Innlent

Ráðherrann tryggi bætur

Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands fundaði um tekjumissi yfir áttatíu öryrkja síðustu tvo mánuði ársins vegna ofgreiðslu bóta.
Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands fundaði um tekjumissi yfir áttatíu öryrkja síðustu tvo mánuði ársins vegna ofgreiðslu bóta.

Öryrkjabandalag Íslands hefur sent Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði við að fella niður bætur síðustu mánuði ársins til þeirra öryrkja sem hefðu fengið ofgreiddar bætur á árinu. ÖBÍ vísar til tveggja lagagreina sem segja að ekki megi taka meira en 20 eða 25 prósent af bótum hverju sinni.

Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri ÖBÍ, segir að bandalagið telji niðurfellinguna ólöglega og siðferðislega ranga. Öryrkjabandalagið muni leita allra leiða til að fá þessu hnekkt og ekki séu neinar leiðir útilokaðar í því efni. Einkum komi tvennt til, að senda erindi til úrskurðarnefndar almannatrygginga eða leita til dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×