Fólk er haft að féþúfu 10. nóvember 2005 06:00 Sigurður Guðmundsson landlæknir telur að DNA-heilarar séu að slá ryki í augu fólks með yfirlýsingum um að geta læknað sjúkdóma. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir ekki heila brú í því að hægt sé að laga viðhorf og lækna sjúkdóma með DNA-heilun, lýsingin á henni gangi gegn allri þekkingu, bæði í almennri líffræði og samsetningu DNA og RNA, og standist hreinlega ekki. Það gildi einu hvort um sé að ræða breytingu á viðhorfum eða lækningu á líkamlegum kvillum. "Þeir sem halda fram að með þessu sé hægt að bæta heilsu og lækna sjúkdóma, allt frá smærri kvillum í alvarlega sjúkdóma, eru að slá ryki í augu fólks og vekja falskar vonir. Það er alvarlegt mál, sérstaklega þegar um er að ræða fólk með alvarlega sjúkdóma," segir Sigurður. Stór hluti sjúklinga, þar á meðal um 90 prósent Íslendinga með krabbamein, leitar í óhefðbundnar lækningar. Sumar aðferðir óhefðbundinnar meðferðar segir Sigurður að séu gagnlegar, sérstaklega þær sem lúta að návist og nærvist, samhygð og snertingu en hann telur fáránlegt að hægt sé að breyta genum með heilun. "Í DNA-heilun er verið að stíga skrefið miklu lengra en í öðrum óhefðbundnum lækningum og beinlínis að halda fram ósannindum. Ef gjöld eru tekin fyrir þessa meðferð þá er verið að hafa fólk að féþúfu á fölskum forsendum og þá er þetta klassísk skilgreining á skottulækningum. Ég vara fólk við að setja pening í þetta. Það er margt annað sem gagnast betur," segir hann og telur að varla trúi nokkur maður því að heilarar geti endurraðað erfðaefninu. Sigurður telur að ekki sé heldur hægt að lækna neikvætt viðhorf eða breyta viðhorfum með því að hafa áhrif á erfðamengið. Hægt sé að breyta uppbyggingu erfðaefnisins með erfðalækningum og setja þá inn nýja búta af nýju DNA inn í erfðamengi þess sem þjáist af sjúkdómi en enginn hafi verið læknaður til langtíma með slíkum aðferðum. Starfsmenn Landlæknisembættisins hafa ekki skoðað starfsemi þessarar nýju stéttar DNA-heilara. Sigurður kveðst hafa rekist á síðu um DNA-heilun fyrir nokkrum mánuðum. Vel komi til greina að skoða þessa starfsemi nánar ef verið sé að féfletta fólk. Það verði þá gert með tilliti til laga um skottulækningar. Innlent Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sjá meira
Sigurður Guðmundsson landlæknir segir ekki heila brú í því að hægt sé að laga viðhorf og lækna sjúkdóma með DNA-heilun, lýsingin á henni gangi gegn allri þekkingu, bæði í almennri líffræði og samsetningu DNA og RNA, og standist hreinlega ekki. Það gildi einu hvort um sé að ræða breytingu á viðhorfum eða lækningu á líkamlegum kvillum. "Þeir sem halda fram að með þessu sé hægt að bæta heilsu og lækna sjúkdóma, allt frá smærri kvillum í alvarlega sjúkdóma, eru að slá ryki í augu fólks og vekja falskar vonir. Það er alvarlegt mál, sérstaklega þegar um er að ræða fólk með alvarlega sjúkdóma," segir Sigurður. Stór hluti sjúklinga, þar á meðal um 90 prósent Íslendinga með krabbamein, leitar í óhefðbundnar lækningar. Sumar aðferðir óhefðbundinnar meðferðar segir Sigurður að séu gagnlegar, sérstaklega þær sem lúta að návist og nærvist, samhygð og snertingu en hann telur fáránlegt að hægt sé að breyta genum með heilun. "Í DNA-heilun er verið að stíga skrefið miklu lengra en í öðrum óhefðbundnum lækningum og beinlínis að halda fram ósannindum. Ef gjöld eru tekin fyrir þessa meðferð þá er verið að hafa fólk að féþúfu á fölskum forsendum og þá er þetta klassísk skilgreining á skottulækningum. Ég vara fólk við að setja pening í þetta. Það er margt annað sem gagnast betur," segir hann og telur að varla trúi nokkur maður því að heilarar geti endurraðað erfðaefninu. Sigurður telur að ekki sé heldur hægt að lækna neikvætt viðhorf eða breyta viðhorfum með því að hafa áhrif á erfðamengið. Hægt sé að breyta uppbyggingu erfðaefnisins með erfðalækningum og setja þá inn nýja búta af nýju DNA inn í erfðamengi þess sem þjáist af sjúkdómi en enginn hafi verið læknaður til langtíma með slíkum aðferðum. Starfsmenn Landlæknisembættisins hafa ekki skoðað starfsemi þessarar nýju stéttar DNA-heilara. Sigurður kveðst hafa rekist á síðu um DNA-heilun fyrir nokkrum mánuðum. Vel komi til greina að skoða þessa starfsemi nánar ef verið sé að féfletta fólk. Það verði þá gert með tilliti til laga um skottulækningar.
Innlent Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sjá meira