Erlent

Fréttamynd

Þrjár danskar stúlkur brunnu inni

Þrjár danskar stúlkur létust í nótt í eldsvoða í kofa í Noregi. Stúlkurnar, sem allar voru undir 18 ára aldri, voru í fjölmennum hópi danskra nema sem gistu í kofum í Hovden í Setesdal. Þrjú önnur ungmenni náðu að forða sér úr brennandi kofanum í tæka tíð.

Erlent
Fréttamynd

Hvetur múslíma til að sýna stillingu

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti í gær leiðtoga danskra múslíma til að lægja öldurnar meðal múslíma og taka afstöðu gegn því að danskar vörur verði sniðgengnar eins og átt hefur sér stað í fjölda ríkja í hinum íslamska heimi vegna birtingu á skopmyndum af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum.

Erlent
Fréttamynd

Móðir brasilíubarns fundin

Simone da Silva var handtekin í Belo Horizonte í Brasilíu í dag. Hún segist hafa skilið nýfætt barn sitt í höndum heimilislausrar konu sem hún gekk fram á. Sjálf hafi hún ekki verið í sálrænu ástandi til að ala upp barn.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðarsorg í Póllandi

Þjóðarsorg ríkir í Póllandi eftir að sextíu og sjö manns létu lífið þegar þak sýningarhallar hrundi á fimm hundruð manns á laugardagskvöld. Pólverjar frá Katowice, sem búsettir eru hér á landi, segja að sýningarhöllin hafi augljóslega verið illa hönnuð.

Erlent
Fréttamynd

Múslimar sárir við Dani og Norðmenn

Danska stjórnin varaði danska ríkisborgara í dag við því að ferðast til Sádi-Arabíu, þar sem mikil reiði ríkir vegna birtinga teikninga af Múhameð spámanni. Reiðin er einnig farin að beinast gegn Norðmönnum eftir að norskt blað birti teikningarnar.

Innlent
Fréttamynd

Hamas verði að viðurkenna Ísrael

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir vel koma til greina að ný stjórn Palestínu hljóti áfram stuðning Evrópusambandsins. Þó séu ákveðin skilyrði fyrir hendi þá meðal annars þau að stjórnin viðurkenni Ísraelsríki. Það hafa Hamas-samtökin hinsvegar þverneitað að gera.

Erlent
Fréttamynd

Alvarlegri áhrif gróðurhúsalofttegunda

Aukin samþjöppun gróðurhúsalofttegunda getur haft alvarlegri áhrif en fyrr var talið að því er fram kemur í nýrri breskri skýrslu. Þar segir að litlar líkur séu á því að losun gróðurhúsalofttegunda verði haldið undir hættumörkum.

Erlent
Fréttamynd

Íranar vilja forðast Öryggisráð SÞ

Íranar hafa óskað eftir fundi með fulltrúum Breta, Frakka og Þjóðverja í dag vegna deilunnar um kjarnorkuvopnaáætlun stjórnvalda í Teheran. Stjórn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar kemur saman síðar í vikunni og ræður ráðum sínum og gæti vísað málinu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Íranar ætla að freista þess að koma í veg fyrir það.

Erlent
Fréttamynd

Lausir úr prísundinni

Sjötíu kanadískir námumenn eru nú lausir úr prísundinni eftir að hafa setið fastir í rúmlega sólarhring einn kílómetra undir yfirborði jarðar í kalsíum-námu í Kanada.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar sniðganga Hamas

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels og Angela Merkel, kanslari Þýskalands ætla ekki að eiga samskipti við væntanlega heimastjórn Hamassamtakanna í Palestínu. Þetta sagði Olmert eftir fund þeirra Merkel í gær. Hann sagði kosningasigur Hamas í síðustu viku hafa verið óheppilegan, því Hamas væru hryðjuverkasamtök og þau myndu ekki fá fjármagn frá evrópskum hjálparsamtökum. Þá sagði Merkel að þýsk stjórnvöld myndu aðeins eiga samskipti við Hamas ef samtökin viðurkenndu Ísraelsríki og höfnuðu ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Fuglaflensan komin til Kýpur

Fuglaflensutilfelli af gerðinni H5N1 hefur greinst á tyrkneska hluta eyjunnar Kýpur. Þetta eru fyrstu veirutilfellin sem upp hafa komið á Kýpur, en engin tilfelli hafa fundist á gríska hluta eyjarinnar. Ríkisstjórnin hélt neyðarfund vegna málsins í gær en Kýpur er einungis um 75 kílómetra frá suðaustur-strönd Tyrklands þar sem fjórar manneskjur hafa dáið eftir að hafa smitast af H5N1 vírusnum.

Erlent
Fréttamynd

Íranar láta undan kröfu Bandaríkjamanna

Írönsk stjórnvöld hafa látið undan kröfu Bandaríkjamanna um að leyfa eftirlitsmönnum Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar að skoða svæði sem tengjast Lavizan herstöðinni í Teheran í Íran. Sagði sendimaður sem þekkir vel til mála, að eftirlitsmenn hefðu skoðað staði tengda Lavizan og séð búnaðinn sem þar er. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort Rússar munu auðga úran fyrir írana eða hvort Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki til skoðunar að beita Írana refsiaðgerðum vegna áætlana þeirra í kjarnorkumálum.

Erlent
Fréttamynd

Fastir í rúmar tuttugu klukkustundir

Sjötíu kanadískir námamenn hafa nú setið fastir í rúmlega 20 klukkustundir um einn kílómetra undir yfirborði jarðar í kalsíum námu í Kanada. Eldur kviknaði í námunni og þurftu námamennirnir að leita skjóls í öryggisherbergi á meðan slökkviliðsmenn reyndu að ráða niðurlögum eldsins og tókst það seint í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Þrír létust og tugir slösuðust

Að minnsta kosti þrír létust og yfir fjörtíu eru slasaðir eftir að farþegalest fór út af teinunum í austurhluta Pakistans í gær en margir vagnanna féllu niður í gil samkvæmt AP fréttastofunni. Talið er að á bilinu 500 til 600 farþegar hafi verið um borð í lestinni sem var á leið frá Rawalpindi sem er nærri Islamabad til Lahore, höfuðborg Punjabhérað. Herinn hefur verið sendur á staðinn til að aðstoða við björgunarstörf sem hefur gengið brösulega vegna erfiðra aðstæðna en óttast er að tala látinna muni hækka á næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Tarja Halonen endurkjörin forseti

Sauli Niinisto viðurkenndi í gærkvöldi ósigur sinn í síðari umferð forsetakosninganna í Finnlandi, sem fóru fram í gær. Fékk Tarja Halonen, forseti Finnlands, 51,8 prósent atkvæða en Niinisto 48,2 prósent. Halonen, sem er 62 ára, sagði að sigurinn væri sögulegur því hún væri fyrsti kvenforseti landsins sem nær endurkjöri en Halonen var kjörin forseti Finnlands, fyrst kvenna, árið 2000. Hún hefur alltaf notið vinsælda en hún þykir alþýðleg, syndir reglulega í Eystrasalti og æfir magadans.

Erlent
Fréttamynd

Danahatur breiðist út

Danahatur breiðist nú út í löndum múslima vegna skopmynda af Múhameð spámanni sem Jótlandspósturinn birti í haust. Hafa herskáir Múslímar á Gazasvæðinu sagt Skandinövum, sem staddir eru á Gaza, að koma sér í burtu og var kveikt í danska fánanum Dannebrog á Vesturbakkanum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Palestínskir öryggissveitarmenn mótmæla sigri Hamas

Hópur palestínskra öryggissveitarmanna lagði undir sig byggingu þingsins á Gasa-ströndinni í morgun. Vitni segja að þeir hafi farið inn með offorsi og hleypt af byssum sínum út í loftið. Með þessu vildu þeir láta í ljós óánægju sína með sigur Hamas-samtakanna í palestínsku þingkosningunum í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

ESB til varnar Danmörku

Evrópusambandið kemur Danmörku til varnar og mun leita til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, hvetji stjórnvöld í arabaríkjum til þess að danskar vörur verði sniðgengnar. Danskar vörur hafa þegar verið fjarlægðar úr hillum í verslunum margra arabískra ríkja í mótmælaskyni við birtingu skopmynda af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum.

Erlent
Fréttamynd

Sáttmáli í stað stjórnarskrár ESB

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur lagt til að gerður verði örsáttmáli á milli Evrópusambandsríkjanna í stað stjórnarskrárinnar sem flest bendir til að ekki verði að veruleika í núverandi mynd.

Erlent
Fréttamynd

Danski fáninn brenndur í Palestínu

Danski fáninn var brenndur í Palestínu í dag í mótmælaskyni við skopmyndir Jótlandspóstsins af Múhammeð spámanni. Vopnaðir menn í Nablus á Vesturbakkanum stóðu fyrir uppátækinu en mikil reiði ríkir í Mið-Austurlöndum vegna myndanna sem birtar voru í haust.

Erlent
Fréttamynd

Síðari umferð forsetakosninga í Finnlandi í dag

Síðari umferð finnsku forsetakosninganna fara fram í dag en Törju Halonen tókst ekki að fá hreinan meirihluta í fyrri umferðinni sem fram fór fyrir tveimur vikum. Kosið verður á milli hennar og hægri mannsins Sauli Ninistoo en ekki er marktækur munur á fylgi þeirra samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.

Erlent
Fréttamynd

Enn vandræði við réttarhöldin yfir Saddam

Réttarhöldin yfir Saddam Hussein hófust að nýju í morgun eftir stutt hlé. En gamanið stóð stutt að þessu sinni, því Hussein yfirgaf réttarsalinn í mótmælaskyni stuttu eftir að réttur var settur, í kjölfar þess að verjendur hans höfðu stormað út úr salnum.

Erlent
Fréttamynd

Eldfimt ástand í Palestínu

Ástandið í Palestínu er eldfimt í kjölfar þingkosninga í síðustu viku. Slegið hefur í brýnu milli Hamas-liða, sem sigruðu, og stuðningsmanna Fatah. Íslenskur lektor segir hættu á að almenningur missi tiltrú á Hamas-samtökunum.

Erlent
Fréttamynd

50 slösuðust þegar þak sýningarhallar hrundi í Póllandi

Að minnsta kosti 50 manns slösuðust þegar þak á sýningarhöll nærri borginni Katowice í suðurhluta Póllands hrundi síðdegis í dag. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort einhver hafi látið lífið í slysinu og ekki hefur verið staðfest hve margir voru í bygginguni þegar þakið hrundi, en fregnir herma að á bilinu 500 til 1000 manns hafi verið þar.

Erlent
Fréttamynd

30 hið minnsta slasaðir

Þakið á Kauphöll nærri borginni Katowice í suðurhluta Póllands hrundi síðdegis í dag. Um 500 manns eru sagðir hafa verið í húsinu og greinir Sky-fréttastöðin frá því að að minnsta kosti þrjátíu séu slasaðir.

Erlent
Fréttamynd

5 létu lífið í rútuslysi í Alicante

Að minnsta kosti 5 létu lífið og 30 slösuðust, þar af 7 alvarlega, þegar rúta með hóp eldri kvenna um borð valt á suð-austur Spáni í dag. Slysið var í Alicante-héraði. Konurnar voru á ferðalagi til bæjarins Alcantarilla.

Erlent
Fréttamynd

Fjórum gíslum hótað lífláti

Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndband sem sýnir 4 starfsmenn kristilegar samtaka sem eru í haldi mannræningja í Írak. Þeim er hótað lífláti ef bandarískar hersveitir láti ekki íraska fanga lausa.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu þinghús undir sig

Byssumenn á vegum Fatah-hreyfingarinnar og palestínskar lögreglusveitir tóku völdin í byggingum þings Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gasaströndinni um hádegisbilið í dag. Það varði þó í skamma stund. Vildu þeir vekja athylgi á andúð sinni á Hamas-samtökunum, sem unnu stórsigur í þingkosningum Palestínumanna í vikunni.

Erlent