Innlent

Fréttamynd

Vonbrigði yfir fjárlagafrumvarpi

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með þá efnahags-, atvinnu- og félagsmálastefnu sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í ályktun sem hún sendi frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bauðst tvisvar til að aðstoða

Lögregla hafnaði boði vaktmanns á vegum skemmtibátafélagsins Snarfara um aðstoð nóttina sem sjóslysið varð á Viðeyjarsundi, aðfaranótt 10. september. Hafþór Lyngberg Jónsson, formaður Snarfara, segist hafa rætt atvikið við yfirlögregluþjón rannsóknardeildar lögreglu í Reykjavík og fengið þau svör að atvikið yrði skoðað.

Innlent
Fréttamynd

Sveitarstjóra verði sagt upp

Tillaga um að Ársæli Guðmundssyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, verði sagt upp störfum verður lögð fram á sveitarstjórnarfundi á morgun, en það er Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar, sem ber fram tillöguna.

Innlent
Fréttamynd

Talaði ekki um ógn verðbólgunnar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi að aukning verðbólgu umfram spár mætti alfarið rekja til hækkunar á fasteignaverði og olíuverði. Hann vék hins vegar ekki að því að verðbólgan ógnar nú vinnufriði í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Náðun Arons hafnað

"Líf mitt markast nú sorg vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórans," segir Aron Pálmi Ágústsson, en ríkisstjóri Texas hafnaði því í fyrradag að náða hann. Aron Pálmi á því enn eftir að afplána um tvö ár af dómi sem hann hlaut þrettán ára gamall, fyrir kynferðisafbrot sem hann framdi ellefu ára.

Innlent
Fréttamynd

Utandagskrárumræða um mál Arons

Óskað hefur verið eftir utandagskrárumræðu á Alþingi í dag </font />um málefni Arons Pálma Ágústssonar. Ríkisstjórinn í Texas hafnaði í gær náðunarbeiðni Arons Pálma sem verið hefur um árabil í stofufangelsi í ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Kjarasamningar stefna í uppnám

Opinber stjórntæki megna ekki að halda aftur af verðbólgunni þannig að kjarasamningar stefna í uppnám, segir Hannes Sigurðsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að svonefnd forsendunefnd, skipuð fulltrúum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, sé þegar byrjuð að meta stöðuna með tilliti til uppsagnarákvæða í kjarasamningum.

Innlent
Fréttamynd

Ramsey fékk 18 mánaða dóm

Scott Ramsey, sem ákærður var fyrir að bana manni með hnefahöggi á skemmtistað í Keflavík á síðasta ári, fékk 18 mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 15 mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir.

Innlent
Fréttamynd

85 milljónir að eigin vild

Ráðherrar fá áttatíu og fimm milljónir króna á næsta ári sem þeir geta ráðstafað að eigin vild til samtaka, einkaaðila og ríkisstofnana vegna ýmissa verkefna. Sá ráðherra sem hefur mest fé til að deila út er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, eða átján milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Gripið við sæbjúgnaveiðar

Varðskip kom á sunnudaginn að Hannesi Andréssyni SH-747 þar sem skipið var við ólöglegar sæbjúgnaveiðar á Aðalvík. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Við athugun varðskipsmanna kom í ljós að leyfi til tilraunaveiða á sæbjúgum var útrunnið.

Innlent
Fréttamynd

Erindi auki líkur á fjárnámi

Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum.

Innlent
Fréttamynd

Einungis bundnir sannfæringu sinni

Sigurður Líndal, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist efast stórlega um að erindi Frjálslynda flokksins varðandi þingsæti Gunnars Örlygssonar sé tækt til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis. Sigurður segir stjórnarskrána skýra hvað þetti varði. Þingmenn séu ekki bundnir öðru en eigin sannfæringu.

Innlent
Fréttamynd

Ummæli Magnúsar ekki svaraverð

Sólveig Pétursdóttir, nýkjörinn forseti Alþingis, segir ummæli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, um að henni sé ekki stætt á því að gegna embætti þingforseta meðan að eiginmaður hennar sæti rannsókn vegna olíusamráðsins, ekki svaraverð.

Innlent
Fréttamynd

Játar að hafa stungið Vu Van Phong

Víetnaminn Phu Tién Nguyén játar að hafa stungið samlanda sinn Vu Van Phong í matarboði í heimahúsi í Kópavogi um hvítasunnuna. Hann segir þó að það hafi verið í sjálfsvörn í átökum sem hann átti ekki upptökin að. Phong lést af sárum sínum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Þetta kom fram við þingfestingu málins í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Innlent
Fréttamynd

65% munur á vörukörfunni

Munur á hæsta og lægsta verði vörukörfu var 65% í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Könnunin var gerð í matvöruverðslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag. Karfan var ódýrust í Bónus en þar kostaði hún 5.431 kr. og hún var síðan dýrust í Tíu-ellefu þar sem karfan kostaði 8.951 kr.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist alvarlega í árekstri

Kona slasaðist alvarlega þegar jeppi og fólksbíll lentu í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi skammt norðan við Borgarnes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Karlmaður, sem var farþegi í bíl konunnar, slasaðist líka og var lagt af stað með þau áleiðis til Reykjavíkur í sjúkrabíl.

Innlent
Fréttamynd

Ný stjórn hjá VGR

Ný stjórn var kjörin í Reykjavíkurfélagi Vinstri - grænna á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Þorleifur Gunnlaugsson er formaður félagsins og með honum í stjórn eru þau Auður Lilja Erlingsdóttir, Gérard Lemarquis, Guðlaug Teitsdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Hrafnkell Tumi Kolbeinsson og Sigríður Kristinsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Öryggisráðið eins og handboltamót?

Ungir Vinstri grænir hvetja til þess að framboð Íslands til Öryggsiráðs Sameinuðu þjóðanna verði dregið til baka. Þetta kemur fram í ályktun sem ungliðahreyfingin sendi frá sér í gærkvöld. Í ályktuninni segir að svo virðist sem Halldór Ásgrímsson leggi framboðið að jöfnu við þátttöku í alþjóðlegu handboltamóti.

Innlent
Fréttamynd

Getur ekki samþykkt kröfuna

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón.

Innlent
Fréttamynd

Endurlífgaður eftir hjartastopp

Tuttugu og þriggja ára gamall maður, Sveinn Rafn Eiðsson, var endurlífgaður eftir að hjartað í honum stöðvaðist þegar hann féll niður fjóra metra við Fylkisheimilið í Árbæ.

Innlent
Fréttamynd

Grunaðir um aðild að peningaþvætti

Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ramsey fékk 18 mánaða fangelsi

Scott Mckenna Ramsey var dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til mannsbana. Hann var einnig dæmdur til að greiða rúmlega tvær milljónir króna í skaða- og miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Óviðunandi munur á mati stofnana

Lögboðið verðbólgumarkmið Seðlabankans næst ekki fyrr en eftir fjögur ár að mati fjármálaráðuneytisins. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir óviðunandi hve miklu muni á mati Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins á þenslu í hagkerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Efla á víkingasveitina til muna

Víkingasveit Ríkislögreglustjóra fær 112 milljónum króna hærri fjárveitingu á næsta ári en hún fékk í ár samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Ástæðan er að efla á sveitina til muna. Mest fé fer í að fjölga sérsveitarmönnum um níu í Reykjavík og um sex í Keflavík auk þess sem ný bifreið verður keypt fyrir sveitina.

Innlent
Fréttamynd

Innmúraðir samráðsbræður

Guðjón A Kristjánsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði að svokölluð Baugsmál vektu athygli á þeirri staðreynd að hér á landi virstust vera sérstakar innvígðar klíkur sem með sérstöku samráði væri ætlað að leggja línur um málsmeðferð.

Innlent
Fréttamynd

Lektor KHÍ gagnrýnir Landsvirkjun

Lektor Kennaraháskóla Íslands, Ólafur Páll Jónsson, gagnrýnir Landsvirkjun harðlega vegna áforma fyrirtækisins um að útbúa námsefni fyrir grunnskólanemendur og bjóða aðstoð við að kenna það. Segir Ólafur það ekki vera hlutverk Landsvirkjunar að semja eða kenna námsefni í grunnskólum landsins

Innlent
Fréttamynd

Ekki einhugur um Óshlíðina

Ekki ríkir algjör einhugur um þá ákvörðun samgönguráðherra að að byggja 1220 metra jarðgöng í Óshlið milli Einbúa og Hrafnakletts og hafa aðilar sem hófu undirskrfitasöfnun í febrúar undir heitinu "Við viljum jarðgöng " nú hleypt krafti í baráttu sína og hnykkja á kröfum sínum um frekari úrbætur á vegamálum á Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Hrappar féfletta fólk

"Þeir hringdu í mig, rosalega ­ýtnir og frekir eftir að ég sendi póst út til að forvitnast um þetta," segir Karen Rut Konráðsdóttir, sem fékk tilkynningu um stóran vinning frá erlendu svikalottói. Karen til mikillar furðu fékk hún ­senda tilkynningu um að hún hefði unnið „þann stóra“ í alþjóðlegu lottói. Þar var ekki um neina smáræðis upphæð að ræða, því vinningurinn var sagður 1,5 milljónir evra, sem samsvarar 110 milljónum íslenskra króna.

Innlent
Fréttamynd

Ósiðleg áróðursherferð

Grunnskólakennarar eru uggandi yfir áætlun Landsvirkjunar um að útbúa námsefni fyrir grunnskóla landsins og að aðstoða við að kenna það.

Innlent
Fréttamynd

Krafan þingfest í næstu viku

Lögbannskrafa á tölvupóst tengdan Jónínu Benediktsdóttur, sem <em>Fréttablaðið</em> birti brot úr, verður að öllum líkindum þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Þó sé hins vegar óljóst hvenær málið verður tekið til meðferðar þar sem lögmenn Fréttablaðsins geta beðið um frest til að leggja fram greinargerð.

Innlent