Erlent

Gagnrýnd úr öllum áttum

Fyrir ræðuna.  Ahmadinejad og Abdullah, konungur Sádi-Arabíu.
Fyrir ræðuna. Ahmadinejad og Abdullah, konungur Sádi-Arabíu.

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, varpaði þeirri skoðun fram á leiðtogafundi ­íslamskra­ ríkja í Mekka í Sádi-Arabíu í fyrradag að sakbitnar Evrópuþjóðir ættu frekar að láta gyðinga hafa landsvæði í eigin álfu undir ríki sitt en að koma vandanum yfir á Mið-Austurlönd.

Bandaríkjamenn, Rússar, Evrópuþjóðir og vitaskuld Ísraelar hafa gagnrýnt ummælin harðlega. Sádi-Arabar reiddust jafnframt orðum Ahmadinejad mjög en Mekkafundurinn var meðal annars haldinn til að bæta ímynd íslamskra ríkja í heiminum. Allt virðist það nú unnið fyrir gýg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×