Jarðakaup útlendinga

Fréttamynd

Sjóðir Ratcliffe og annarra auðkýfinga rýrna

Samanlagður auður þúsund ríkustu einstaklinga Bretlands hefur minnkað, í fyrsta sinn í tíu ár. Ástæðan er faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Einn þeirra sem tapað hefur vegna faraldursins er Jim Ratcliffe, landeigandi á Íslandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram

Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra

Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Grófu fyrir laxahrognum í tíu stiga gaddi

Einn umfangsmesti gröftur hrogna Norður-Atlantshafslaxins sem um getur fór fram nýverið í Selá. Veiðiklúbburinn Strengur gróf milljónir hrogna í tíu stiga gaddi undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal

Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tilgangur Jim Ratcliffe sagður bara einn

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe vinnur nú að uppbyggingu lax og lífríkis í ám á Norðausturlandi. Talsmaður hans segir Íslendinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af fyrirætlunum hans því verkefnið sé bara eitt. Að bjarga laxastofninum á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg

Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.

Innlent
Fréttamynd

Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup

Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr og síðar

Þeirri vegsemd fylgir ábyrgð að eiga sæti í samstarfinu á norrænum vettvangi, EFTA/EES, NATO, Sameinuðu þjóðunum o.s.frv. með rétt til afstöðu í víðtækasta skilningi.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.