Ísrael þarf að láta hart mæta hörðu Finnur Th. Eiríksson skrifar 9. október 2023 07:30 Morguninn 7. október ruddist fjöldi liðsmanna Hamassamtakanna inn í Ísrael. Samkvæmt nýjustu fréttum myrtu þeir yfir 700 Ísraela og særðu yfir 2000. Þeir tóku auk þess yfir 130 gísla. Innrásin kom öllum í Ísrael að óvörum og einn helgasti hátíðisdagur Gyðinga breyttist skyndilega í martröð. Hryðjuverkamönnunum tókst að rjúfa varnarvegg Ísraels að Gazasvæðinu áður en þeir dreifðu sér um nærliggjandi byggðir. Á meðan þúsundum flugskeyta rigndi yfir Ísrael, myrtu Hamasliðar almenna borgara, jafnt börn sem fullorðna, á heimilum sínum. Fjöldi fregna af nauðgunum, afhöfðunum og viðlíka hryllingi hefur borist undanfarna sólarhringa. Meðal gíslanna sem Hamasliðarnir tóku var þrítug Instagramstjarna, Shani Louk. Hryðjuverkamennirnir afklæddu hana og hentu henni upp á pallbíl. Að svo búnu keyrðu þeir hana til Gazasvæðisins og tóku myndir af sér glottandi þar sem hún sést liggja hreyfingarlaus. Á einni myndinni sést hryðjuverkamaður toga í hár hennar á meðan annar leggur lappir sínar yfir hana. Fjölskylda Shani sá þessar myndir og bar kennsl á hana þegar hryðjuverkamennirnir höfðu deilt myndunum á samfélagsmiðlum með stolti. Að kalla hlutina sínu rétta nafni Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna starfa yfir tuttugu hryðjuverkasamtök. Þetta er lykilástæðan fyrir langlífi deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. En fjölmiðlar sjá aldrei ástæðu til að útskýra þessa staðreynd fyrir fólki. Auk þess virðist stefna fjölmiðla vera að forðast orðið „hryðjuverkasamtök“ þegar palestínsk samtök eiga í hlut. En hvað eru Hamassamtökin annað en hryðjuverkasamtök? Mögulega eru almennir fjölmiðlar haldnir þeirri ranghugmynd að Hamassamtökin séu málsvarar lítilmagnans. En Hamasliðar hafa kúgað og misþyrmt eigin þegnum síðan þeir komust til valda árið 2006. Stöðug ógnarstjórn þeirra er raunverulega ástæðan fyrir einangrun svæðisins. Hamassamtökin eru skólabókardæmi um hryðjuverkasamtök. Talsmaður samtakanna hefur viðurkennt að innrásin 7. október hafi verið fjármögnuð af Íran, en Íran er þekkt fyrir að fjármagna og þjálfa hryðjuverkasamtök víða um Mið-Austurlönd. Auk þess er skýr hliðstæða milli innrásar Hamassamtakanna og árása íslamska ríkisins (ISIS) á jasída í Sýrlandi. Bæði samtökin eiga það sameiginlegt að hafa ofsótt fólk sem er annars þjóðernis og trúar. Almennir fjölmiðlar hafa gert vandræðalegar tilraunir til að fjalla um innrásina frá „báðum hliðum“, líkt og innrás hryðjuverkasamtaka sé á nokkurn hátt sambærileg hernaðaraðgerðum yfirvalda Ísraels. En það ríkir sem betur fer alþjóðleg samstaða um að yfirvöld sjálfstæðs ríkis hafi meiri valdheimildir en uppreisnarhópar og hryðjuverkasamtök. Að láta hart mæta hörðu Það er vissulega jákvætt að leiðtogar fjölda vestrænna ríkja hafi fordæmt innrásina og lýst yfir stuðningi við Ísrael undanfarna sólarhringa. En það þarf meira til. Ísrael hefur verið sært djúpu sári sem mun taka langan tíma að gróa og því er ólíklegt að átökunum linni í bráð. Það ætti ekki að vera flókið að taka hlið Ísraels í þessu máli. Ísrael á í baráttu við samtök sem stæra sig af því að gera engan greinarmun á hermönnum og almennum borgurum. Stofnendur samtakanna hafa lýst því yfir að á Dómsdegi muni þeir myrða alla Gyðinga. Þetta er ekki orðræða frelsissamtaka. Þetta er orðræða herskárra íslamista. Það ber að taka fram að íslam og pólitískur íslamismi er ekki sama fyrirbærið. Pólitískur íslamismi er ekki göfug þjóðmenning frumbyggja heldur haturshugmyndafræði sem krefst algjörs samruna ríkis og trúar. Gegn slíkum óvini hefur Ísrael og í raun öll heimsbyggðin aðeins eitt ráð: Að láta hart mæta hörðu. Nú gæti einhver bent á að hörð gagnsókn feli í sér stigmögnun og komi í veg fyrir að nokkur sátt náist. En staðreyndin er sú að Hamassamtökin hafa frá upphafi hafnað öllum sáttaumleitunum. Í stað þess tefla þau samlöndum sínum fram sem byssufóðri og nota þá sem mannlega skildi í hvert sinn sem Ísraelski varnarherinn nálgast. Ábyrgðin á öllu mannfalli meðal Palestínumanna mun því skrifast á Hamassamtökin en ekki Ísraelsher. Nú vænti ég þess að réttmæt yfirvöld í Ísrael muni fljótt ná stjórn á ástandinu og snúi sér svo að því að uppræta Hamas og önnur hryðjuverkasamtök fyrir fullt og allt. Þá fyrst munu raunverulegar friðarviðræður geta átt sér stað milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Sjá meira
Morguninn 7. október ruddist fjöldi liðsmanna Hamassamtakanna inn í Ísrael. Samkvæmt nýjustu fréttum myrtu þeir yfir 700 Ísraela og særðu yfir 2000. Þeir tóku auk þess yfir 130 gísla. Innrásin kom öllum í Ísrael að óvörum og einn helgasti hátíðisdagur Gyðinga breyttist skyndilega í martröð. Hryðjuverkamönnunum tókst að rjúfa varnarvegg Ísraels að Gazasvæðinu áður en þeir dreifðu sér um nærliggjandi byggðir. Á meðan þúsundum flugskeyta rigndi yfir Ísrael, myrtu Hamasliðar almenna borgara, jafnt börn sem fullorðna, á heimilum sínum. Fjöldi fregna af nauðgunum, afhöfðunum og viðlíka hryllingi hefur borist undanfarna sólarhringa. Meðal gíslanna sem Hamasliðarnir tóku var þrítug Instagramstjarna, Shani Louk. Hryðjuverkamennirnir afklæddu hana og hentu henni upp á pallbíl. Að svo búnu keyrðu þeir hana til Gazasvæðisins og tóku myndir af sér glottandi þar sem hún sést liggja hreyfingarlaus. Á einni myndinni sést hryðjuverkamaður toga í hár hennar á meðan annar leggur lappir sínar yfir hana. Fjölskylda Shani sá þessar myndir og bar kennsl á hana þegar hryðjuverkamennirnir höfðu deilt myndunum á samfélagsmiðlum með stolti. Að kalla hlutina sínu rétta nafni Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna starfa yfir tuttugu hryðjuverkasamtök. Þetta er lykilástæðan fyrir langlífi deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. En fjölmiðlar sjá aldrei ástæðu til að útskýra þessa staðreynd fyrir fólki. Auk þess virðist stefna fjölmiðla vera að forðast orðið „hryðjuverkasamtök“ þegar palestínsk samtök eiga í hlut. En hvað eru Hamassamtökin annað en hryðjuverkasamtök? Mögulega eru almennir fjölmiðlar haldnir þeirri ranghugmynd að Hamassamtökin séu málsvarar lítilmagnans. En Hamasliðar hafa kúgað og misþyrmt eigin þegnum síðan þeir komust til valda árið 2006. Stöðug ógnarstjórn þeirra er raunverulega ástæðan fyrir einangrun svæðisins. Hamassamtökin eru skólabókardæmi um hryðjuverkasamtök. Talsmaður samtakanna hefur viðurkennt að innrásin 7. október hafi verið fjármögnuð af Íran, en Íran er þekkt fyrir að fjármagna og þjálfa hryðjuverkasamtök víða um Mið-Austurlönd. Auk þess er skýr hliðstæða milli innrásar Hamassamtakanna og árása íslamska ríkisins (ISIS) á jasída í Sýrlandi. Bæði samtökin eiga það sameiginlegt að hafa ofsótt fólk sem er annars þjóðernis og trúar. Almennir fjölmiðlar hafa gert vandræðalegar tilraunir til að fjalla um innrásina frá „báðum hliðum“, líkt og innrás hryðjuverkasamtaka sé á nokkurn hátt sambærileg hernaðaraðgerðum yfirvalda Ísraels. En það ríkir sem betur fer alþjóðleg samstaða um að yfirvöld sjálfstæðs ríkis hafi meiri valdheimildir en uppreisnarhópar og hryðjuverkasamtök. Að láta hart mæta hörðu Það er vissulega jákvætt að leiðtogar fjölda vestrænna ríkja hafi fordæmt innrásina og lýst yfir stuðningi við Ísrael undanfarna sólarhringa. En það þarf meira til. Ísrael hefur verið sært djúpu sári sem mun taka langan tíma að gróa og því er ólíklegt að átökunum linni í bráð. Það ætti ekki að vera flókið að taka hlið Ísraels í þessu máli. Ísrael á í baráttu við samtök sem stæra sig af því að gera engan greinarmun á hermönnum og almennum borgurum. Stofnendur samtakanna hafa lýst því yfir að á Dómsdegi muni þeir myrða alla Gyðinga. Þetta er ekki orðræða frelsissamtaka. Þetta er orðræða herskárra íslamista. Það ber að taka fram að íslam og pólitískur íslamismi er ekki sama fyrirbærið. Pólitískur íslamismi er ekki göfug þjóðmenning frumbyggja heldur haturshugmyndafræði sem krefst algjörs samruna ríkis og trúar. Gegn slíkum óvini hefur Ísrael og í raun öll heimsbyggðin aðeins eitt ráð: Að láta hart mæta hörðu. Nú gæti einhver bent á að hörð gagnsókn feli í sér stigmögnun og komi í veg fyrir að nokkur sátt náist. En staðreyndin er sú að Hamassamtökin hafa frá upphafi hafnað öllum sáttaumleitunum. Í stað þess tefla þau samlöndum sínum fram sem byssufóðri og nota þá sem mannlega skildi í hvert sinn sem Ísraelski varnarherinn nálgast. Ábyrgðin á öllu mannfalli meðal Palestínumanna mun því skrifast á Hamassamtökin en ekki Ísraelsher. Nú vænti ég þess að réttmæt yfirvöld í Ísrael muni fljótt ná stjórn á ástandinu og snúi sér svo að því að uppræta Hamas og önnur hryðjuverkasamtök fyrir fullt og allt. Þá fyrst munu raunverulegar friðarviðræður geta átt sér stað milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun