Erlent

Fréttamynd

Margret Thatcher lögð inn á sjúkrahús í gær

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í London í gær eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Thatcher er enn á sjúkrahúsinu og hefur undirgengist rannsóknir í nótt, en ekki er útilokað að hún útskrifist í dag.

Erlent
Fréttamynd

62 látnir í námuslysi í Kína

62 létust og þrettán eru enn innilokaðir eftir enn eina námusprenginguna í Kína í nótt. Sprengingin varð í einkarekinni námu í Hebei-héraði. Tæplega tvö hundruð starfsmenn voru inni í námunni þegar slysið varð, 82r komust út af sjálfsdáðum en 32 var strax bjargað.

Erlent
Fréttamynd

Skutu geðveikan mann til bana á Miami-flugvelli

Alríkislögreglumaður skaut geðveikan mann til bana á flugvellinum á Miami í Bandaríkjunum í gærkvöld eftir að hann sagðist vera með sprengju á sér. Maðurinn var um borð í flugvél American Airlines, sem var nýlega lent. Hann sagðist vera með sprengju í bakpokanum sínum og lagði síðan á flótta inn landganginn.

Erlent
Fréttamynd

Sprengingar í Bangladess

Minnst fimm létust og fimmtíu eru sárir eftir tvær sprengingar í norðurhluta Bangladess í morgun. Sprengjurnar tvær sprungu með aðeins nokkurra mínútna millibili og allt bendir til að um hryðjuverk sé að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Reynir að taka af tvímæli um stefnuna

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi í gær að taka af öll tvímæli um stefnu Bandaríkjastjórnar hvað varðar harka­legar aðferðir við yfirheyrslu. Lýsti hún því yfir að enginn starfsmaður bandarískra stofnana mætti beita fólk niðurlægjandi meðferð, hvort sem væri í eigin landi eða erlendis.

Erlent
Fréttamynd

Segja hermenn í uppreisnarhug

Níu liðhlaupar frá Norður-Kóreu, sem segjast vera úr sérsveit hers norðanmanna, sögðu í gær að félagar þeirra í her alþýðulýðveldisins væru að missa móðinn vegna ástandsins þar, og myndu gera uppreisn nema kommúnistastjórnin í Pyongyang loki fangabúðum þar sem pólitískur fangar eru geymdir og taki sig á í mannréttindamálum.

Erlent
Fréttamynd

Hafa tekið stríðsfanga

Norskir hermenn hafa tekið stríðsfanga í Afganistan eða átt þátt í slíkum handtökum. Þetta hefur Verdens Gang fengið staðfest í norska varnarmálaráðuneytinu. Ekki hefur verið gefið upp hver fjöldinn er.

Erlent
Fréttamynd

Flestir búa enn í tjöldum

Næstum ári eftir að flóðbylgjan skall á löndum við Indlandshaf búa enn langflestir þeirra sem misstu heimili sín í hamförunum í neyðarskýlum eða tjaldbúðum. Þetta er niðurstaða bandarískrar könnunar sem gerð var á Indlandi, á Sri Lanka og norðurhluta Súmötru í Indónesíu sem varð einna verst úti.

Erlent
Fréttamynd

Heimildarmaðurinn ákærður

Einn af leynilegum heimildarmönnum sænsku lögreglunnar hefur verið handtekinn og ákærður fyrir þátttöku í árás á brynvarðan peningaflutningabíl Securitas í Stokkhólmi í lok ágúst. Ræningjarnir höfðu hátt í 250 milljónir upp úr krafsinu.

Erlent
Fréttamynd

Kjósendur ráku borgarstjórann

Borgarstjóra Spokane í Washingtonríki í Banda­ríkj­unum hefur verið vikið úr em­bætti í sér­stök­um kosn­ing­um. Borgarstjórinn, sem heitir James E. West og er 54 ára, var sakað­ur um að hafa boð­ið ung­um mönn­um sem hann hitti á homma­spjall­rás­um netsins bæði störf og smá­greiða.

Erlent
Fréttamynd

Maður skotinn til bana

Lögregla skaut mann til bana á alþjóðaflugvellinum í Miami í gærkvöldi eftir að maðurinn hótaði að grípa til sprengju í tösku sinni. Hafði maðurinn haft að engu tilmæli lögreglu um að sleppa töskunni sem varð til þess að lögreglumaður hleypti af byssu sinni og lést maðurinn af sárum sínum skömmu síðar.

Erlent
Fréttamynd

Norðmenn beiti sér áfram

Forseti Srí Lanka sem nýlega tók við embætti, Mahinda Rajapakse, æskti þess í gær að Norðmenn héldu áfram sáttasemjarahlutverki sínu í friðarumleitunum við aðskilnaðarsinna ­tamíla­­tígranna­ á eynni.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu dópsalarnir dæmdir

Þrír menn voru í vikunni dæmdir til fangelsisvistar fyrir hasssölu í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem eiturlyfjasalar, í þessu fyrrverandi fríríki innan borgarmarka Kaupmannahafnar, hljóta dóm. Mennirnir fengu allt að tveggja og hálfs árs dóma.

Erlent
Fréttamynd

Cameron segist vera framtíðin

David Cameron, nýkjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins, mætti Tony Blair í vikulegum spurningatíma forsætisráðherrans á þinginu í Westminst­er í gær. Hin nýja vonarstjarna íhaldsmanna reyndi við það tækifæri að varpa upp þeirri ímynd af sér að hann væri ásjóna pólitískrar framtíðar Bretlands en Tony Blair maður liðins tíma.

Erlent
Fréttamynd

Castro mætti í tólf ára afmælið

Einhver frægasti kúbverski drengur samtímans, Elian Gonzales, hélt á þriðjudaginn upp á tólf ára afmælið sitt og mætti Fidel Castro, forseti í Kúbu, í afmælið. Sex ár eru liðin síðan móðir Elians reyndi að flýja með strákinn til Bandaríkjanna. Bátur sem mæðginin voru í sökk.

Erlent
Fréttamynd

Sextíu prósent lifa við fátækt

Einn af hverjum fimm Spánverjum verður að gera sér að góðu að framfleyta sér fyrir tæpar 24 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum frá hagstofu landsins sem birtar voru nýlega. Upphæðin er undir fátæktarmörkum á Spáni en rannsóknin leiddi í ljós að fátæktin er hvað mest í suðurhluta landsins, í Andalúsíu og Castilla-La Mancha.

Erlent
Fréttamynd

Barn beið bana

Barn lést og nokkrir eru slasaðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Austur-Afríku á mánudag. Skjálftinn mældist 6,8 stig og því var óttast að mikil eyðilegging hefði orðið af hans völdum. Mest virðist tjónið hafa orðið í Austur-Kongó en þar hrundu nokkur hús til grunna.

Erlent
Fréttamynd

Scooby-Doo auglýsi ekki óhollan mat

Um 31 prósent bandarískra barna þjáist af offitu. Virt bandarísk stofnun krefst þess að fyrirtæki breyti um stefnu. Í nýrri skýrslu er lagt til að hætt verði að auglýsa óhollar matar- og drykkjarvörur í barnatímum í sjónvarpi.

Erlent
Fréttamynd

Margret Thatcher flutt á sjúkrahús

Margret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í London um fimmleytið í dag eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Thatcher mun dvelja á sjúkrahúsinu að minnsta kosti í nótt og undirgangast rannsóknir til að hafa varan á, en mun að öllum líkindum útskrifast á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Farþegi sem sagðist vera með sprengju skotinn til bana

Farþegi um borð í flugvél American Airlines á flugvellinum á Miami í Bandaríkjunum var skotinn til bana fyrr í kvöld eftir að hann sagðist vera með sprengju á sér. Hermenn sem höfðu umkringt vélina skutu manninn þegar hann reyndi að flýja inn í flugstöðvarbygginguna.

Erlent
Fréttamynd

Eldur í tjaldi á hamfarasvæðunum í Pakistan

Sjö létust, þar af fjögur börn, þegar eldur kviknaði í tjaldi á hamfarasvæðunum í norðurhluta Pakistans í gærkvöld. Samkvæmt fréttum AP kviknaði í tjaldinu úr frá kerti og létust fjórir á staðnum en þrír á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Erlent
Fréttamynd

Flugvél hrapaði undan ströndum Kanada

Flugvél hrapaði í hafið út af austurströndum New Brunswick-héraðs í Kanada í dag. Fyrstu fréttir hermdu að vélin hafi verið fjögurra hreyfla Herkúles flutningavél en talsmenn kanadíska hersins segja hinsvegar að engrar slíkrar vélar sé saknað. Mögulegt er því að um minni vél hafi verið að ræða. Málið er í rannsókn.

Erlent
Fréttamynd

Réttarhöldunum yfir Saddam frestað í tvær vikur

Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var frestað í tvær vikur í dag eftir að Saddam neitaði að vera viðstaddur þau. Til stóð að halda réttarhöldunum áfram í dag og voru tvö vitni að grimmdarverkum Saddams kölluð í vitnastúku.

Erlent
Fréttamynd

Ákærðir fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi

Tveir félagar í Danmerkurdeild palestínsku samtakanna al-Aqsa hafa verið ákærðir fyrir að fjármagna hryðjuverk. Greint er frá því á vef danska blaðsins Politiken að rannsókn yfirvalda hafi leitt í ljós að mennirnir hafi safnað peningum í Danmörku og sent þá til félaga sem tilheyri Hamas-samtökunum eða tengist þeim.

Erlent
Fréttamynd

Sjö létust í tjaldbruna á hamfarasvæðum í Pakistan

Sjö létust, þar af fjögur börn, þegar eldur kviknaði í tjaldi á hamfarasvæðunum í norðurhluta Pakistans í gærkvöld. Samkvæmt fréttum AP kviknaði í tjaldinu úr frá kerti og létust fjórir á staðnum en þrír á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Erlent
Fréttamynd

Mynt með mynd Benedikts XVI

Benedikt sextándi páfi fetaði í fótspor forvera síns, Jóhannesar Páls páfa annars, þegar myntslátta Páfagarðs gaf út evrumyntir með mynd Benedikts sextánda á framhliðinni.

Erlent