Innlent

Fréttamynd

Bæjarstjórn áminnt

Félagsmálaráðuneytið áminnti Bæjarstjórn Vestmannaeyja og gerði alvarlegar athugasemdir við drátt á afgreiðslu á þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar um að ganga inn í eignarhaldsfélagði Fasteign hf.

Innlent
Fréttamynd

Kjarasamningum sagt upp?

Kjarasamningum kann að verða sagt upp um áramót vegna rangrar stjórnarstefnu, sem leitt hefur til þess að verðbólga er tvöfalt hærri en gert var ráð fyrir þegar kjarasamningar voru undirritaðir, segir í ályktun stjórnar Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Neðanjarðarspilling

Þjóðin fær vart trúað að svona neðanjarðarspilling sé til staðar," sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, þegar hann lagði út af fréttum um aðdraganda Baugsrannsóknarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Símasamband komið á

Eðlilegt símasamband er komið á í Kópavogi og Hafnarfirði en truflanir urðu á bæði fastlínu og GSM-sambandi vegna ljósleiðarabilunar í morgun. Einnig olli hún truflunum á GSM-sambandi á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta flugvél í heimi á Íslandi

Stærsta flugvél í heimi, Antonov 225, lenti á Keflavíkurflugvelli í nótt á leið sinni til Bandaríkjanna. Hún var að koma frá Grikklandi með gríðarstórar rafstöðvar sem nota á á hamfarasvæðunum í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Hótar sameiningu með lögum?

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. 

Innlent
Fréttamynd

Vill álit á vistaskiptum þingmanns

Framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins hefur óskað eftir rökstuddu áliti umboðsmanns Alþingis á því hvort Gunnar Örn Örlygsson geti tekið þingsæti Frjálslynda flokksins og farið með það í Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

200 milljónir vegna vegabréfanna

Rúmlega tvö hundruð milljónum verður varið í kaup á vél- og hugbúnaði fyrir Útlendingastofnun og sýslumannaembætti á næsta ári svo hægt verði að gefa út vegabréf með lífkennum. Þetta kemur fram í fjárlögum sem voru lögð fram í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekki skortur á aðhaldi

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í upphafi stefnuræðu sinnar á Alþingi í gærkvöldi að ný lífskjarakönnun Sameinuðu þjóðanna sýndi að Ísland væri næstbesta landið í heiminum að búa í. Fyrir áratug hefði staðan verið önnur. Hagvöxtur væri meiri hér en í nálægum löndum og atvinnuleysi hvergi minna.

Innlent
Fréttamynd

RNS skoðar sjóslys nánar

Rannsóknarnefnd Sjóslysa ætlar að kanna nánar þætti sjóslyssins á Viðeyjarsundi þar sem smábátur steytti á Skarfaskeri. Jón A. Ingólfsson, framkvæmdastjóri nefndarinnar segir þá rannsókn kunna að taka vikur eða jafnvel mánuði til viðbótar.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða stöðugleiki?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gærkvöldi að smæð íslensks samfélags og návígi væri höfuðorsök fyrir þröngsýni og sundurlyndisfjanda.

Innlent
Fréttamynd

Hillir undir lok rannsóknar

„Ég er að gera mér þá hugmynd að nú hilli undir lokin á þessari rannsókn,“ segir Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Jón segir að of snemmt sé að fullyrða um hvert framhald málsins verði.

Innlent
Fréttamynd

7% hækkun hjá hjólbarðaverkstæðum

Þjónusta hjólbarðaverkstæða hefur hækkað um 7% frá því verðkönnun var gerð í desember 2003. Þetta er niðurstaða verðkönnunar ASÍ á þjónustu hjólbarðaverkstæða sem unnin var í síðustu viku og birt í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sameinuð með lögum

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir af og frá að hann ætli að sameina sveitarfélög með valdi hafni íbúar þeirra sameiningu í atkvæðagreiðslu um helgina. Hann vísar á bug ásökunum Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar, um að hann sameini sveitarfélög með lögum verði þau ekki sameinuð í íbúakosningum.

Innlent
Fréttamynd

Krabbameinslyf barna var ófáanlegt

Læknar hafa kvartað til Landlæknisembættisins undan skorti á tilteknum lyfjum. Nýlega var lyf sem notað er við krabbameinsmeðferð hjá börnum ófáanlegt. Barnalæknir segir þetta alvarlegt mál og ekki mega gerast.

Innlent
Fréttamynd

Kynlíf er skiptimynt í partíum

Áhyggjur foreldra og yfirvalda af breyttum viðhorfum unglinga til kynlífs fara sívaxandi, og er Landlæknisembættið að taka á þessum málum.„Það fer vaxandi að kynlíf af hvers konar tegund er notað sem skiptimynt meðal unglinga fyrir alls kyns greiða, meðal annars það að komast inn í partý,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn enn í fullum gangi

Rannsókn á sjóslysinu í Viðeyjarsundi er enn í fullum gangi og ekki ljóst hvenær niðurstaða liggur fyrir. Þetta segir Jón A. Ingólfsson, framkvæmdastjóri rannsóknarnefndar sjóslysa. Ekki liggur til dæmis enn fyrir hver var við stýri bátsins þegar hann steytti á skeri með þeim afleiðingum að tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust.

Innlent
Fréttamynd

Fastlínu og GSM-kerfi liggur niðri

Símasambandslaust er við stóran hluta Hafnafjarðar og einhvern hluta Kópavogs, bæði fastlínukerfið og GSM-kerfið. Auk þess er GSM-kerfið niðri að hluta í vesturbæ og miðbæ. Þetta getur valdið því að ekki næst í 112 frá þessum svæðum. Unnið er að viðgerð. 

Innlent
Fréttamynd

Ferðafrelsi flóttamanna verði heft

Á að hefta ferðafrelsi þeirra sem leita eftir hæli hér á landi sem flóttamenn? Fulltrúi sýslumanns telur það hljóta að koma til álita, þar sem það færist í vöxt að glæpamenn misnoti kerfið og gangi lausir hér á landi meðan hælisumsókn er afgreidd.

Innlent
Fréttamynd

Óviðunandi munur á mati stofnana

Lögboðið verðbólgumarkmið Seðlabankans næst ekki fyrr en eftir fjögur ár að mati fjármálaráðuneytisins. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir óviðunandi hve miklu muni á mati Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins á þenslu í hagkerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Efla á víkingasveitina til muna

Víkingasveit Ríkislögreglustjóra fær 112 milljónum króna hærri fjárveitingu á næsta ári en hún fékk í ár samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Ástæðan er að efla á sveitina til muna. Mest fé fer í að fjölga sérsveitarmönnum um níu í Reykjavík og um sex í Keflavík auk þess sem ný bifreið verður keypt fyrir sveitina.

Innlent
Fréttamynd

Innmúraðir samráðsbræður

Guðjón A Kristjánsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði að svokölluð Baugsmál vektu athygli á þeirri staðreynd að hér á landi virstust vera sérstakar innvígðar klíkur sem með sérstöku samráði væri ætlað að leggja línur um málsmeðferð.

Innlent
Fréttamynd

Lektor KHÍ gagnrýnir Landsvirkjun

Lektor Kennaraháskóla Íslands, Ólafur Páll Jónsson, gagnrýnir Landsvirkjun harðlega vegna áforma fyrirtækisins um að útbúa námsefni fyrir grunnskólanemendur og bjóða aðstoð við að kenna það. Segir Ólafur það ekki vera hlutverk Landsvirkjunar að semja eða kenna námsefni í grunnskólum landsins

Innlent
Fréttamynd

Ekki einhugur um Óshlíðina

Ekki ríkir algjör einhugur um þá ákvörðun samgönguráðherra að að byggja 1220 metra jarðgöng í Óshlið milli Einbúa og Hrafnakletts og hafa aðilar sem hófu undirskrfitasöfnun í febrúar undir heitinu "Við viljum jarðgöng " nú hleypt krafti í baráttu sína og hnykkja á kröfum sínum um frekari úrbætur á vegamálum á Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Hrappar féfletta fólk

"Þeir hringdu í mig, rosalega ­ýtnir og frekir eftir að ég sendi póst út til að forvitnast um þetta," segir Karen Rut Konráðsdóttir, sem fékk tilkynningu um stóran vinning frá erlendu svikalottói. Karen til mikillar furðu fékk hún ­senda tilkynningu um að hún hefði unnið „þann stóra“ í alþjóðlegu lottói. Þar var ekki um neina smáræðis upphæð að ræða, því vinningurinn var sagður 1,5 milljónir evra, sem samsvarar 110 milljónum íslenskra króna.

Innlent
Fréttamynd

Ósiðleg áróðursherferð

Grunnskólakennarar eru uggandi yfir áætlun Landsvirkjunar um að útbúa námsefni fyrir grunnskóla landsins og að aðstoða við að kenna það.

Innlent
Fréttamynd

Krafan þingfest í næstu viku

Lögbannskrafa á tölvupóst tengdan Jónínu Benediktsdóttur, sem <em>Fréttablaðið</em> birti brot úr, verður að öllum líkindum þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Þó sé hins vegar óljóst hvenær málið verður tekið til meðferðar þar sem lögmenn Fréttablaðsins geta beðið um frest til að leggja fram greinargerð.

Innlent
Fréttamynd

70 milljarðar í tekjuskatt

Landsmenn greiða sjötíu milljarða króna í tekjuskatt á næsta ári ef áætlun fjárlagafrumvarpsins gengur eftir og er það litlu meira en gert er ráð fyrir að ríkið fái í tekjuskatt einstaklinga í ár. Þessi takmarkaða aukning skýrist af því að tekjuskattur einstaklinga lækkar um eitt prósent um áramót.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast skrifa undir í dag

Kvikmynda- og framleiðslufyrirtækin Saga Film og Storm standa nú í viðræðum um mögulega sameiningu sem gengið getur í gegn í dag. „Jú, það eru viðræður í gangi en það er ekki búið að skrifa undir neina pappíra,“ segir Pétur Óli Gíslason, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Storm.

Innlent
Fréttamynd

Skulda afsökunarbeiðni

"Spurningin er: er hann nógu stór til að biðjast afsökunar," spurði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um Halldór Ásgrímssonar forsætisráðherra þegar hann krafðist  þess að forystumenn stjórnarflokkanna bæðu þjóðina afsökunar á að hafa lýst stuðningi við innrásina í Írak.

Innlent