Innlent

Fjölmenni við opnun

Fjölmenni var við opnun kosningaskrifstofu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í dag. Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og eiginkona Geirs H. Haarde sem sterklega er orðaður við formannssæti Sjálfstæðisflokksins, lýsti yfir stuðningi við Vilhjálm. Hluti karlakórs Reykjavíkur tók nokkur lög í upphafi opnunar kosningaskrifstofunnar sem er til húsa að Suðurlandsbraut 14. Í baráttu sinni leggur Vilhjálmur mikið upp úr þeirri reynslu sem hann hefur af borgarmálum og sem formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. Vilhjálmur segir að kosningabaráttan sé nú hafin af fullum krafti. Inga Jóna Þórðardóttir sem starfað hefur með Vilhjálmi í fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginn lagði baráttu hans lið í dag þegar hún hvatti fólk til að kjósa Vilhjálm í komandi prófkjöri. Hún sagði mikilvægt að ná afgerandi kosningu. Vilhjámur segist ekki hræðast prófkjörsslaginn framundan. Vilhjámur vill breyta miklu hvað varðar skólana, samgöngur, fjölskyldumálin og fjármál borgarinnar svo eitthvað sé nefnt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×