Innlent Hjartavernd hægir á rannsóknum Samdráttur í tekjum Hjartaverndar leiðir til þess að hægt verður á framkvæmd rannsóknarverkefna félagsins, að sögn Vilmundar Guðnasonar forstöðulæknis. Samdrátturinn stafar einkum af hinni gríðarlega óhagstæðu gengisþróun og kostnaðarhækkunum innanlands. Innlent 6.12.2005 21:22 Alfreð ekki treystandi Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fordæmir að Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, hafi verið falið að hafa yfirumsjón með byggingu nýs sjúkrahúss í Reykjavík. Innlent 6.12.2005 21:21 Gæslan svarar gagnrýni Einars Störf fjármálastjóra Landhelgisgæslunnar koma innheimtu á útistandandi björgunarlaunum ekkert við, að því er segir í tilkynningu sem Landhelgisgæslan sendi frá sér í gær. Innlent 6.12.2005 21:21 Stefnir í alvarleg átök í Montreal Umhverfisráðherra segir menn farna að takast alvarlega á í Kanada þar sem loftlagsþing stendur yfir. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir Evrópuþjóðir þurfa að standa saman gegn ríkisstjórn Bandaríkjaforseta. Innlent 6.12.2005 21:21 Besta forritið fyrir farsíma Norski farsímanetvafrinn Opera mini fékk fyrir helgi gullverðlaun sem besta farsímaforritið á árvissri farsímaráðstefnu í Svíþjóð. Auk Opera hlutu verðlaun Sony Ericsson K750i sem besti myndavélafarsíminn og Motorola Razr V3 síminn fyrir bestu hönnunina. Innlent 6.12.2005 21:22 Starfsemi Leifsstöðvar raskast Framkvæmdum á norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar mun ekki ljúka 2006 eins og áformað var. Ekki er búist við verklokum fyrr en 1. mars 2007. Þetta var tilkynnt á kynningarfundi sem haldinn var í flugstöðinni í gær. Innlent 6.12.2005 21:22 Segir menningarslys í uppsiglingu Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, gagnrýndi sölu Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær. Ólafur finnur sölunni flest til foráttu og segir hana einhverja verstu gjörð sem borgarstjórn Reykjavíkur hafi staðið fyrir um langt árabil enda muni hún valda heilbrigðisþjónustunni í höfuðborginni óbætanlegu tjóni. Innlent 6.12.2005 21:21 Ungmennin leyfa sér ekki stóra drauma Fjöldi annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi hefur ekki náð að festa rætur hér og í nýlegri rannsókn á viðhorfum ungra Víetnama til menntakerfisins kemur fram að ungmennin eru varkár þegar kemur að því að láta sig dreyma stórt um framtíðina. Þau telja aðstæður sínar ekki með þeim hætti að vonir um menntun séu raunhæfar. Innlent 6.12.2005 21:22 Brotist inn í heimabanka og milljónir millifærðar Ungur karlmaður er í gæsluvarðhaldi, grunaður um þjófnað úr heimabönkum. Fjögur slík mál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Það stærsta kom upp í lok sumars, en þá var yfir einni og hálfri milljón króna stolið úr heimabanka. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með hreyfingum á reikningum sínum. Innlent 6.12.2005 22:54 Getum gert betur segir Halldór Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, gerði nýja skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors um kjör öryrkja að umtalsefni í upphafi þingfundar í gær. Innlent 6.12.2005 21:22 Sjúklingar láta til sín taka Á fjórða tug sjúklinga blóðskilunardeildar Landspítalans skora á yfirstjórn spítalans að draga til bara breytingar á vaktafyrirkomulagi hjúkrunarfræðinga deildarinnar sem taka eiga gildi um áramót. Hluti hjúkrunarfræðinga ætlar að hætta á deildinni vegna breytinganna og óttast sjúklingarnir mjög um sinn hag vegna þessa. Innlent 6.12.2005 21:21 Gáfu tíu fartölvur og fylgihluti Verkefnið Virkjum alla - rafrænt samfélag hefur fært Fræðslumiðstöð Þingeyinga að gjöf færanlegt tölvuver sem samanstendur af tíu fartölvum og öllum nauðsynlegum fylgihlutum. Sparisjóður Þingeyinga veitti styrk til kaupa á flutningskössum undir tölvurnar en heildarkostnaður við tölvuverið og flutningskassana var um ein og hálf milljón króna. Innlent 6.12.2005 21:21 Lést í eldsvoða Maðurinn sem lést í eldsvoða í íbúð að Aðalstræti 25 á Ísafirði síðdegis á mánudag hét Magni Viðar Torfason. Hann var 53 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvö börn, ellefu og þrettán ára. Eldsupptök eru enn ókunn. Innlent 6.12.2005 21:21 Skólinn blessaður Mikið var um dýrðir á Borg í Grímsnesi á föstudag en þá var tekinn formlega í notkun grunnskólinn Ljósaborg og skrifstofur sveitarfélagsins. Innan við ár er frá því að fyrsta skóflustungan var tekin. Innlent 6.12.2005 21:21 Segir hlutafélag um RÚV vera svik Framsóknarflokks Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, segir Framsóknarflokkinn hlaupinn frá loforðum um að breyta ekki Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Deilt var á menntamálaráðherra á þingi fyrir að kynna frumvarp um RÚV fyrst í fjölmiðlum. Þorgerður Katrín segir málið í eðlillegum farvegi og mál séu oft kynnt á slíkan hátt. Innlent 6.12.2005 21:21 Með hass í Egilshöll Átján ára piltur var dæmdur til greiðslu 30.000 króna sektar í Héraðsdómi Norðurlands eystra á mánudag. Hann var staddur á tónleikum bandarísku rokksveitarinnar Foo Fighters í Egilshöll í Reykjavík þegar lögregla hafði af honum afskipti og fann á honum hálft gramm af hassi. Innlent 6.12.2005 21:21 185 milljónum veitt í erfðafræðirannsóknir og örtækni Hundrað áttatíu og fimm milljónum var veitt til erfðafræðirannsókna og örtækni í dag. Þau verkefni sem fengu styrk snúa meðal annars að stofnfrumrannsóknum, arfgengu heilablóðfalli, sem er séríslenskur sjúkdómur, og lyfjagjöf í bakhluta auga. Innlent 6.12.2005 23:41 Ástæða til að kanna fákeppni á matvælamarkaði Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur ástæðu til að kanna hvort ráðandi staða eins aðila á matvælamarkaði sé misnotuð í ljósi þess að þar ríki fákeppni. Eigandi Fjarðarkaups segir styrk Baugs yfirþyrmandi, svo mjög að smáu fyrirtækin séu undir hælnum á heildsölum sem aftur eru undir hælnum á Baugi. Innlent 6.12.2005 23:28 Rottugangur við leikskóla á Seltjarnarnesi Rottugangur er við leikskólann Mánabrekku á Seltjarnarnesi og vinna meindýraeyðar og starfsmenn bæjarins að úrbótum. Rotturnar virðast hafa sótt í sandkassa við leikskólann sem nú hafa verið fjarlægðir. Innlent 6.12.2005 23:17 Menntamálaráðherra harðlega gagnrýndur Þriðja umræða um fjárlögin fór fram á Alþingi í dag. Fjárlagafrumvarpið hefur ekki tekið breytingum frá annarri umræðu en minnihlutinn hefur þó lagt til fjölmargar breytingatillögur. Menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur við upphaf þingfundar í dag fyrir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum um nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið, áður en því var dreift í þinginu. Innlent 6.12.2005 22:46 Nóbelsverðlauna- hafinn Dr. Linda Buck sest í stjórn DeCODE Dr. Linda Buck hefur tekið sæti í stjórn Íslenskrar erfðagreiningar. Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2004 fyrir rannsóknir sínar á lyktarskyni mannsins. Hún vinnur við Fred Hutchinson Krabbameinsmiðstöðina í Seattle og er einn af vísindamönnum Howard Hughes læknisfræðistofnunarinnar. Hún gegnir einnig stöðu prófessors í lífeðlisfræði við University of Washington. Viðskipti innlent 6.12.2005 20:33 Aðstandendur samkynhneigðra skora á Alþingi FAS, Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, afhentu forseta Alþingis áskorun í dag þar sem skorað er á þingið að breyta hjúskaparlögum nr. 31/1993 á þann veg að þau þjóni bæði gagnkynhneigðu og samkynhneigðu fólki. Innlent 6.12.2005 19:08 Rafmagnslaust í hluta Garðabæjar Rafmagnslaust er í hluta Garðabæjar vegna háspennubilunar og eru Flatir og Móar nú myrkvuð, sem og verslunarmiðstöðin Garðatorg og íþróttamiðstöðin. Viðgerð stendur yfir, samkvæmt upplýsingum Orkuveitunnar. Innlent 6.12.2005 18:47 Vatnsskortur í austurhluta Mosfellsbæjar Aðalvatnslögn fyrir austurhluta Mosfellsbæjar fór í sundur fyrir skömmu vegna jarðvinnuframkvæmda. Íbúar á svæðinu gætu því orðið vatnslausir eitthvað fram á kvöld en viðgerð stendur yfir. Vonast er til að vatnslögnin verði komin í samt lag síðar í kvöld. Innlent 6.12.2005 17:58 Óska eftir stuðningi stjórnvalda Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja vilja að stjórnvöld leggist á árárnar með íslenskum hátækniiðnaði og sprotafyrirtækjum til að tryggja áhugaverð störf og arðbæran rekstur hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem SÍL sendi frá sér í dag vegna uppsagnanna hjá Hjartavernd og líftæknifyrirtækinu Urður, Verðandi, Skuld á dögunum en fyrirtækin eru meðal stærstu félaga SÍL. Innlent 6.12.2005 17:45 Varast ber að hagga við grundvallarþáttum ÖSE Varast ber að hagga við grundvallarþáttum sem ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, byggist á og þá einkum sjálfstæði hennar á sviði mannréttindamála. Þetta sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra í ræðu sinni á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja ÖSE í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. Innlent 6.12.2005 17:11 Enn óljóst um eldsupptök á Ísafirði Enn er óljóst hvað olli brunanum í tvíbýlishúsi á Ísafirði í gær þar sem karlmaður á sextugsaldri fórst. Tveir lögreglumenn frá Ríkislögreglustjóra komu til Ísafjarðar fyrir hádegi til að aðstoða lögregluna þar við að rannsaka eldsupptök. Að sögn varðstjóra á vakt er ómögulegt að segja til um hvenær rannsókn lýkur. Innlent 6.12.2005 16:34 Leikskólagjöld lækka um áramót Leikskólagjöld fyrir áttastunda dag lækka um fimm þúsund krónur á mánuði í Reykjavík frá næstu áramótum og niðurgreiðsla á þjónustu dagforeldra verður aukin. Innlent 6.12.2005 14:35 Þarf hugsanlega að loka deildum aftur í Kópavogi Hugsanlegt er að loka þurfi deildum á ný í leikskólum Kópavogsbæjar eftir að ástandið hafði batnað allnokkuð frá því sem það var snemma í haust. Enn vantar í starfsfólk í nokkur stöðugildi og þá hafa nokkrir starfsmenn sagt upp frá og með áramótum. Innlent 6.12.2005 14:30 Svifryksmengun 20 sinnum yfir heilsuverndarmörk í ár Svifryksmengun hefur fimm sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík upp á síðkastið, síðast á laugardaginn. Þar með hefur hún farið tuttugu sinnum yfir mörkin í ár og þar sem til stendur að lækka mörkin til muna getur þetta orðið viðvarandi ástand af og til. Innlent 6.12.2005 11:55 « ‹ ›
Hjartavernd hægir á rannsóknum Samdráttur í tekjum Hjartaverndar leiðir til þess að hægt verður á framkvæmd rannsóknarverkefna félagsins, að sögn Vilmundar Guðnasonar forstöðulæknis. Samdrátturinn stafar einkum af hinni gríðarlega óhagstæðu gengisþróun og kostnaðarhækkunum innanlands. Innlent 6.12.2005 21:22
Alfreð ekki treystandi Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fordæmir að Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, hafi verið falið að hafa yfirumsjón með byggingu nýs sjúkrahúss í Reykjavík. Innlent 6.12.2005 21:21
Gæslan svarar gagnrýni Einars Störf fjármálastjóra Landhelgisgæslunnar koma innheimtu á útistandandi björgunarlaunum ekkert við, að því er segir í tilkynningu sem Landhelgisgæslan sendi frá sér í gær. Innlent 6.12.2005 21:21
Stefnir í alvarleg átök í Montreal Umhverfisráðherra segir menn farna að takast alvarlega á í Kanada þar sem loftlagsþing stendur yfir. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir Evrópuþjóðir þurfa að standa saman gegn ríkisstjórn Bandaríkjaforseta. Innlent 6.12.2005 21:21
Besta forritið fyrir farsíma Norski farsímanetvafrinn Opera mini fékk fyrir helgi gullverðlaun sem besta farsímaforritið á árvissri farsímaráðstefnu í Svíþjóð. Auk Opera hlutu verðlaun Sony Ericsson K750i sem besti myndavélafarsíminn og Motorola Razr V3 síminn fyrir bestu hönnunina. Innlent 6.12.2005 21:22
Starfsemi Leifsstöðvar raskast Framkvæmdum á norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar mun ekki ljúka 2006 eins og áformað var. Ekki er búist við verklokum fyrr en 1. mars 2007. Þetta var tilkynnt á kynningarfundi sem haldinn var í flugstöðinni í gær. Innlent 6.12.2005 21:22
Segir menningarslys í uppsiglingu Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, gagnrýndi sölu Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær. Ólafur finnur sölunni flest til foráttu og segir hana einhverja verstu gjörð sem borgarstjórn Reykjavíkur hafi staðið fyrir um langt árabil enda muni hún valda heilbrigðisþjónustunni í höfuðborginni óbætanlegu tjóni. Innlent 6.12.2005 21:21
Ungmennin leyfa sér ekki stóra drauma Fjöldi annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi hefur ekki náð að festa rætur hér og í nýlegri rannsókn á viðhorfum ungra Víetnama til menntakerfisins kemur fram að ungmennin eru varkár þegar kemur að því að láta sig dreyma stórt um framtíðina. Þau telja aðstæður sínar ekki með þeim hætti að vonir um menntun séu raunhæfar. Innlent 6.12.2005 21:22
Brotist inn í heimabanka og milljónir millifærðar Ungur karlmaður er í gæsluvarðhaldi, grunaður um þjófnað úr heimabönkum. Fjögur slík mál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Það stærsta kom upp í lok sumars, en þá var yfir einni og hálfri milljón króna stolið úr heimabanka. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með hreyfingum á reikningum sínum. Innlent 6.12.2005 22:54
Getum gert betur segir Halldór Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, gerði nýja skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors um kjör öryrkja að umtalsefni í upphafi þingfundar í gær. Innlent 6.12.2005 21:22
Sjúklingar láta til sín taka Á fjórða tug sjúklinga blóðskilunardeildar Landspítalans skora á yfirstjórn spítalans að draga til bara breytingar á vaktafyrirkomulagi hjúkrunarfræðinga deildarinnar sem taka eiga gildi um áramót. Hluti hjúkrunarfræðinga ætlar að hætta á deildinni vegna breytinganna og óttast sjúklingarnir mjög um sinn hag vegna þessa. Innlent 6.12.2005 21:21
Gáfu tíu fartölvur og fylgihluti Verkefnið Virkjum alla - rafrænt samfélag hefur fært Fræðslumiðstöð Þingeyinga að gjöf færanlegt tölvuver sem samanstendur af tíu fartölvum og öllum nauðsynlegum fylgihlutum. Sparisjóður Þingeyinga veitti styrk til kaupa á flutningskössum undir tölvurnar en heildarkostnaður við tölvuverið og flutningskassana var um ein og hálf milljón króna. Innlent 6.12.2005 21:21
Lést í eldsvoða Maðurinn sem lést í eldsvoða í íbúð að Aðalstræti 25 á Ísafirði síðdegis á mánudag hét Magni Viðar Torfason. Hann var 53 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvö börn, ellefu og þrettán ára. Eldsupptök eru enn ókunn. Innlent 6.12.2005 21:21
Skólinn blessaður Mikið var um dýrðir á Borg í Grímsnesi á föstudag en þá var tekinn formlega í notkun grunnskólinn Ljósaborg og skrifstofur sveitarfélagsins. Innan við ár er frá því að fyrsta skóflustungan var tekin. Innlent 6.12.2005 21:21
Segir hlutafélag um RÚV vera svik Framsóknarflokks Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, segir Framsóknarflokkinn hlaupinn frá loforðum um að breyta ekki Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Deilt var á menntamálaráðherra á þingi fyrir að kynna frumvarp um RÚV fyrst í fjölmiðlum. Þorgerður Katrín segir málið í eðlillegum farvegi og mál séu oft kynnt á slíkan hátt. Innlent 6.12.2005 21:21
Með hass í Egilshöll Átján ára piltur var dæmdur til greiðslu 30.000 króna sektar í Héraðsdómi Norðurlands eystra á mánudag. Hann var staddur á tónleikum bandarísku rokksveitarinnar Foo Fighters í Egilshöll í Reykjavík þegar lögregla hafði af honum afskipti og fann á honum hálft gramm af hassi. Innlent 6.12.2005 21:21
185 milljónum veitt í erfðafræðirannsóknir og örtækni Hundrað áttatíu og fimm milljónum var veitt til erfðafræðirannsókna og örtækni í dag. Þau verkefni sem fengu styrk snúa meðal annars að stofnfrumrannsóknum, arfgengu heilablóðfalli, sem er séríslenskur sjúkdómur, og lyfjagjöf í bakhluta auga. Innlent 6.12.2005 23:41
Ástæða til að kanna fákeppni á matvælamarkaði Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur ástæðu til að kanna hvort ráðandi staða eins aðila á matvælamarkaði sé misnotuð í ljósi þess að þar ríki fákeppni. Eigandi Fjarðarkaups segir styrk Baugs yfirþyrmandi, svo mjög að smáu fyrirtækin séu undir hælnum á heildsölum sem aftur eru undir hælnum á Baugi. Innlent 6.12.2005 23:28
Rottugangur við leikskóla á Seltjarnarnesi Rottugangur er við leikskólann Mánabrekku á Seltjarnarnesi og vinna meindýraeyðar og starfsmenn bæjarins að úrbótum. Rotturnar virðast hafa sótt í sandkassa við leikskólann sem nú hafa verið fjarlægðir. Innlent 6.12.2005 23:17
Menntamálaráðherra harðlega gagnrýndur Þriðja umræða um fjárlögin fór fram á Alþingi í dag. Fjárlagafrumvarpið hefur ekki tekið breytingum frá annarri umræðu en minnihlutinn hefur þó lagt til fjölmargar breytingatillögur. Menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur við upphaf þingfundar í dag fyrir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum um nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið, áður en því var dreift í þinginu. Innlent 6.12.2005 22:46
Nóbelsverðlauna- hafinn Dr. Linda Buck sest í stjórn DeCODE Dr. Linda Buck hefur tekið sæti í stjórn Íslenskrar erfðagreiningar. Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2004 fyrir rannsóknir sínar á lyktarskyni mannsins. Hún vinnur við Fred Hutchinson Krabbameinsmiðstöðina í Seattle og er einn af vísindamönnum Howard Hughes læknisfræðistofnunarinnar. Hún gegnir einnig stöðu prófessors í lífeðlisfræði við University of Washington. Viðskipti innlent 6.12.2005 20:33
Aðstandendur samkynhneigðra skora á Alþingi FAS, Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, afhentu forseta Alþingis áskorun í dag þar sem skorað er á þingið að breyta hjúskaparlögum nr. 31/1993 á þann veg að þau þjóni bæði gagnkynhneigðu og samkynhneigðu fólki. Innlent 6.12.2005 19:08
Rafmagnslaust í hluta Garðabæjar Rafmagnslaust er í hluta Garðabæjar vegna háspennubilunar og eru Flatir og Móar nú myrkvuð, sem og verslunarmiðstöðin Garðatorg og íþróttamiðstöðin. Viðgerð stendur yfir, samkvæmt upplýsingum Orkuveitunnar. Innlent 6.12.2005 18:47
Vatnsskortur í austurhluta Mosfellsbæjar Aðalvatnslögn fyrir austurhluta Mosfellsbæjar fór í sundur fyrir skömmu vegna jarðvinnuframkvæmda. Íbúar á svæðinu gætu því orðið vatnslausir eitthvað fram á kvöld en viðgerð stendur yfir. Vonast er til að vatnslögnin verði komin í samt lag síðar í kvöld. Innlent 6.12.2005 17:58
Óska eftir stuðningi stjórnvalda Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja vilja að stjórnvöld leggist á árárnar með íslenskum hátækniiðnaði og sprotafyrirtækjum til að tryggja áhugaverð störf og arðbæran rekstur hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem SÍL sendi frá sér í dag vegna uppsagnanna hjá Hjartavernd og líftæknifyrirtækinu Urður, Verðandi, Skuld á dögunum en fyrirtækin eru meðal stærstu félaga SÍL. Innlent 6.12.2005 17:45
Varast ber að hagga við grundvallarþáttum ÖSE Varast ber að hagga við grundvallarþáttum sem ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, byggist á og þá einkum sjálfstæði hennar á sviði mannréttindamála. Þetta sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra í ræðu sinni á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja ÖSE í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. Innlent 6.12.2005 17:11
Enn óljóst um eldsupptök á Ísafirði Enn er óljóst hvað olli brunanum í tvíbýlishúsi á Ísafirði í gær þar sem karlmaður á sextugsaldri fórst. Tveir lögreglumenn frá Ríkislögreglustjóra komu til Ísafjarðar fyrir hádegi til að aðstoða lögregluna þar við að rannsaka eldsupptök. Að sögn varðstjóra á vakt er ómögulegt að segja til um hvenær rannsókn lýkur. Innlent 6.12.2005 16:34
Leikskólagjöld lækka um áramót Leikskólagjöld fyrir áttastunda dag lækka um fimm þúsund krónur á mánuði í Reykjavík frá næstu áramótum og niðurgreiðsla á þjónustu dagforeldra verður aukin. Innlent 6.12.2005 14:35
Þarf hugsanlega að loka deildum aftur í Kópavogi Hugsanlegt er að loka þurfi deildum á ný í leikskólum Kópavogsbæjar eftir að ástandið hafði batnað allnokkuð frá því sem það var snemma í haust. Enn vantar í starfsfólk í nokkur stöðugildi og þá hafa nokkrir starfsmenn sagt upp frá og með áramótum. Innlent 6.12.2005 14:30
Svifryksmengun 20 sinnum yfir heilsuverndarmörk í ár Svifryksmengun hefur fimm sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík upp á síðkastið, síðast á laugardaginn. Þar með hefur hún farið tuttugu sinnum yfir mörkin í ár og þar sem til stendur að lækka mörkin til muna getur þetta orðið viðvarandi ástand af og til. Innlent 6.12.2005 11:55