Innlent

Hvolfdi inná bensínstöð

Ökumaður sem var á leið suður eftir Reykjanesbraut missti stjórn á bifreið sinni rétt norðan við Smáralind um klukkan fimm í gær með þeim afleiðingum að hún valt yfir vegkant og hafnaði á toppnum inná bensínstöð sem þar er. Maðurinn, sem sagðist hafa misst stjórn á bifreiðinni í bleytu, var sendur á slysadeild en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Að sögn lögreglunar í Kópavogi er bifreiðin hinsvegar mjög illa farin og jafnvel ónýt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×