Ólga á Reykjalundi

Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi
Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar.

Á Reykjalundi er eflandi umhverfi, þar sem gott er að vinna
Mig langar að skrifa örfá orð um vinnustaðinn minn, þar sem ég hef starfað í rúm 30 ár, sem er endurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi.

Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS
Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum.

Segir nýja stjórnendur Reykjalundar skorta menntun og reynslu í endurhæfingu
Meðferð sjúklinga var stefnt í hættu með fyrirvaralausri uppsögn framkvæmdastjóra lækninga við Reykjalund segir formaður læknaráðs stofnunarinnar. Málið var tilkynnt til Landlæknis. Hún ber hvorki traust til stjórnar né nýrra stjórnenda. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga sakar stjórnarformann um rangfærslur

Miður sín að gegna formennsku en bjartsýnn með nýtt fólk í brúnni
Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS, segist ekki eiga von á frekari uppsögnum á Reykjalundi. Hann segist því miður vera formaður SÍBS en fagnar nýju fólki í brúnni.

Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar
Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs.

Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi
Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir.

Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu
Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu.

Nýir stjórnendur taka við á morgun
Nýr forstjóri og nýr framkvæmdastjóri lækninga taka við stjórnartaumunum á Reykjalundi á morgun.

Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni
Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum.

Segja starfsmanni Reykjalundar hafa verið hótað vegna fréttaumfjöllunar
Starfsfólk Reykjalundar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þau harmi það "fordæmalausa ástand“ sem skapaðist þegar framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp.

Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi
Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir.

Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga
Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga.

Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar
Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum.

Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni
Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir.

Ósátt starfsfólk tekur aftur á móti sjúklingum á Reykjalundi
Starfsemi á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verður með eðlilegu horfi á morgun.

Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“
Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni.

Segir uppsagnir Birgis og Magnúsar nauðsynlegar
SÍBS taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni.

Reykjalundur lamaður
Engin endurhæfing í dag, Reykjalundur er lamaður vegna uppsagnar Magnúsar Ólasonar yfirlæknis eða framkvæmdarstjóra lækninga. Allt starfsfólk sem heyrir undir fagstjórn yfirlæknis gat ekki haldið út störfum sínum í dag.

Starfsmenn lýsa yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar
Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir.