
Felum klúðrið – fórnum heimilunum: Aftur!
Það er stundum hjákátlegt að fylgjast með aðferðum stjórnmálamanna og „kerfisins“ við að fría sjálfa sig ábyrgð en því miður eru afleiðingar þess ekki alltaf jafn sniðugar og bitna oftar en ekki á þeim sem síst skyldi.

Saga um staðfestan glæp gegn þjóðinni
Inni í félagsmálaráðuneytinu liggur skýrsla sem ekki fæst birt, enda leiðir hún í ljós hversu alvarlega ríkisstjórnir síðustu áratuga hafa brotið gegn heimilum landsins og við getum fullyrt að þær ríkisstjórnir sem setið hafa frá hruni hafi sýnt einbeittan vilja til þess að viðhalda brotunum gagnvart þjóðinni.

Þau elska ykkur bara rétt fyrir kosningar
Nú er ljóst að hrun heimilanna 2.0 er yfirvofandi. Það er ekkert eftir að lofa, því þegar sagan er skoðuð sést greinilega að „þeim“ verður nákvæmlega sama um þig strax eftir kosningar.

Tvær hliðar á sömu spillingu
Sérhagsmunagæsla eða spilling á Íslandi snýst í grunninn um „tvo turna“; fjármálakerfið og sjávarútveg. Að sjálfsögðu kemur fleira til og inn í sérhagsmunagæsluna fléttast gríðarlega margir, en þetta eru „turnarnir“ sem hafa sogað til sín hvað mestu af auðæfum þjóðarinnar hvað sem öðrum hagsmunaaðilum líður.

Til hvers að kjósa?
Það er því miður svo að allt of margir spyrja sig eftirfarandi spurningar: „Til hvers á ég að kjósa?“. Í kjölfarið fylgja oft setningar eins og „Það breytist aldrei neitt“ eða „Það skiptir engu máli hver er kosinn, það svíkja allir allt.“

Bankarnir eru baggi á samfélaginu
Núna hafa bankarnir birt uppgjör sín eftir fyrri hluta þessa árs og samanlagður hagnaður þeirra nemur 37 milljörðum króna. Ef síðari hluti ársins verður þeim jafn gjöfull, gæti árshagnaður þeirra orðið 74 milljarðar.

Höfuðið hefur misst vitið
Við viljum geta treyst heilbrigðiskerfinu okkar. Við viljum geta treyst því að ef við sjálf eða einhver okkur nákominn veikist, þá fái þau þá bestu umönnun og meðferð sem möguleg er, án tillits til efnahags eða fjölskylduaðstæðna.

Miskunnarleysi, tómlæti og mannfyrirlitning
Það steðjar alvarleg ógn að íslenskum heimilum nú þegar verðbólgan er að fara á flug, ekki síst þeim sem eru með verðtryggð húsnæðislán eða greiða leigu, því öll leiga er verðtryggð.

Föst í klóm sérhagsmunaafla
Það er löngu tímabært að rætt sé um það kverkatak sem sérhagsmunaöfl hafa á íslenskri þjóð, þar sem hagsmunum almennings er alltaf fórnað fyrir hagsmuni þessara ósýnilegu en allt umvefjandi afla.

Heimilisofbeldi Samfylkingarinnar
Oddný G. Harðadóttir varð sjálfri sér til skammar á Alþingi í vikunni – og ekki bara sjálfri sér heldur öllum sínum flokki, Samfylkingunni.

Heimska eða illska
Stundum er ekki nema um tvennt að ræða; svart eða hvítt, gamalt eða nýtt, heimsku eða illsku.

Dómstólar í vinnu hjá Arion banka
Eftirfarandi bréf var sent á bankastjóra Arion banka í gær. Efni bréfsins skýrir sig sjálft en spurningin sem hlýtur að vakna er: Af hverju fara sýslumenn og dómarar ekki að lögum ef lögin þjóna ekki hagsmunum bankanna?

Arion banki: Ég vil fá mínar 12 milljónir til baka
Ég las það í fréttum að Arion banki væri í hreinlega í vandræðum með eigið fé sitt það væri svo mikið.

Tími til aðgerða er núna!
Núna upplifa margar fjölskyldur óvissu og jafnvel ótta um hvað framtíðin muni bera í skauti sínu.

Nú þarf Steingrímur J. að svara!
Steingrímur J. Sigfússon sá ástæðu til að rjúfa þögnina sem ríkir um aðgerðir hans og ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eftir hrun sl. föstudag, þegar hann svaraði grein eftir Björn Jón Bragason á Eyjan/DV um að þau hefður skattlagt sig úr kreppunni.

Þarf endilega að fleygja einhverjum útbyrðis í þetta sinn?
„Við erum öll í sama bátnum“ hefur verið sagt svo oft að það er orðið álíka þvælt og „fordæmalaust ástand“.

Lítt dulin hótun fjármálaráðherra
Í gær, án þess að það vekti mikla athygli fjölmiðla, setti fjármálaráðherra fram lítt dulda hótun gagnvart Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni Samfylkingarinnar í Twitter færslu.

Erum við öll í sama báti?
Hrunið sem við nú stöndum frammi fyrir er mjög ólíkt bankarhruninu 2008 meðal annars vegna þess að því ollu stjórnendur fjármálafyrirtækja með hreinum glannaskap og vitleysu en núna er ekki hægt að kenna neinum um.

„Alveg eins og var gert eftir hrun”
Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna skrifar opið bréf til forsætisráðherra.

Hagsmuna fjármálafyrirtækja gætt en heimilin sniðgengin
Ríkisstjórnin kynnti það sem hún kallaði „víðtækustu efnahagsaðgerðir sögunnar” á laugardaginn, en í þeim var lítið fjallað um heimilin.