Kirkjan má ekki víkja sér undan ábyrgð 20. nóvember 2005 08:00 Jóna Hrönn Bolladóttir Ömmukaffi er til húsa í vesturenda hússins sem hýsir Hressingarskálann. Þarna var síðast rekin filmuframköllun fyrir tíma stafrænu myndavélanna og þar áður gleraugnaverslun. Þegar inn er komið blasir við gamalkunnug innrömmuð mynd sem var á árum áður að finna á hverju sómakæru íslensku heimili: Drottinn blessi heimilið. Heimilislega matar- og kaffilykt leggur á móti manni og andrúmsloftið er hlýlegt og notalegt, enda kaffihúsið reyk- og áfengislaust. Þarna er enginn íburður, einföld borð og stólar og uppi á vegg er bókahilla þar sem gestir geta seilst í góða bók meðan þeir gæða sér á veitingum. Þetta er kærleiksríkt kaffihús eins og Jóna Hrönn orðar það. Staða miðborgarprests lögð af Jóna Hrönn er stundvís, situr úti við gluggann á spjalli við einn af gestum kaffihússins. Hún heilsar með hlýlegu brosi og hlýju handtaki. Ljóst hárið er eilítið úfið; um hálsinn ber hún litríka festi. Á stólbaki hangir stuttur pelsjakki og bleikir leðurhanskar liggja á borðinu ásamt farsíma og opinni dagbók, þéttskrifaðri. Hún dreypir á sódavatni. Við pöntum kaffi og Jóna Hrönn biður um tvöfaldan expressó. "Ég er svo mikill nagli," segir hún og hlær innilega. Það er stutt í hláturinn og glaðværðina hjá Jónu Hrönn en hún verður alvarleg á svip þegar talið berst að málefnum miðborgarinnar. Hún hefur gegnt starfi miðborgarprests undanfarin sjö ár en nú er því verkefni að ljúka. "Þetta var tilraunaverkefni," útskýrir hún. "Fyrst var ég fengin af KFUM&K í þetta starf til tveggja ára en síðan ákvað þjóðkirkjan að koma inn í þetta og ráða mig til fimm ára." Kirkjan má ekki víkja sér undan Hún talar mikið með höndunum, leggur áherslu á orð sín og kreppir hnefana ef því er að skipta. Ekki þó í illsku heldur af baráttuhug og það fer ekkert á milli mála að hugur fylgir máli hjá Jónu Hrönn og einlægnin og hluttekningin skín úr hverjum andlitsdrætti. Þegar hún hóf störf í miðborginni var unglingadrykkja og ólæti viðvarandi vandamál þar. Úr þessu dró verulega eftir að einstaklingar frá ýmsum stofnunum og hreyfingum tóku höndum saman og líka eftir að afgreiðslutími skemmtistaða varð breytilegur. En þó svo að þessi vandi sé að mestu horfinn úr miðborginni hefur annar tekið við að sögn Jónu Hrannar, en það er vaxandi fjöldi utangarðsmanna og fólks sem á við mikla erfileika að stríða. Því finnst henni ástæða til að kirkjan velti því vandlega fyrir sér hvort ekki sé áfram þörf fyrir aukna sálgæslu í miðborginni. "Mér finnst eðlilegt að halda áfram kærleiksþjónustu í miðborginni af hálfu kirkjunnar með einhverjum hætti", segir hún og leggur áherslu á hvert orð með handahreyfingum eins og hljómsveitarstjóri. Og hún hallar sér fram á borðið, lækkar róminn og segir ábúðarmikil í fasi: "Og kirkjan getur ekki vikið sér undan þessu verkefni, það er hlutverk kirkjunnar að standa með þeim sem eru félagslega mest einangraðir. Ef við getum það ekki þá er eins hægt að loka sjoppunni." Svo mörg voru þau orð. Gengur í sjö ára tímabilum Aðvífandi gestur heilsar Jónu Hrönn og óskar henni til hamingju með nýja starfið og af og til kinkar hún kolli til vegfaranda um Austurstrætið utan við gluggann. Það er augljóst að Jóna Hrönn á marga vini hér í miðborginni. Hún tekur við starfi sóknarprests í Garðabæ og Álftanesi 1. desember en hyggst sinna skjólstæðingum sínum hér út samningstímann eða til áramóta. Söknuðurinn er strax farinn að segja til sín og hún segir um leið og hún andvarpar að þetta verði erfitt. Hún segist þó ganga til nýrra verka með gleði og eftirvætingu í huga. Og það birtir yfir henni þegar talið berst að starfinu framundan. "Það er svo merkilegt að þetta gengur í sjö ára tímabilum hjá mér", segir hún brosandi. "Ég var sjö ár í Vestmannaeyjum og er nú að ljúka sjö ára starfi hér í miðborginni." Og henni finnst spennandi að koma aftur inn í bæjarsamfélag líkt og í Vestmannaeyjum; ekki síst að starfa með börnum og unglingum. Og hún er ákveðin í að hlusta vel eftir líðan fólksins. "Ég hef fundið að það er margt fólk sem ann kirkjunni og hugsjón hennar í báðum söfnuðum. Og það er trú mín og vonandi allra að nú séu framundan dagar sátta og uppbyggingar." Rosaleg jólakerling Talið berst að aðventunni framundan og jólunum. "Ég er rosaleg jólakerling," segir Jóna Hrönn skellihlæjandi og baðar út höndunum. "Ég er búin að kaupa flestar jólagjafirnar og er byrjuð að skreyta heima hjá mér," bætir hún við og það vottar fyrir ákveðnu stolti í látbragði hennar. Þetta kemur reyndar til af því að hún segist stöðugt vera að endurskoða jólahaldið hjá sér; það hafi einkennst um of af spennu og neyslu. "Þess vegna kaupi ég jólagjafirnar til dæmis allt árið og skrifa jólakortin snemma," segir hún. Svo hallar hún sér fram á borðið og bætir við lægri röddu: "Og ég ætla að gera allt sem ég get til að þurfa ekki að fara á jólahlaðborð, það er stóra samviskubitið mitt alla aðventuna. Þetta er föstutími, og ég reyni að forðast öll þessi hlaðborð og borða helst ekki kökur eða sælgæti á aðventunni, enda ekki á bætandi," segir hún og skellir upp úr. Í skjól fyrir jól Hún segist hafa búið til ágætis slagorð þessu tengt: "Það er, í skjól fyrir jól," segir hún, "og snýst um að geta komist klakklaust fram á aðfangadag án þess að verða fyrir skakkaföllum af öllu áreitinu." Hún verður alvarlegri á svip þegar hún útskýrir að slagorðið hafi líka víðari merkingu sem snýr að börnum og öðrum þeim sem lifa í algjöru skjólleysi í heiminum. "Sem kristið fólk eigum við að vera hendur Guðs í veröldinni, græðgin rænir okkur hins vegar friði og meðbræður okkar lífsbjörginni." Og hún segir frá frábærri jólagjöf sem hún rakst á. "Það er gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar, þar sem hægt er að gefa barni vatn í ákveðinn tíma eða styrkja það til menntunar eða hreinlega gefa því að borða. Og þetta ætla ég að hafa í jólapökkunum mínum í ár," segir Jóna Hrönn Bolladóttir með hlýju í röddinni. Innlent Menning Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Ömmukaffi er til húsa í vesturenda hússins sem hýsir Hressingarskálann. Þarna var síðast rekin filmuframköllun fyrir tíma stafrænu myndavélanna og þar áður gleraugnaverslun. Þegar inn er komið blasir við gamalkunnug innrömmuð mynd sem var á árum áður að finna á hverju sómakæru íslensku heimili: Drottinn blessi heimilið. Heimilislega matar- og kaffilykt leggur á móti manni og andrúmsloftið er hlýlegt og notalegt, enda kaffihúsið reyk- og áfengislaust. Þarna er enginn íburður, einföld borð og stólar og uppi á vegg er bókahilla þar sem gestir geta seilst í góða bók meðan þeir gæða sér á veitingum. Þetta er kærleiksríkt kaffihús eins og Jóna Hrönn orðar það. Staða miðborgarprests lögð af Jóna Hrönn er stundvís, situr úti við gluggann á spjalli við einn af gestum kaffihússins. Hún heilsar með hlýlegu brosi og hlýju handtaki. Ljóst hárið er eilítið úfið; um hálsinn ber hún litríka festi. Á stólbaki hangir stuttur pelsjakki og bleikir leðurhanskar liggja á borðinu ásamt farsíma og opinni dagbók, þéttskrifaðri. Hún dreypir á sódavatni. Við pöntum kaffi og Jóna Hrönn biður um tvöfaldan expressó. "Ég er svo mikill nagli," segir hún og hlær innilega. Það er stutt í hláturinn og glaðværðina hjá Jónu Hrönn en hún verður alvarleg á svip þegar talið berst að málefnum miðborgarinnar. Hún hefur gegnt starfi miðborgarprests undanfarin sjö ár en nú er því verkefni að ljúka. "Þetta var tilraunaverkefni," útskýrir hún. "Fyrst var ég fengin af KFUM&K í þetta starf til tveggja ára en síðan ákvað þjóðkirkjan að koma inn í þetta og ráða mig til fimm ára." Kirkjan má ekki víkja sér undan Hún talar mikið með höndunum, leggur áherslu á orð sín og kreppir hnefana ef því er að skipta. Ekki þó í illsku heldur af baráttuhug og það fer ekkert á milli mála að hugur fylgir máli hjá Jónu Hrönn og einlægnin og hluttekningin skín úr hverjum andlitsdrætti. Þegar hún hóf störf í miðborginni var unglingadrykkja og ólæti viðvarandi vandamál þar. Úr þessu dró verulega eftir að einstaklingar frá ýmsum stofnunum og hreyfingum tóku höndum saman og líka eftir að afgreiðslutími skemmtistaða varð breytilegur. En þó svo að þessi vandi sé að mestu horfinn úr miðborginni hefur annar tekið við að sögn Jónu Hrannar, en það er vaxandi fjöldi utangarðsmanna og fólks sem á við mikla erfileika að stríða. Því finnst henni ástæða til að kirkjan velti því vandlega fyrir sér hvort ekki sé áfram þörf fyrir aukna sálgæslu í miðborginni. "Mér finnst eðlilegt að halda áfram kærleiksþjónustu í miðborginni af hálfu kirkjunnar með einhverjum hætti", segir hún og leggur áherslu á hvert orð með handahreyfingum eins og hljómsveitarstjóri. Og hún hallar sér fram á borðið, lækkar róminn og segir ábúðarmikil í fasi: "Og kirkjan getur ekki vikið sér undan þessu verkefni, það er hlutverk kirkjunnar að standa með þeim sem eru félagslega mest einangraðir. Ef við getum það ekki þá er eins hægt að loka sjoppunni." Svo mörg voru þau orð. Gengur í sjö ára tímabilum Aðvífandi gestur heilsar Jónu Hrönn og óskar henni til hamingju með nýja starfið og af og til kinkar hún kolli til vegfaranda um Austurstrætið utan við gluggann. Það er augljóst að Jóna Hrönn á marga vini hér í miðborginni. Hún tekur við starfi sóknarprests í Garðabæ og Álftanesi 1. desember en hyggst sinna skjólstæðingum sínum hér út samningstímann eða til áramóta. Söknuðurinn er strax farinn að segja til sín og hún segir um leið og hún andvarpar að þetta verði erfitt. Hún segist þó ganga til nýrra verka með gleði og eftirvætingu í huga. Og það birtir yfir henni þegar talið berst að starfinu framundan. "Það er svo merkilegt að þetta gengur í sjö ára tímabilum hjá mér", segir hún brosandi. "Ég var sjö ár í Vestmannaeyjum og er nú að ljúka sjö ára starfi hér í miðborginni." Og henni finnst spennandi að koma aftur inn í bæjarsamfélag líkt og í Vestmannaeyjum; ekki síst að starfa með börnum og unglingum. Og hún er ákveðin í að hlusta vel eftir líðan fólksins. "Ég hef fundið að það er margt fólk sem ann kirkjunni og hugsjón hennar í báðum söfnuðum. Og það er trú mín og vonandi allra að nú séu framundan dagar sátta og uppbyggingar." Rosaleg jólakerling Talið berst að aðventunni framundan og jólunum. "Ég er rosaleg jólakerling," segir Jóna Hrönn skellihlæjandi og baðar út höndunum. "Ég er búin að kaupa flestar jólagjafirnar og er byrjuð að skreyta heima hjá mér," bætir hún við og það vottar fyrir ákveðnu stolti í látbragði hennar. Þetta kemur reyndar til af því að hún segist stöðugt vera að endurskoða jólahaldið hjá sér; það hafi einkennst um of af spennu og neyslu. "Þess vegna kaupi ég jólagjafirnar til dæmis allt árið og skrifa jólakortin snemma," segir hún. Svo hallar hún sér fram á borðið og bætir við lægri röddu: "Og ég ætla að gera allt sem ég get til að þurfa ekki að fara á jólahlaðborð, það er stóra samviskubitið mitt alla aðventuna. Þetta er föstutími, og ég reyni að forðast öll þessi hlaðborð og borða helst ekki kökur eða sælgæti á aðventunni, enda ekki á bætandi," segir hún og skellir upp úr. Í skjól fyrir jól Hún segist hafa búið til ágætis slagorð þessu tengt: "Það er, í skjól fyrir jól," segir hún, "og snýst um að geta komist klakklaust fram á aðfangadag án þess að verða fyrir skakkaföllum af öllu áreitinu." Hún verður alvarlegri á svip þegar hún útskýrir að slagorðið hafi líka víðari merkingu sem snýr að börnum og öðrum þeim sem lifa í algjöru skjólleysi í heiminum. "Sem kristið fólk eigum við að vera hendur Guðs í veröldinni, græðgin rænir okkur hins vegar friði og meðbræður okkar lífsbjörginni." Og hún segir frá frábærri jólagjöf sem hún rakst á. "Það er gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar, þar sem hægt er að gefa barni vatn í ákveðinn tíma eða styrkja það til menntunar eða hreinlega gefa því að borða. Og þetta ætla ég að hafa í jólapökkunum mínum í ár," segir Jóna Hrönn Bolladóttir með hlýju í röddinni.
Innlent Menning Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira