Erlendar

Phoenix lagði LA Lakers
Þrír leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni liðna nótt. LA Lakers tapaði fyrsta leik sínum til þessa þegar liðið lá fyrir Phoenix Suns í Las Vegas. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland.

Petr Cech verður frá í hálft ár
Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea gæti orðið frá keppni í allt að hálft ár að mati lækna sem framkvæmdu aðgerð á höfuðkúpubroti hans um helgina. Stephen Hunt, leikmaður Reading, hefur sent Cech skriflega afsökunarbeiðni fyrir að valda meiðslunum og stjóri Bolton hefur boðist til að lána Chelsea markvörð.

Ætlar að spila aftur fyrir Rangers
Gennaro Gattuso hjá AC Milan segist ákveðinn í að spila aftur með liði Glasgow Rangers á ný áður en hann leggur skóna á hilluna, en þessi magnaði miðjumaður var aðeins 19 ára gamall þegar Walter Smith keypti hann frá Perugia á sínum tíma og gaf honum tækifæri með Rangers.

LA Lakers - Phoenix í beinni
Viðureign LA Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu í NBA verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland í kvöld. Leikurinn fer fram í Las Vegas og hefst klukkan hálf tvö eftir miðnætti.

Viðræður hafnar um nýjan samning
Framherjinn Wayne Rooney er sagður vera kominn í viðræður við forráðamenn Manchester United um framlengingu á samningi sínum. Enn eru nokkur ár eftir af samningnum sem hann undirritaði þegar hann gekk í raðir félagsins frá Everton árið 2004 fyrir 27 milljónir punda.

Barcelona lagði Sevilla
Barcelona lagði Sevilla 3-1 í spænska boltanum í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona. Ronaldinho skoraði tvö mörk, annað úr víti og Leo Messi bætti við þriðja marki Katalóníumanna sem skutust á toppinn með sigrinum.

Betis - Deportivo í beinni
Nú klukkan 19:00 hefst leikur Real Betis og Deportivo í spænska boltanum og er hann sýndur beint á Sýn. Betis er í fallsæti með aðeins 3 stig eftir 5 leiki, en Deportivo hefur fengið 10 stig og er í 7. sæti.

Baulað á Jackson í Indiana
Átta æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. Áhorfendur í Indiana bauluðu á vandræðagemlinginn Stephen Jackson þegar hann kom inn sem varamaður í tapleik gegn Utah Jazz.

Gummersbach vann Lubbecke
Nokkrir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach unnu góðan 37-31 útisigur á Lubbecke. Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson 5. Þórir Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Lubbecke en Birkir Ívar Guðmundsson kom ekki við sögu í leiknum.

Inter á toppinn
Inter Milan skellti sér á toppinn í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag með 2-1 sigri á Catania í dag. Það var Dejan Stankovic sem skorað bæði mörk Inter í dag og eru ítölsku meistararnir þar með komnir með 14 stig eftir 6 leiki og hafa 2 stiga forskot á Roma sem tapaði 1-0 úti gegn Reggina.

Bolton í þriðja sætið
Bolton skaust í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með því að leggja Newcastle á útivelli 2-1. Newcastle hafði undirtökin framan af og Shola Ameobi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. El Hadji Diouf skoraði hinsvegar tvö mörk á innan við tveimur mínútum í þeim síðari og gerði út um leikinn fyrir Bolton.

RIbery vill fara til Arsenal
Umboðsmaður franska miðjumannsins Franck Ribery segir leikmanninn hafa fullan hug á að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal í framtíðinni.

Óttast að missa starfið
Alan Pardew viðurkennir að hann óttist mjög að verða vikið úr starfi hjá West Ham eftir að liðið seig niður í fallbaráttuna í gær með 2-0 tapi gegn Portsmouth.

Grönholm sigraði í Tyrklandi
Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford sigraði örugglega í Tyrklandsrallinu sem fram fór um helgina og hefur því saxað á forskot heimsmeistarans Sebastien Loeb í stigakeppni ökumanna til heimsmeistara.

Cech fór í aðgerð
Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea fór í aðgerð í dag vegna höfuðkúpubrots sem hann varð fyrir í leiknum gegn Reading í gærkvöldi.

Grönholm á sigurinn vísan
Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford Focus hefur mjög gott forskot eftir tvo fyrstu keppnisdagana í Tyrklandsrallinu og útlit er fyrir að hann nái að saxa vel á forskot heimsmeistarans Sebastien Loeb.

Getafe hefur tak á Real Madrid
Stórliðið Real Madrid reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við granna sína í smáliðinu Getafe í spænska boltanum í gær og tapaði 1-0 á útivelli. Eins og til að fullkomna ömurlegt kvöld fyrir Real, lék framherjinn Ronaldo reka sig af velli fyrir kjaftbrúk í lok leiksins og verður því í banni í næsta leik þegar Real mætir Barcelona.

Cech var á sjúkrahúsi í nótt
Petr Cech, aðalmarkvörður Chelsea, varði síðustu nótt á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í upphafi leiksins gegn Reading í gær, en Carlo Cudicini var leyft að fara heim að lokinni rannsókn í gærkvöldi.

Enn vinnur Calzaghe
Joe Calzaghe varði í gær IBF og WBO titla sína í millivigt hnefaleika þegar hann vann sigur á Sakio Bika á stigum í bardaga þeirra í Manchester á Englandi. Sigur Calzaghe var nokkuð öruggur þegar upp var staðið, en þessi mikli meistari þurfti að hafa mikið fyrir honum.

Æfur yfir meiðslum markvarða sinna
Jose Mourinho var afar ósáttur við framgöngu Stephen Hunt í leik Reading og Chelsea í dag, en honum þótti Hunt brjóta gróflega á Petr Cech með þeim afleiðingum að markvörðurinn lenti á sjúkrahúsi líkt og félagi hans Carlo Cudicini.

Ósáttur við færin sem fóru forgörðum
Martin Jol þurfti enn að skammast yfir því hvað leikmenn hans fóru illa með færi sín þegar liðið gerði jafntefli við Aston Villa á útivelli í dag.

Telur að Watford muni halda sér í deildinni
Arsene Wenger segir sitt lið hafa þurft á öllu sínu að halda í dag þegar það lagði Watford 3-0 í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að þó Watford hafi enn ekki unnið leik í deildinni, hafi það alla burði til að halda sér uppi í vor.
Fram steinlá í Noregi
Íslandsmeistarar Fram spiluðu sinn slakasta leik til þessa í Meistaradeildinni þegar liðið steinlá 35-26 fyrir norsku meisturunum í Sandefjord í dag. Guðjón Drengsson skoraði 6 mörk fyrir Framara, sem verma nú botnsætið í riðli sínum í keppninni.

Dýr sigur hjá meisturunum
Englandsmeistarar Chelsea unnu mikilvægan 1-0 útisigur á Reading í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Ívar Ingimarsson tryggði Chelsea sigurinn með sjálfsmarki í blálokin á fyrri hálfleik, en sigurinn gæti átt eftir að reynast liði Chelsea mjög dýr.

Bremen valtaði yfir Bochum
Werder Bremen skellti sér á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að valta yfir Bochum á útivelli 6-0. Frábært lið Bremen skoraði fimm mörk á síðasta hálftíma leiksins, en á meðan vann Bayern góðan sigur á Hertha Berlín 4-2.

Ívar Ingimarsson í sviðsljósinu
Íslenski landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson hefur sannarlega verið í sviðsljósinu í leik Reading og Chelsea, en gestirnir hafa 1-0 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés. Ívar, sem ber fyrirliðabandið hjá Reading, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir aukaspyrnu Frank Lampard undir lok hálfleiksins, en áður hafði Ívar skallað í slá á eigin marki.

Ferguson og Jewell hrósa Rooney
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Paul Jewell, stjóri Wigan, skiptust á að hrósa Wayne Rooney fyrir frammistöðu hans í sigri United í dag. Rooney náði ekki að skora mark, en leikur hans þótti bera vitni um að hann væri að finna sitt fyrra form.

Ívar í byrjunarliði Reading
Ívar Ingimarsson er að venju í byrjunarliði Reading í dag þegar liðið tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekknum.

Liverpool og Blackburn skildu jöfn
Leikjunum sex sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Liverpool þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Blackburn á heimavelli sínum, en Arsenal vann auðveldan sigur á Watford 3-0.

Sandefjord - Fram í beinni á Sýn
Leikur norsku meistaranna Sandefjord og Íslandsmeistara Fram í meistaradeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í dag. Útsending frá leiknum í Noregi hefst klukkan 16:45 og það kemur í hlut hins óviðjafnanlega Guðjóns Guðmundssonar að lýsa leiknum.