Innlent

Fréttamynd

Níutíu milljónir söfnuðust á uppboði í gærkvöldi

Um níutíu milljónir króna söfnuðust til góðgerðamála í Gíneu-Bissá í hátíðarkvöldverði í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. Svo virðist sem fjölmargir Íslendingar eigi nóg af peningum. Meðal annars var ómálað verk eftir Hallgrím Helgason selt á tuttugu og eina milljón króna á uppboði.

Innlent
Fréttamynd

Áhrifa stýrivaxta loks farið að gæta

Seðlabanki Íslands hækkað í dag stýrivexti um 0,25 prósentur. Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, segir að svo virðist sem áhrifa stýrivaxtahækkana undanfarið sé loks farið að gæta. Verðbólga hefur hjaðnað undanfarna mánuði, en ekki nóg, að mati bankastjórnar Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt stjórnarfrumvarp bannar reykingum hérlendis á veitingastöðum

Tóbaksreykingar verða alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum hér á landi samkvæmt nýju stjórnarfrumvarpi. Meginmarkmið laganna er að koma í veg fyrir óbeinar reykingar. Lögin öðlast gildi fyrsta júní 2007. Írskum verti, sem reynsluna hefur, finnst skynsamlegt að Íslendingar gefi sér aðlögunartíma.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraliðar boða til verkfalls

Félagar í Sjúkraliðafélagi Íslands samþykktu verkfallsboðun í kjaradeilu sinni við launanefnd sveitarfélaga með miklum mun. 127 greiddu atkvæði með verkfallsboðun en fjórir greiddu atkvæði gegn henni. Semjist ekki fyrir 19. desember hefst verkfall þann dag.

Innlent
Fréttamynd

Skoða þurfi örorkukerfið í heild

Forsætisráðherra segir að skoða þurfi örorkukerfið í heild, ekki taka valda hluta út. Í nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors sé nýja tekjutryggingaraukanum sleppt þegar grunnlífeyris- og tekjutrygging er borin saman sem hlutfall af lágmarkslaunum. Þetta skekki myndina. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að skýrslan ætti að vera skyldulesning fyrir ríkisstjórnina. Ef þeir skammist sín ekki eftir þann lestur séu þeir forhertari en hún hefði haldið.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin tapar fylgi

Samfylkingin þarf að þétta raðirnar til að bæta úr stöðu sinni. Þetta segir formaður flokksins en fylgi hans hefur ekki mælst minna en nú á þessu kjörtímabili. Flokkurinn hefur misst átta prósentustiga fylgi frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við formennsku.

Innlent
Fréttamynd

Ingunnarskóli formlega opnaður í dag

Nýjasti grunnskóli Reykvíkinga, Ingunnarskóli í Grafarholti, var formlega opnaður í dag með pompi og pragt að viðstöddum borgarstjóra. Nemendur skólans tóku vel á gestum og sungu fyrir þá nokkur lög auk þess sem nemendur gáfu borgarstjóra mynd í þakklætisskyni fyrir skólann.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynning um vopnað rán byggð á misskilningi

Svo virðist sem tilkynning til lögreglunnar um vopnað rán í Nettó í Mjóddinni hafi verið á misskilningi byggð. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að starfsmaður verslunarinnar hafði grunað mann um búðarhnupl og hljóp á eftir honum. Í öllum hamagangnum hringdi hann í lögreglu og tilkynnti vopnað rán.

Innlent
Fréttamynd

Sérstakur saksóknari getur farið með öll ákæruatriði

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefði ekki ákæruvald í þeim átta ákæruliðum málsins sem Hæstiréttur vísaði ekki frá dómi í október síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán í Mjóddinni

Vopnað rán var framið fyrir stundu í Mjóddinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ránið framið í matvöruverlsuninni Nettó en lögregla er tiltöluleg nýkomin á vettvang. Ekki er ljóst hvort um einn eða fleiri ræningja var að ræða og enginn hefur enn verið handtekinn samkvæmt lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Varað við svifryki við fjölfarnar umferðargötur

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hvetur þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum vegna mikils svifryks. Það mælist nú yfir umhverfismörkum í Reykjavík. Búist er við áframhaldandi stillu í veðri og því er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir umhverfismörkum.

Innlent
Fréttamynd

Thelma valin ljósberi ársins

Thelma Ásdísardóttir var útnefnd Ljósberi ársins 2005 á vegum Stígamóta. Í umsögn dómnefndar segir að Thelma er útnefnd ljósberi ársins þar sem hún snart með ógleymanlegum hætti við þjóðarsálinni þegar hún steig fram og kynnti uppvaxtarár sín til að gefa öðrum styrk til að takast á við óhugnað og eyðingu í sjúkum uppeldisaðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Hæstu vextir síðan 2001

Bankastjórn Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag um hækkun stýrivaxta um fjórðung úr prósenti og tekur breytingin gildi 6. desember. Stýrivextir Sðlabankans verða þá 10,5 prósent og hafa ekki verið hærri síðan í nóvember árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Þroskashjálp skorar á stjórnvöld að veita fé til Mannréttindaskrifstofu

Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi að tryggja áfram rekstrargrundvöll Mannréttindaskrifstofu Íslands með föstum fjárveitingum á fjárlögum. Með tilkomu Mannréttindaskrifstofu Íslands skapaðist vettvangur fyrir félög og stofnanir sem starfa að mannréttindamálum og réttindabaráttu ýmissa hópa til að samhæfa krafta sína með velferð allra í huga.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan leitar bíls sem stolið var í morgun

Lögreglan í Reykjavík auglýsir eftir ljós grágrænum Yaris. Bílnum var rænt fyrir utan Borgartún 33 um klukkan hálf ellefu í morgun. Bíllinn er fimmdyra og með skráningarnúmerið L J 299. Lögreglan biður þá sem hafa séð bílinn eða geta veitt einhverjar upplýsingar að hafa samband í síma 444 1000/ 444 1102.

Innlent
Fréttamynd

Mjólka tekin formlega til starfa

Landbúnaðarráðherra opnaði Mjólku, fyrstu einkareknu mjólkurstöðina á Íslandi í áratugi í morgun. Ráðherran segir íslensku mjólkina mikla gæðavöru í stöðugri sókn.

Innlent
Fréttamynd

Tæplega 100 milljónir söfnuðust á uppboði UNICEF

Hátt í hundrað milljóna króna framlag safnaðist í uppboði undir hátíðarkvöldverði Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem sir Roger Moore var ræðumaður. Nokkur hundruð manns voru þar saman komin í boði Baugs, FL Group og Fons, sem fyrr um daginn höfðu gefið samtals 135 milljónir til mannúðarstarfa í Gíneu-Bissá í Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 107 prósenta verðmunur á jólamatvörum

Allt að 107 prósenta verðmunur var á ýmsum matvörum til jólanna í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudag. Kannað var verð m.a. á laufabrauði, konfekti, drykkjarvörum, hangikjöti og síld.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar á Bíldudal safna fyrir bocciasetti

Eldri borgarar á Bíldudal hafa undanfarið haldið spilakvöld og spilað Félagsvist í Læk, þjónustuseli aldraðra á Bíldudal. Markmið spilakvöldanna er að safna fyrir bocchiasetti vegna mikils áhuga á íþróttinni.

Innlent
Fréttamynd

Fékk ekki bætur fyrir drátt á kransæðaaðgerð

Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af hátt í tíu milljóna króna kröfu manns um bætur fyrir tjón sem hann varð fyrir vegna dráttar sem varð á því að hann fengi viðhlítandi meðferð við kransæðasjúkdómi.

Innlent
Fréttamynd

Tollvörður grunaður um þjófnað

Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú hugsanlega aðild tollvarðar að þjófnaðarmáli. Fjórir einstaklingar sem störfuðu hjá Samskipum urðu þá uppvísir að því að stela áfengi sem geymt var í vöruhúsi fyrir tollskyldan varning sem átti að fara til förgunar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins leikur grunur á að umræddur tollvörður hafi tekið hluta af áfenginu.

Innlent
Fréttamynd

Þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni

Skýrsla Stefáns Ólafssonar prófessors, um örorku og velferð á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum, er þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni og blaut tuska framan í öryrkja. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, í grein á heimasíðu sinni. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að skattbyrði öryrkja hér á landi hefur stóraukist frá árinu 1995.

Innlent
Fréttamynd

Drengur missti meðvitund í sundkennslu

Ellefu ára drengur var hætt kominn í sundkennslu í sundlauginni í Bolungarvík í gærmorgun . Drengurinn var að leik í lauginni og lét sig fljóta með andlitið í kafi þegar atvikið varð.

Innlent
Fréttamynd

Símakaup fyrir 160 milljarða

Fjárfestingar Novators, eignarhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í evrópskum símafélögum nema að minnsta kosti 160 milljörðum króna. Stærst þessara fjárfestinga er í BTC í Búlgaríu en Björgólfur á um 75 prósent hlutabréfa í félaginu. Verðmæti BTC hefur fimmfaldast frá því að fyrirtækið var einkavætt árið 2004 en markaðsvirði félagsins er um 150 milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Sjómenn fá 26.000 króna eingreiðslu nú í mánuðinum

Landsssamband íslenskra útvegsmanna og öll samtök sjómanna sömdu um það í gær að sjómenn skyldu fá 26.000 króna eingreiðslu nú í mánuðinum, í samræmið við það sem ASÍ og Samtök atvinnulífsins sömdu um vegna endurskoðunar kjarasamninga.

Innlent