Erlent

Konunum var fyrst sagt upp

Kvenkyns stjórnendur voru fyrst látnir fara frá fjarskiptafyrirtækinu Ericsson þegar harðnaði á dalnum fyrir nokkrum árum. Ericsson hélt þá eftir karlmönnum þar sem þeir voru frekar taldir þora að taka erfiðar ákvarðanir.

Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við Anette Silvergran, fyrrverandi stjórnanda hjá Ericsson. "Þegar Ericsson stækkaði voru margir hækkaðir í tign og þá fengu konur tækifæri. Þegar erfiðleikarnir hófust hélt yfirstjórnin sig við það venjubundna og trygga og lét konurnar fara," sagði hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×