Erlent

Fréttamynd

Leggja til niðurfellingu útflutningsstyrkja

Útflutningsstyrkir í landbúnaði verða felldir niður fyrir árslok 2013 samkvæmt drögum að samkomulagi sem verður lagt fyrir fulltrúa ríkja heims á fundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fundu genið sem ræður hörundslit fólks

Bandarískir vísindamenn segjast hafa fundið hluta gensins sem ræður því hvort fólk verði dökkt eða ljóst á hörund. Rannsóknin bendir líka til að mannkynið skiptist í kynþætt með öðrum hætti en talið hefur verið.

Erlent
Fréttamynd

Fórst í sprengingu

Palestínskur vígamaður lét lífið þegar bíll sem hann var í sprakk í loft upp á suðurhluta Gazastrandarinnar fyrr í dag. Maðurinn, Khaled Abu Sitta, var einn af helstu leiðtogum Abu el-Reesh vígasveitanna en félagar í þeim lýstu því yfir að Ísraelar hefðu banað Sitta með flugskeyti, því neituðu ísraelsk yfirvöld.

Erlent
Fréttamynd

Bush viðurkennir leynilegar hleranir

George Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í útvarpsávarpi rétt í þessu að hann hefði heimilað Þjóðaröryggisstofnuninni bandarísku að hlera símtöl Bandaríkjamanna til útlanda án þess að fá til þess dómsúrskurð. Hann sagði heimildina nauðsynlegt tæki í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Erlent
Fréttamynd

Tugir farast í flóðum

Í það minnsta 47 hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í Víetnam síðustu daga. Nokkurra er saknað og því viðbúið að tala látinna eigi eftir að hækka.

Erlent
Fréttamynd

Snjóar í tvær vikur samfellt

Snjónum kyngir niður yfir Yantaiborg í Kína og ástandið er orðið svo slæmt að borgaryfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi. Fyrstu snjókornin féllu á Yantai fyrir tveimur vikum og síðan hefur snjóað kvölds og morgna, dags og nætur.

Erlent
Fréttamynd

Makedónía fær að sækja um aðild

Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu á fundi sínum í nótt að Makedónía skyldi vera meðal umsóknarríkja um aðild að sambandinu. Þeir sögðu hins vegar að ákvörðun um aðild yrði að bíða þess að ákveðið hefði verið hvernig staðið skyldi að frekari stækkun sambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Árið 2005 það heitasta á norðurhveli

Það stefnir í að árið 2005 verði það heitasta á norðurhveli frá því að mælingar hófust. Þá er útlit er fyrir að það verði það næstheitasta frá upphafi mælinga ef horft er til heimsins alls.

Erlent
Fréttamynd

Aukin harka færist í mótmælin

Aukin harka hefur færst í mótmæli vegna fundar Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í Hong Kong. Lögregla átti í átökum við mótmælendur sem reyndu að komast að fundarstaðnum og reykur sást rísa frá svæði skammt þar frá.

Erlent
Fréttamynd

Náðu samkomulagi um fjárlög

Ríki Evrópusambandsins náðu í nótt samkomulagi um langtímafjárlög fyrir árin 2007 til 2013. Samkomulagið náðist í lokin á sautján klukkustunda átakafundi í Brussel sem lauk ekki fyrr en skömmu fyrir klukkan tvö í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Birtu myndband af árás á Abu Ghraib

Al-Qaida liðar í Írak hafa sent frá sér myndband þar sem árás þeirra á Abu Ghraib fangelsið nærri Bagdad fyrr á árinu er útlistuð. Markmið árásarinnar var að sprengja sér leið inn í fangelsið og frelsa fanga ásamt því að valda Bandaríkjamönnum sem mestu tjóni.

Erlent
Fréttamynd

Viðbótarhermenn frá Írak eftir um mánuð

Þeir viðbótarhermenn frá Bandaríkjunum sem sendir voru til Íraks til þess að auka öryggi í þingkosningum sem fram fóru í gær fara frá landinu um mánaðamótin janúar-febrúar. Þetta sagði George Casey, yfirmaður herliðs Bandaríkjamanna í Írak í dag.

Erlent
Fréttamynd

Sakfelldur fyrir sölu á kjarnorkubúnaði til Pakistans

Dómstóll í Alkmaar í Hollandi dæmdi í dag hollenskan kaupsýslumann í eins árs fangelsi fyrir að selja kjarnorkubúnað til Pakistans á ólöglegan hátt. Henk Slebos sendi stofnun í Pakistan fimm sendingar með kjarnorkubúnaði á árunum 1999 til 2002, en samkvæmt hollenskum fjölmiðlum má nota búnaðinn til að búa til kjarnorkusprengju.

Erlent
Fréttamynd

SAS hyggst segja upp allt að 300 flugmönnum

Norræna flugfélagið SAS hyggst á næstunni segja upp allt að þrjú hundruð flugmönnum í sparnaðarskyni. Frá þessu er greint á vefmiðli danska blaðsins Politiken. Þar er greint frá því að félagið hafi átt í viðræðum við flugmenn í þessari viku vegna fyrirhugaðra uppsagna, en SAS hefur átt á brattann að sækja undanfarin misseri.

Erlent
Fréttamynd

Fundu 4,5 tonn af kókaíni í skipi

Spænska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði nýlega lagt hald á 4,5 tonn af kókaín í skipi sem stöðvað var undan vesturströnd Afríku. Þá var níu manna áhöfn frá Venesúela handtekin.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging við rússneskt kjarnorkuver

Einn lést og tveir slösuðust mjög alvarlega í slysi í kjarnorkuveri fyrir utan Pétursborg í Rússlandi í gær. Ekki liggur fyrir hvað gerðist nákvæmlega en kjarnorkustofnun Rússlands hefur gefið misvísandi upplýsingar um málinu.

Erlent
Fréttamynd

Lestasamgöngur í Danmörku liggja niðri

Stór hluti lestakerfisins í Danmörku hefur verið stopp í allan morgun vegna verkfalls starfsmanna. Um er að ræða DSB-lestirnar sem ganga á milli borga og bæja en lestir á Kaupmannahafnarsvæðinu ganga samkvæmt áætlun.

Erlent
Fréttamynd

Hannar einn fimm nýrra turna þar sem Tvíburaturnarnir stóðu

Breski arkitektinn Norman Foster hefur verið valinn til að hanna einn af fimm skrifstofuturnum á staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður. Á meðal verka Fosters eru nýju Hearst-turnarnir á Manhattan, flugstöðin í Peking og höfuðstöðvar svissneska tryggingarisans Swiss Re í Lundúnum.

Erlent
Fréttamynd

Farþegaflugvél nauðlenti á eyju við Venezuela

Betur fór en á horfðist þegar farþegaflugvél með fjörutíu manns innanborðs nauðlenti á eyjunni Margarita við Venezuela í gær eftir að eitt hjólanna vildi ekki fara niður. Flugvélin, sem er af gerðinni Turboprop Dash 7 og er í eigu flugfélagsins Vonviasa, lenti heilu og höldnu og slasaðist enginn í lendingunni.

Erlent
Fréttamynd

35 fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi í Kína

Að minnsta kosti 35 manns fórust og á annan tug eru slasaðir eftir að eldur kom upp í fjögurra hæða sjúkrahúsi í norðausturhluta Kína í gær. Fjöldi fólks reyndi að bjarga sér með því að henda sér út um glugga sjúkrahússins til að forða sér frá eldinum.

Erlent
Fréttamynd

Rannsóknin á morðinu á Hariri víkkuð út

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að víkka út rannsóknina á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Hins vegar var ekki samþykkt að setja á laggirnar alþjóðlegan dómstól í tengslum við málið, eins og líbönsk stjórnvöld óskuðu eftir.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi yfirmaður ETA framseldur

Frönsk yfirvöld hafa framselt Francisco Xabier Garcia Gaztelu, fyrrverandi yfirmann í aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, til Spánar en Gaztelu er gefið að sök að hafa myrt baskneskar þingmann árið 1997.

Erlent
Fréttamynd

Enn ósamkomulag um langtímafjárlög ESB

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna undirbúa sig nú fyrir erfiðar viðræður um langtímafjárlög ESB fyrir árin 2007-2013. sagði að loknum kvöldverðarfundi leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins í Brussel í gær að enn væri mikill munur á hugmyndum leiðtoganna um tillögur að langtímafjárlögum ESB.

Erlent
Fréttamynd

Bush hrósaði þingkosningunum í Írak

George Bush, forseti Bandaríkjanna, hrósaði þingkosningunum í Írak sem fram fóru í gær og sagði þær mikilvægt skref í að stofna lýðræðislega bandalagsþjóð Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þá sagði hann kosningarnar marka upphaf að brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak.

Erlent
Fréttamynd

Starfaði sem læknir í átta ár án leyfis

Lögreglan í Tokyó handtók í dag mann sem hefur starfað sem læknir án leyfis í heil átta ár. Maðurinn hefur starfað á tuttugu heilbrigðisstofnunum í Japan, án þess að hafa tekið svo mikið sem einn tíma í læknisfræði.

Erlent
Fréttamynd

Væri hægt að forða 9 þúsund mönnum frá dauða

Það væri hægt að forða níu þúsund Evrópubúum frá dauða á næstu árum með því að auka skatt á áfengi um tíu prósent í löndum Evrópusambandsins. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu sem heilbrigðissérfræðingar unnu fyrir sambandið. Drykkja ungmenna um alla álfuna hefur aukist verulega síðstliðinn áratug.

Erlent
Fréttamynd

Ómannúðleg meðferð bönnuð

Stjórnvöld í Washington hafa samþykkt að banna ómannúðlega meðferð á föngum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain lagði fram tillögu þessa efnis fyrir stuttu og nú hefur Hvíta Húsið samþykkt tillögu McCains að sögn talsmanns hans.

Erlent