Erlent

Best að búa á Malaga en verst í Napólí

Best í Malaga. Íbúar Malaga á Spáni eru ánægðir með borgina sína enda verðlag og veðurfar hagstætt auk þess sem hagsæld er á Spáni.
Best í Malaga. Íbúar Malaga á Spáni eru ánægðir með borgina sína enda verðlag og veðurfar hagstætt auk þess sem hagsæld er á Spáni.

Auðvelt er að finna atvinnu í Dublin og London en nánast vonlaust í Berlín og Napólí samkvæmt nýrri könnun Evrópusambandsins. Könnunin var gerð til að kanna lífsgæði fólks í rúmlega þrjátíu borgum innan Evrópusambandsins.

Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum íbúanna sjálfra og eiga því að gefa tiltölulega glögga mynd af stöðu mála. Kemur meðal annars í ljós að líkurnar á að finna ódýrt og gott húsnæði eru minnstar í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Amsterdam en þykir auðvelt í Leipzig í Þýskalandi og Braga í Portúgal. München í Þýskalandi er öruggasta borgin að mati íbúa hennar. Þeir sem búa hins vegar í belgísku borginni Liege segja hana óörugga til búsetu.

Lúxemborg tekur fyrstu verðlaun fyrir þrifnað og hreinlæti en franska borgin Marseille þykir skítugust. Þá þykir langbest að búa á Malaga á Spáni. Stokkhólmur og Kaupmannahöfn þykja afbragð einnig meðan fátt þykir eftirsóknarvert við búsetu í grísku höfuðborginni Aþenu og í Napólí á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×