Erlendar

Fréttamynd

Wozniacki hrundi niður í fjórða sæti á heimslistanum

Danska tenniskonan Caroline Wozniacki er ekki lengur besta tenniskona heims samkvæmt heimslistanum og það sem meira er slakur árangur hennar á opna ástralska mótinu sá til þess að hún fór úr fyrsta sætinu og niður í það fjórða.

Sport
Fréttamynd

Geri mér aldrei væntingar um sigur

Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games.

Sport
Fréttamynd

Hallldór fékk boð á HM

Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar.

Sport
Fréttamynd

Serena Williams úr leik í Ástralíu

Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3.

Sport
Fréttamynd

Giants og Patriots leika til úrslita í Ofurskálarleiknum

New York Giants og New England Patriots leika til úrslita í Ofurskálarleiknum í NFL deildinni í Bandaríkjunum. Patriots lagði Baltimore Ravens 23-20 í undanúrslitum, og Giants hafði betur 20-17 í framlengdum leik gegn San Francisco 49‘ers. Ofurskálarleikurinn, eða Superbowl, fer fram í Indianapolis þann 5. febrúar.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Nelson mætir Alexander Butenko

Bardagakappinn Gunnar Nelson mun mæta Alexander “Iron Capture" Butenko frá Rússlandi í Cage Contender keppninni í Dublin á Írlandi þann 25. febrúar næstkomandi. Butenko þessi er gríðarlega öflugur bardagamaður en hann hefur unnið tólf af sextán bardögum, þar af tíu af síðustu ellefu.

Sport
Fréttamynd

Íþróttaárið 2011 í máli og myndum

Fréttablaðið hefur tekið saman nokkrar skemmtilegar myndir frá spennandi og líflegu íþróttaári en þetta eru bæði myndir frá afrekum hér heima og erlendis.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods er langtekjuhæsti íþróttamaður veraldar

Þrátt fyrir afleitt gengi á undanförnum tveimur árum er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods enn tekjuhæsti íþróttamaður heims. Tekjur Woods hafa lækkað um allt að 6,5 milljarða kr. á ári en engu að síður er hann langtekjuhæsti íþróttamaður ársins 2011. Talið er að Woods sé með um 9,1 milljarða kr. í árslaun. Þrír fótboltamenn eru á listanum yfir 10 tekjuhæstu íþróttamenn heims, tveir körfuboltamenn og tveir kylfingar.

Golf
Fréttamynd

Brutust inn og hreinsuðu út úr verðlaunaskápnum

Ástralski sundmaðurinn Phil Rogers átti flottan feril og vann nokkur eftirsótt verðlaun í sundinu. Hann lenti hinsvegar í því á dögunum að það var brotist inn til hans og hreinsað út úr verðlaunaskápnum.

Sport
Fréttamynd

Vonn vill verða leikkona

Skíðakonan Lindsey Vonn hefur lýst því yfir að hún stefni á að henda skíðunum inn í bílskúr eftir Vetrarólympíuleikana 2018. Í kjölfarið vonast hún til þess að verða leikkona.

Sport
Fréttamynd

Bonds fékk vægan dóm

Átta ára rannsókn á meintri steranotkun hafnaboltamannsins Barry Bonds lauk í gær með litlum hvelli. Bonds fékk nefnilega 30 daga dóm sem hann má afplána heima hjá sér. Ekki er samt víst að hann þurfi að afplána dóminn. Hann verður samt á skilorði næstu tvö árin og þarf að greiða 4.000 dollara sekt.

Sport
Fréttamynd

Tebow-reglan

Á síðasta ári settu yfirmenn háskólaíþróttanna nýja reglu í lagasafn sitt. Hún er aldrei kölluð annað en "Tebow-reglan“ enda sett á út af Tim Tebow.

Sport
Fréttamynd

Messías lentur í Klettafjöllunum

NFL-leikstjórnandinn Tim Tebow er mjög óvænt orðinn ein stærsta stjarnan í bandarísku íþróttalífi. Þessi strangtrúaði drengur hefur þaggað niður í nær öllum sérfræðingum. Þeim finnst flestum að hann geti ekki neitt. Þrátt fyrir það framkallar Tebow kraftaverk í nær hverjum leik og getur ekki hætt að vinna.

Sport
Fréttamynd

Wozniacki er betri í golfi en McIlroy í tennis

Golfarinn Rory McIlroy og tenniskonan Caroline Wozniacki eru súperparið í íþróttaheiminum í dag enda bæði í fremstu röð í heiminum í sínum íþróttagreinum. McIlroy tjáði sig aðeins um samband þeirra í viðtali við Irish Times.

Sport
Fréttamynd

Wozniacki komin með nýjan þjálfara sem lofar risatitlum

Caroline Wozniacki er annað árið í röð efsta sæti heimslistans en þessi danska tenniskona á samt enn eftir að vinna risamót á ferlinum. Hún er nú kominn með nýjan þjálfara sem á að reyna að hjálpa henni til að brjóta þann múr.

Sport
Fréttamynd

Hjartagalli var banabiti Uekman

Hinn ungi leikmaður Arkansas sem lést um helgina, Garrett Uekman, átti við hjartavandamál að stríða og það er ástæðan fyrir ótímabæru andláti hans.

Sport
Fréttamynd

Þarf að herða lyfjaeftirlit hjá spretthlaupurum frá Jamaíku?

Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, þarf að herða eftirlitið með frjálsíþróttafólki á Jamaíku að mati Inggard Lerheim sem starfar við slíkt eftirlit í Noregi. Á síðustu fjórum árum hafa þrír íþróttamenn frá Jamaíku fallið á lyfjaprófi og telur Lerheim að það sé ástæða til þess að skoða málið nánar.

Sport
Fréttamynd

Mögnuð tilþrif hjá fimleikafólki á HM í trampólínstökkum - myndasyrpa

Heimsmeistaramótið í trampólínstökkum fór fram í Birmingham á Englandi um s.l. helgi og var þetta í fyrsta sinn frá árinu 1967 sem þetta mót fer fram á Bretlandseyjum. Keppt er í fjórum greinum í karla – og kvennaflokki en keppendur voru um 650 frá 40 þjóðum. Ljósmyndarar á vegum Getty Images náðu frábærum myndum af keppendum og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta.

Sport
Fréttamynd

Tilþrif frá strandblakskeppni í Mexíkó- myndasyrpa

Strandblak er í stöðugri sókn sem íþrótt og ein vinsælasta greinin á ólympíuleikunum. Keppt er í tveggja manna liðum á velli sem er næstum því sömu stærðar og venjulegur blakvöllur. Að sjálfsögðu var keppt í strandblaki á Ameríkuleikunum sem fram fóru í Mexókó á dögunum – og hér má smá brot af þeim myndum sem teknar voru í undan – og úrslitaleikjunum í karla og kvennaflokki.

Sport
Fréttamynd

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Að venju náðu ljósmyndarar Getty Images frábærum myndum á þeim íþróttaviðburðum sem voru í gangi víðsvegar um heim. Í myndasyrpunni má sjá brot af því besta. Bylmingshöggið sem Cole Escovedo fékk frá Alex Caceres í UFC bardaga í Bandaríkjunum vekur kannski mesta athygli enda er andlitið á Escovedo afmyndað eftir höggið.

Sport