Stækt Gyðingahatur í nafni mannréttinda Finnur Th. Eiríksson skrifar 1. nóvember 2023 08:31 Um daginn fór ég í viðtal hjá ríkismiðlinum. Þar sagði ég meðal annars að „fjölmargir eigi erfitt með að aðgreina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum“. Ég reyndist sannarlega forspár. Í gær var mér bent á nýlegan pistil Sigurðar Skúlasonar, leikara. Þar segir hann: „Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins.“ Það skiptir engu máli hvort samúð manns liggur hjá Palestínumönnum eða Ísraelum í þessu máli. Þetta er Gyðingahatur. Það að nota sársaukafyllsta viðburð í sögu Gyðinga til að núa þeim honum um nasir er Gyðingahatur. Það að alhæfa á neikvæðan hátt um Gyðinga sem heild er Gyðingahatur. Sigurður Skúlason er maður sem notar samkennd með Palestínumönnum sem skjól fyrir hatri sínu. En er Sigurður Skúlason einn um þessa afstöðu? Greinilega ekki, því um fimm þúsund manns hafa líkað við færslu hans. Ég tók ekki nógu sterkt til orða þegar ég sagði að fjölmargir ættu erfitt með að greina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum. Fjölmargir eru hreinlega ófærir um það. Samþykki fimm þúsund Íslendinga við slíkum viðbjóði hefur því miður ekki átt sér stað í tómarúmi. Íslenskir fjölmiðlar geta ekki skorast undan ábyrgð í þessu máli. Frá upphafi stríðsins þann 7. október hafa þeir gert fátt annað gert en að lepja upp blygðunarlausan áróður Hamassamtakanna. Til dæmis hafa íslenskir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Ísrael hafi skotið flugskeyti á spítala, en óyggjandi sönnunargögn eru fyrir því að hryðjuverkasamtök á Gazasvæðinu hafi skotið flugskeytinu. Yfir fimm hundruð gölluð flugskeyti hryðjuverkasamtaka hafa lent á Gazasvæðinu undanfarnar vikur og gætu hæglega hafa borið ábyrgð á meirihluta þeirra dauðsfalla sem hafa orðið í stríðinu. Kjarni málsins er sá að íslenskir fjölmiðlar hafa í raun ekki hundsvit á því sem er að gerast í þessum heimshluta. Þessum pistli fylgir því ákall til þeirra um að hætta að fjalla um þetta mál á þennan hlutdræga og æsifréttalega hátt. Það má færa rök fyrir því að þeir hafi hreinlega framleitt Gyðingahatur með umfjöllun sinni. Að lokum langar mig að undirstrika að Gyðingar hafa innbyrðis ólíkar skoðanir á þessu stríði, líkt og öllu öðru. Það er því algjörlega óboðlegt að minnihlutahópur á Íslandi sé djöfulgerður á þennan hátt á opinberum vettvangi. Höfundur er meðlimur Menningarfélags Gyðinga og stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn fór ég í viðtal hjá ríkismiðlinum. Þar sagði ég meðal annars að „fjölmargir eigi erfitt með að aðgreina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum“. Ég reyndist sannarlega forspár. Í gær var mér bent á nýlegan pistil Sigurðar Skúlasonar, leikara. Þar segir hann: „Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins.“ Það skiptir engu máli hvort samúð manns liggur hjá Palestínumönnum eða Ísraelum í þessu máli. Þetta er Gyðingahatur. Það að nota sársaukafyllsta viðburð í sögu Gyðinga til að núa þeim honum um nasir er Gyðingahatur. Það að alhæfa á neikvæðan hátt um Gyðinga sem heild er Gyðingahatur. Sigurður Skúlason er maður sem notar samkennd með Palestínumönnum sem skjól fyrir hatri sínu. En er Sigurður Skúlason einn um þessa afstöðu? Greinilega ekki, því um fimm þúsund manns hafa líkað við færslu hans. Ég tók ekki nógu sterkt til orða þegar ég sagði að fjölmargir ættu erfitt með að greina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum. Fjölmargir eru hreinlega ófærir um það. Samþykki fimm þúsund Íslendinga við slíkum viðbjóði hefur því miður ekki átt sér stað í tómarúmi. Íslenskir fjölmiðlar geta ekki skorast undan ábyrgð í þessu máli. Frá upphafi stríðsins þann 7. október hafa þeir gert fátt annað gert en að lepja upp blygðunarlausan áróður Hamassamtakanna. Til dæmis hafa íslenskir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Ísrael hafi skotið flugskeyti á spítala, en óyggjandi sönnunargögn eru fyrir því að hryðjuverkasamtök á Gazasvæðinu hafi skotið flugskeytinu. Yfir fimm hundruð gölluð flugskeyti hryðjuverkasamtaka hafa lent á Gazasvæðinu undanfarnar vikur og gætu hæglega hafa borið ábyrgð á meirihluta þeirra dauðsfalla sem hafa orðið í stríðinu. Kjarni málsins er sá að íslenskir fjölmiðlar hafa í raun ekki hundsvit á því sem er að gerast í þessum heimshluta. Þessum pistli fylgir því ákall til þeirra um að hætta að fjalla um þetta mál á þennan hlutdræga og æsifréttalega hátt. Það má færa rök fyrir því að þeir hafi hreinlega framleitt Gyðingahatur með umfjöllun sinni. Að lokum langar mig að undirstrika að Gyðingar hafa innbyrðis ólíkar skoðanir á þessu stríði, líkt og öllu öðru. Það er því algjörlega óboðlegt að minnihlutahópur á Íslandi sé djöfulgerður á þennan hátt á opinberum vettvangi. Höfundur er meðlimur Menningarfélags Gyðinga og stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar