Innlent

Fréttamynd

Nær allir vildu for­stjórana fyrir dóm

Óvenjumargir tóku af­stöðu til spurningar um hvort for­stjór­ar olíu­félag­anna ættu að svara til saka fyrir ólöglegt verð­sam­ráð þeirra, í könnun sem blaðið gerði í byrjun nóvember í fyrra. Könnunin var gerð í kjölfar sektarákvörðunar sam­keppnis­ráðs. 96,7 prósent vildu svara og taka með því afstöðu til málsins. 99 prósent þeirra sem svöruðu vildu láta draga forstjórana til ábyrgðar. Eitt prósent var því ósam­mála.

Innlent
Fréttamynd

Lögmenn skoða málið

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi FL Group, segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvort fyrirtækið kæri olíufélögin. Hann segir að lögmönnum fyrirtækisins hafi verið falið að skoða málið og gæta réttar þess.

Innlent
Fréttamynd

Beðið er ákvörðunar um ákærur

Ríkissaksóknari fer þessa dagana yfir rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkis­lögreglustjóra á samráði olíufélaganna. Þess er beðið hvort og hversu umfangsmiklar ákærur verði gefnar út í málinu. Rannsökuð voru meint brot félaganna og stjórnenda þeirra á samkeppnislögum frá 1993, en við stórfelldum brotum liggur allt að fjögurra ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Ráðuneyti fær gögn

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að gögn vegna kæru Landhelgisgæslunnar á hendur olíufélögunum hafi verið send til dómsmálaráðuneytisins. Hann segir að gögnin séu þar til skoðunar og að Landhelgisgæslan hafi ekki fengið nein viðbrögð frá dómsmálaráðuneytinu enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri útgerðir kæra

Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að nokkrar útgerðir hafi ákveðið að bætast í hóp útgerðarfélaga sem hyggjast leggja fram kæru vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrann tryggi bætur

Öryrkjabandalag Íslands hefur sent Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði við að fella niður bætur síðustu mánuði ársins til þeirra öryrkja sem hefðu fengið ofgreiddar bætur á árinu. ÖBÍ vísar til tveggja lagagreina sem segja að ekki megi taka meira en 20 eða 25 prósent af bótum hverju sinni.

Innlent
Fréttamynd

Tíundi hver nemi haldinn átröskun

Frumniðurstöður rannsóknar á tíðni átröskunareinkenna meðal framhaldsskólanema sýna að einn af hverjum tíu hefur einkenni lystarstols, lotugræðgi eða megrunar. Átraskanir virðast algengari en rannsakendur bjuggust við.

Innlent
Fréttamynd

Beið í fimm tíma eftir hjálp

Reykvísk kona á áttræðisaldri beið í fimm klukkustundir í bíl sínum í Ártúnsbrekkunni í fyrrinótt eftir að aðstoð bærist. Það var ekki fyrr en strætisvagnabílstjóri gerði lögreglu viðvart að konunni barst hjálp.

Innlent
Fréttamynd

Ólöglegir starfsmenn og illur aðbúnaður

"Þetta mál hefur ekkert með starfsmannaleigur að gera og það gæti verið að rannsóknin leiddi í ljós alveg nýjar aðferðir vinnuveitanda til að fara á svig við kjarasamninga og borga erlendu vinnuafli mun minna en þeim ber," segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann óskaði eftir lögreglurannsók á verktakafyrirtæki á Akranesi en þar starfa allnokkrir Litháar.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarstofa rýmd

Rýma varð rannsóknarstofu í lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði um klukkan eitt í gær dag eftir að sprunga kom á flösku með efnaúrgangi og léku þá gufur með efninu Etyleter lausum hala. Að sögn fulltrúa slökkviliðsins var ekki vitað strax frá upphafi um hvaða efni væri að ræða og var því viðbúnaður settur á hæsta stig.

Innlent
Fréttamynd

Skipan dómsmálaráðherra er ógild

Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra var ekki heimilt að skipa sérstakan saksóknara yfir ákæruliðina átta sem enn eru fyrir dómi í Baugsmálinu. Héraðsdómur telur að Bogi Nilsson ríkissaksóknari hafi ekki sagt sig frá þeim.

Innlent
Fréttamynd

Telja fallvötnum ráðstafað

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Frumvarpið er nú lagt fram öðru sinni án bráðabirgðaákvæðis um vald nefndar sem meðal annars átti að gera tillögur um virkjunarleyfi og nýtingu auðlinda.

Innlent
Fréttamynd

Skattar lækka og skuldir greiddar

Meirihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hefur lagt til að skattar verði lækkaðir á næsta ári. Lagt er til að útsvar verði lækkað úr 12,46 prósentum í 12,35. Fasteignaskattur lækki úr 0,32 prósentum af fasteignamati í 0,3 prósent og að holræsagjald verði ekki innheimt.

Innlent
Fréttamynd

Fékk tundurdufl í trollið

Hásetum á þýska togaranum Iris brá heldur í brún þegar tundurdufl kom úr trollinu þegar skipið var á Íslandsmiðum í fyrrinótt. Íris kom til hafnar á Eskifirði um hádegi í gær og var þá kallað eftir sprengjusérfræðingum frá Landhelgisgæslunni til að meðhöndla duflið. Þeir komu með flugvélinni Syn seinnipartinn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skoða einn af hverjum hundrað gámum

Alþingismaður segir að eitt prósent af tvöhundruð þúsund gámum sé skoðaður af tollgæslu. Hann hefur áhyggjur af fíkniefnainnflutningi og vill láta kaupa gegnumlýsingartæki. Það kostar um 80 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Markús lofaði Jóni lóð í Kringlunni

Markús Örn Antonsson staðfestir að Jón Ólafsson hafi fengið vilyrði fyrir lóð undir kvikmyndahús í Kringlunni. Hann segir Davíð Oddsson ekki hafa hindrað framgang málsins. Bréf vegna málsins sem talið var týnt hefur nú fundist.

Innlent
Fréttamynd

Skoðar mál öryrkja

Jón Kristjánsson heil­brigðisráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Tryggingastofnun um það hversu margir bótaþegar misstu allar tekjur sínar þegar örorkubætur þeirra féllu niður síðustu mánuði ársins. Hann býst við að fá þær síðar í vikunni og skoðar málið þá betur. Jón segir að Tryggingastofnun vinni eftir reglugerð frá því í byrjun október og hún sé bara útfærsla á lögunum. Lögin kveði á um að bæturnar falli niður hjá þeim sem hafi haft ákveðnar tekjur á árinu.

Innlent
Fréttamynd

50 milljóna kaupauki

Kaupfélag Eyfirðinga hyggst verja 50 milljónum króna til að afla á áttunda þúsund félagsmönnum sínum sérstakra viðskiptakjara. Megnið af þeirri fjárhæð fer í tímabundið verkefni sem nefnist Kaupdagar og munu félagsmenn fá inneignarmiða í pósti, að fjárhæð sex þúsund krónur, sem þeir geta nýtt til greiðslu á vörum og þjónustu hjá 16 samstarfsaðilum á félagssvæði KEA fram til 18. desember.

Innlent
Fréttamynd

Hafa borgað 700 þúsund fyrir akstur

Bæjaryfirvöld í Garðabæ létu aka 20-40 börnum í Ásahverfi og Sjálandshverfi í Sjálandsskóla í átta vikur í haust. Kostnaðurinn við rútuna nam um 90 þúsund krónum á viku og leggst sá kostnaður á bæjarsjóð eða rúmlega 700 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Skýrr sér um Landskrá

Fyrirtækið Skýrr hefur tekið við tölvurekstrarþjónustu fyrir Fasteignamat ríkisins vegna Landskrár fasteigna. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, og Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, undirrituðu aðalskiptasamning þess lútandi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ný starfsstöð tekin í notkun

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra tók í gær í notkun starfsstöð, sem starfrækt verður á vegum Heilsugæslunnar, fyrir fólk með geðraskanir.

Innlent
Fréttamynd

Mildi að ekki fór verr þegar tundurdufl kom í veiðarfæri

Mikil mildi þykir að ekki skyldi fara verr þegar að þýskur togari fékk tundurdufl í veiðafæri sín. Áhöfn togarans kom með tundurduflið upp á bryggju á Eskifirði um í gær og voru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kvaddir á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Fá tuttug og tvö þúsund krónur

Þeir öryrkjar sem sviptir voru öllum bótum frá Tryggingastofnun það sem eftir lifir árs, fá samkvæmt því sem heilbrigðisráðherra ákvað í dag, 22 þúsund krónur bæði í nóvember og desember. Formaður Öryrkjabandalagsins er þó ekki sáttur.

Innlent
Fréttamynd

Útboð Íbúðalánasjóðs

Íbúðalánasjóður efndi í dag til útboðs á íbúðabréfum sem nema allt að þremur milljörðum króna að nafnverði. Sjóðurinn sendi tilkynningu þessa efnis til Kauphallar Íslands í dag. Áskilur sjóðurinn sér rétt til að hækka útboðsfjárhæðina eða að hafna öllum tilboðum. Lágmarkstilboð er að fjárhæð tvöhundruð milljónir fyrir hvern flokk.

Innlent
Fréttamynd

Enn óvissa um starfsemi nýrnadeildar

Enn ríkir óvissa um starfsemi nýrnadeildar Landspítala-Háskólasjúkrahús. Helmingur af hjúkrunarfræðingum deildarinnar hættir störfum á deildinni um árámótin að óbreyttu. Hjúkrunarforstjóri spítalans fundaði með hjúkrunarfræðingunum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Úrslitakeppni Skekks sýnd á Netinu

Úrslitakeppni Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna hófst klukkan átta. Alls eru það sex grunnskólar sem keppa í úrslitunum en þau verða kynnt síðar í kvöld. Hægt er að fylgjast með keppninni á Netinu en þaðan er keppnin sýnt beint.

Innlent