Finnur Thorlacius Eiríksson

Fréttamynd

Ein­hugur um NATO

Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

Rang­færslur um Ísrael og Palestínu leið­réttar

Undanfarna áratugi hefur samfélagsumræðan um Ísrael og Palestínu verið uppfull af rangfærslum. Margar þeirra rekja uppruna sinn til jaðarhugmynda öfgahópa upp úr miðri síðustu öld. Með aukinni neikvæðri umfjöllun um Ísrael hafa þessar staðhæfingar því miður hlotið almennt brautargengi.

Skoðun
Fréttamynd

Ertu með eða á móti?

Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum.

Skoðun
Fréttamynd

Haturssíður með hýsingu á Íslandi

Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu.

Skoðun
Fréttamynd

Einbeittur brotavilji – Þegar Ísraelshatur og Gyðingahatur helst í hendur

Það verður seint sagt að almennir fjölmiðlar og alþjóðastofnanir hafi farið mjúkum höndum um Ísraelsríki upp á síðkastið. Andstæðingar Ísraels fara að vísu misvarlega í yfirlýsingum sínum. Sumir kveðast einungis vera andstæðingar stefnu stjórnvalda í Ísrael og frábiðja sér allt sem getur kallast Gyðingahatur.

Skoðun
Fréttamynd

Saga tveggja þjóða

Í dag eru 78 ár liðin frá lýðveldisyfirlýsingunni á Þingvöllum. Sú yfirlýsing var í samræmi við sambandslögin frá 1918 og viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Lýðveldið Ísland var endurreisn forna þjóðveldisins sem leið undir lok þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd.

Skoðun
Fréttamynd

Um­hverfis­spjöll í Ísrael – Ný birtingar­mynd hryðju­verka

Í áranna rás hefur neikvæð umfjöllun um Ísraelsríki varpað skugga á þá staðreynd að Ísrael er eitt af tæknivæddustu og framsæknustu ríkjum heims. Ísrael lenti í sjöunda sæti á lista World Population Review yfir árangur ríkja í nýsköpun árið 2021 og var í sjötta sæti árið 2020.

Skoðun
Fréttamynd

Að nota Úkraínu sem stökk­pall

Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­mak­leg nei­kvæðni gagn­vart vest­rænni menningu

Íslendingar eru vestræn menningarþjóð. Þessi fullyrðing ætti að vera nokkuð óumdeild. Í stuttu máli mætti skilgreina vestræna menningu sem sameiginlega arfleifð íbúa Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Sú arfleifð felur í sér sameiginleg menningarverðmæti (ritverk, fornminjar og listmuni) og hugmyndafræðileg einkenni (siðferðisgildi og sögulegt sjónarhorn).

Skoðun
Fréttamynd

Hryðju­verka­sam­tök fyrir botni Mið­jarðar­hafs – vanda­málið sem enginn vill ræða

Enn og aftur situr Ísrael undir ásökunum um að viðhafa aðskilnaðarstefnu gagnvart þegnum sínum. Þessar ásakanir eru í raun fráleitar. Í nýlegri grein um þetta viðfangsefni benti ég meðal annars á þá staðreynd að fjöldi Araba hefur ríkisborgararétt í Ísrael og tekur þátt í samfélaginu á öllum stigum þess. Það er meira að segja arabískt flokkabandalag í núverandi ríkisstjórn Ísraels.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er síon­ismi?

Þau eru fá skammaryrðin sem eru orðin jafn gildishlaðin og neikvæð í hugum margra og „síonisti“. Gjarnan fylgir orðinu hrina af meintum samheitum, til dæmis „kynþáttahatari“, „landræningi“ og „nýlendusinni“. Við nánari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að fólk virðist eiga erfitt með að koma frá sér einfaldri og hlutlausri skilgreiningu síonismans. En nýlega gerði leikkonan Sarah Silverman heiðarlega tilraun til þess í hlaðvarpi sínu:

Skoðun
Fréttamynd

Palestínsk kona í far­banni vegna for­ræðis­laga

Fyrir nokkrum vikum taldi Afar al-Najar sig hafa fundið flóttaleið frá Gazasvæðinu. Hún hafði fengið styrk til náms í samskiptatækni við tyrkneskan háskóla og orðið sér úti um öll nauðsynleg skilríki. Hún hafði auk þess greitt 500 dollara gjald til að sleppa við langa biðröðina við landamærin milli Egyptalands og Gaza.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað segja einræðisherrarnir um Ísrael og Gyðinga?

Í áranna rás hafa ákveðnir þjóðarleiðtogar ítrekað farið ófögrum orðum um Ísraelsríki og Gyðinga. Eftirfarandi eru beinar tilvitnanir í sex þeirra. Glöggir lesendur munu fljótlega átta sig á að enginn þeirra hefur beinlínis gott orðspor þegar kemur að mannréttindamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Stórveldin, Ísrael og olían

Staðhæfingin um að Ísraelsríki hafi verið „búið til“ af utanaðkomandi öflum – ýmist af Bandaríkjamönnum, Bretum eða Sameinuðu þjóðunum – heyrist ósjaldan þegar málefni Mið-Austurlanda bera á góma.

Skoðun
Fréttamynd

Árásir á Gyðinga færast í aukana

Eftir nýliðna átakahrinu á milli Ísraelsríkis og Hamassamtakanna ríkir nú brothættur friður fyrir botni Miðjarðarhafs. Atburðarásin var fyrirsjáanleg hvort sem litið er á átökin sjálf eða viðbrögð alþjóðasamfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hremmingar friðar­sinna á Gaza­svæðinu

Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein um Rami Aman, 39 ára friðarsinna frá Gazasvæðinu. Hamas-samtökin höfðu fært hann í fangelsi fyrir þann glæp að skipuleggja Zoom-fund með ísraelskum friðarsinnum.

Skoðun
Fréttamynd

Palestínsk yfir­völd í slæmum fé­lags­skap

Í síðustu viku greindi Reuters-fréttaveitan frá birtingu tillögu að stofnun fyrirhugaðra alþjóðasamtaka. Sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Palestínu koma að tillögunni. Þeirra á meðal eru Íran, Kína, Norður-Kórea, Rússland, Sýrland og Venesúela.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.