Jarðakaup útlendinga

Enginn spenntur fyrir umfangsmiklum vikurflutningum um þjóðveginn
Þungaflutningar yrðu mun tíðari um Suðurlandsveginn ef áform þýsks fyrirtækis ganga eftir. Vörubíll mun keyra í gegn um helstu bæi svæðisins á kortersfresti. Sveitarfélögum á svæðinu líst ekki á blikuna og setja sig upp á móti flutningunum.

Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku
Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta.

„Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“
Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar.

Landeigandinn Jim Radcliffe hefur áhuga á að kaupa Chelsea
Ríkasti maður Bretlands, Sir Jim Radcliffe, er meðal þeirra sem vilja kaupa enska úrvalsdeildarliðið Chelsea.

Segir jarðakaup Bretans ofbjóða öllum og vera ömurlega þróun
„Þetta er farið að ofbjóða öllum,“ segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, um jarðakaup breska auðjöfursins Jims Ratcliffes í sveitinni, og segir Hafralónsá nánast í gíslingu vegna tilrauna hans til að ná meirihluta í veiðifélaginu.

Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur.

Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér.

Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár.

Milljarðamæringur fjárfestir í veiðihúsum á Íslandi
Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe ætlar að fjárfesta fyrir fjóra milljarða í verkefni sem ætlað er að vernda laxastofninn á Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að snúa við hnignun Norður-Atlantshafslaxstofnsins.

Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi
Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu.

„Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu“
Læknirinn, útivistarmaðurinn og umhverfisverndarsinninn Tómas Guðbjartsson er lítt hrifinn af hátt í fimm hundruð milljóna króna sölunni á Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. Power Minerals Iceland, íslenskt félag í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft, greiddi 489 milljónir króna fyrir Hjörleifshöfða.

Þjóðverjarnir keyptu Hjörleifshöfða á 489 milljónir króna
Power Minerals Iceland, íslenskt félag í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft, greiddi 489 milljónir króna fyrir Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi. Vísir greindi frá sölunni í síðustu viku en fékk ekki upplýsingar frá kaupendum eða seljendum um hve miklir fjármunir skiptu um hendur. Systkinin Áslaug, Halla og Þórir Níels Kjartansbörn voru eigendur jarðarinnar.

Hafnar fullyrðingum eigenda Hjörleifshöfða sem var ekki í hæsta forgangi
Forsætisráðherra segir að ráðuneytið hafi verið í samskiptum við eigendur Hjörleifshöfða vegna sölu á jörðinni. Ekki hafi náðst samkomulag um verð.

Segir Katrínu ekki hafa svarað svo Hjörleifshöfði var seldur Þjóðverjum
Tólf árum eftir að félagar í Mýrdalshreppi byrjuðu að láta sig dreyma um að hafa eitthvað upp úr því að vinna sand í hreppnum er komin verulega hreyfing á hlutina.

Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum
Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri.

Sjóðir Ratcliffe og annarra auðkýfinga rýrna
Samanlagður auður þúsund ríkustu einstaklinga Bretlands hefur minnkað, í fyrsta sinn í tíu ár. Ástæðan er faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Einn þeirra sem tapað hefur vegna faraldursins er Jim Ratcliffe, landeigandi á Íslandi.

Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram
Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur.

Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur
Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum.

Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra
Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar.

Grófu fyrir laxahrognum í tíu stiga gaddi
Einn umfangsmesti gröftur hrogna Norður-Atlantshafslaxins sem um getur fór fram nýverið í Selá. Veiðiklúbburinn Strengur gróf milljónir hrogna í tíu stiga gaddi undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar.