Erlent Kínverjar drepnir í Pakistan Þrír kínverskir verkfræðingar og bílstjóri þeirra voru skotnir til bana af manni á mótorhjóli í suðvestur Pakistan í gær. Aðeins þrír dagar eru þar til forseti Pakistan fer í opinbera heimsókn til Kína. Mikill fjöldi Kínverja vinnur í Pakistan en Kína er einn helsti bandamaður landsins og hefur skaffað þeim vopn og peninga í mörg ár. Erlent 16.2.2006 07:26 Harma myndbirtingu ástralskrar sjónvarpsstöðvar Bandarísk yfirvöld harma að ástralska sjónvarpsstöðin SBS hafi sýnt nýjar myndir af misþyrmingum á íröskum föngum sem áttu sér stað í Abu Graib fangelsinu árið 2003. Myndirnar væru olía eld núverandi ástands og gætu leitt til ofbeldis. Erlent 16.2.2006 07:35 Úrslit í forsetakosningum á Haítí endurskoðuð Bráðabirgðaríkisstjórn Haítí hefur fyrirskipað endurskoðun á úrslitum talningar í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í síðustu viku. Stjórnin ákvað þetta eftir að René Préval, sá frambjóðandi sem flest atkvæði hlaut, hélt því fram að umfangsmikil kosningsvik hefðu átt sér stað og útfylltir kjörseðlar fundist í sekkjavís á sorphaugum. Erlent 16.2.2006 07:22 Árás skaði Bandaríkjamenn meira en Írana Ef Bandaríkjamenn ráðast á Íran, mun það skaða þá meira en okkur. Þetta sagði varnarmálaráðherra Írana á blaðamannafundi í Teheran, höfuðborg Írans, í gær. Hann sagði Bandaríkjamenn aðeins vera að reyna að hræða íranskan almenning með yfirlýsingum sínum um árásir á landið. Erlent 16.2.2006 07:15 Grunaður morðingi framseldur til Bandaríkjanna Breti sem grunaður er um að hafa myrt bandaríska eiginkonu sína og níu mánaða barn þeirra í úthverfi Boston í Bandaríkjunum og síðan flúið til Bretlands, var í gær framseldur til Boston þar sem hann sætir morðákæru. Neil Entwistle, sem er 27 ára að aldri, neitar allri sök en kona hans og barn fundust látin eftir að hafa verið skotin á heimili þeirra þann 20. janúar síðastliðinn. Erlent 16.2.2006 07:23 Fuglaflensa í ellefu Evrópuríkjum Fuglaflensan er komin til Ungverjalands. Þrír svanir þar í landi hafa drepist úr fuglaflensu. Verið er að greina hvort veiran sé af gerðinni H5N1. Þar með hefur veiran greinst í ellefu Evrópuríkjum. Þá hafa yfir 200 dauðir fuglar sem fundist hafa víða um Danmörku verið sendir til rannsóknar í Árósum en það kemur líklega ekki í ljós fyrr en á morgun hvort þeir hafi drepist úr fuglaflensu. Erlent 16.2.2006 07:13 Cheney segist bera fulla ábyrgð á slysaskotinu Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann bæri fulla ábyrgð slysaskotinu sem særði Harry Whittington. Cheney tjáði sig í fyrsta sinn í dag opinberlega um slysaskotið. Cheney vildi ekki ræða um hvað hefði orðið til þess að hann skaut Whittington en sagði þó við engan að sakast nema hann sjálfan. Erlent 15.2.2006 22:18 200 þúsund manns á hryðjuverkalista Bandarísk yfirvöld búa yfir gagnagrunni sem hefur að geyma nöfn 325 þúsund manna sem grunaðir eru um aðild eða stuðning við hryðjuverk. Frá þessu greinir bandaríska dagblaðið Washington Post. Erlent 15.2.2006 08:20 Áfram mótmæli í Pakistan vegna Múhameðsmynda Lítið lát er á mótmælum í Pakistan vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í fjölmörgum evrópskum dagblöðum. Mótmælendur kveiktu í morgun í veitingastað Kentucky Fried Chicken í bænum Pashawar í norðurhluta Pakistans ásamt því að brenna bandaríska og danska fánann og hrópa slagorð gegn löndunum. Erlent 15.2.2006 07:53 Reiðubúnir að axla nokkra ábyrgð Hópur danskra múslímaleiðtoga, sem sakaður hefur verið um að hafa kynnt undir deilur vegna myndanna af Múhameð, kvaðst í gær reiðubúinn að axla nokkra ábyrgð. Erlent 15.2.2006 07:37 Vilja segja upp samningum við SAS vegna flugmannadeilu Stórir viðskiptavinir skandinavíska flugfélagsins SAS vilja nú hverjir á fætur öðrum segja upp samningum sínum við félagið vegna langvarandi deilu þess við flugmenn sína. Frá þessu er greint í Jótlandspóstinum. Erlent 15.2.2006 07:52 Algjört reykingabann á krám Neðri málstofa breska þingsins samþykkti í gær frumvarp til laga um algjört reykingabann á krám og skemmtistöðum á Englandi, sem taka á gildi um mitt næsta ár. Breytingatillaga sem hefði undanskilið krár og veitingastaði sem ekki hefðu mat á boðstólnum var felld. Innlent 15.2.2006 07:10 Sýktir fuglar finnast í Þýskalandi Tveir svanir sem fundust dauðir á þýsku eynni Rügen í Eystrasalti voru sýktir af H5N1-stofni fuglaflensu, að því er landbúnaðarráðuneytið í Þýskalandi greindi frá í gær. Þýskaland er því níunda landið í Evrópu þar sem fuglaflensan greinist. Erlent 15.2.2006 06:53 Hungursneyð yfirvofandi í Kenýa Hungursneyð er yfirvofandi í norðvesturhluta Kenýa vegna mikilla þurrka fimmta árið í röð. Stór hluti svæðisins er nánast skrælnaður, nautgripir hafa drepist og uppskera visnað. Þegar í janúar liðu um 3.5 milljón manna skort í kjölfar þurrkanna. Erlent 14.2.2006 22:18 Breski herinn krafinn um skaðabætur Tveir þeirra ungu Íraka, sem breskir hermenn gengu í skrokk á í Basra fyrir tveimur árum, ætla að lögsækja breska herinn og krefjast skaðabóta. Erlent 14.2.2006 21:56 Reykingabann á Englandi 2007 Frá og með sumrinu 2007 verður bannað að reykja á krám og næturklúbbum á Englandi. Neðri deild breska þingsins samþykkti stjórnarfrumvarp þess efnis með miklum meirihluta atkvæða í kvöld. Erlent 14.2.2006 21:15 Ár liðið frá morðinu á Hariri Hundruð þúsunda komu saman í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag til að minnast þess að ár er liðið frá því Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var myrtur. Erlent 14.2.2006 21:11 Fuglaflensan komin til Austurríkis og Þýskalands Fuglaflensa hefur nú í fyrsta sinn greinst í hjarta Evrópu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að flensan hefur drepið villta svani bæði í Austurríki og Þýskalandi. Flensan hafði áður greinst í fuglum í níu löndum í Evrópu. Erlent 14.2.2006 20:54 Sonur Sharons í fangelsi Omri Sharon, sonur Ariels Sharon forsætisráðherra Ísraels, var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa, með ólögmætum hætti, afla fé fyrir baráttu föðurs síns um formannsembætti Líkúd-bandalgsins árið 1999. Erlent 14.2.2006 18:25 Fimmtán særðust í tilræði í Istanbúl Fimmtán særðust þegar sprengja sprakk í stórmarkaði í Istanbnúl seint í gærkvöld. Stór hluti stórmarkaðarins jafnaðist við jörðu og rúður splundruðust í nærliggjandi húsum Erlent 14.2.2006 08:29 Auðgun úrans hafin á ný í Íran Íransstjórn staðfesti í morgun að auðgun úrans hefði hafist á ný í landinu. Talsmaður íranskra stjórnvalda í kjarnorkumálum játaði því á blaðamannafundi í morgun að áætlun um auðgun úrans væri hafin samkvæmt samþykktum þingsins. Erlent 14.2.2006 09:51 Réttarhöld vegna Munch-verka hefjast í dag Réttarhöld hefjast í dag yfir sex manns sem taldir eru viðriðnir ránið á málverkunum Ópinu og Madonnu eftir Edvard Munch. Verkunum var rænt af Munch-safninu í Osló í ágúst árið 2004 en hvorki hefur fundist tangur né tetur af þeim. Innlent 14.2.2006 07:49 Ástralar dæmdir til dauða fyrir heróínsmygl Tveir Ástralar voru í morgun dæmdir til dauða fyrir stórt heróínsmygl frá í apríl á síðasta ári. Mennirnir tveir eru taldir höfuðpaurar níu manna hóps, sem reyndi að smygla rúmum átta kílógrömmum af heróíni frá Balí til Ástralíu. Erlent 14.2.2006 07:30 Segist hafa verið í hungurverkfalli Saddam Hussein sagðist í morgun hafa verið í hungurverkfalli í þrjá daga til að mótmæla meðferðinni á sér við réttarhöldin sem nú standa yfir. Aðrir sem ákærðir eru í málinu segjast líka hafa verið í hungurverkfalli, en eins og kunnugt er hefur Saddam Hússein trekk í trekk mótmælt framkvæmd réttarhaldanna. Erlent 14.2.2006 09:48 Hinn íslamski heimur hafi misskilið hugmyndir Dana Hinn íslamski heimur hefur misskilið hugmyndir Dana um trú og spámanninn Múhameð, sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, eftir fund með hófsömum múslímum í Danmörku í gær. Erlent 14.2.2006 07:41 Drepa gísla ef þýsk stjórnvöld láta ekki af stuðningi Írakskir mannræningjar hóta að drepa tvo gísla ef þýsk stjórnvöld hætta ekki öllum stuðningi við íröksk stjórnvöld. Á myndbandi sem birtist á Al-Arabiya sjónvarpsstöðinni sjást gíslarnir tveir ásamt mannræningjunum, sem lesa kröfur sínar. Erlent 14.2.2006 07:36 Cheney ekki með tilskilið leyfi á veiðum Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ekki laus allra mála vegna slyss um helgina þar sem hann skaut á veiðifélaga sinn á kornhænuveiðum. Í ljós hefur komið að Cheney hafði ekki tilskilið veiðileyfi þegar hann fór til veiða með milljarðamæringnum Harry Whittington sem hann svo skaut í andlitið og bringuna fyrir slysni. Erlent 14.2.2006 07:34 Milljónasvindl við hjálparstarf eftir Katrínu Milljónir dollara fóru í súginn vegna svindls og misnotkunar við hjálparstarfið eftir fellibylinn Katrínu í Bandaríkjunum. Þetta er mat sérstakrar rannsóknarnefndar sem farið hefur yfir viðbrögð stjórnvalda við fellibylnum sem reið yfir Bandaríkin síðasta haust. Erlent 14.2.2006 07:26 Eigendur Dagbladet bjóða í Orkla Medier Eigendur norska blaðsins Dagbladet hafa ákveðið að bjóða í norska fjölmiðlafyrirtækið Orkla Medier, sem rekur meðal annars dönsku blöðin Berlingske Tidende, BT og Weekendavisen. Þetta kemur fram á vef Jótlandspóstsins. Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, sýndi Orkla Medier áhuga á dögunum ásamt nokkrum öðrum norrænum fjölmiðlafyrirtækjum en nú er útlit fyrir að Orkla verði áfram í eigu Norðmanna. Erlent 14.2.2006 07:16 Óeirðir vegna forsetakosninga á Haítí Allt logar í óeirðum á Haítí, þar sem stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Renes Preval eru ævareiðir eftir kosningarnar og telja að brögð hafi verið í tafli. Þeirra maður náði ekki hreinum meirihluta eins og útlit var fyrir og því stefnir allt í halda verði aðra umferð. Erlent 14.2.2006 07:13 « ‹ ›
Kínverjar drepnir í Pakistan Þrír kínverskir verkfræðingar og bílstjóri þeirra voru skotnir til bana af manni á mótorhjóli í suðvestur Pakistan í gær. Aðeins þrír dagar eru þar til forseti Pakistan fer í opinbera heimsókn til Kína. Mikill fjöldi Kínverja vinnur í Pakistan en Kína er einn helsti bandamaður landsins og hefur skaffað þeim vopn og peninga í mörg ár. Erlent 16.2.2006 07:26
Harma myndbirtingu ástralskrar sjónvarpsstöðvar Bandarísk yfirvöld harma að ástralska sjónvarpsstöðin SBS hafi sýnt nýjar myndir af misþyrmingum á íröskum föngum sem áttu sér stað í Abu Graib fangelsinu árið 2003. Myndirnar væru olía eld núverandi ástands og gætu leitt til ofbeldis. Erlent 16.2.2006 07:35
Úrslit í forsetakosningum á Haítí endurskoðuð Bráðabirgðaríkisstjórn Haítí hefur fyrirskipað endurskoðun á úrslitum talningar í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í síðustu viku. Stjórnin ákvað þetta eftir að René Préval, sá frambjóðandi sem flest atkvæði hlaut, hélt því fram að umfangsmikil kosningsvik hefðu átt sér stað og útfylltir kjörseðlar fundist í sekkjavís á sorphaugum. Erlent 16.2.2006 07:22
Árás skaði Bandaríkjamenn meira en Írana Ef Bandaríkjamenn ráðast á Íran, mun það skaða þá meira en okkur. Þetta sagði varnarmálaráðherra Írana á blaðamannafundi í Teheran, höfuðborg Írans, í gær. Hann sagði Bandaríkjamenn aðeins vera að reyna að hræða íranskan almenning með yfirlýsingum sínum um árásir á landið. Erlent 16.2.2006 07:15
Grunaður morðingi framseldur til Bandaríkjanna Breti sem grunaður er um að hafa myrt bandaríska eiginkonu sína og níu mánaða barn þeirra í úthverfi Boston í Bandaríkjunum og síðan flúið til Bretlands, var í gær framseldur til Boston þar sem hann sætir morðákæru. Neil Entwistle, sem er 27 ára að aldri, neitar allri sök en kona hans og barn fundust látin eftir að hafa verið skotin á heimili þeirra þann 20. janúar síðastliðinn. Erlent 16.2.2006 07:23
Fuglaflensa í ellefu Evrópuríkjum Fuglaflensan er komin til Ungverjalands. Þrír svanir þar í landi hafa drepist úr fuglaflensu. Verið er að greina hvort veiran sé af gerðinni H5N1. Þar með hefur veiran greinst í ellefu Evrópuríkjum. Þá hafa yfir 200 dauðir fuglar sem fundist hafa víða um Danmörku verið sendir til rannsóknar í Árósum en það kemur líklega ekki í ljós fyrr en á morgun hvort þeir hafi drepist úr fuglaflensu. Erlent 16.2.2006 07:13
Cheney segist bera fulla ábyrgð á slysaskotinu Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann bæri fulla ábyrgð slysaskotinu sem særði Harry Whittington. Cheney tjáði sig í fyrsta sinn í dag opinberlega um slysaskotið. Cheney vildi ekki ræða um hvað hefði orðið til þess að hann skaut Whittington en sagði þó við engan að sakast nema hann sjálfan. Erlent 15.2.2006 22:18
200 þúsund manns á hryðjuverkalista Bandarísk yfirvöld búa yfir gagnagrunni sem hefur að geyma nöfn 325 þúsund manna sem grunaðir eru um aðild eða stuðning við hryðjuverk. Frá þessu greinir bandaríska dagblaðið Washington Post. Erlent 15.2.2006 08:20
Áfram mótmæli í Pakistan vegna Múhameðsmynda Lítið lát er á mótmælum í Pakistan vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í fjölmörgum evrópskum dagblöðum. Mótmælendur kveiktu í morgun í veitingastað Kentucky Fried Chicken í bænum Pashawar í norðurhluta Pakistans ásamt því að brenna bandaríska og danska fánann og hrópa slagorð gegn löndunum. Erlent 15.2.2006 07:53
Reiðubúnir að axla nokkra ábyrgð Hópur danskra múslímaleiðtoga, sem sakaður hefur verið um að hafa kynnt undir deilur vegna myndanna af Múhameð, kvaðst í gær reiðubúinn að axla nokkra ábyrgð. Erlent 15.2.2006 07:37
Vilja segja upp samningum við SAS vegna flugmannadeilu Stórir viðskiptavinir skandinavíska flugfélagsins SAS vilja nú hverjir á fætur öðrum segja upp samningum sínum við félagið vegna langvarandi deilu þess við flugmenn sína. Frá þessu er greint í Jótlandspóstinum. Erlent 15.2.2006 07:52
Algjört reykingabann á krám Neðri málstofa breska þingsins samþykkti í gær frumvarp til laga um algjört reykingabann á krám og skemmtistöðum á Englandi, sem taka á gildi um mitt næsta ár. Breytingatillaga sem hefði undanskilið krár og veitingastaði sem ekki hefðu mat á boðstólnum var felld. Innlent 15.2.2006 07:10
Sýktir fuglar finnast í Þýskalandi Tveir svanir sem fundust dauðir á þýsku eynni Rügen í Eystrasalti voru sýktir af H5N1-stofni fuglaflensu, að því er landbúnaðarráðuneytið í Þýskalandi greindi frá í gær. Þýskaland er því níunda landið í Evrópu þar sem fuglaflensan greinist. Erlent 15.2.2006 06:53
Hungursneyð yfirvofandi í Kenýa Hungursneyð er yfirvofandi í norðvesturhluta Kenýa vegna mikilla þurrka fimmta árið í röð. Stór hluti svæðisins er nánast skrælnaður, nautgripir hafa drepist og uppskera visnað. Þegar í janúar liðu um 3.5 milljón manna skort í kjölfar þurrkanna. Erlent 14.2.2006 22:18
Breski herinn krafinn um skaðabætur Tveir þeirra ungu Íraka, sem breskir hermenn gengu í skrokk á í Basra fyrir tveimur árum, ætla að lögsækja breska herinn og krefjast skaðabóta. Erlent 14.2.2006 21:56
Reykingabann á Englandi 2007 Frá og með sumrinu 2007 verður bannað að reykja á krám og næturklúbbum á Englandi. Neðri deild breska þingsins samþykkti stjórnarfrumvarp þess efnis með miklum meirihluta atkvæða í kvöld. Erlent 14.2.2006 21:15
Ár liðið frá morðinu á Hariri Hundruð þúsunda komu saman í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag til að minnast þess að ár er liðið frá því Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var myrtur. Erlent 14.2.2006 21:11
Fuglaflensan komin til Austurríkis og Þýskalands Fuglaflensa hefur nú í fyrsta sinn greinst í hjarta Evrópu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að flensan hefur drepið villta svani bæði í Austurríki og Þýskalandi. Flensan hafði áður greinst í fuglum í níu löndum í Evrópu. Erlent 14.2.2006 20:54
Sonur Sharons í fangelsi Omri Sharon, sonur Ariels Sharon forsætisráðherra Ísraels, var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa, með ólögmætum hætti, afla fé fyrir baráttu föðurs síns um formannsembætti Líkúd-bandalgsins árið 1999. Erlent 14.2.2006 18:25
Fimmtán særðust í tilræði í Istanbúl Fimmtán særðust þegar sprengja sprakk í stórmarkaði í Istanbnúl seint í gærkvöld. Stór hluti stórmarkaðarins jafnaðist við jörðu og rúður splundruðust í nærliggjandi húsum Erlent 14.2.2006 08:29
Auðgun úrans hafin á ný í Íran Íransstjórn staðfesti í morgun að auðgun úrans hefði hafist á ný í landinu. Talsmaður íranskra stjórnvalda í kjarnorkumálum játaði því á blaðamannafundi í morgun að áætlun um auðgun úrans væri hafin samkvæmt samþykktum þingsins. Erlent 14.2.2006 09:51
Réttarhöld vegna Munch-verka hefjast í dag Réttarhöld hefjast í dag yfir sex manns sem taldir eru viðriðnir ránið á málverkunum Ópinu og Madonnu eftir Edvard Munch. Verkunum var rænt af Munch-safninu í Osló í ágúst árið 2004 en hvorki hefur fundist tangur né tetur af þeim. Innlent 14.2.2006 07:49
Ástralar dæmdir til dauða fyrir heróínsmygl Tveir Ástralar voru í morgun dæmdir til dauða fyrir stórt heróínsmygl frá í apríl á síðasta ári. Mennirnir tveir eru taldir höfuðpaurar níu manna hóps, sem reyndi að smygla rúmum átta kílógrömmum af heróíni frá Balí til Ástralíu. Erlent 14.2.2006 07:30
Segist hafa verið í hungurverkfalli Saddam Hussein sagðist í morgun hafa verið í hungurverkfalli í þrjá daga til að mótmæla meðferðinni á sér við réttarhöldin sem nú standa yfir. Aðrir sem ákærðir eru í málinu segjast líka hafa verið í hungurverkfalli, en eins og kunnugt er hefur Saddam Hússein trekk í trekk mótmælt framkvæmd réttarhaldanna. Erlent 14.2.2006 09:48
Hinn íslamski heimur hafi misskilið hugmyndir Dana Hinn íslamski heimur hefur misskilið hugmyndir Dana um trú og spámanninn Múhameð, sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, eftir fund með hófsömum múslímum í Danmörku í gær. Erlent 14.2.2006 07:41
Drepa gísla ef þýsk stjórnvöld láta ekki af stuðningi Írakskir mannræningjar hóta að drepa tvo gísla ef þýsk stjórnvöld hætta ekki öllum stuðningi við íröksk stjórnvöld. Á myndbandi sem birtist á Al-Arabiya sjónvarpsstöðinni sjást gíslarnir tveir ásamt mannræningjunum, sem lesa kröfur sínar. Erlent 14.2.2006 07:36
Cheney ekki með tilskilið leyfi á veiðum Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ekki laus allra mála vegna slyss um helgina þar sem hann skaut á veiðifélaga sinn á kornhænuveiðum. Í ljós hefur komið að Cheney hafði ekki tilskilið veiðileyfi þegar hann fór til veiða með milljarðamæringnum Harry Whittington sem hann svo skaut í andlitið og bringuna fyrir slysni. Erlent 14.2.2006 07:34
Milljónasvindl við hjálparstarf eftir Katrínu Milljónir dollara fóru í súginn vegna svindls og misnotkunar við hjálparstarfið eftir fellibylinn Katrínu í Bandaríkjunum. Þetta er mat sérstakrar rannsóknarnefndar sem farið hefur yfir viðbrögð stjórnvalda við fellibylnum sem reið yfir Bandaríkin síðasta haust. Erlent 14.2.2006 07:26
Eigendur Dagbladet bjóða í Orkla Medier Eigendur norska blaðsins Dagbladet hafa ákveðið að bjóða í norska fjölmiðlafyrirtækið Orkla Medier, sem rekur meðal annars dönsku blöðin Berlingske Tidende, BT og Weekendavisen. Þetta kemur fram á vef Jótlandspóstsins. Dagsbrún, móðurfélag 365 miðla, sýndi Orkla Medier áhuga á dögunum ásamt nokkrum öðrum norrænum fjölmiðlafyrirtækjum en nú er útlit fyrir að Orkla verði áfram í eigu Norðmanna. Erlent 14.2.2006 07:16
Óeirðir vegna forsetakosninga á Haítí Allt logar í óeirðum á Haítí, þar sem stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Renes Preval eru ævareiðir eftir kosningarnar og telja að brögð hafi verið í tafli. Þeirra maður náði ekki hreinum meirihluta eins og útlit var fyrir og því stefnir allt í halda verði aðra umferð. Erlent 14.2.2006 07:13