Innlent

50 milljóna kaupauki

Kaupfélag Eyfirðinga hyggst verja 50 milljónum króna til að afla á áttunda þúsund félagsmönnum sínum sérstakra viðskiptakjara. Megnið af þeirri fjárhæð fer í tímabundið verkefni sem nefnist Kaupdagar og munu félagsmenn fá inneignarmiða í pósti, að fjárhæð sex þúsund krónur, sem þeir geta nýtt til greiðslu á vörum og þjónustu hjá 16 samstarfsaðilum á félagssvæði KEA fram til 18. desember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×