Á Reykjalundi er eflandi umhverfi, þar sem gott er að vinna Jónína Sigurgeirsdóttir skrifar 17. október 2019 15:00 Mig langar að skrifa örfá orð um vinnustaðinn minn, þar sem ég hef starfað í rúm 30 ár, sem er endurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi. Þar sem ég byrjaði sem almennur hjúkrunarfræðingur, aflaði mér síðan sérfræðimenntunar og starfa nú sem gæðastjóri. Mér finnst, eins og áreiðanlega flestum, sárt að horfa á fréttirnar sem birst hafa um vinnustaðinn minn síðustu daga. Án þess að ég vilji gera lítið úr upplifun þeirra sem hafa tjáð sig mest og vísað hefur verið til í fjölmiðlum sem talsmanna starfsfólks Reykjalundar, þá langar mig að lýsa örlítið annarri sýn á málið. Mér finnst mjög gott að vinna á Reykjalundi. Í ljósi þess að ég á þar marga góða samstarfsfélaga sem eru með svipaðan starfsaldur og ég, eða lengri, þykist ég vita að sé ekki ein um þá skoðun. Það er kannski skiljanlegt að þegar svo harðar deilur verða á milli þeirra sem stýra stofnuninni, á sviði lækninga annars vegar og stjórnunar hins vegar, bregði fólki við og það verði smeykt um hvort það verði ekki jafn gott og áður að vinna á Reykjalundi. Er það raunveruleg hætta? Nei, ég hygg að þar verði fyrirsagnir fjölmiðla sem betur fer ekki sannspáar. Þau ágreiningsefni sem nefnd hafa verið eru svo sem ekki ný af nálinni og umræðan um þau mun sjálfsagt halda áfram. Ég tel samt að því öfluga fólki sem starfað hefur á Reykjalundi (og mér heyrist að yfirgnæfandi meirihluti hyggist halda því áfram), sé treystandi til að vinna vel úr þeim málum. Um leið og ég vil persónulega þakka fyrri forstjóra og framkvæmdarstjóra lækninga fyrir liðin ár, býð ég Ólaf Þór Ævarsson velkominn í stöðu framkvæmdarstjóra lækninga og Herdísi Gunnarsdóttur í stöðu forstjóra. Þá er Reykjalundur með fullskipaða framkvæmdarstjórn og mér finnst sjálfri, og ég veit um fleiri sem eru mér sammála, að nú sé lag að þétta raðirnar. Ég dáist að því hvernig starfsmenn Reykjalundar hafa að undanförnu haldið áfram að sinna störfum sínum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við, fagfólkið í endurhæfingu, munum halda áfram að sýna hvert öðru og skjólstæðingum okkar virðingu, um leið og við tökumst við það brýna verkefni að sinna endurhæfingu þeirra sem þurfa á henni að halda. Með vinsemd,Jónína Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun og gæðastjóri Reykjalundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga á Reykjalundi Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mig langar að skrifa örfá orð um vinnustaðinn minn, þar sem ég hef starfað í rúm 30 ár, sem er endurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi. Þar sem ég byrjaði sem almennur hjúkrunarfræðingur, aflaði mér síðan sérfræðimenntunar og starfa nú sem gæðastjóri. Mér finnst, eins og áreiðanlega flestum, sárt að horfa á fréttirnar sem birst hafa um vinnustaðinn minn síðustu daga. Án þess að ég vilji gera lítið úr upplifun þeirra sem hafa tjáð sig mest og vísað hefur verið til í fjölmiðlum sem talsmanna starfsfólks Reykjalundar, þá langar mig að lýsa örlítið annarri sýn á málið. Mér finnst mjög gott að vinna á Reykjalundi. Í ljósi þess að ég á þar marga góða samstarfsfélaga sem eru með svipaðan starfsaldur og ég, eða lengri, þykist ég vita að sé ekki ein um þá skoðun. Það er kannski skiljanlegt að þegar svo harðar deilur verða á milli þeirra sem stýra stofnuninni, á sviði lækninga annars vegar og stjórnunar hins vegar, bregði fólki við og það verði smeykt um hvort það verði ekki jafn gott og áður að vinna á Reykjalundi. Er það raunveruleg hætta? Nei, ég hygg að þar verði fyrirsagnir fjölmiðla sem betur fer ekki sannspáar. Þau ágreiningsefni sem nefnd hafa verið eru svo sem ekki ný af nálinni og umræðan um þau mun sjálfsagt halda áfram. Ég tel samt að því öfluga fólki sem starfað hefur á Reykjalundi (og mér heyrist að yfirgnæfandi meirihluti hyggist halda því áfram), sé treystandi til að vinna vel úr þeim málum. Um leið og ég vil persónulega þakka fyrri forstjóra og framkvæmdarstjóra lækninga fyrir liðin ár, býð ég Ólaf Þór Ævarsson velkominn í stöðu framkvæmdarstjóra lækninga og Herdísi Gunnarsdóttur í stöðu forstjóra. Þá er Reykjalundur með fullskipaða framkvæmdarstjórn og mér finnst sjálfri, og ég veit um fleiri sem eru mér sammála, að nú sé lag að þétta raðirnar. Ég dáist að því hvernig starfsmenn Reykjalundar hafa að undanförnu haldið áfram að sinna störfum sínum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við, fagfólkið í endurhæfingu, munum halda áfram að sýna hvert öðru og skjólstæðingum okkar virðingu, um leið og við tökumst við það brýna verkefni að sinna endurhæfingu þeirra sem þurfa á henni að halda. Með vinsemd,Jónína Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun og gæðastjóri Reykjalundar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun