Erlent

Óásættanleg ummæli

Mahmoud Ahmadinejad. 
Forseti Írans í ræðustóli þar sem ummæli hans vöktu mikla reiði.
Mahmoud Ahmadinejad. Forseti Írans í ræðustóli þar sem ummæli hans vöktu mikla reiði.

"Þetta er eitthvað sem er óásættanlegt," sagði Frans Muentefering, varakanslari Þýskalands um umæli Íransforseta varðandi helförina og Ísraelsríki.

"Það er eðlilegt að alþjóðasamfélagið finni leið til þess að gera mönnum það ljóst," hélt hann áfram. Muentefering sagði ennfremur að Sameinuðu þjóðunum og Evrópusambandinu bæri að tjá sig opinberlega um orð forsetans.

Fyrr í vikunni hafði Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti dregið í efa að helförin hefði átt sér stað og mælst til þess að Þýskaland eða Austuríki gæfu land til stofnunar gyðingaríkis innan Evrópu. Fjölmargar þjóðir hafa fordæmt umæli forsetans. Í október lagði Ahmadinejad til að Ísrael yrði "þurrkað út af landakortinu", sem einnig vakti mikla reiði. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn segja fjandsamlegt viðmót íranska klerkaveldisins til Ísrael helstu orsök þess að tryggja verði að Íranir kjarnorkuvígbúist ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×