Innlent

Fréttamynd

Stigagangur fylltist af reyk

Stigagangur í fjölbýlishúsi við Fannafell í Reykjavík fylltist af reyk í nótt og höfðu margir íbúar í húsinu samband við slökkivliðið, sem sendi allt tiltækt lið af stað. Þegar til kom voru upptök reyksins í potti, sem gleymst hafði á logandi eldavél, en húsráðandi var ekki heima. Engin eldur hafði kviknað og reykræsti slökkviliðið íbúðina og stigaganginn.

Innlent
Fréttamynd

Sædýrasafn svæft í nefnd

Hvorki gengur né rekur að koma til framkvæmda þingsályktunartillögu um Sædýrasafn, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2004. Magnús þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir ríkisstjórnina harklega fyrir að hunsa vilja Alþingis með því að sinna ekki málinu. Samkvæmt tillögunni átti nefnd að skila skýrslu í mars á þessu ári en hefur engu skilað enn. Hann segir einnig að nú sé búið að breyta vinnuframlagi nefndarinnar í álitsgerð í stað skýrsluskila og það stangist á frumvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Gengisvísitala veiktist um eitt prósent í gær

Gengisvísitala krónunnar veiktist um eitt prósent í gær og fór í 102,8 stig. Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabanka Íslands, segir að lækkunin eigi ekki að koma neinum á óvart. Um litla breytingu sé að ræða en krónan hafi verið mjög sterk undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Jarðvegur erfiður til gangagerðar

Jarðgöng til Vestmannaeyja verða æ fjarlægari eftir því sem berglagsrannsóknum vindur fram. Fram kemur á vef Eyjafrétta að forrannsóknir sýni að setlög við Heimaey séu laus í sér. Bergmyndun er einnig óregluleg og fjölbreytt sem þýðir að göngin þyrftu að liggja tvöhundruð metra undir hafsbotni á fimm kílómetra kafla. Jarðfræðilegar aðstæður eru mjög frábrugðnar og erfiðari en til dæmis í Hvalfirði, á Fljótsdalshéraði.

Innlent
Fréttamynd

Slapp vel þegar sementsbíll valt

Ökumaður sementsflutningabíls slapp ótrúlega lítið meiddur þegar fjörutíu og fjögurra tonna bíllinn og tengivagn ultu langt út af þjóðveginum skammt frá Egilsstöðum í gær. Ökumannshúsið hafnaði ofan í skurði en ella hefði það kramist undan tengivagninum.

Innlent
Fréttamynd

Kostar ekkert í lyftur og frí skíðakennsla

Skíðaáhugamenn á Norður­landi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu.

Innlent
Fréttamynd

Of fáir læknanemar í geðlækningum barna

"Of lítil nýliðun hjá barna- og unglingageðlæknum er óheillavænleg þróun og getur ógnað starfsemi Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans til framtíðar ef ekkert verður að gert," segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar.

Innlent
Fréttamynd

Barnabætur lækka um tvo milljarða

Fram kemur í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar, þingmanns vinstri grænna, að opinber útgjöld til barnabóta hafi lækkað frá árinu 1991. Ögmundur segir stjórnina ekki hafa staðið við gefin fyrirheit.

Innlent
Fréttamynd

Staða rækju sem hamfarir

Sjávarútvegsráðherra lætur starfshóp athuga stöðu rækjuiðnaðarins. Þingmaður segir stöðu rækju­iðnaðar sem náttúruhamfarir.

Innlent
Fréttamynd

Skrifað verður undir í dag

Skrifað verður undir samninga um rekstur pappabrettaverksmiðju í Mývatnssveit í dag samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ríkisstjórnin hafði heimilað Nýsköpunarsjóði að kaupa hlutafé í félaginu Grænar lausnir sem reka mun verksmiðjuna.

Innlent
Fréttamynd

119 nemendum var vísað frá

Alls var 119 einstaklingum vísað frá framhaldsskólum í haust, en 306 voru á biðlistum. Eftir leiðréttingar, meðal annars á tvíbókunum, reyndust 115 nemendur hafa fengið skólavist en 119 nemendum var vísað frá. Þetta kom fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Lækna genin með heilun

Sigurbjörg Jóna Traustadóttir og Anna Bjarnadóttir fara út fyrir líkamann, upp til almættisins og gefa þar skipun um lækningu á sjúkdómum með breytingu á genum. "Aðalmálið er að trúa og treysta," segja þær.

Innlent
Fréttamynd

Þróaði DNA-heilun

Vianna Stibal er upphafsmaður DNA-heilunar. Hún greindist með beinkrabbamein árið 1995 og styttist fótur hennar um þrjá sentimetra. Allt benti til þess að hún myndi missa fótinn og að krabbameinið myndi smám saman breiðast út um allan líkamann þegar hún ákvað að taka ráðin í sínar hendur.

Innlent
Fréttamynd

Um 50 heilarar að störfum

Talið er að um 70-80 Íslendingar hafi lært DNA-heilun en aðeins um fimmtíu stunda DNA-heilun sem atvinnu hér á landi. Hinir nota kunnáttuna fyrir sjálfa sig að talið er. Engin föst gjaldskrá er til en búast má við að tíminn kosti um 4.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Fólk er haft að féþúfu

Sigurður Guðmundsson landlæknir segir DNA-heilun skottulækningar af klassískri gerð. Ekki sé hægt að lækna sjúkdóma með DNA-heilun en með slíkum loforðum sé verið að vekja falskar vonir.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin haldin álæði

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, gerði fregnir af hugsanlegum álversframkvæmdum á þremur stöðum á landinu að umtalsefni í upphafi þingfundar í gær. "Í undirbúningi eru að minnsta kosti þrjú álver hér á landi með þátttöku stjórnvalda."

Innlent
Fréttamynd

Best að aka á jöfnum hraða

Mörg ráð eru til að spara bensín. Sum ráðin fara ekki einungis vel með fjárhaginn, heldur eru einnig betri fyrir umhverfið og spara mengun. Til að spara bensínið er best að aka með jöfnum hraða. Best er að halda sig við hámarkshraða, þar sem hraðatakmarkanir eru miðaðar við eðli götunnar og því er best að fara bara eftir þeim.

Innlent
Fréttamynd

Fékk sextán ára dóm fyrir hnífstunguárás

Héraðsdómur Reykjaness fann í gær Phu Tién Nguyén sekan um manndráp og hættulega líkamsárás að auki en hann var valdur að dauða Phong Van Vu í blokkaríbúð að Hlíðarhjalla í Kópavogi í maí síðastliðnum. Hlaut hann sextán ára fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða rúmar tólf milljónir króna í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að skoða verðtryggingu lána

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mikilvægt að skoða verðtryggingu lána með tilliti til hagsmuna neytenda og er það eitt af þeim málum sem hann hefur sett í forgang hjá embættinu. Einnig hyggst Gísli skoða á næstunni gjöld í bankakerfinu, umgjörð fasteignamarkaðarins, markaðssókn gagnvart börnum og unglingum og fleiri mál sem tengjast neytendum.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr líkum á göngum til Eyja

Niðurstöður rannsóknar á berggrunni hugsanlegrar jarðgangaleiðar milli lands og Vestmannaeyja benda til að kostnaður við frekari rannsóknir á verkinu muni hlaupa á hundruðum milljóna króna. Íslenskar orkurannsóknir unnu rannsóknarskýrsluna fyrir Vegagerðina og er vonast til að hún muni varpa frekara ljósi á fýsileika ganga milli lands og Eyja.

Innlent
Fréttamynd

Vélknúið hné með hreyfiafl

Milljónir manna um heim allan munu lesa um byltingarkennt nýtt gervihné frá Össuri í nýjasta tölublaði tímaritsins Popular Science. Gervihnéð er það fyrsta sem er með innbyggt hreyfiafl.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði að bana barnsmóður sinni

Geðhvarfasjúkur maður sem réðst á lögreglu með hnífi og hótaði barnsmóður sinni lífláti var dæmdur í átján mánaða fangelsi á þriðjudag. Landssamband lögreglumanna harmar það hve refsingin er væg.

Innlent
Fréttamynd

Beindi byssu að bílstjóranum

Kona vopnuð byssu reyndi að ræna leigubílstjóra við Grensásveg skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöld. Leigubílstjórinn náði að yfirbuga konuna, sem hann telur vera rúmlega þrítuga, og hélt henni þar til lögreglan kom og handtók hana.

Innlent
Fréttamynd

Tvær konur fundust látnar

Tvær eldri konur fundust látnar á heimilum sínum í Reykjavík um síðustu helgi. Önnur hafði verið látin í tíu daga en hin í þrjár vikur. Dómkirkjuprestur segir að það hljóti allir að finna til ábyrgðar sinnar þegar svona gerist.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar íhuga skaðabótamál gegn borginni

Íbúar að Skúlagötu 32-34 hafa ákveðið að kæra byggingu stúdentagarða á svokölluðum Barónsreit og byggingu þriggja 15 hæða turna við Skúlagötu. Formaður húsfélags útilokar ekki að íbúar muni fara í skaðabótamál ef grundvöllur reynist fyrir skaðabótamáli.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur gagnrýndi fyrirhuguð álver

Áform um þrjú ný álver á Íslandi urðu tilefni snarpra umræðna á Alþingi í dag. Þingmenn Vinstri - grænna gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega en forsætisráðherra sakaði Vinstri - græna um að vilja banna fólki að hugsa um framtíðina.

Innlent
Fréttamynd

Skammarlega vægir dómar

Lögreglumenn eru afar ósáttir við átján mánaða dóm í máli manns sem lagði til lögreglumanns með hnífi. Þeir segja dóminn vægan, en löggjöfinni sé ekki um að kenna heldur nýti dómstólar ekki þær heimildir sem þeir hafi.

Innlent
Fréttamynd

Actavis getur framleitt flensulyf ef neyðarástand skapast

Actavis er eina íslenska lyfjafyrirtækið sem getur hafið framleiðslu flensulyfja fram hjá einkaleyfum ef neyðarástand skapast. Margt er þó óljóst í sambandi við framkvæmdina, og þá hversu langan tíma tæki að koma framleiðslu af stað.

Innlent
Fréttamynd

Land grær meira en það eyðist

Söguleg tímamót hafa orðið í gróðurfari Íslands. Í fyrsta sinn frá landnámi hefur það nú gerst að landið grær meira en það eyðist. Þetta er mat helstu sérfræðinga á þessu sviði.

Innlent
Fréttamynd

Írakskir dagar á Ísafirði

Íröks menning verður í hávegum höfð á írökskum dögum sem haldnir verða á Ísafirði næstkomandi helgi. Matur, menning, ljóð og tónlist er meðal þess sem verður á dagskrá um helgina.

Innlent