Innlent Telur sig vanhæfan Bogi Nilson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu þar sem hann sé vanhæfur til að fjalla um málið. Ríkslögreglustjóri óskaði eftir því að Ríkissaksóknari fjallaði um málið, í kjölfar dóms hæstaréttar. Innlent 23.10.2005 15:04 Vímuvarnarvikan 2005 Vímuvarnarvikan 2005 verður haldin dagana 17. -23. október næstkomandi. Fjölmörg samtök standa að vikunni en henni er ætlað að beina athygli að börnum og forvarnarstarfi. Innlent 23.10.2005 15:04 Ný leiðabók hjá SVR Strætó bs. hefur gefið út nýja leiðabók sem tekur gildi frá og með laugardeginum 15. október. Hafa tímatöflur nokkurra leiða verið lagfærðar og aksturstími leiða 12 og 16 lengdur. Með þessum breytingum er komið til móts við ábendingar frá vagnstjórum og farþegum auk þess sem tekið er mið af reynslunni frá því nýja leiðakerfið var tekið í notkun 23. júlí síðastliðinn. Innlent 23.10.2005 15:04 Ísland er komið á kortið Hagfræðingar KB Banka meta það svo að áhætta af erlendri skuldabréfaútgáfu sé minni en menn hafa ætlað. Ísland sé komið á kortið hjá erlendum fjárfestum og því sé minni hætta á falli en ætla mætti þegar að gjalddaga erlendu bréfanna kemur. Í nýrri skýrslu bankans er gert ráð fyrir að skuldabréfaútgáfa haldi áfram og því muni áhættan jafnast út. Innlent 23.10.2005 15:04 Eggert sækist eftir 7. sæti Eggert Páll Ólason, héraðsdómslögmaður og formaður samtakanna Vinir einkabílsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. Innlent 23.10.2005 15:04 Þrotabúskrafa tekin fyrir í dómi Tekin var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafa Sparisjóðs Vestfjarða í þrotabú Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, eins sakborninga úr Landssímamálinu. Björn Jóhannesson, lögmaður sparisjóðsins, segir deilt um hvers eðlis krafa sjóðsins sé, en hún sé til komin vegna láns til fyrirtækisins Lífsstíls. Innlent 23.10.2005 15:04 Vesturbyggð takmarkar rjúpnaveiði Öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Frá þessu er sagt á vefútgáfu Bæjarins besta og haft eftir Jónasi Sigurðssyni, aðalvarðstjóra í lögreglunni á Patreksfirði að nokkuð ljóst sé að í meira og minna allri austursýslunni er veiði bönnuð nema með leyfi landeiganda. Innlent 23.10.2005 15:04 Engin átök hjá Framsókn <font size="2"> Engin átök urðu um stjórn á aðalfundi Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður í gærkvöld að því er fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins. Búist hafði verið við átökum fyrir fundinn. </font> Innlent 23.10.2005 16:58 Vilja banna kanínur í fuglaeyjum Frjálslyndi flokkurinn ætlar að leggja fram þingmál þar sem gert verður ráð fyrir að lagt verði bann við kanínum í öllum fuglaeyjum umhverfis landið. Þetta kemur fram á heimasíðu Magnúar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns flokksins, þar sem hann vísar meðal annars í skýrslu um kanínupláguna í Heimaey. Þar segir að kanínurnar nagi rætur og grafi út lundaholur sem auki hættu á uppblæstri og jarðvegseyðingu. Innlent 23.10.2005 15:04 Vistaskipti sýslumanna Lárus Bjarnason<font face="Courier New">,</font>sýslumaður á Seyðisfirði<font face="Courier New">,</font>hefur óskað eftir því, með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna<font face="Courier New">,</font>að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá fimmtánda október nk. til 1. maí 2006. Innlent 23.10.2005 16:58 Milljóndollara seðlar Bíræfnir peningafalsarar hafa undanfarna mánuði reynt að fá íslenska banka til að taka sjötíu einnar milljónar dollara seðla sem veð gegn láni. Það jafngildir nærri fjórum og hálfum milljarði króna. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur seðlana undir höndum og vinnur nú að því með lögregluyfirvöldum í Bretlandi að hafa hendur í hári svindlaranna. Innlent 23.10.2005 15:04 Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu. Gestur Jónsson telur að dómsmálaráðherra sé hugsanlega vanhæfur til þess að velja nýjan saksóknara. Páll Hreinsson dósent segir þessar reglur vandmeðfarnar. Innlent 23.10.2005 15:04 Íslenskir hjólbarðar <font size="2"> Íslendingar hafa þróað og hannað 38 tommu hjólbarða fyrir íslenskar aðstæður. Dekkin heita AT 4005. Þau eru framleidd í Kína og er fyrsta sendingin komin í sölu hér á landi. </font> Innlent 23.10.2005 16:58 Fjársöfnun kærð til lögreglu Stígamót hafa kært til lögreglunnar símasöfnun, sem sögð er til stuðnings samtökunum. Stígamót standa ekki fyrir neinni fjársöfnun þessa dagana og vara við slíkum símtölum. Innlent 23.10.2005 15:04 Skuldfært fyrir sekt Skeljungs Hagar, eignarhaldsfélag olíufélagsins Skeljungs, hafa skuldfært hjá sér 250 milljónir króna í ársreikningi síðasta árs vegna sektar fyrir olíusamráð. Allt umfram þá upphæð sækir félagið til fyrri eigenda Skeljungs. Innlent 23.10.2005 15:04 Gæsluvarðhald framlengt Framlengt hefur verið til 25. nóvember gæsluvarðhald yfir pilti sem játað hefur að hafa stungið annan á menningarnótt í Reykjavík í ágúst. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið tvo, en vill ekki kannast við nema eina árás. Innlent 23.10.2005 15:04 Viðræður í næstu viku Viðræðum um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið í Washington í næstu viku. Innlent 23.10.2005 15:04 Eftirlit hert í Leifsstöð Yfirdýralæknir hefur beðið um hert eftirlit í Leifsstöð vegna fuglaflensu sem er að breiðast út. Landbúnaðarráðuneytið gaf í gær út herta reglugerð um innflutning á fuglum og hvers kyns fuglaafurðum. Innlent 23.10.2005 15:04 Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 15:04 Rafmagn fór af á Snæfellsnesi Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellissandi og Rifi um klukkan hálfþrjú í nótt þegar háspennulína á milli Vegamóta og Ólafsvíkur slitnaði við Ölkeldu. Vinnuflokkar eru á nú á leið á vettvang til að gera við línuna og búist er við að rafmagn verði aftur komið á um hádegi. Dísilvélar eru keyrðar í Ólafsvík og eru raforkunotendur beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Innlent 23.10.2005 15:04 Skilorðsdómur fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga í tíu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Innlent 23.10.2005 15:04 Rjúpnaveiðar hefjast á ný Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segist sannfærður um að skotveiðimenn stilli rjúpnaveiðum í hóf en rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Hann telur að um 3000 veiðimenn séu á leið á veiðar. Innlent 23.10.2005 15:04 Borgin hótar lögsókn Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. Innlent 23.10.2005 15:04 Funda eftir helgi Vilhjálmur H. Vilhjálmssson hæstaréttarlögmaður segir að honum hafi ekki enn borist neitt svar um skaðabótakröfu þá, sem Reykjavíkurborg krefst að olíufélögin Ker, Olís og Skeljungur, greiði vegna samráðs sem þau höfðu við tilboðsgerð á vegum borgarinnar árið 1996. Innlent 23.10.2005 15:04 Samningur ekki endurnýjaður Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við þá Loga Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson um þjálfun A-landsliðs karla í knattspyrnu. Þess í stað hefur stjórn KSÍ falið formanni sambandsins að ræða við Eyjólf Sverrisson um að taka við starfinu. Innlent 23.10.2005 15:04 Foreldrar óttast um vinnu sína Foreldrar leikskólabarna í Kópavogi eru margir orðnir hræddir um að missa vinnuna vegna þess að þeir þurfa að vera heima hjá börnunum allt að tvo daga í viku vegna lokana leikskóla. Laun leiðbeinenda þar eru lægri en í Reykjavík og óttast foreldrar að þeir fari í verkfall. Innlent 23.10.2005 15:04 Stúdentaráð sendir frá sér ályktun Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá sér álytkun í dag þar sem þeirri ósk var beint til ráðamanna þjóðarinnar, að það fjármagn sem var ætlað til sameingar sveitafélaga, verði notað til að byggja upp Háskóla Íslands. Innlent 23.10.2005 15:04 Ánægð með viðbrögðin Nú er liðin vika frá útkomu bókarinnar Myndin af pabba, þar sem rakin er saga Thelmu Ásdísardóttur og systra hennar. Þær máttu árum saman þola gróft kynferðislegt ofbeldi föður síns. Innlent 23.10.2005 15:04 Alltaf gaman að mæta Ólafur G. Einarsson fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins segir alltaf gaman að hitta gamla félaga á landsþingi Sjálfstæðisflokksins. Bæði hann og Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður, ætla að tala fyrir bættum kjörum aldraðra. Innlent 23.10.2005 15:04 Manneklan enn við lýði Enn er engin lausn í sjónmáli varðandi manneklu í sumum leikskólum borgarinnar. Vandræðin eru orðin svo mikil að sum börn þurfa að vera heima í þrjá daga af tuttugu. Stjórnendur leikskólans Austurborgar hefur gripið til þess ráðs að senda öllum foreldrum lista yfir þá daga sem börnin eiga að vera heima á næstu fimmtán dögum. Hvert barn þarf að dvelja heima í tvo daga af fimmtán. Innlent 23.10.2005 15:04 « ‹ ›
Telur sig vanhæfan Bogi Nilson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu þar sem hann sé vanhæfur til að fjalla um málið. Ríkslögreglustjóri óskaði eftir því að Ríkissaksóknari fjallaði um málið, í kjölfar dóms hæstaréttar. Innlent 23.10.2005 15:04
Vímuvarnarvikan 2005 Vímuvarnarvikan 2005 verður haldin dagana 17. -23. október næstkomandi. Fjölmörg samtök standa að vikunni en henni er ætlað að beina athygli að börnum og forvarnarstarfi. Innlent 23.10.2005 15:04
Ný leiðabók hjá SVR Strætó bs. hefur gefið út nýja leiðabók sem tekur gildi frá og með laugardeginum 15. október. Hafa tímatöflur nokkurra leiða verið lagfærðar og aksturstími leiða 12 og 16 lengdur. Með þessum breytingum er komið til móts við ábendingar frá vagnstjórum og farþegum auk þess sem tekið er mið af reynslunni frá því nýja leiðakerfið var tekið í notkun 23. júlí síðastliðinn. Innlent 23.10.2005 15:04
Ísland er komið á kortið Hagfræðingar KB Banka meta það svo að áhætta af erlendri skuldabréfaútgáfu sé minni en menn hafa ætlað. Ísland sé komið á kortið hjá erlendum fjárfestum og því sé minni hætta á falli en ætla mætti þegar að gjalddaga erlendu bréfanna kemur. Í nýrri skýrslu bankans er gert ráð fyrir að skuldabréfaútgáfa haldi áfram og því muni áhættan jafnast út. Innlent 23.10.2005 15:04
Eggert sækist eftir 7. sæti Eggert Páll Ólason, héraðsdómslögmaður og formaður samtakanna Vinir einkabílsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. Innlent 23.10.2005 15:04
Þrotabúskrafa tekin fyrir í dómi Tekin var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafa Sparisjóðs Vestfjarða í þrotabú Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, eins sakborninga úr Landssímamálinu. Björn Jóhannesson, lögmaður sparisjóðsins, segir deilt um hvers eðlis krafa sjóðsins sé, en hún sé til komin vegna láns til fyrirtækisins Lífsstíls. Innlent 23.10.2005 15:04
Vesturbyggð takmarkar rjúpnaveiði Öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Frá þessu er sagt á vefútgáfu Bæjarins besta og haft eftir Jónasi Sigurðssyni, aðalvarðstjóra í lögreglunni á Patreksfirði að nokkuð ljóst sé að í meira og minna allri austursýslunni er veiði bönnuð nema með leyfi landeiganda. Innlent 23.10.2005 15:04
Engin átök hjá Framsókn <font size="2"> Engin átök urðu um stjórn á aðalfundi Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður í gærkvöld að því er fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins. Búist hafði verið við átökum fyrir fundinn. </font> Innlent 23.10.2005 16:58
Vilja banna kanínur í fuglaeyjum Frjálslyndi flokkurinn ætlar að leggja fram þingmál þar sem gert verður ráð fyrir að lagt verði bann við kanínum í öllum fuglaeyjum umhverfis landið. Þetta kemur fram á heimasíðu Magnúar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns flokksins, þar sem hann vísar meðal annars í skýrslu um kanínupláguna í Heimaey. Þar segir að kanínurnar nagi rætur og grafi út lundaholur sem auki hættu á uppblæstri og jarðvegseyðingu. Innlent 23.10.2005 15:04
Vistaskipti sýslumanna Lárus Bjarnason<font face="Courier New">,</font>sýslumaður á Seyðisfirði<font face="Courier New">,</font>hefur óskað eftir því, með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna<font face="Courier New">,</font>að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá fimmtánda október nk. til 1. maí 2006. Innlent 23.10.2005 16:58
Milljóndollara seðlar Bíræfnir peningafalsarar hafa undanfarna mánuði reynt að fá íslenska banka til að taka sjötíu einnar milljónar dollara seðla sem veð gegn láni. Það jafngildir nærri fjórum og hálfum milljarði króna. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur seðlana undir höndum og vinnur nú að því með lögregluyfirvöldum í Bretlandi að hafa hendur í hári svindlaranna. Innlent 23.10.2005 15:04
Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu. Gestur Jónsson telur að dómsmálaráðherra sé hugsanlega vanhæfur til þess að velja nýjan saksóknara. Páll Hreinsson dósent segir þessar reglur vandmeðfarnar. Innlent 23.10.2005 15:04
Íslenskir hjólbarðar <font size="2"> Íslendingar hafa þróað og hannað 38 tommu hjólbarða fyrir íslenskar aðstæður. Dekkin heita AT 4005. Þau eru framleidd í Kína og er fyrsta sendingin komin í sölu hér á landi. </font> Innlent 23.10.2005 16:58
Fjársöfnun kærð til lögreglu Stígamót hafa kært til lögreglunnar símasöfnun, sem sögð er til stuðnings samtökunum. Stígamót standa ekki fyrir neinni fjársöfnun þessa dagana og vara við slíkum símtölum. Innlent 23.10.2005 15:04
Skuldfært fyrir sekt Skeljungs Hagar, eignarhaldsfélag olíufélagsins Skeljungs, hafa skuldfært hjá sér 250 milljónir króna í ársreikningi síðasta árs vegna sektar fyrir olíusamráð. Allt umfram þá upphæð sækir félagið til fyrri eigenda Skeljungs. Innlent 23.10.2005 15:04
Gæsluvarðhald framlengt Framlengt hefur verið til 25. nóvember gæsluvarðhald yfir pilti sem játað hefur að hafa stungið annan á menningarnótt í Reykjavík í ágúst. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið tvo, en vill ekki kannast við nema eina árás. Innlent 23.10.2005 15:04
Viðræður í næstu viku Viðræðum um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið í Washington í næstu viku. Innlent 23.10.2005 15:04
Eftirlit hert í Leifsstöð Yfirdýralæknir hefur beðið um hert eftirlit í Leifsstöð vegna fuglaflensu sem er að breiðast út. Landbúnaðarráðuneytið gaf í gær út herta reglugerð um innflutning á fuglum og hvers kyns fuglaafurðum. Innlent 23.10.2005 15:04
Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 15:04
Rafmagn fór af á Snæfellsnesi Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellissandi og Rifi um klukkan hálfþrjú í nótt þegar háspennulína á milli Vegamóta og Ólafsvíkur slitnaði við Ölkeldu. Vinnuflokkar eru á nú á leið á vettvang til að gera við línuna og búist er við að rafmagn verði aftur komið á um hádegi. Dísilvélar eru keyrðar í Ólafsvík og eru raforkunotendur beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Innlent 23.10.2005 15:04
Skilorðsdómur fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga í tíu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Innlent 23.10.2005 15:04
Rjúpnaveiðar hefjast á ný Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segist sannfærður um að skotveiðimenn stilli rjúpnaveiðum í hóf en rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Hann telur að um 3000 veiðimenn séu á leið á veiðar. Innlent 23.10.2005 15:04
Borgin hótar lögsókn Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. Innlent 23.10.2005 15:04
Funda eftir helgi Vilhjálmur H. Vilhjálmssson hæstaréttarlögmaður segir að honum hafi ekki enn borist neitt svar um skaðabótakröfu þá, sem Reykjavíkurborg krefst að olíufélögin Ker, Olís og Skeljungur, greiði vegna samráðs sem þau höfðu við tilboðsgerð á vegum borgarinnar árið 1996. Innlent 23.10.2005 15:04
Samningur ekki endurnýjaður Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við þá Loga Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson um þjálfun A-landsliðs karla í knattspyrnu. Þess í stað hefur stjórn KSÍ falið formanni sambandsins að ræða við Eyjólf Sverrisson um að taka við starfinu. Innlent 23.10.2005 15:04
Foreldrar óttast um vinnu sína Foreldrar leikskólabarna í Kópavogi eru margir orðnir hræddir um að missa vinnuna vegna þess að þeir þurfa að vera heima hjá börnunum allt að tvo daga í viku vegna lokana leikskóla. Laun leiðbeinenda þar eru lægri en í Reykjavík og óttast foreldrar að þeir fari í verkfall. Innlent 23.10.2005 15:04
Stúdentaráð sendir frá sér ályktun Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá sér álytkun í dag þar sem þeirri ósk var beint til ráðamanna þjóðarinnar, að það fjármagn sem var ætlað til sameingar sveitafélaga, verði notað til að byggja upp Háskóla Íslands. Innlent 23.10.2005 15:04
Ánægð með viðbrögðin Nú er liðin vika frá útkomu bókarinnar Myndin af pabba, þar sem rakin er saga Thelmu Ásdísardóttur og systra hennar. Þær máttu árum saman þola gróft kynferðislegt ofbeldi föður síns. Innlent 23.10.2005 15:04
Alltaf gaman að mæta Ólafur G. Einarsson fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins segir alltaf gaman að hitta gamla félaga á landsþingi Sjálfstæðisflokksins. Bæði hann og Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður, ætla að tala fyrir bættum kjörum aldraðra. Innlent 23.10.2005 15:04
Manneklan enn við lýði Enn er engin lausn í sjónmáli varðandi manneklu í sumum leikskólum borgarinnar. Vandræðin eru orðin svo mikil að sum börn þurfa að vera heima í þrjá daga af tuttugu. Stjórnendur leikskólans Austurborgar hefur gripið til þess ráðs að senda öllum foreldrum lista yfir þá daga sem börnin eiga að vera heima á næstu fimmtán dögum. Hvert barn þarf að dvelja heima í tvo daga af fimmtán. Innlent 23.10.2005 15:04