuneyta úr þrettán í níu og lög um óháðar rannsóknarnefndir eru meðal stefnumála Samfylkingarinnar í vetur en þau voru kynnt í dag. Málin sem Samfylkingin leggur fram á Alþingi eru undir yfirskriftinni Stöðugleiki - Jafnræði - Stjórnfesta. Innlent 23.10.2005 15:01 Dregur úr kulda í október Veðurklúbburin á Dalbæ á Dalvík spáir því að frá og með mánudeginum þriðja október fari veður að breytast til batnaðar. Draga muni úr kuldanum, og október í heild verða hlýrri og betri mánuður en september. Innlent 23.10.2005 15:01 Aðgerðum hætt við Slippstöðina Starfsmenn Slippstöðvarinnar Akureyri ákváðu um sexleytið í gær að hætta aðgerðum eftir dramatískan fund með stjórnarformanni fyrirtækisins og lögfræðingi hans. Innlent 23.10.2005 15:01 Áætlanir breyttan miðbæ Selfoss Áætlanir eru uppi um að gerbreyta miðbæ Selfoss og gera yfirbragðið reisulegra. Meðal annars er gert ráð fyrir bæjargarði sunnan við hringtorgið og tveimur fimmtán hæða byggingum sem tengjast garðinum og mynda nýjan miðbæjarkjarna. Innlent 23.10.2005 15:01 Síðasti áfanginn vígður Í morgun var síðasti áfangi Nesjavallavirkjunar vígður. Virkjunin getur nú, ein og sér, séð um rúmlega 30 prósent af varmaþörf borgarbúa og um 60 prósent af rafmagnsþörf þeirra. Innlent 23.10.2005 15:01 Svandís bar sigur úr býtum Svandís Svavarsdóttir var hlutskörpust í forvali Vinstri grænna í Reykjavík í gær. Árni Þór Sigurðsson skipar annað sæti á lista flokksins í vor og Þorleifur Gunnlaugsson það þriðja. Innlent 23.10.2005 15:01 « ‹ ›
Fjölmenni við opnun Fjölmenni var við opnun kosningaskrifstofu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í dag. Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og eiginkona Geirs H. Haarde sem sterklega er orðaður við formannssæti Sjálfstæðisflokksins, lýsti yfir stuðningi við Vilhjálm. Innlent 23.10.2005 15:01
Greinir á Lögmenn 365 miðla og Jónínu Benediktsdóttur greinir verulega á um það hvort lögbann, sem sýslumaður setti á gögn í fórum blaðamanna Fréttablaðsins, hafi verið lögmætt. Lögmaður Jónínu Benediktsdóttur telur að lögbannið sé fyllilega eðlilegt. Innlent 23.10.2005 15:01
Samfylkingin vill fækka ráðuneytum Fækkun ráðuneyta úr þrettán í níu og lög um óháðar rannsóknarnefndir eru meðal stefnumála Samfylkingarinnar í vetur en þau voru kynnt í dag. Málin sem Samfylkingin leggur fram á Alþingi eru undir yfirskriftinni Stöðugleiki - Jafnræði - Stjórnfesta. Innlent 23.10.2005 15:01
Tveir skornir með sveðju Fjórir átján ára piltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa ráðist á tvo menn á tvítugsaldri með sveðju eða hnífi í Garðabænum í nótt. Annar mannanna er alvarlega slasaður. Innlent 23.10.2005 15:01
Brotið á rétti foreldra Ríkið hefur oftsinnis brotið á rétti foreldra í umgengismálum að mati kandidats við lagadeild Háskóla Íslands. Dæmi eru um að vel á fjórða ár hafi liðið án þess að faðir hafi fengið að sjá barnið sitt, þrátt fyrir að fólk eigi rétt á skjótri meðferð hins opinbera í umgengnismálum. Innlent 23.10.2005 15:01
Færri ráðuneyti Það kom fram á fréttamannafundi sem haldinn var í gær að þingflokkur Samfylkingarinnar vill fækka ráðuneytunum þrettán í níu. Flokkurinn vill að skilið verði milli heilbrigðis- og tryggingamála, og að stofnað verði sérstakt innanríkisráðuneyti. Önnur áherslumál þingflokksins eru aukið framboð á menntun fyrir fólk á vinnumarkaðnum, leiðrétting kjaraskerðingar lífeyrisþega og að afkomutryggingu verði komið á fyrir þá. Innlent 23.10.2005 15:01
Gefjun KE vélarvana í Húnaflóa Vélarbilun varð í bátnum Gefjunni KE-9 í utanverðum Húnaflóa á milli klukkan tíu og ellefu í gærkvöld. Tveir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Björgunarbáturinn Húnabjörg frá Skagaströnd fór að Gefjuninni og kom með hana að landi, í togi, rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Innlent 23.10.2005 15:01
Helmingur andvígur framboði Aðeins 28 prósent þeirra sem tóku þátt í nýlegum Þjóðarpúlsi, skoðanakönnunar á vegum Gallup, eru hlynntir framboði Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Rúmur helmingur þjóðarinnar eða 53 prósent eru andvíg framboðinu. Innlent 23.10.2005 15:01
Réttindalaus og ölvaður Sautján ára piltur velti jeppabifreið á veginum norðan Breiðabakka í Vestmannaeyjum og er bifreiðin talin ónýt en pilturinn slapp lítið meiddur líkt og jafnaldri hans sem var með í för. Innlent 23.10.2005 15:01
Erill hjá lögreglu í nótt Jeppabifreið hafnaði utan vegar á sunnanverði Heimaey seint í gærkvöld. Tveir piltar sem voru í bílnum voru fluttir á heilbrigðisstofnun Vestamannaeyja þar sem þeir eru enn. Þeir eru þó ekki sagðir alvarlega slasaðir. Ökumaður bifreiðarinnar er réttindalaus sökum aldurs. Innlent 23.10.2005 15:01
Fengu ekki að segja nei Þingmenn Frjálslynda flokksins reyndu án árangurs að þrýsta á nei-hnappinn þegar Sólveig Pétursdóttir var kosin forseti Alþingis við þingsetningu í gær. Magnús Þór Hafsteinsson segir atkvæðagreiðsluna skrípaleik. Innlent 23.10.2005 15:01
Brýtur Styrmir eigin reglur? Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum. Innlent 23.10.2005 15:01
Hvolfdi inná bensínstöð Ökumaður sem var á leið suður eftir Reykjanesbraut missti stjórn á bifreið sinni rétt norðan við Smáralind um klukkan fimm í gær með þeim afleiðingum að hún valt yfir vegkant og hafnaði á toppnum inná bensínstöð sem þar er. Innlent 23.10.2005 15:01
Síldarvertíðin hafin Síldarvertíðin er hafin. Fjölveiðiskipið Beitir frá Neskaupstað landaði um 200 tonnum af síld í Neskaupstað í dag. Innlent 23.10.2005 15:01
Fólskuleg líkamsárás í Garðabæ "Ég held að honum líði bara eins og hægt er að búast við eftir þessa atburði," segir Guðrún Árný Arnardóttir, móðir Einars Ágústs Magnússonar, átján ára drengs sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í samkvæmi í húsi við Bæjargil í Garðabæ í fyrrinótt. Innlent 23.10.2005 15:01
Annasamt hjá lögreglu í nótt Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í miðbænum og var töluvert um pústra en níu manns gistu fangageymslur lögreglunnar. Þá var ekið á gangandi vegfaranda á Breiðholtsbraut um klukkan þrjú í nótt og var maðurinn fluttur fótbrotinn á slysadeild. Innlent 23.10.2005 15:01
Lögðu til átján ára drengs "Ég held að honum líði bara eins og hægt er að búast við eftir þessa atburði," segir Guðrún Árný Arnardóttir, móðir Einars Ágústs Magnússonar, átján ára drengs sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í samkvæmi í húsi við Bæjargil í Garðabæ í fyrrinótt. "Það er sprunga í höfuðkúpunni og hann hefur verið í aðgerð. Það verður að bara að koma í ljós hvernig honum líður," segir Guðrún. Innlent 23.10.2005 15:01
Ekki hægt að segja nei Frjálslyndi flokkurinn er óánægður með að ekki skuli hafa verið hægt að segja "nei" við kosningu Sólveigar Pétursdóttur í embætti forseta Alþingis. Eingöngu var hægt að ýta á "já" takkann eða "greiðir ekki atkvæði," en hún var ein í kjöri. Í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér á laugardag segist flokkurinn hafa ætlað sér að undirstrika óánægju sína með því að segja nei, en þar sem það var ekki hægt er ómögulegt að sjá hversu margir voru alfarið á móti kosningu Sólveigar, heldur eingöngu að 12 af 63 þingmönnum hefðu setið hjá. Innlent 23.10.2005 15:01
Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist um átta prósent á einum mánuði. Það mælist 44 prósent í nýrri skoðanakönnun þjóðarpúls Gallups, sem er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með á kjörtímabilinu. Í sömu könnun kemur fram að einungis 28 prósent þjóðarinnar eru hlynnt framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Innlent 23.10.2005 15:01
Lögreglan lokaði skemmtistað Skemmtistað í Kópavogi var lokað skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt en lögreglan kom þá að nokkrum unglingum undir lögaldri þar inni. Var það annað kvöldið í röð sem lögreglan finnur börn á þessum stað. Innlent 23.10.2005 15:01
Slasaðir eftir útafakstur í Eyjum Jeppabifreið hafnaði utan vegar á sunnanverðri Heimaey seint í gærkvöld. Tveir piltar sem voru í bílnum voru fluttir á heilbrigðisstofnun Vestamannaeyja þar sem þeir eru enn. Þeir eru þó ekki sagðir alvarlega slasaðir. Ökumaður bifreiðarinnar er réttindalaus sökum aldurs. Innlent 23.10.2005 15:01
Starfsfólk vantar á elliheimili Þrátt fyrir að á annað hundrað manns sé á biðlista eftir að komast inn á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, er á annan tug plássa laus á heimilinu. Ekki er hægt að opna dyrnar fyrir nýju heimilisfólki vegna manneklu. Innlent 23.10.2005 15:01
Síldarvertíðin hafin Síldarvertíðin er hafin. Fjölveiðiskipið Beitir frá Neskaupsstað er á leið í land með um 200 tonn af síld. Innlent 23.10.2005 15:01
Nýr formaður SUS Borgar Þór Einarsson var í dag kjörinn ný formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Borgar var einn í framboði til formanns og mun hann gegna embættinu til næsta sambandsþings sem verður árið 2007. Borgar hlaut 70,2% greiddra atkvæði. Innlent 23.10.2005 15:01
Samfylkingin vill fækka ráðuneytum Fækkun ráðuneyta úr þrettán í níu og lög um óháðar rannsóknarnefndir eru meðal stefnumála Samfylkingarinnar í vetur en þau voru kynnt í dag. Málin sem Samfylkingin leggur fram á Alþingi eru undir yfirskriftinni Stöðugleiki - Jafnræði - Stjórnfesta. Innlent 23.10.2005 15:01
Dregur úr kulda í október Veðurklúbburin á Dalbæ á Dalvík spáir því að frá og með mánudeginum þriðja október fari veður að breytast til batnaðar. Draga muni úr kuldanum, og október í heild verða hlýrri og betri mánuður en september. Innlent 23.10.2005 15:01
Aðgerðum hætt við Slippstöðina Starfsmenn Slippstöðvarinnar Akureyri ákváðu um sexleytið í gær að hætta aðgerðum eftir dramatískan fund með stjórnarformanni fyrirtækisins og lögfræðingi hans. Innlent 23.10.2005 15:01
Áætlanir breyttan miðbæ Selfoss Áætlanir eru uppi um að gerbreyta miðbæ Selfoss og gera yfirbragðið reisulegra. Meðal annars er gert ráð fyrir bæjargarði sunnan við hringtorgið og tveimur fimmtán hæða byggingum sem tengjast garðinum og mynda nýjan miðbæjarkjarna. Innlent 23.10.2005 15:01
Síðasti áfanginn vígður Í morgun var síðasti áfangi Nesjavallavirkjunar vígður. Virkjunin getur nú, ein og sér, séð um rúmlega 30 prósent af varmaþörf borgarbúa og um 60 prósent af rafmagnsþörf þeirra. Innlent 23.10.2005 15:01
Svandís bar sigur úr býtum Svandís Svavarsdóttir var hlutskörpust í forvali Vinstri grænna í Reykjavík í gær. Árni Þór Sigurðsson skipar annað sæti á lista flokksins í vor og Þorleifur Gunnlaugsson það þriðja. Innlent 23.10.2005 15:01