Erlent Útilokuð af öllum flokkum Ekki kemur til greina að innheimta gjöld í heilbrigðiskerfinu eins og velferðarnefnd sem skipuð var í Danmörku leggur til. Þetta segja talsmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Erlent 11.12.2005 21:54 Hamingjufréttir í fyrirrúmi Heimasíðan HappyNews.com nýtur vaxandi vinsælda í Bandaríkjunum um þessar mundir. Á tímum þegar hryðjuverkamenn og ýmiss konar stríðsrekstur, þar á meðal í Írak, er áberandi í daglegum fréttum þar í landi vill sífellt fleira fólk heyra glaðlegri fréttir sem fær það til að gleyma öllum hörmungunum sem eiga sér stað allt í kringum það. Erlent 11.12.2005 21:54 Ferðaðist víða á fölsuðu vegabréfi Króatíski hershöfðinginn fyrrverandi, Ante Gotovina, sem nú bíður þess að vera framseldur frá Spáni til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, hafði ferðast víða um heiminn á fölsuðu vegabréfi er hann náðist á hóteli á Kanaríeyjum á miðvikudagskvöld. Erlent 11.12.2005 21:54 Óásættanleg ummæli "Þetta er eitthvað sem er óásættanlegt," sagði Frans Muentefering, varakanslari Þýskalands um umæli Íransforseta varðandi helförina og Ísraelsríki. Erlent 11.12.2005 21:54 Reykurinn skyggði á sólina Brynhildur Birgisdóttir kvikmyndaframleiðandi býr í Hackney-hverfinu í austurhluta London og sá þykkan reykjarmökk leggja yfir borgina í gær. Erlent 11.12.2005 21:54 Tugir særðust í sprengingu í olíubirgðastöð við London Mesta sprenging sem orðið hefur í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni varð í olíubirgðastöð skammt frá London. Mildi þykir að enginn skyldi farast. Rúmlega 40 slösuðust þar af tveir alvarlega. Ekki er talið að hryðjuverkamenn hafi staðið fyrir sprengingunni þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar þess efnis. Erlent 11.12.2005 21:54 Auglýsir eftir samísku sæði Sæðibankinn í Noregi auglýsir eftir gjafasæði úr Sömum. Forstöðumaður bankans segir að 15 til 20 prósent sæðisþega séu af samískum uppruna og það sé eðlilegt að gefa sæðisþegum kost á því að fá sæði af sama kynstofni. Erlent 11.12.2005 21:54 Brúður fyrir átta milljónir Tæplega sjötugur maður ætlar að kvænast sautján ára gamalli stúlku og borgar móðurinni fyrir 800 þúsund norskar krónur, eða um átta milljónir íslenskar. Skrifað var undir samninginn í apríl í fyrra og hefur maðurinn þegar látið móðurina hafa einn tíunda upphæðarinnar. Erlent 11.12.2005 21:54 Heilsu milljarða jarðarbúa ógnað Mikill ágangur á viðkvæm vistkerfi heimsins mun hafa alvarlegar afleiðingar á tilveru og heilsufar milljarða íbúa jarðar í framtíðinni. Er það niðurstaða nýrrar skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sent frá sér. Erlent 11.12.2005 21:54 Skildu duflið eftir á bryggju Sænska lögreglan lokaði fyrir umferð um hafnarsvæðið og nágrenni í miðborg Gautaborgar í nokkra klukkutíma fyrir helgi eftir að tundurdufl uppgötvaðist á hafnarbakkanum. Erlent 11.12.2005 21:54 Best að búa á Malaga en verst í Napólí Auðvelt er að finna atvinnu í Dublin og London en nánast vonlaust í Berlín og Napólí samkvæmt nýrri könnun Evrópusambandsins. Könnunin var gerð til að kanna lífsgæði fólks í rúmlega þrjátíu borgum innan Evrópusambandsins. Erlent 11.12.2005 21:54 Tugþúsundir manna sýna Gotovina stuðning Tugþúsundir manna hafa safnast saman á götum úti í Króatíu til þess að sína meinta stríðsglæpamanninum Ante Gotovina stuðning. Hann var í gærmorgun fluttur með spænskri herflugvél áleiðis til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Erlent 11.12.2005 16:24 Andi jólanna í hættu Andi jólanna er í hættu vegna gegndarlausrar efnishyggju víða um heim. Þetta sagði Benedikt páfi í vikulegri blessum sinni á Péturstorginu í Róm. Páfinn sagði að jólin liðu fyrir auglýsingaeitrun, sem tröllriði öllu í hinum vestræna heimi á þessum árstíma. Erlent 11.12.2005 16:16 Öflugur skjálfti á Nýju Gíneu Jarðskjálfti upp á sex komma átta á Richter skók Nýju Gíneu á þriðja tímanum í dag. Skjálftinn varð í þeim hluta landsins sem liggur norður af Ástralíu og austur af Indónesíu. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í skjálftanum. Erlent 11.12.2005 16:13 Pryor látinn Grínleikarinn frægi Richard Pryor lést í gærkveldi. Hjartaáfall varð honum að fjörtjóni að sögn eftirlifandi eiginkonu hans. Richard Pryor var sextíu og fimm ára að aldri og hafði glímt við MS sjúkdóminn í um tvo áratugi. Erlent 11.12.2005 14:46 Flugöryggi gagnrýnt Flugöryggi í Nígeríu er nú harðlega gagnrýnt eftir enn eitt stóra flugslysið í landinu í gær, þar sem yfir eitt hundrað manns fórust. Erlent 11.12.2005 14:42 Sjö lifðu en hundrað létust Sjö manns björguðust en 103 fórust þegar nígerísk farþegaþota hrapaði til jarðar í gær. Vélin var aðflugi að flugvelli í borginni Port Harcourt, sem er sunnantil í Nígeríu. Erlent 10.12.2005 21:26 Hættan aldrei verið meiri "Við erum í kapphlaupi við tímann," sagði Mohamed ElBaradei, yfirmaður kjarnorkueftirlits Sameinuðu þjóðanna, þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Noregi í gær. ElBaradei sagði hættuna á kjarnorkuhörmungum vera meiri en nokkru sinni, nú fimmtán árum eftir lok kalda stríðsins og sextíu árum frá því kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki. Erlent 10.12.2005 21:25 Yrði skærari en Pólstjarnan Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur sem fylgist manna best með því sem gerist í heimi geimrannsókna segir ekki ástæðu til að hlaupa upp til handa og fóta vegna Apophis og hugsanlegrar hættu á að hann rekist á jörðina. Erlent 10.12.2005 21:25 Smástirnið Apophis getur ógnað jarðlífi Vísindamenn telja enn á ný að jörðinni kunni að stafa ógn af smástirni. Það sem nú um ræðir hefur fengið nafnið Apophis eftir hinum egypska guð eyðileggingarinnar. Gert er ráð fyrir að leiðir þess og jarðarinnar geti legið saman nokkrum sinnum kringum árið 2030 en hættan á árekstri verði mest árið 2036. Daglega verður jörðin fyrir endalausu regni loftsteina, sem langflestir brenna upp og eyðast í lofthjúp jarðar. Erlent 10.12.2005 21:25 Frá smástirni til loftsteins Loftsteinn verður ekki loftsteinn fyrr en hann skellur á jörðina. Fram að því heitir hann smástirni. Þetta geimgrýti getur verið afar mismunandi að stærð, allt frá risastórum flykkjum á borð við Apophis, niður í agnarlítil sandkorn. Þetta eru smæstu agnir geimsins sem eru á braut um sólu. Steinarnir eru yfirleitt úr bergi, bergi og járni eða járni. Flestir þeirra eru frá því sólkerfið myndaðist fyrir um 4600 milljónum ára. Erlent 10.12.2005 21:25 56 fórust þegar nígerísk farþegaflugvél hrapaði í borginni Port Harcourt 56 manns fórust og sjö til átta farþegar slösuðust þegar nígerísk farþegaflugvél hrapaði í borginni Port Harcourt í dag. Enn er ekki ljóst um orsakir slyssins. Vélin var á vegum Sosoliso flugfélagsins en flugfélagið flýgur innanlandsflug milli Lagos og annarra borga í Nígeríu. Innlent 10.12.2005 16:17 Alþjóða kjarnorkustofnunin og framkvæmdarstjóri hennar fá friðarverðlaun Nóbels í ár Alþjóða kjarnorkumálastofnunin og framkvæmdarstjóri hennar, Mohamed ElBaradei, fá friðarverðlaun Nóbels í ár. EIBaradei og Alþjóða kjarnorkumálastofnunin fá friðarverðlaunin fyrir að hafa beitt sér gegn útbreiðslu kjarnaorkuvopna og fyrir að stuðla öruggri notkun kjarnorku. EIBaradei og Yukiya Amano, stjórnarformaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, tóku á móti verðlaununum við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í Osló fyrr í dag. Erlent 10.12.2005 14:53 Fjárlagafrumvarpið í uppnámi Hvorki gengur né rekur að berja saman nýtt fjárlagafrumvarp fyrir Evrópusambandið. Forsætisráðherra Bretlands segir að náist ekki samkomulag í næstu viku, varpi það stórum skugga á Evrópusambandið. Erlent 10.12.2005 12:09 Sjö handteknir á Spáni Spænska lögreglan handtók í gær sjö menn sem talið er að hafi fjármagnað aðgerðir hryðjuverkasamtaka sem tengjast al-Kæda. Málið teygir sig víðar og búist er við fleiri handtökum í Evrópu á næstunni. Innlent 10.12.2005 12:08 Dáist að einurð Íraka Í janúar kusu Írakar stjórnlagaþing sem síðan skipaði ríkisstjórn, í október greiddu þeir atkvæði um drög að nýrri stjórnarskrá landsins og næstkomandi fimmtudag ganga þeir í þriðja sinn að kjörborðinu á tæpu ári þegar þeir kjósa nýja menn á þing samkvæmt ákvæðum nýju stjórnarskrárinnar. Erlent 9.12.2005 21:15 Fengu ekki að hitta alla fanga Háttsettur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu hefur staðfest að fulltrúum Rauða krossins hafi ekki verið veittur aðgangur að öllum þeim föngum sem eru í haldi Bandaríkjamanna, grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Frá þessu greindi forseti Alþjóða Rauða krossins (ICRC) í gær. Erlent 9.12.2005 21:15 Gagnrýnd úr öllum áttum Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, varpaði þeirri skoðun fram á leiðtogafundi íslamskra ríkja í Mekka í Sádi-Arabíu í fyrradag að sakbitnar Evrópuþjóðir ættu frekar að láta gyðinga hafa landsvæði í eigin álfu undir ríki sitt en að koma vandanum yfir á Mið-Austurlönd. Erlent 9.12.2005 21:15 Konunum var fyrst sagt upp Kvenkyns stjórnendur voru fyrst látnir fara frá fjarskiptafyrirtækinu Ericsson þegar harðnaði á dalnum fyrir nokkrum árum. Ericsson hélt þá eftir karlmönnum þar sem þeir voru frekar taldir þora að taka erfiðar ákvarðanir. Erlent 9.12.2005 21:15 Pólland helsta miðstöðin Pólland var aðalmiðstöð leynifangelsa CIA í Evrópu, þar sem meintir hryðjuverkamenn voru hafðir í haldi á laun. Þetta fullyrti talsmaður Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch) í gær. Talsmenn pólskra stjórnvalda halda hins vegar fast við að hafa hvergi komið við sögu. Erlent 9.12.2005 21:15 « ‹ ›
Útilokuð af öllum flokkum Ekki kemur til greina að innheimta gjöld í heilbrigðiskerfinu eins og velferðarnefnd sem skipuð var í Danmörku leggur til. Þetta segja talsmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Erlent 11.12.2005 21:54
Hamingjufréttir í fyrirrúmi Heimasíðan HappyNews.com nýtur vaxandi vinsælda í Bandaríkjunum um þessar mundir. Á tímum þegar hryðjuverkamenn og ýmiss konar stríðsrekstur, þar á meðal í Írak, er áberandi í daglegum fréttum þar í landi vill sífellt fleira fólk heyra glaðlegri fréttir sem fær það til að gleyma öllum hörmungunum sem eiga sér stað allt í kringum það. Erlent 11.12.2005 21:54
Ferðaðist víða á fölsuðu vegabréfi Króatíski hershöfðinginn fyrrverandi, Ante Gotovina, sem nú bíður þess að vera framseldur frá Spáni til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, hafði ferðast víða um heiminn á fölsuðu vegabréfi er hann náðist á hóteli á Kanaríeyjum á miðvikudagskvöld. Erlent 11.12.2005 21:54
Óásættanleg ummæli "Þetta er eitthvað sem er óásættanlegt," sagði Frans Muentefering, varakanslari Þýskalands um umæli Íransforseta varðandi helförina og Ísraelsríki. Erlent 11.12.2005 21:54
Reykurinn skyggði á sólina Brynhildur Birgisdóttir kvikmyndaframleiðandi býr í Hackney-hverfinu í austurhluta London og sá þykkan reykjarmökk leggja yfir borgina í gær. Erlent 11.12.2005 21:54
Tugir særðust í sprengingu í olíubirgðastöð við London Mesta sprenging sem orðið hefur í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni varð í olíubirgðastöð skammt frá London. Mildi þykir að enginn skyldi farast. Rúmlega 40 slösuðust þar af tveir alvarlega. Ekki er talið að hryðjuverkamenn hafi staðið fyrir sprengingunni þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar þess efnis. Erlent 11.12.2005 21:54
Auglýsir eftir samísku sæði Sæðibankinn í Noregi auglýsir eftir gjafasæði úr Sömum. Forstöðumaður bankans segir að 15 til 20 prósent sæðisþega séu af samískum uppruna og það sé eðlilegt að gefa sæðisþegum kost á því að fá sæði af sama kynstofni. Erlent 11.12.2005 21:54
Brúður fyrir átta milljónir Tæplega sjötugur maður ætlar að kvænast sautján ára gamalli stúlku og borgar móðurinni fyrir 800 þúsund norskar krónur, eða um átta milljónir íslenskar. Skrifað var undir samninginn í apríl í fyrra og hefur maðurinn þegar látið móðurina hafa einn tíunda upphæðarinnar. Erlent 11.12.2005 21:54
Heilsu milljarða jarðarbúa ógnað Mikill ágangur á viðkvæm vistkerfi heimsins mun hafa alvarlegar afleiðingar á tilveru og heilsufar milljarða íbúa jarðar í framtíðinni. Er það niðurstaða nýrrar skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sent frá sér. Erlent 11.12.2005 21:54
Skildu duflið eftir á bryggju Sænska lögreglan lokaði fyrir umferð um hafnarsvæðið og nágrenni í miðborg Gautaborgar í nokkra klukkutíma fyrir helgi eftir að tundurdufl uppgötvaðist á hafnarbakkanum. Erlent 11.12.2005 21:54
Best að búa á Malaga en verst í Napólí Auðvelt er að finna atvinnu í Dublin og London en nánast vonlaust í Berlín og Napólí samkvæmt nýrri könnun Evrópusambandsins. Könnunin var gerð til að kanna lífsgæði fólks í rúmlega þrjátíu borgum innan Evrópusambandsins. Erlent 11.12.2005 21:54
Tugþúsundir manna sýna Gotovina stuðning Tugþúsundir manna hafa safnast saman á götum úti í Króatíu til þess að sína meinta stríðsglæpamanninum Ante Gotovina stuðning. Hann var í gærmorgun fluttur með spænskri herflugvél áleiðis til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Erlent 11.12.2005 16:24
Andi jólanna í hættu Andi jólanna er í hættu vegna gegndarlausrar efnishyggju víða um heim. Þetta sagði Benedikt páfi í vikulegri blessum sinni á Péturstorginu í Róm. Páfinn sagði að jólin liðu fyrir auglýsingaeitrun, sem tröllriði öllu í hinum vestræna heimi á þessum árstíma. Erlent 11.12.2005 16:16
Öflugur skjálfti á Nýju Gíneu Jarðskjálfti upp á sex komma átta á Richter skók Nýju Gíneu á þriðja tímanum í dag. Skjálftinn varð í þeim hluta landsins sem liggur norður af Ástralíu og austur af Indónesíu. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í skjálftanum. Erlent 11.12.2005 16:13
Pryor látinn Grínleikarinn frægi Richard Pryor lést í gærkveldi. Hjartaáfall varð honum að fjörtjóni að sögn eftirlifandi eiginkonu hans. Richard Pryor var sextíu og fimm ára að aldri og hafði glímt við MS sjúkdóminn í um tvo áratugi. Erlent 11.12.2005 14:46
Flugöryggi gagnrýnt Flugöryggi í Nígeríu er nú harðlega gagnrýnt eftir enn eitt stóra flugslysið í landinu í gær, þar sem yfir eitt hundrað manns fórust. Erlent 11.12.2005 14:42
Sjö lifðu en hundrað létust Sjö manns björguðust en 103 fórust þegar nígerísk farþegaþota hrapaði til jarðar í gær. Vélin var aðflugi að flugvelli í borginni Port Harcourt, sem er sunnantil í Nígeríu. Erlent 10.12.2005 21:26
Hættan aldrei verið meiri "Við erum í kapphlaupi við tímann," sagði Mohamed ElBaradei, yfirmaður kjarnorkueftirlits Sameinuðu þjóðanna, þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Noregi í gær. ElBaradei sagði hættuna á kjarnorkuhörmungum vera meiri en nokkru sinni, nú fimmtán árum eftir lok kalda stríðsins og sextíu árum frá því kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki. Erlent 10.12.2005 21:25
Yrði skærari en Pólstjarnan Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur sem fylgist manna best með því sem gerist í heimi geimrannsókna segir ekki ástæðu til að hlaupa upp til handa og fóta vegna Apophis og hugsanlegrar hættu á að hann rekist á jörðina. Erlent 10.12.2005 21:25
Smástirnið Apophis getur ógnað jarðlífi Vísindamenn telja enn á ný að jörðinni kunni að stafa ógn af smástirni. Það sem nú um ræðir hefur fengið nafnið Apophis eftir hinum egypska guð eyðileggingarinnar. Gert er ráð fyrir að leiðir þess og jarðarinnar geti legið saman nokkrum sinnum kringum árið 2030 en hættan á árekstri verði mest árið 2036. Daglega verður jörðin fyrir endalausu regni loftsteina, sem langflestir brenna upp og eyðast í lofthjúp jarðar. Erlent 10.12.2005 21:25
Frá smástirni til loftsteins Loftsteinn verður ekki loftsteinn fyrr en hann skellur á jörðina. Fram að því heitir hann smástirni. Þetta geimgrýti getur verið afar mismunandi að stærð, allt frá risastórum flykkjum á borð við Apophis, niður í agnarlítil sandkorn. Þetta eru smæstu agnir geimsins sem eru á braut um sólu. Steinarnir eru yfirleitt úr bergi, bergi og járni eða járni. Flestir þeirra eru frá því sólkerfið myndaðist fyrir um 4600 milljónum ára. Erlent 10.12.2005 21:25
56 fórust þegar nígerísk farþegaflugvél hrapaði í borginni Port Harcourt 56 manns fórust og sjö til átta farþegar slösuðust þegar nígerísk farþegaflugvél hrapaði í borginni Port Harcourt í dag. Enn er ekki ljóst um orsakir slyssins. Vélin var á vegum Sosoliso flugfélagsins en flugfélagið flýgur innanlandsflug milli Lagos og annarra borga í Nígeríu. Innlent 10.12.2005 16:17
Alþjóða kjarnorkustofnunin og framkvæmdarstjóri hennar fá friðarverðlaun Nóbels í ár Alþjóða kjarnorkumálastofnunin og framkvæmdarstjóri hennar, Mohamed ElBaradei, fá friðarverðlaun Nóbels í ár. EIBaradei og Alþjóða kjarnorkumálastofnunin fá friðarverðlaunin fyrir að hafa beitt sér gegn útbreiðslu kjarnaorkuvopna og fyrir að stuðla öruggri notkun kjarnorku. EIBaradei og Yukiya Amano, stjórnarformaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, tóku á móti verðlaununum við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í Osló fyrr í dag. Erlent 10.12.2005 14:53
Fjárlagafrumvarpið í uppnámi Hvorki gengur né rekur að berja saman nýtt fjárlagafrumvarp fyrir Evrópusambandið. Forsætisráðherra Bretlands segir að náist ekki samkomulag í næstu viku, varpi það stórum skugga á Evrópusambandið. Erlent 10.12.2005 12:09
Sjö handteknir á Spáni Spænska lögreglan handtók í gær sjö menn sem talið er að hafi fjármagnað aðgerðir hryðjuverkasamtaka sem tengjast al-Kæda. Málið teygir sig víðar og búist er við fleiri handtökum í Evrópu á næstunni. Innlent 10.12.2005 12:08
Dáist að einurð Íraka Í janúar kusu Írakar stjórnlagaþing sem síðan skipaði ríkisstjórn, í október greiddu þeir atkvæði um drög að nýrri stjórnarskrá landsins og næstkomandi fimmtudag ganga þeir í þriðja sinn að kjörborðinu á tæpu ári þegar þeir kjósa nýja menn á þing samkvæmt ákvæðum nýju stjórnarskrárinnar. Erlent 9.12.2005 21:15
Fengu ekki að hitta alla fanga Háttsettur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu hefur staðfest að fulltrúum Rauða krossins hafi ekki verið veittur aðgangur að öllum þeim föngum sem eru í haldi Bandaríkjamanna, grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Frá þessu greindi forseti Alþjóða Rauða krossins (ICRC) í gær. Erlent 9.12.2005 21:15
Gagnrýnd úr öllum áttum Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, varpaði þeirri skoðun fram á leiðtogafundi íslamskra ríkja í Mekka í Sádi-Arabíu í fyrradag að sakbitnar Evrópuþjóðir ættu frekar að láta gyðinga hafa landsvæði í eigin álfu undir ríki sitt en að koma vandanum yfir á Mið-Austurlönd. Erlent 9.12.2005 21:15
Konunum var fyrst sagt upp Kvenkyns stjórnendur voru fyrst látnir fara frá fjarskiptafyrirtækinu Ericsson þegar harðnaði á dalnum fyrir nokkrum árum. Ericsson hélt þá eftir karlmönnum þar sem þeir voru frekar taldir þora að taka erfiðar ákvarðanir. Erlent 9.12.2005 21:15
Pólland helsta miðstöðin Pólland var aðalmiðstöð leynifangelsa CIA í Evrópu, þar sem meintir hryðjuverkamenn voru hafðir í haldi á laun. Þetta fullyrti talsmaður Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch) í gær. Talsmenn pólskra stjórnvalda halda hins vegar fast við að hafa hvergi komið við sögu. Erlent 9.12.2005 21:15