Innlent

Fréttamynd

Óvissa um framhaldið

Jóna Hrönn Bolladóttir tekur við starfi sóknarprests í Garðabæ og Álftanesi þann 1. desember og lætur þá af störfum sem miðborgarprestur og segir því verkefni að ljúka.

Innlent
Fréttamynd

Þær horfa til Evrópu

Í umræðu á Alþingi um utanríkismál leynast forvitnilegar yfirlýsingar. Framsóknarflokkurinn gæti verið að hallast að Evrópusambandinu og Samfylkingin að nýjum lausnum ef upp úr varnarsamstarfi slitnar við Bandaríkjamenn.

Innlent
Fréttamynd

Samruni 365 og Saga film skilyrtur

Algjörs aðskilnaðar reksturs og stjórnunar 365 ljósvakamiðla ehf. og Saga film ehf. er krafist í nýrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, fagnar úrskurðinum og segir hann í samræmi við stefnu fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Góðverk í stað jólaskreytinga

Íbúar í húsinu Gimli sem stendur við Miðleiti 5-7 í Reykjavík afréðu, að athuguðu máli, að sleppa því að prýða sameign hússins jólaljósum þetta árið en gefa þess í stað fimmtíu þúsund krónur til hjálpar- og uppbyggingarstarfsins í Pakistan.

Innlent
Fréttamynd

Meðalverð um 30 milljónir

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku nam 5,4 milljörðum króna og var upphæð hvers þinglýsts kaupsamnings 30,2 milljónir að meðaltali sem er metupphæð.

Innlent
Fréttamynd

Kvótinn seldur til að fjármagna kaupin

Forstjóri Brims neitar því að eigendur selji aflaheimildir til þess að fjármagna kaupin á félaginu. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að undanfarin tvö ár hafi 22 þúsund þorskígildistonn ekki nýst á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Verjandinn fékk rothögg

Mál ríkissasóknara gegn Alex Masaid og Miroslövu Sobchuk var til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Alex er sakaður um að hafa veitt móttöku fíkniefnum sem Miroslava er sökuð um að hafa flutt hingað til lands. Alex er sakaður um að hafa geymt fíkniefnin í holu í baðherbergisvegg á veitingastað sem hann rak í Hafnarstræti í Reykjavík, Purple onion.

Innlent
Fréttamynd

Suðurstrandarvegur í forgang

Það er forgangsmál að tryggja fjármagn til að ljúka megi framkvæmdum á Suðurstrandarvegi og kalla eftir loforðum Alþingis um það í ljósi breyttrar kjördæmaskipunar. Þetta er meðal niðustaðna í áfangaskýrslu samgöngunefndar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem vinnur að sameiginlegri stefnumótun og forgangsröðun í samgöngumálum á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Útvegurinn úti frýs

Hörpudiskurinn veiðist ekki lengur í Breiðafirði. Rækjan er horfin úr innfjörðum og flóum. Hún veiðist lítið í úthafinu. Kolmunninn finnst ekki. Loðnan er týnd. Samherjaskipum hefur verið breytt í frystigeymslur fyrir síld sem selst ekki í Austur-Evrópu vegna eitraðrar samkeppni við Norðmenn. Olíuverðið er í hæðum. Svo er um gengi íslensku krónunnar, sterkasta gjaldmiðils Evrópu. Hundruð starfa hafa tapast í sjávarútvegi.

Innlent
Fréttamynd

Seldur á 92 milljónir

Hreppsnefnd Grímsneshrepps seldi Ljósafossskóla til fyrirtækis í eigu Steinars Árnasonar en Guðmundur Jónsson í Byrginu hafði sóst eftir því að fá að kaupa skólann. Hugðist hann setja á stofn skóla fyrir vistmenn sína og bauð 90 milljónir í skólann en Steinar bauð 92 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Keppandi fær ekki bætur

Hæstiréttur hefur stað­fest dóm Héraðs­dóms Reyk­ja­vík­ur frá því í byrjun árs um að stúlka sem tók þátt í fegurðar­sam­keppn­inni Ungfrú Ísland.is fái ekki bæt­ur vegna slyss sem hún lenti í við kynningu á aksturskeppni. Slysið átti sér stað í mars 2001 en kynningin fólst í að aka tor­færu­tæki.

Innlent
Fréttamynd

Björn Ingi ætlar í fyrsta sæti

Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, hefur lýst yfir framboði sínu til fyrsta sætis í væntanlegu próf­­­kjöri Fram­sóknar­flokks­ins í Reykjavík vegna komandi borgar­stjórnar­kosn­inga. Alfreð Þorsteins­son, oddviti flokksins í borg­inni, er að hverfa til annarra starfa. Anna Kristinsdóttir borgar­full­trúi hefur þegar lýst yfir fram­boð sínu í fyrsta sæti.

Innlent
Fréttamynd

Tapar fylgi til vinstri-grænna

Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur ekki verið meira síðan í september 2003. Fylgi Samfylkingar hefur minnkað um tæp fimm prósentustig síðan Ingibjörg Sólrún tók við sem formaður. Vinstri grænir bæta við sig fylgi sem bendir til að Samfylking sé að tapa fylgi á vinstri kanti stjórnmálanna.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin tapar fylgi

Vinstri grænir bæta við sig nokkru fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins, að því er virðist á kostnað Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur ekki að formannsskiptin í flokknum skýri tapið.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur Þór sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði

Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í dag. Haraldur hlaut 921 atkvæði í 1. sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Rósa Guðbjartsdóttir varð í þriðja sæti en hún hlaut 783 í 1.-3. sæti og flest atkvæði allra.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur Þór efstur í Hafnarfirði

Haraldur Þór Ólason hefur forystu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði þegar ríflega helmingur atkvæða, eða þúsund, hafa verið talin. Haraldur Þór hefur fengið 505 atkvæði í fyrsta sæti en keppninautur hans um annað sætið, Valgerður Sigurðardóttir, hefur fengið 453 atkæði í 1. - 2. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Kjörsókn sögð góð í prófkjöri í Hafnarfirði

Prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fer senn að ljúka og hefur kjörsókn verið góð samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Um klukkan fimm höfðu um 1300 manns neytt atkvæðisréttar síns og eru þar með talin utankjörfundaratkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Íhugar að sækjast eftir fyrsta sæti

Óskar Bergsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, íhugar að gefa kost á sér í efsta sæti á lista framsóknarmanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en prófkjör flokksins fer fram snemma á næsta ári. Í samtali við NFS sagði Óskar að fjölmargir hefðu komið að máli sig og hvatt hann til að gefa kost á sér, en Óskar starfaði innan Reykjavíkurlistans á árunum 1994-2002.

Innlent
Fréttamynd

Árásarmaður af skemmtistað gaf sig fram

Maðurinn sem réðst á annan mann og skar hann illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt gaf sig fram við lögreglu um hádegisbil í dag. Maðurinn braut glas og lagði til fórnalambsins sem fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra opnaði listahátíð í Köln

Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði listahátíðina "Islandbilder" í Köln í gær. Um er að ræða stærstu og fjölbreyttustu kynningu á íslenskri nútímalist og menningu sem fram hefur farið í Þýskalandi. Kynningin, sem stendur fram í janúar, nær til myndlistar, ljósmyndunar, kvikmynda, bókmennta, tónlistar og hönnunar en rúmlega 100 íslenskir listamenn eru í Köln og kynna verk sín.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn vegna fíkniefnasölu

Lögreglan í Keflavík handtók í gærkvöld mann sem grunaður var um sölu fíkniefna. Við húsleit á heimili hans fundust um 170 grömm af hassi og þá fundust 3 grömm af sams konar fíkniefnum í bifreið mannsins. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað að selja þessi fíkniefni. Málið telst upplýst og var maðurinn frjáls ferða sinna að yfirheyrslu lokinni.

Innlent
Fréttamynd

Íbúð og stigagangur fylltust af reyk

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á þriðja tímanum vegna hugsanlegs elds í fjölbýlishúsi í vesturbænum. Þegar slökkvilið mætti á vettvang kom í ljós að pottur hafi gleymst á eldavél í einni íbúð hússins. Bæði íbúðin og stigagangur hússins fylltust af reyk en engum varð meint af. Verið er að reykræsta húsið.

Innlent
Fréttamynd

Blóðbankinn verðlaunaður fyrir góða íslensku

Blóðbankinn hlaut í dag verðlaun fyrir góða íslenska auglýsingu á Málræktarþingi Íslenskrar málnefndar sem fram fór í Hátíðarsal Háskóla Íslands í morgun. Auglýsingin „Ert þú gæðablóð?"“ er hluti af samstarfi Og Vodafone og Blóðbankans.

Innlent
Fréttamynd

Anna fagnar framboði Björns Inga

Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, fagnar því að Björn Ingi Hrafnsson skuli bjóða sig fram til forystu fyrir Framsóknarflokkinn í borginni, en hún hefur sjálf lýst því yfir að hún stefni á efsta sæti hjá flokknum fyrir kosningar í vor. Anna segist enn fremur vona að fleiri bjóði sig fram og það skapist áhugi og stemmning fyrir prófkjöri framsóknarmanna á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Samið um sjúkraflutninga á Akureyri

Skrifað var undir tvo samninga um sjúkraflutninga í slökkvistöðinni á Akureyri í morgun. Annars vegar var um að ræða samning við Mýflug um rekstur sjúkraflugs á norðursvæði næstu fimm árin, en það tekur nú til Vestfjarða, Norðurlands og Austfjarða. Hins vegar var gengið frá samningi við Akureyrarbæ um sjúkraflutninga á svæði heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri til næstu fjögurra ára.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgað mikið í sjálfstæðisfélaginu í Hafnarfirði fyrir prófkjör

Búist er við harðri baráttu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningar á næsta ári sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason og Valgerður Sigurðardóttur bjóða sig fram til fyrsta sætis en alls slást 16 frambjóðendur um átta efstu sætin á lista sjálfstæðismanna.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í gardínum út frá sprittkerti

Lögregla og slökkvilið voru kölluð að húsi á Seltjarnarnesi í gærkvöld en þar hafði kviknað í gardínum út frá sprittkerti. Betur fór en á horfðist og höfðu íbúar í húsinu að mestu náð að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eins og gefur að skilja eyðilögðust gardínurnar og þá skemmdust gluggakarmarnir eitthvað auk þess sem nokkurt sót var í íbúðinni.

Innlent