Innlent

Skýrr sér um Landskrá

Haukur Ingibergsson og Hreinn Jakobsson. Samningurinn var undirritaður í gær.
Haukur Ingibergsson og Hreinn Jakobsson. Samningurinn var undirritaður í gær.

Fyrirtækið Skýrr hefur tekið við tölvurekstrarþjónustu fyrir Fasteignamat ríkisins vegna Landskrár fasteigna. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, og Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, undirrituðu aðalskiptasamning þess lútandi í gær.

Meginþættirnir í þeirri þjónustu eru að hýsa og reka gagnagrunnþjón fyrir Landskrána með viðeigandi vöktun og þjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins.


Tengdar fréttir

Lögmenn skoða málið

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi FL Group, segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvort fyrirtækið kæri olíufélögin. Hann segir að lögmönnum fyrirtækisins hafi verið falið að skoða málið og gæta réttar þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×