Innlent

Fréttamynd

Davíð byrjaður í Seðlabankanum

Davíð Oddsson hóf störf sem seðlabankastjóri í dag. Honum var vel tekið af öðrum stjórnendum bankans en helsti fjandvinur hans úr pólitíkinni, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, notaði daginn til að hætta í bankaráði Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Ástarfleyið fer af stað í kvöld

Sirkus er farin af stað með stærsta verkefnið sitt í haust, veruleikaþáttinn Ástarfleyið. Fyrsti þátturinn verður í sýndur í kvöld klukkan 21.

Lífið
Fréttamynd

Baugsmálið tekið fyrir í dag

Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir níu. Öllum ákæruliðunum fjörutíu var vísað frá dóminum í síðasta mánuði en ákæruvaldið áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar. Þar var svo öllum ákærunum nema átta vísað frá á dögunum. Ákæruliðirnir sem eftir standa varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga.

Innlent
Fréttamynd

63 prósent vilja Vilhjálm

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, nýtur mun meira fylgis en Gísli Marteinn Baldursson, mótframbjóðandi hans í fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup.

Innlent
Fréttamynd

Segja hátt gengi ekki skila sér

Forsætisráðherra og þingmenn úr nær öllum flokkum gagnrýndu að hátt gengi íslensku krónunnar hefði ekki haft áhrif til lækkunar á matarverði. Þingmaður Samfylkingarinnar spurði hvort það væri almenn skoðun alþingismanna að íslenskir verslunareigendur væru hyski.

Innlent
Fréttamynd

Tillögum minnihlutans hafnað

Meirihluti leikskólanefndar Kópavogs hafnaði í gær tillögum minnihlutans um sértækar aðgerðir til að bregðast við vanda á leikskólum bæjarins vegna manneklu. Börn á tveimur leikskólum í Kópavogi eru nú heima í eina viku á mánuði vegna lokunar deilda.

Innlent
Fréttamynd

Allrahanda uppfylla ekki skilmála

Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri segir Iceland Excursions Allrahanda ekki hafa uppfyllt skilmála útboðs um sérleyfisakstur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Þess vegna hafi ekki verið samið við fyrirtækið um aksturinn þrátt fyrir að það hafi boðið hæstu greiðslu fyrir aksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarlegur niðurskurður?

Niðurskurðarhugmyndir Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli eru slíkar að umsvifin þar yrðu álíka lítil og fyrir rúmri hálfri öld. Nánar tiltekið er átt við árin 1946 til 51, þegar u.þ.b. 150 hermenn voru í stöðinni og um 300 Íslendingar, en um sjö hundruð Íslendingar eru þar nú eftir mikinn niðurskurð á síðustu misserum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

Tvítugur piltur var dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Hann var fundinn sekur um manndráp af gáleysi með því að hafa bakkað bíl sínum út úr stæði og á gangstétt þar sem hann bakkaði á eldri konu sem lést af völdum áverka sem hún hlaut.

Innlent
Fréttamynd

Álit um framtíðarhlutverk

Starfshópur sem vinnur að úttekt á framtíðarhlutverki Íbúðalánasjóðs skilar að öllum líkindum af sér áfangaáliti um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs fyrir lok mánaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Börn gerast heimsforeldrar

"Við erum skátar og skátar eiga að hjálpa öðrum jafnvel þó þeir séu svona langt í burtu," segir Óskar Þór Þorsteinsson skáti úr Garðabæ og meðlimur í Ljósálfasveitinni Muggar. Sú sveit hefur nú tekið að sér það hlutverk að vera heimsforeldrar Önnu Karínu sem er tíu ára fátæk stúlka í El Salvador.

Innlent
Fréttamynd

200 milljónir fram úr heimildum

Útlit er fyrir að sérfræðilæknar fari um 200 milljónir fram yfir fjárheimildir gildandi samnings við Tryggingastofnun, að sögn formanns samninganefndar lækna. Mest er aukning á þjónustu hjartasérfræðinga, eða 25 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Björn segist ekki vanhæfur

Dómsmálaráðherra telur sig ekki vanhæfan til að skipa nýjan saksóknara í Baugsmálinu. Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði dómsmálaráðherra á þingi hvort ekki væri óheppilegt að hann viki ekki sæti þegar kæmi að því að skipa nýjan saksóknara í ljósi yfirlýsinga hans og annarra forystumanna í Sjálfstæðisflokknum um Baugsmálið.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ vill ekki lækka tekjuskatt

Forseti Alþýðusambandsins segir ríkisstjórnina ekki bregðast með fullnægjandi hætti við þeirri ógn sem verðbólgan er kjarasamningum. Skattalækkanir eiga að vera til tekjujöfnunar, sagði forsetinn á ársfundi ASÍ sem hófst í gær.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmálið ekki tekið fyrir

Baugsmálið verður ekki tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkurí dag eins og greint var frá á Vísi í morgun. Vegna formgalla einhvers konar var villa í útsendum gögnum frá dóminum þar sem kom fram að málið yrði tekið fyrir nú fyrir hádegi. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur Þ. með forystuna

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur forystu í kapphlaupinu um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni í vor ef marka má skoðanakönnun sem IMG Gallup hefur gert fyrir stuðningsmenn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.

Innlent
Fréttamynd

Skólastefnu og kvenfrelsi ber hæst

Endurskoðun stjórnmálaályktunar þar sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð er skilgreind sem flokkur kvenfrelsis og viðamikil menntastefna eru meðal þess sem ber hæst á flokksþingi Vinstri-grænna sem hefst í dag að mati, Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Kjarasamningar í uppnámi

Kjarasamningar eru í uppnámi, skattur á tekjum undir 175 þúsund krónum á að verða 14,75 prósent, og ef til vill stendur lítið íslenskt myntsvæði og óstöðugt efnahagslíf vaxtalækkunum fyrir þrifum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ályktanadrögum ársfundar Alþýðusambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Allrahanda uppfylltu ekki skilyrði

Aðstoðarvegamálastjóri segir fyrirtækið Iceland Excursions Allrahanda ekki hafa uppfyllt skilmála útboðs um sérleyfisakstur á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Það sé ástæða þess að samið var við fyrirtæki sem átti tilboð sem var tugum milljóna króna óhagstæðara en tilboð Allrahanda.

Innlent
Fréttamynd

Fræðsla um kynferðisofbeldi

Menntaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að fela menntasviði borgarinnar að efna til umræðu við fagfólk ogt foreldrasamtök um hlutverk skólanna í umræðu og fræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum.

Innlent
Fréttamynd

Drógu gula ýsu

„Menn rak bara í rogastans enda aldrei séð svona lagað áður," segir Ingvar Pétursson, skipstjóri á trillunni Hlökkur frá Hólmavík, en áhöfnin dró einn gulan á dögunum. Það er varla í frásögu færandi að draga þann gula en þá er venjulega átt við þorsk. Menn þurfa þó að endurskoða þá málvenju því sá guli að þessu sinni var ýsa.

Innlent
Fréttamynd

Tvö ár fyrir kynferðisbrot

37 ára gamall karlmaður, Ólafur Eggert Ólafsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir margvísleg kynferðisleg brot gegn þremur fimmtán ára stúlkum á árunum 2001 og 2002.

Innlent
Fréttamynd

Kynntu sín sjónarmið

Albert Jónsson, sendiherra, sagði í samtali við fréttastofuna að það væri rangt að hann hefði stormað út af fundi vegnar varnarsamstarfsins. Nefndarmenn hefðu rætt saman og kynnt sjónarmið sín. Í ljós hafi komið að málið væri ekki komið á stig efnislegra samningaviðræðna.

Innlent
Fréttamynd

Bóman inn á bílastæði

Byggingarkrani sporðreistist skammt neðan Landspítala í Fossvogi í gær og lagðist bóman ásamt hlassinu þvert yfir Sléttuveg og inn á bílastæði Landspítalans. Mildi þykir að enginn skyldi slasast því umferð að spítalanum er að jafnaði talsverð.

Innlent
Fréttamynd

Stendur við ummælin

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir að hann standi við orð sín um Jón Ólafsson og bendir í því sambandi á umfjöllun Morgunpóstsins frá árinu 1995 þar sem Jón var bendlaður við fíkniefnamisferli. „Lykilsetningin í ummælum mínum um Jón Ólafsson er einmitt: Það hefur verið fullyrt,“ segir Hannes.

Innlent
Fréttamynd

Fá frí vegna baráttudags kvenna

Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að gefa starfsmönnum sínum frí frá klukkan 14.08 á mánudaginn kemur í tilefni af kvennafrídeginum, en þá eru liðin 30 ár frá því að tugþúsundir kvenna söfnuðust saman í miðborginni og kröfðust jafns réttar á við karla.

Innlent
Fréttamynd

Skoða ný lög um sölu ríkiseigna

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hugsanlega setja lög um sölu ríkiseigna. Hann hyggst nú skipa starfshóp sem í samráði við framkvæmdanefnd um einkavæðingu á að gera á tillögur um hvort rétt sé að endurskoða verklagsreglurnar. Tillaga Halldórs var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær.  

Innlent
Fréttamynd

Ragnhildur sagði upp

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, sem meðal annars á Flugleiðir eða Icelandair, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi að því er netmiðillinn Travel People greinir frá í morgun. Ástæðan er sögð óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling og þá sérstaklega að FL Group ætli að greiða allt of hátt verð fyrir það.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

25% eignarhlutur of hár

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við <em>Morgunblaðið</em> að hún telji að 25 prósenta hámark á eignarhlut, eins eða tengdra aðila, í fjölmiðlum sé of hátt. Hún tekur þar með undir orð Geirs H. Haarde, formanns flokksins, sem lýsti þessari sömu skoðun um helgina en á sínum tíma náðist svonefnd þverpólitísk sátt um 25 prósenta markið.

Innlent