Ísrael þarf að láta hart mæta hörðu Finnur Th. Eiríksson skrifar 9. október 2023 07:30 Morguninn 7. október ruddist fjöldi liðsmanna Hamassamtakanna inn í Ísrael. Samkvæmt nýjustu fréttum myrtu þeir yfir 700 Ísraela og særðu yfir 2000. Þeir tóku auk þess yfir 130 gísla. Innrásin kom öllum í Ísrael að óvörum og einn helgasti hátíðisdagur Gyðinga breyttist skyndilega í martröð. Hryðjuverkamönnunum tókst að rjúfa varnarvegg Ísraels að Gazasvæðinu áður en þeir dreifðu sér um nærliggjandi byggðir. Á meðan þúsundum flugskeyta rigndi yfir Ísrael, myrtu Hamasliðar almenna borgara, jafnt börn sem fullorðna, á heimilum sínum. Fjöldi fregna af nauðgunum, afhöfðunum og viðlíka hryllingi hefur borist undanfarna sólarhringa. Meðal gíslanna sem Hamasliðarnir tóku var þrítug Instagramstjarna, Shani Louk. Hryðjuverkamennirnir afklæddu hana og hentu henni upp á pallbíl. Að svo búnu keyrðu þeir hana til Gazasvæðisins og tóku myndir af sér glottandi þar sem hún sést liggja hreyfingarlaus. Á einni myndinni sést hryðjuverkamaður toga í hár hennar á meðan annar leggur lappir sínar yfir hana. Fjölskylda Shani sá þessar myndir og bar kennsl á hana þegar hryðjuverkamennirnir höfðu deilt myndunum á samfélagsmiðlum með stolti. Að kalla hlutina sínu rétta nafni Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna starfa yfir tuttugu hryðjuverkasamtök. Þetta er lykilástæðan fyrir langlífi deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. En fjölmiðlar sjá aldrei ástæðu til að útskýra þessa staðreynd fyrir fólki. Auk þess virðist stefna fjölmiðla vera að forðast orðið „hryðjuverkasamtök“ þegar palestínsk samtök eiga í hlut. En hvað eru Hamassamtökin annað en hryðjuverkasamtök? Mögulega eru almennir fjölmiðlar haldnir þeirri ranghugmynd að Hamassamtökin séu málsvarar lítilmagnans. En Hamasliðar hafa kúgað og misþyrmt eigin þegnum síðan þeir komust til valda árið 2006. Stöðug ógnarstjórn þeirra er raunverulega ástæðan fyrir einangrun svæðisins. Hamassamtökin eru skólabókardæmi um hryðjuverkasamtök. Talsmaður samtakanna hefur viðurkennt að innrásin 7. október hafi verið fjármögnuð af Íran, en Íran er þekkt fyrir að fjármagna og þjálfa hryðjuverkasamtök víða um Mið-Austurlönd. Auk þess er skýr hliðstæða milli innrásar Hamassamtakanna og árása íslamska ríkisins (ISIS) á jasída í Sýrlandi. Bæði samtökin eiga það sameiginlegt að hafa ofsótt fólk sem er annars þjóðernis og trúar. Almennir fjölmiðlar hafa gert vandræðalegar tilraunir til að fjalla um innrásina frá „báðum hliðum“, líkt og innrás hryðjuverkasamtaka sé á nokkurn hátt sambærileg hernaðaraðgerðum yfirvalda Ísraels. En það ríkir sem betur fer alþjóðleg samstaða um að yfirvöld sjálfstæðs ríkis hafi meiri valdheimildir en uppreisnarhópar og hryðjuverkasamtök. Að láta hart mæta hörðu Það er vissulega jákvætt að leiðtogar fjölda vestrænna ríkja hafi fordæmt innrásina og lýst yfir stuðningi við Ísrael undanfarna sólarhringa. En það þarf meira til. Ísrael hefur verið sært djúpu sári sem mun taka langan tíma að gróa og því er ólíklegt að átökunum linni í bráð. Það ætti ekki að vera flókið að taka hlið Ísraels í þessu máli. Ísrael á í baráttu við samtök sem stæra sig af því að gera engan greinarmun á hermönnum og almennum borgurum. Stofnendur samtakanna hafa lýst því yfir að á Dómsdegi muni þeir myrða alla Gyðinga. Þetta er ekki orðræða frelsissamtaka. Þetta er orðræða herskárra íslamista. Það ber að taka fram að íslam og pólitískur íslamismi er ekki sama fyrirbærið. Pólitískur íslamismi er ekki göfug þjóðmenning frumbyggja heldur haturshugmyndafræði sem krefst algjörs samruna ríkis og trúar. Gegn slíkum óvini hefur Ísrael og í raun öll heimsbyggðin aðeins eitt ráð: Að láta hart mæta hörðu. Nú gæti einhver bent á að hörð gagnsókn feli í sér stigmögnun og komi í veg fyrir að nokkur sátt náist. En staðreyndin er sú að Hamassamtökin hafa frá upphafi hafnað öllum sáttaumleitunum. Í stað þess tefla þau samlöndum sínum fram sem byssufóðri og nota þá sem mannlega skildi í hvert sinn sem Ísraelski varnarherinn nálgast. Ábyrgðin á öllu mannfalli meðal Palestínumanna mun því skrifast á Hamassamtökin en ekki Ísraelsher. Nú vænti ég þess að réttmæt yfirvöld í Ísrael muni fljótt ná stjórn á ástandinu og snúi sér svo að því að uppræta Hamas og önnur hryðjuverkasamtök fyrir fullt og allt. Þá fyrst munu raunverulegar friðarviðræður geta átt sér stað milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Morguninn 7. október ruddist fjöldi liðsmanna Hamassamtakanna inn í Ísrael. Samkvæmt nýjustu fréttum myrtu þeir yfir 700 Ísraela og særðu yfir 2000. Þeir tóku auk þess yfir 130 gísla. Innrásin kom öllum í Ísrael að óvörum og einn helgasti hátíðisdagur Gyðinga breyttist skyndilega í martröð. Hryðjuverkamönnunum tókst að rjúfa varnarvegg Ísraels að Gazasvæðinu áður en þeir dreifðu sér um nærliggjandi byggðir. Á meðan þúsundum flugskeyta rigndi yfir Ísrael, myrtu Hamasliðar almenna borgara, jafnt börn sem fullorðna, á heimilum sínum. Fjöldi fregna af nauðgunum, afhöfðunum og viðlíka hryllingi hefur borist undanfarna sólarhringa. Meðal gíslanna sem Hamasliðarnir tóku var þrítug Instagramstjarna, Shani Louk. Hryðjuverkamennirnir afklæddu hana og hentu henni upp á pallbíl. Að svo búnu keyrðu þeir hana til Gazasvæðisins og tóku myndir af sér glottandi þar sem hún sést liggja hreyfingarlaus. Á einni myndinni sést hryðjuverkamaður toga í hár hennar á meðan annar leggur lappir sínar yfir hana. Fjölskylda Shani sá þessar myndir og bar kennsl á hana þegar hryðjuverkamennirnir höfðu deilt myndunum á samfélagsmiðlum með stolti. Að kalla hlutina sínu rétta nafni Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna starfa yfir tuttugu hryðjuverkasamtök. Þetta er lykilástæðan fyrir langlífi deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. En fjölmiðlar sjá aldrei ástæðu til að útskýra þessa staðreynd fyrir fólki. Auk þess virðist stefna fjölmiðla vera að forðast orðið „hryðjuverkasamtök“ þegar palestínsk samtök eiga í hlut. En hvað eru Hamassamtökin annað en hryðjuverkasamtök? Mögulega eru almennir fjölmiðlar haldnir þeirri ranghugmynd að Hamassamtökin séu málsvarar lítilmagnans. En Hamasliðar hafa kúgað og misþyrmt eigin þegnum síðan þeir komust til valda árið 2006. Stöðug ógnarstjórn þeirra er raunverulega ástæðan fyrir einangrun svæðisins. Hamassamtökin eru skólabókardæmi um hryðjuverkasamtök. Talsmaður samtakanna hefur viðurkennt að innrásin 7. október hafi verið fjármögnuð af Íran, en Íran er þekkt fyrir að fjármagna og þjálfa hryðjuverkasamtök víða um Mið-Austurlönd. Auk þess er skýr hliðstæða milli innrásar Hamassamtakanna og árása íslamska ríkisins (ISIS) á jasída í Sýrlandi. Bæði samtökin eiga það sameiginlegt að hafa ofsótt fólk sem er annars þjóðernis og trúar. Almennir fjölmiðlar hafa gert vandræðalegar tilraunir til að fjalla um innrásina frá „báðum hliðum“, líkt og innrás hryðjuverkasamtaka sé á nokkurn hátt sambærileg hernaðaraðgerðum yfirvalda Ísraels. En það ríkir sem betur fer alþjóðleg samstaða um að yfirvöld sjálfstæðs ríkis hafi meiri valdheimildir en uppreisnarhópar og hryðjuverkasamtök. Að láta hart mæta hörðu Það er vissulega jákvætt að leiðtogar fjölda vestrænna ríkja hafi fordæmt innrásina og lýst yfir stuðningi við Ísrael undanfarna sólarhringa. En það þarf meira til. Ísrael hefur verið sært djúpu sári sem mun taka langan tíma að gróa og því er ólíklegt að átökunum linni í bráð. Það ætti ekki að vera flókið að taka hlið Ísraels í þessu máli. Ísrael á í baráttu við samtök sem stæra sig af því að gera engan greinarmun á hermönnum og almennum borgurum. Stofnendur samtakanna hafa lýst því yfir að á Dómsdegi muni þeir myrða alla Gyðinga. Þetta er ekki orðræða frelsissamtaka. Þetta er orðræða herskárra íslamista. Það ber að taka fram að íslam og pólitískur íslamismi er ekki sama fyrirbærið. Pólitískur íslamismi er ekki göfug þjóðmenning frumbyggja heldur haturshugmyndafræði sem krefst algjörs samruna ríkis og trúar. Gegn slíkum óvini hefur Ísrael og í raun öll heimsbyggðin aðeins eitt ráð: Að láta hart mæta hörðu. Nú gæti einhver bent á að hörð gagnsókn feli í sér stigmögnun og komi í veg fyrir að nokkur sátt náist. En staðreyndin er sú að Hamassamtökin hafa frá upphafi hafnað öllum sáttaumleitunum. Í stað þess tefla þau samlöndum sínum fram sem byssufóðri og nota þá sem mannlega skildi í hvert sinn sem Ísraelski varnarherinn nálgast. Ábyrgðin á öllu mannfalli meðal Palestínumanna mun því skrifast á Hamassamtökin en ekki Ísraelsher. Nú vænti ég þess að réttmæt yfirvöld í Ísrael muni fljótt ná stjórn á ástandinu og snúi sér svo að því að uppræta Hamas og önnur hryðjuverkasamtök fyrir fullt og allt. Þá fyrst munu raunverulegar friðarviðræður geta átt sér stað milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun